Morgunblaðið - 20.01.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.01.2015, Qupperneq 16
FLUTNINGAR TIL NORÐURLANDANNA EFTIR HRUN16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Ljósmynd/Karin Beate Nøsterud-norden.orgLjósmynd/Karin Beate Nøsterud-norden.org Ljósmynd/Eivind Sætre-norden.org FRÉTTASKÝRING IngveldurGeirsdóttir ingveldur@mbl.is Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu margir Íslendingar sæki sér vinnu annars staðar á Norður- löndunum, til lengri eða skemmri tíma enda ekki haldið sérstaklega utanum um menntun og bakgrunn þeirra sem flytja af landi brott. Félagsmönnum Rafiðnaðarsam- bands Íslands (RSÍ) fækkaði tölu- vert strax eftir efnahagshrun en ekki er vitað nákvæmlega hversu margir þeirra hafa farið til starfa er- lendis. Fækkunin gæti líka tengst öðrum þáttum eins og verklokum stórra framkvæmda á Austurlandi. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, telur þó að inn í fækkunina spili hversu margir fóru til vinnu erlendis. Félagsmönnum RSÍ fækkaði á þessum tíma um 1.000 manns og er vitað að á milli 500-600 manns hafa komið til RSÍ og fengið réttindi staðfest/þýdd yfir á annað tungumál, langflestir rafvirkj- ar. „Það er mjög algengt að menn geri það til þess að komast til vinnu í Noregi en þar er stofnun sem kallast DSB og þurfa allir sem ætla að starfa á norskum vinnumarkaði við löggiltar iðngreinar að fara í gegn- um hana og fá réttindi samþykkt. Hvað margir hafa fengið réttindi sín staðfest segir samt ekkert til um hversu margir fóru raunverulega því margir gætu hafa farið beint og fengið réttindi staðfest án okkar að- komu og einhverjir ekki látið af því verða að fara til starfa erlendis. Einnig þarf eingöngu að fara í þetta ferli einu sinni, í upphafi,“ segir Kristján. Hópur félagsmanna RSÍ sem ferðast á milli landa til að sækja vinnu, og flytur ekki endilega búferl- um, virðist vera töluvert stór, að sögn Kristjáns. „Tilfinning okkar er að langflestir hafi farið árið 2009-11 en við heyrum af því enn í dag að mjög margir eru við vinnu í Noregi og ferðast á milli á milli vinnutarna.“ Menntun á breiðum grunni Kristján segir að þeir sem sæki vinnu erlendis, og þá fyrst og fremst innan Norðurlandanna, séu flestir með sveinspróf í rafvirkjun. Raf- veituvirkjar sæki þó nokkuð vinnu við raforkukerfi Norðmanna en sá hópur sé nokkuð fámennur. Félags- menn Rafiðnaðarsambands Íslands séu mjög eftirsóttir starfskraftar annars staðar á Norðurlöndum og geta gengið í flest ef ekki öll störf í rafiðnaði þar ytra. „Það sem einkennir íslenska raf- iðnaðarmenn og gerir það að verk- um að þeir eru eftirsóttir er það að menntun þeirra byggist á mjög breiðum grunni og er djúp þ.e.a.s. menn þekkja fræðin mjög vel og eru lagnir við að nýta sér fræðilega menntun yfir í verklega. Ég hef oft heyrt þess getið að íslenskir rafiðn- aðarmenn séu jafnvel fengnir til stjórnunarstarfa á þeim verkstöðum sem þeir starfa á. Menntun okkar manna er alþjóðleg sem gerir það að verkum að þeir geta farið til starfa þar sem þörf er á starfsafli og launin eru góð.“ Kristján segist ekki heyra á þeim félagsmönnum RSÍ sem hafi flutt út að þeir séu á leið heim aftur, en það byggist yfirleitt á því að stór- fjölskyldan hefur flust út. Staðan á íslenskum vinnumarkaði fyrir raf- iðnaðarmenn er góð og eru atvinnu- rekendur í erfiðleikum með að fá rafiðnaðarmenn til starfa. „Ef vinnu- markaður fer að glæðast enn frekar með stærri verkefnum er ljóst að við munum lenda í vandræðum með að manna slík verkefni nema þá að laun hér heima verði samkeppnishæfari við það sem gerist t.d. í Noregi.“ Verk- og tæknifræðingar Að sögn Árna B. Björnssonar, framkvæmdastjóra Verkfræðinga- félags Íslands (VFÍ) og Tæknifræð- ingafélags Íslands (TFÍ), fjölgaði í hópi þeirra verkfræðinga og tækni- fræðinga sem kusu að flytja til Nor- egs og hefja þar störf eftir árið 2008. Hlutfallslega fjölgaði íslenskum tæknimönnum í Noregi hratt frá byrjun árs 2009. Einnig sóttu íslensk fyrirtæki inn á markaðinn í Noregi, einkum verkfræðistofur og arki- tektastofur. Í lok ársins 2012 voru 60 íslenskir verkfræðingar á skrá norsku hag- stofunnar með fasta búsetu í Noregi. Sama tala fyrir tæknifræðinga var 117 og fyrir aðra skylda hópa s.s. arkitekta, byggingarfræðinga eðl- isfræðinga o.fl. var talan 76. Við þetta bætast starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem vinna í Noregi um lengri eða skemmri tíma án fastrar búsetu. Íslenskir verkfræðingar og tækni- fræðingar hafa verið eftirsóttir starfskraftar í Noregi og fáir þeirra sem flutt hafa til Noregs hafa snúið heim, að sögn Árna. Eftirsóttir starfskraftar erlendis  Félagsmönnum RSÍ fækkaði um þúsund eftir efnahagshrun  Þeir sem sækja vinnu til annarra Norðurlanda eru flestir með sveinspróf í rafvirkjun  Fjöldi íslenskra verk- og tæknifræðinga í Noregi Morgunblaðið/Golli Vinna Íslenskir iðnaðarmenn eru eftirsóttir starfskraftar erlendis. FLESTIR Í NOREGI Samkvæmt norrænum hagtölum bjuggu fleiri Íslendingar í Noregi en í Danmörku og Svíþjóð í byrjun síðasta árs. Í Noregi bjuggu þá 8.710 Íslend- ingar, 4.644 karlar og 4.066 kon- ur. Íslendingar í Danmörku voru 8.285, 3.931 karlar og 4.354 konur. Í Svíþjóð bjuggu 4.537 Ís- lendingar í byrjun ársins 2014, þar af voru 2.308 karlar og 2.229 konur. Ljósmynd/S.Sigfusson-norden.org Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.