Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 1

Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  16. tölublað  103. árgangur  GÆLUDÝRA- MYNDATÖKUR ERU ÖGRANDI ÓLAFUR SMÍÐ- AR OG HANN- AR OFURBÍL PÍANÓNEMEND- UR STYRKTIR VEGLEGA BÍLAR ELÍN ARNARDÓTTIR 38ANNA LJÓSMYNDARI 10 Ljósmynd/Af vef BSV Hrotubaninn Hnúður á innanverðum hringnum á að minnka hrotur.  Yfir 150 eintök af svokölluðum hrotubana sem netverslunin BSV fór nýlega að bjóða upp á hafa selst hér á landi, en um er að ræða hring sem settur er á litla fingur fyrir svefninn og ætlaður til þess að stöðva eða minnka hrotur. Hrotubaninn hefur aðal- lega verið seldur í gegnum vefsíð- una Hópkaup.is. Eigandi BSV segist hafa fulla trú á því að hringurinn virki, enda hafi hann verið vinsæll í Bretlandi og Bandaríkjunum hingað til. »6 Hrotubaninn seldist upp á mettíma Olíuverðið » Framkvæmdastjóri kín- verska olíurisans CNPC sagði að olíuverð kynni að haldast lágt á næstu árum. » Eftirspurn eftir olíu og gasi gæti orðið meiri en framboðið. Baldur Arnarson baldur@mbl.is Tim Dodson, aðstoðarforstjóri Statoil, segir aðspurður að mikil lækkun olíuverðs gæti leitt til þess að hætt yrði við nýjar fjárfestingar á svæðum þar sem olíuleit er dýr. Hann segir Statoil ekki hafa áhuga á Noregshluta Drekasvæðisins. Um- mælin lét hann falla á fyrsta degi ráðstefnunnar Arctic Frontiers í Tromsö í gær, en verðhrunið á olíu var þar rauður þráður. Spurður um það sjónarmið að olíu- hrunið hafi gjörbreytt fýsileika olíu- vinnslu á erfiðum svæðum við Noreg sagði Børge Brende, utanríkisráð- herra Noregs, að mikil lækkun olíu- verðs hefði margvíslegar afleiðingar. „Verð á olíu sveiflast til og frá. Eins og við höfum séð að undan- förnu getur það auðveldlega lækk- að. Það getur líka auðveldlega hækkað aftur. Mörg verkefni um vinnslu olíu úr leirsteini eru ekki lengur hagkvæm [vegna mikillar lækkunar olíuverðs]. Ef fallið verð- ur frá þeim á næstu árum mun það hafa áhrif,“ sagði Brende í samtali við Morgunblaðið. Statoil hefur ekki áhuga  Aðstoðarforstjóri Statoil segir félagið ekki hafa áhuga á Noregshluta Dreka- svæðisins  Sum verkefni um vinnslu olíu úr leirsteini eru ekki hagkvæm lengur MOlíuhrunið getur frestað » … 6 Anna Lilja Þórisdóttir Ingveldur Geirsdóttir Ekki er haldið sérstaklega utan um menntun og störf þeirra sem flytja úr landi og því erfitt að segja ná- kvæmlega til um hversu margir Íslendingar hafa sótt vinnu á Norðurlöndunum á árunum eftir bankahrun. Félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins fækk- aði um 1.000 strax eftir hrunið og á milli 500 og 600 félagsmenn hafa fengið réttindi sín staðfest eða þýdd á annað tungumál. „Við heyrum af því enn í dag að mjög margir eru við vinnu í Noregi og ferðast milli landa á milli vinnutarna,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins. Hann segir viðbúið að erfitt verði að fá rafiðnaðarmenn glæðist vinnumark- aður enn frekar. 50% fjölgun á þremur árum Íslenskum hjúkrunarfræðingum í Noregi fjölg- aði um 50% á árunum 2010-2013. Að auki fer fjöldi þeirra þangað til tímabundinna starfa. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að ekki takist að manna allar stöður hjúkrunarfræðinga hér á landi. Samkvæmt könnun hafa rúm 30% hjúkrunarfræðinga íhugað að flytjast utan. Gyða Valdís Guðmundsdóttir flýgur reglulega til Noregs til hjúkrunarstarfa. „Þetta eru stuttar ferðir,“ segir Gyða sem segist fá allt að helming- inn af íslensku mánaðarlaununum fyrir nokkurra daga vinnu á norsku sjúkrahúsi. Þessi umfjöllun er hluti greinaflokks um flutn- inga Íslendinga til Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar á árunum eftir bankahrun. Hálf mánaðarlaun fyrir langa helgi MEftirsóttir starfskraftar erlendis »16-17  30% hjúkrunarfræðinga íhuga að fara utan  Glæðist vinnumarkaður gæti reynst erfitt að fá iðnaðarmenn til starfa  Margir starfa tímabundið erlendis Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurftu margir að fara fetið í gær vegna klakabrynju á gangstéttum og gátu jafnvel átt von á vænni gusu frá bílum sem skvettu ísköldu götuvatninu yfir þá. Búast má við áframhaldandi hláku víða um land í dag en svo frystir á ný í kvöld. Vatnsgusurnar gengu undan bílunum Morgunblaðið/Kristinn Klaki og snjór mynduðu vatnselg í hlákunni í höfuðborginni  Icelandair er að byggja upp mikla starfsemi á Völlunum í Hafn- arfirði. Fyrir lok þessa árs verður þar komin skrifstofuaðstaða fyrir um eitt hundrað starfsmenn félags- ins. Þegar hefur flughermir Ice- landair verið tekinn í notkun í hús- næði á staðnum. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um Hafnarfjörð í dag, en hún er þáttur í greina- flokknum Heimsókn á höfuðborg- arsvæðið. Meðal annars efnis er viðtal við Guðmund Fylkisson lög- regluþjón sem er áhugasamur um fuglalífið við Lækinn og gaukar gjarnan brauðmolum að álftunum, öndunum og gæsunum þar. »18-19 Mikil umsvif Ice- landair í Hafnarfirði  Einar Finns- son, leiðangurs- stjóri hjá Ice- landic Mountain Guides, komst á suðurpólinn um klukkan 22 að ís- lenskum tíma í gær. Einar leiddi erfiða 57 daga göngu á pólinn. Hann vonast til að koma heim til Ís- lands 29. janúar og hlakkar til að faðma fjölskylduna. »2 Komst á suðurpól- inn seint í gærkvöldi Einar Torfi Finnsson  Öllum starfsmönnum gamla þjón- ustuversins við ferðaþjónustu fatl- aðra hjá Strætó var sagt upp störf- um þegar nýtt kerfi var sett á laggirnar um áramótin. Þrír af starfsmönnunum eru í hjólastól, einn karl og tvær konur, sem unnu í 50% starfi skv. heimildum Morgun- blaðsins en Strætó hvatti fólkið til að sækja um í nýja þjónustuverinu í 100% starfi. »14 Fötluðum konum sagt upp hjá Strætó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.