Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Þó það næðist að stoppa ebólu-
sjúkdóminn á morgun er starfi hjálp-
arstofnana hérna hvergi nærri lokið.
Margir hafa misst fjölskyldur sínar
og fyrirvinnur og það er mikið verk
óunnið í samfélaginu,“ segir Gísli
Rafn Ólafsson, sem starfar í Vestur-
Afríkuríkinu Sierra Leone fyrir
hjálparsamtökin NetHope, þar sem
hann er yfirmaður neyðarmála. Starf
hans felst í að koma á fjarskiptum á
dreifðari svæðum fyrir ýmis hjálpar-
samtök sem eru við störf í landinu.
Hann hefur verið í Vestur-Afríku síð-
an í október, einkum í Sierra Leone,
Líberíu og Gana. Í dag fer hann til
Líberíu þar sem hann verður í viku,
snýr síðan aftur til Sierra Leone og
býst við að koma til Íslands í mars.
Fann stóra bróður sinn
Þegar rætt var við Gísla í gær var
hann staddur í SOS-barnaþorpi í
Freetown, höfuðborg Sierra Leone.
Þar var verið að taka við fjölda barna
sem hafa misst foreldra sína úr
ebólu. Spurður um í hverju störf
hans felist segir Gísli það aðallega
vera að sjá til þess að hjálparstofn-
anirnar geti átt snurðulaus sam-
skipti. „Það felst margt í því. Til
dæmis þurfti læknir á vegum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að
bera kennsl á þriggja ára munaðar-
lausa stúlku, sem hafði misst foreldra
sína úr ebólu. Talið var að hún ætti
eldri bróður á lífi á einhverju sjúkra-
húsanna, en ekki var vitað hvar.
Mynd af litlu stúlkunni var send með
tölvupósti til sjúkrahúsanna og sam-
dægurs bar bróðir hennar kennsl á
hana. „Þetta er eitt lítið dæmi, sem
sýnir mannlega þáttinn samt svo
vel,“ segir Gísli.
Ebólufaraldurinn hefur verið í
rénun undanfarnar vikur, en tilkynnt
hefur verið um rúmlega 21.000 tilvik í
Vestur-Afríku frá því í mars í fyrra
og um 8.500 hafa dáið af völdum sjúk-
dómsins, 99% þeirra í Sierra Leone,
Líberíu og Gíneu. „Fyrir áramót var
algengt að um 50 ný tilfelli kæmu
upp á dag,“ segir Gísli. „En núna er
talan um 20.“
Mælir sig tvisvar á dag
Starf Gísla útheimtir ekki að hann
fari inn á sjúkrahús þar sem ebólu-
smitaðir einstaklingar eru til með-
ferðar. Afar strangar reglur eru um
aðgang að slíkum deildum og hann
fær aðeins aðgang að svokölluðu ytra
svæði þegar hann er að störfum.
„Ætli það séu ekki meiri líkur á því
að eldingu slái niður í mig en að ég
smitist af ebólu,“ segir hann. „Ég
mæli líkamshitann tvisvar á dag, en
fyrstu einkennin eru hár hiti. Ég þvæ
og spritta hendurnar áður en ég fer
inn í hús og þegar ég fer út. Það fer
mikið af handspritti hérna,“ segir
Gísli. „Fólk er líka hætt að heilsast
með handabandi, heldur leggur
höndina á brjóstið og klappar létt.
