Morgunblaðið - 20.01.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég gerði þetta nú barafyrir sjálfa mig. Ég hafðiverið í hörkuvinnu ímörg ár og langaði að
gera eitthvað skapandi, eitthvað
sem ég hefði áhuga á. Ég sé ekki
eftir því, þetta hefur verið frá-
bært,“ segir Anna Ingimarsdóttir
þegar hún er spurð hvers vegna
hún valdi að fara í nám í Ljós-
myndaskólanum fyrir tveimur og
hálfu ári, en hún útskrifast ásamt
níu öðrum úr skólanum í þessum
mánuði. Þau opna útskriftarsýningu
á verkum sínum í Hörpu nk. laug-
ardag, 24. janúar, kl. 15.
„Þetta er mjög mikið verklegt
nám þar sem fólk fær að skapa sinn
eigin heim. Hver og einn hefur
fengið að finna sinn hljóm og vett-
vang í ljósmynduninni.“
Námskeið í Skotlandi
Anna flutti ung að heiman, hún
fór aðeins sautján ára til Hollands
og vann þar sem aupair og þaðan lá
leiðin til Skotlands. „Ég sótti
nokkra kúrsa í ljósmyndun þegar
ég var í Skotlandi, en ljósmyndaá-
huginn hefur alltaf verið fyrir
hendi, alveg frá því ég var lítil,“
segir Anna sem er með tvö verkefni
á útskriftarsýningunni, annars veg-
ar þrívítt landslagsklippiverk og
hins vegar dýraportrett, af hundum
og köttum.
„Ég tók það aðeins lengra og
fór út í vöruþróun og lét framleiða
fyrir mig púða með dýraljós-
myndum og líka samstæðuspil fyrir
börn, þar sem myndirnar eru af
hundum og köttum. Spilið hefur
heldur betur slegið í gegn.“
Fuglar næsta verkefni
Anna segist hafa byrjað að
mynda ketti árið 2012 fyrir sýningu
skólans eftir fyrsta árið í náminu.
„Þá vaknaði þessi áhugi hjá mér að
mynda dýr og ég bætti fljótlega við
hundum í fyrirsætuhópinn og ég
ætla mér líka að takast á við að
mynda fugla, það verður næsta ögr-
andi verkefni.“
Anna segir að það sé ekki auð-
velt að mynda dýr; þau vilji ekki
vera kyrr þegar þau sitja fyrir á
mynd og skilji ekki mannamál, svo
það sé ekki hægt að leiðbeina þeim.
„Þetta er ekki ósvipað og smá-
barnamyndatökur, þetta er stuttur
og snarpur tími, kannski tuttugu
mínútur. Þegar ég var að mynda
kettlinga sem voru snarir í snún-
Gæludýra-
myndatökur
eru ögrandi
Dýrin skilja ekki mannamál og vilja ekki endilega
vera kyrr lengi í einu þegar þau eru látin sitja fyrir í
myndatöku. Einmitt þess vegna finnst Önnu Ingi-
marsdóttur skemmtilega ögrandi að takast á við slík
verkefni og hún ætlar m.a. að einbeita sér að gælu-
dýraportrettum nú að lokinni útskrift úr Ljósmynda-
skólanum. Sýning á verkum útskriftarnemanna tíu
verður opnuð um næstu helgi í Hörpu.
Ljósmynd/Anna Ingimarsdóttir
Hvolpur Þessi var sjö vikna og var alltaf að leka niður í myndatökunni.
Anna Hún er heilluð af dýrum og nýtur þess að taka myndir af þeim.
Árleg garðfuglaathugun Fuglavernd-
ar verður um næstu helgi, dagana 23.
til 26. jan. Framkvæmd athugunar-
innar er einföld, það eina sem þátt-
takandi þarf að gera er að fylgjast
með garði í klukkutíma einhvern
þessara daga. Viðkomandi þarf að
skrá hjá sér hvaða fugla hann sér og
mesta fjölda af hverri tegund á með-
an athugunin stendur yfir, þ.e. þá
fugla sem eru í garðinum, en ekki þá
sem fljúga yfir.
Gott er að hefja undirbúning taln-
ingar nokkrum dögum áður með því
að hefja daglegar fóðurgjafir til að
lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóð-
ur hentar hverri fuglategund.
Upplýsingar um fóðrun garðfugla
er hægt að finna á vefsíðum um
„fóðrun“, á garðfuglavefnum og
einnig í Garðfuglabæklingi Fugla-
verndar sem fæst á skrifstofunni eða
má panta á netfanginu:
fuglavernd@fuglavernd.is eða í
síma 5620477.
Að lokinni athugun skal skrá nið-
urstöður með því að sækja eyðublað
sem finna má á vefsíðu Fuglaverndar,
fuglavernd.is
Vefsíðan www.fuglavernd.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fegurð Fugl gæðir sér á beri.
Gaman að telja
fugla í görðum
Kvenréttindafélags Íslands er með far-
andsýningu sem heitir Á leið um land-
ið, en hún var gerð vegna 100 ára af-
mælis kosningaréttar íslenskra
kvenna.
Snorrastofa og Borgarbyggð hafa
tekið á móti sýningunni sem stendur í
Bókhlöðu Snorrastofu, en hún mun í
janúarlok halda för sinni áfram til 11
annarra sveitarfélaga á landinu og
enda í Reykjavík í desember.
Í kvöld kl. 20.30 verður kvöld-
dagskrá í Bókhlöðu Snorrastofu í
Reykholti í tilefni þessarar sýningar,
þar sem konur í bókmenntum koma
við sögu.
Aðalheiður Guðmundsdóttir flytur
erindið Skjaldmeyjar og sköss, en þar
fjallar hún um konur í karlaveldi forn-
aldarsagna Norðurlanda.
Helga Kress flytur erindið „… og var
hinn mesti kvenskörungur“ en þar
fjallar hún um borgfirskar konur í ís-
lenskri sagnahefð.
Fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands
og Borgarbyggðar flytja líka ávörp.
Allir velkomnir og að erindum lokn-
um verða umræður og kaffiveitingar.
Dagskrá í Bókhlöðu Snorrastofu í kvöld
Skjaldmeyjar og sköss og líka
hinir mestu kvenskörungar
Morgunblaðið/Ómar
Flott Þessi kvenskörungur mætti á Víkingahátíð í fyrra og tók þátt í bardögum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
www.danco.is
Heildsöludreifing
Eingöngu selt til fyrirtækja
Ljúffengt...
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
...hagkvæmt og fljótlegt
Veisluþjónustur
Veitingahús - Mötuneyti
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum