Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 19

Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 19
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. R skrifstofuaðstaða fyrir hundrað manns og þangað flyst til dæmis fólk héðan úr höfuðstöðvum Icelandair í Vatnsmýrinni sem vinnur að þjálfun flugáhafna. Auk þess verður þarna verkfræðideild sem tengist viðhaldi flugvélanna. Í lok árs mun bygg- ingin því hýsa um það bil sjötíu manns auk þeirra sem mæta þar í reglulega þjálfun,“ segir Hlynur og bendir á að félagið sé í ákveðnum vexti núna. „Þannig má búast við því að einhver ný störf verði til í bland við þau sem munu flytjast til.“ Góðar móttökur í Hafnarfirði Hlynur segir staðsetninguna henta starfsemi félagsins einkar vel þar sem hún sé á höfuðborgarsvæð- inu en jafnframt nálægt alþjóða- flugvellinum í Keflavík. „Við höfum fengið gríðarlega góðar móttökur hjá bænum og hann greiddi okkar veg á öllum stigum málsins hvort sem það var við skipu- lag eða við leitina að hentugri lóð.“ Gatan sem nýja húsnæðið stendur við ber nafnið Flugvellir, enda í Vallahverfinu nýja. „Það er bara algjör tilviljun,“ segir Hlynur og hlær við. „Nei þetta small ansi vel þar sem þetta er jú í Völlunum og við erum flugfélag. Þetta er af- bragðs götuheiti fyrir flugfélag.“ Mikilvægt tækifæri til sóknar Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir að uppbygging félagsins sendi bylgjur út í atvinnulífið. „Maður finnur fyrir því að þessi uppbygging hefur áhrif og forsvarsmenn annarra fyrirtækja hafa verið með ýmiss konar umleit- anir í kjölfarið,“ segir Rósa og bend- ir á að m.a. séu áform um byggingu gistiheimila í nærliggjandi götum. „Öflug starfsemi traustra fé- laga eins og þessa hefur samlegð- aráhrif á uppbyggingu og vöxt ann- arra fyrirtækja. Í eflingu atvinnu- lífsins felst eitt mikilvægasta tækifærið til sóknar hér í Hafnar- firði og við reynum að nýta það til hins ýtrasta.“ Morgunblaðið/Þórður Framför Flughermir félagsins var vígður við athöfn fyrr í mánuðinum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Hið fornfræga Bæjarbíó varð sjötíu ára nú í janúar en það gekk í vissa endurnýjun lífdaga á liðnu ári. Kristinn Sæmundsson fer fyrir starfi Bæjarbíós og segir hann stefnuna að halda afmælisveislu langt fram á árið. „Við hefjum árið á gamansýn- ingum með Ladda sem verða nú í lok mánaðarins og byrjun febrúar, og er miðasala hafin,“ segir Krist- inn og bætir við að auk þess muni Djassklúbbur Hafnarfjarðar halda áfram að bjóða gestum Bæjarbíós upp á bestu djasslistamenn Íslands. Lista- og menningarfélag Hafn- arfjarðar tók við rekstri Bæjarbíós á síðasta ári en þar var Kvikmynda- safn Íslands áður lengi til húsa. „Ég kann þeim miklar þakkir fyrir að hafa haldið húsinu mjög vel við,“ segir Kristinn og bætir við að húsið henti vel fyrir listamenn sem vilji mikla nánd við áhorfendur. „Prins Póló, Jónas Sig., Bjartmar Guðlaugsson og Björgvin Halldórs- son voru allir með æðisgengilega tónleika hér á síðasta ári. Stefna okkar er að halda áfram að brydda upp á þeim heimsklassa tónleikum sem þetta hús býður upp á, og það á sannarlega skilið.“ Morgunblaðið/Ómar Hljómur Áfram verður boðið upp á frábæra tónleika í ár að sögn Kristins. Heimsklassa tón- leikar í Hafnarfirði  Bæjarbíó 70 ára  Hefja gamansýn- ingar með Ladda Morgunblaðið/Ómar Bæjarbíó Kristinn tók við rekstri hússins ásamt fleirum á síðasta ári. Nýr flughermir Icelandair var formlega tekinn í notk- un hinn 7. janúar síðastliðinn. Verður hann notaður til að þjálfa nýja flugmenn félagsins jafnt sem þá sem starfandi eru, en sú þjálfun hefur undanfarin ár farið fram í Kaupmannahöfn og London. Flughermirinn er í hinu nýja húsnæði félagsins í Hafnarfirði og líkir nákvæmlega eftir stjórnklefa og flugeiginleikum Boeing 757-véla sem félagið rekur. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Ice- landair, segir í samtali við mbl.is að þjálfun félagsins verði nú betri og að jafnframt muni nást mikil hag- ræðing í rekstri félagsins, sem vöxtur undanfarinna ára hafi gert kleift. Tilkoma hermisins gæti einnig gert það að verkum að hingað til lands komi flugmenn erlendra flugfélaga til þjálfunar. „Þetta er fyrsti hermirinn með þeim flugtækjum sem eru um borð í okkar flugvélum og mörg önnur flugfélög vinna nú að því að setja upp eins tæki í sínum vélum,“ segir Hilmar og bætir við að þau flugfélög gætu sent flugmenn sína til þjálfunar hér á landi. „Við höfum að minnsta kosti átt í samræðum við eitt flugfélag og bindum vonir við að ná samningum um að flugmenn þess komi hingað í þjálfun.“ Flughermir opnar ný tækifæri ERLENDIR FLUGMENN TIL ÞJÁLFUNAR Í HAFNARFIRÐI Hilmar B. Baldursson „Við urðum að vinna á varginum. Því var í lækjarhólmanum slegið niður staurum og net strengt yfir, til þess að varna að mávurinn gæti stungið sér þar niður og hirt upp unga. Smátt og smátt hefur þetta skilað árangri,“ segir Guðmundur. Hefur nokkuð verið um að fólk setji sig í samband við hann séu á svæð- inu hjálparþurfi fuglar eða þörf á umhverfisbótum. Nú sé til dæmis í skoðun að setja gaddabelti á ljósa- staura á svæðinu. Algengt sé að meinlegur mávurinn tylli sér þar niður – og sveimi síðan af þeirri syllu að gæsfuglunum og andar- ungum og hirði sem bráð. „Já, það þarf sérstakt lag til að fóðra fuglana. Best er að stinga brauðmolunum beint upp í gogginn á öndunum í stað þess að kasta út á vatnið. Slíkt er til þess eins að fóðra varginn sem er skaðræði,“ segir Guðmundur. Bætir við að slæmt sé þegar fólk á Lækjarrölti taki með sér unga til að ala heima, en nokkur brögð hafi verið að slíku. Þá hafi sést ummerki um að fólk á nætur- rölti hafi öslað út í hólmana á lækn- um, en við slíkt komi styggð að fuglunum. Aðdráttarafl og gæðastundir Guðmundur segir Lækinn vera mikið aðdráttarafl fyrir bæjarbúa og aðra. Gæðastundir sín og Katr- ínar Teklu dóttur sinnar, sem er ell- efu ára, séu að rölta um svæðið og sé stúlkan áhugasöm um fuglalífið. Hafi þau farið um allt Lækj- arsvæðið meðal annars efri hluta þess í Setbergslandi, en þar og á Víðstaðatúni er Guðmundur á fuglavaktinni – og fylgist vel með. Morgunblaðið/Eggert Önd Rauðhöfðasteggur er meðal framandi fugla sem sjást nú í Firðinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.