En það er þannig með ebóluna að
hún þarf að komast í snertingu við
líkamsvessa.“
Bannað að borða apa
Gísli segist ekki verða mikið var
við að í landinu ríki lífshættulegur
faraldur, fyrir utan svokölluð tjald-
sjúkrahús sem séu víða og séu vel af-
girt. Alls staðar séu skilti þar sem
fólk er minnt á að þvo og spritta
hendur. „Svo hefur verið mikið talað
um að fólk eigi alls ekki að snerta lík
og það er búið að leggja bann við að
borða apa og leðurblökur.“
Gísli segir að erfitt reynist að fá
fólk til hjálparstarfa á svæðinu. „En
ef við eigum ekki við þetta hér, þá
mun þetta breiðast út. Það þarf að
ráðast að ebólunni hér, þar sem upp-
runinn er.“
Gísli hyggur á heimferð í mars og
segist ekki eiga von á að þurfa að
fara í einangrun við heimkomuna,
gerður sér greinarmunur á heilbrigð-
isstarfsfólki sem sé í beinni snertingu
við ebólu-sjúklinga og öðrum. „Ég
verð undir eftirlit fyrst á eftir og þarf
að mæla líkamshitann reglulega.
Enginn hjálparstarfsmaður hér, sem
ekki er að vinna með sjúklinga, hefur
veikst.“ Hefur fólkið þitt áhyggjur af
þér? „Ég á góða fjölskyldu sem skil-
ur að ég fer þangað sem neyðin er
stærst, þar sem þörf er á hjálp. Við
sem erum hérna erum vön að vinna á
hættulegum svæðum og pössum að
taka ekki of mikla áhættu. Fólkið
mitt segir stundum: Farðu varlega.
En allir skilja samt af hverju ég er
hér.“
Allir skilja af hverju ég er hér
Hjálparstarfsmaðurinn Gísli Rafn starfar í Sierra Leone þar sem ebólan er í rénun Segir mikið
verk vera óunnið í samfélaginu „Meiri líkur á að eldingu slái niður í mig en að ég smitist af ebólu“
Von Gísli stendur hér við Vonarvegginn við Hastings-tjaldsjúkrahúsið í Freetown, en þar setja ebólu-sjúklingar sem
útskrifast þaðan nafn sitt og handarfar. Tala látinna á spítalanum er svipuð og fjöldi þeirra sem hafa útskrifast.
Tilkynnt var í fyrradag að Afríkuríkið Malí væri laust við ebólu, en sam-
kvæmt reglum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, er það gert þegar
engin ný tilvik hafa verið skráð í 42 daga.
Alls létust sjö af völdum sjúkdómsins í landinu og má rekja smitið til
tveggja einstaklinga frá nágrannaríkinu Gíneu. Áður hafði verið tilkynnt
að faraldrinum í Senegal og Nígeríu væri lokið.
Þessi ebólufaraldur hefur verið sá mannskæðasti til þessa, hann hefur
dregið fleiri til dauða en fyrri faraldrar samanlagt.
Malí er laust við ebólu
ENGIN NÝ TILVIK HAFA VERIÐ TILKYNNT Í MARGAR VIKUR
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hópur ungra manna hefur sótt um
til Reykjavíkurborgar að opna
brugghús í Toppstöðinni við Raf-
stöðvarveg í Elliðaárdal og hefur
málinu verið vísað til skipulagsfull-
trúa til umsagn-
ar.
Guðmundur
Gunnlaugsson,
talsmaður sex-
menninganna,
segir að hug-
myndin um
brugghús hafi
blundað nokkuð
lengi í hópnum.
Þeim hafi verið
bent á laust rými, um 60 fermetra, í
Toppstöðinni, og hafi því lagt inn
umsókn með fyrirvara um að þeir
fengju öll tilskilin leyfi til fram-
leiðslunnar. „Við bíðum bara eftir
svari frá borgaryfirvöldum,“ segir
hann og bætir við að þótt Topp-
stöðin sé fyrsta val og hann vildi
helst fá þar inni fyrir framleiðsluna
komi margir aðrir staðir á höfuð-
borgarsvæðinu til greina. „Það er
mjög mikið af húsnæði í boði, ekki
síst í Kópavogi og Hafnarfirði, sem
hentar vel fyrir svona rekstur og
því erum við alveg rólegir,“ heldur
Guðmundur áfram.
Varaaflsstöðinni í Elliðaárdal var
breytt í frumkvöðlasetur í desem-
ber 2009. Þar starfa einstaklingar
og hópar að nýsköpunarverkefnum,
jafnvel í samstarfi við til dæmis
Hönnunarmiðstöð, Nýsköpunar-
miðstöð Íslands, Samtök iðnaðarins,
Reykjavíkurborg, menntastofnanir
og fleiri.
Húsbjór fyrir hvern stað
Félagarnir hafa víðtæka reynslu.
Einn í teyminu er með menntun í
eimingar- og bruggfræðum frá Ed-
inborg í Skotlandi og í hópnum eru
verkfræðingar, sem hafa meðal ann-
ars unnið að því að hanna og smíða
nauðsynleg tæki til framleiðslunnar.
„Við erum byrjaðir á því að sanka
að okkur tækjabúnaði, þannig að við
látum ekkert stöðva okkur úr
þessu,“ segir Guðmundur. Um leið
og húsnæðið verði tryggt styttist í
framleiðslu og gangi allt eftir í sam-
bandi við leyfi geri þeir ráð fyrir að
geta hafið framleiðslu snemma í
sumar.
Guðmundur segir að fyrir liggi
bjóruppskriftir sem þeir hafi áhuga
á að þróa betur. Hugmyndin sé að
framleiða bjór fyrst og fremst fyrir
bari og veitingastaði. „Við viljum
bjóða upp á svonefndan húsbjór,
vinna náið með þessum stöðum við
að þróa eigið bragð,“ segir hann.
Guðmundur segir að hugmyndinni
hafi verið vel tekið enda vanti tölu-
vert upp á húsbjórsstemninguna.
Víða erlendis er þekkt að bjór sé
bruggaður á veitingastöðum, en
Guðmundur bendir á að það sé ekki
leyfilegt hérlendis. Því sé þetta
kjörin millileið. „Við leggjum ekki
endilega upp með að setja bjór á
markaðinn undir okkar eigin nafni
heldur vinna með veitingahúsunum
og nefna viðkomandi bjór eftir
þeirra höfði.“
Minni bjórframleiðendur hér-
lendis hafa oft sagt að erfitt sé að
komast inn á íslenska markaðinn.
Guðmundur tekur í sama streng og
segir að þess vegna vilji þeir fara
fyrrnefnda leið.
„Við teljum að þetta sé besta leið-
in til að byrja með og svo gefast
vonandi tækifæri til þess að bæta
við vörulínum og selja bjór í vínbúð-
unum,“ segir Guðmundur.
Týndi hlekkurinn
Hann bætir við að fimm ára
markmið sé að komast á alþjóðlegan
markað. Í Bandaríkjunum sé til
dæmis vinsælt að fyrirtæki, sem
vilji brugga bjór en hafi ekki nauð-
synlegan tækjabúnað, fái brugghús
til þess að brugga fyrir sig bjórinn
og sjái síðan um markaðssetningu
og dreifingu. „Það er að verða
ákveðin vitundarvakning í sambandi
við fínni bjór,“ segir hann.
„Draumurinn er að komast á
þetta stig, að verða eins konar týndi
hlekkurinn á milli Evrópu og
Bandaríkjanna á þessu sviði. Að
vinna með fyrirtækjum á þessum
markaðssvæðum, brugga bjórinn og
aðstoða þau við dreifingu.“
Vilja opna brugghús í Toppstöðinni
Ekki markmið að framleiða bjór undir eigin nafni heldur aðalatriðið að búa til húsbjór fyrir bari
og veitingastaði Vínbúðirnar bíða Takmarkið að komast á alþjóðlegan markað innan fimm ára
Morgunblaðið/Frikki
Toppstöðin Varaaflsstöðinni í Elliðaárdal var breytt í frumkvöðlasetur fyrir liðlega sex árum.
Guðmundur
Gunnlaugsson