Morgunblaðið - 20.01.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 20.01.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur                                     !" ##  $% ## !%  " %%% ! &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 # "" ""! !#  # #$ !!$  %#"# !$ " "" "  !##   #%% !"# $# % ! !" %%! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Sjö sprotafyrirtæki fá 5 milljónir hvert í hlutafé, ókeypis skrifstofuaðstöðu og aðstoð yfir 60 aðila úr atvinnulífi og há- skólasamfélagi á yfir tíu vikna tímabili í tengslum við Startup Energy viðskipta- hraðalinn, sem nú fer af stað í annað sinn. Fyrirtækin eru Keynatura, Laki, Loki Geothermal, Málmblendi, XRG - Exergy, NATUS og Rofar. Markmið verkefnisins er að fyrirtækin vaxi og dafni eins hratt og mögulegt er á þessum tíma og verði að stöndugum fyrirtækjum. Bakhjarlar verkefnisins eru Arion banki, Lands- virkjun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og GEORG en framkvæmd þess er í hönd- um Klak Innovit og Iceland Geothermal. Sjö fyrirtæki fá 5 millj- ónir í Startup Energy ● Reitun hefur staðfest i.A3 lánshæfis- einkunn Orkuveitu Reykjavíkur og jafn- framt breytt horfum úr stöðugum í já- kvæðar. Áframhaldandi styrking á fjárhagsstöðu félagsins, trúverðug fjár- hagsáætlun ásamt góðum árangri í að ná markmiðum Plansins, aðgerðar- áætlunar OR, er ástæða þess að horf- urnar eru metnar jákvæðar. Lánshæfi ætti að styrkjast samhliða auknu fjár- hagslegu svigrúmi. Lánshæfismat Reit- unar er byggt á innlendu mati en ekki alþjóðlegu og því er i. fyrir framan ein- kunnarbókstafinn. Reitun metur horfurnar jákvæðar hjá OR STUTTAR FRÉTTIR ... FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hæstu vörugjöld á bílum eru allt of há að mati Özurar Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Bílgreinasambands- ins, en lækkun og afnám vörugjalda sem tók gildi um áramót náði ekki til innflutnings bifreiða. Þar er enn unnið eftir vörugjaldakerfi sem tek- ur mið af útblæstri bifreiða. „Eftir því sem útblástur bíls er meiri þeim mun hærra er vörugjaldið á honum. Þetta er kerfi að erlendri fyrirmynd sem við erum í sjálfu sér ekki ósáttir við. Hins vegar er alveg ljóst að hæstu flokkar þess eru alltof háir.“ Há gjöld draga úr endurnýjun Almennt vörugjald nær frá 0% upp í 65% og leggst gjaldið á inn- kaupa- og innflutningsverð bílsins. Ofan á það bætist svo álagning selj- anda og virðisaukaskattur. Gífurleg- ur skattur leggst því á bíla sem falla í efsta flokk og segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB, að í raun sé um neyslustýringu að ræða. „Íslenski bílaflotinn er sá elsti meðal þeirra landa sem við berum okkur saman við í Evrópu og Norður-Am- eríku. Árið 2013 var meðalaldur bíla á Íslandi tólf ár en í Evrópu átta ár,“ segir Runólfur en þeir Özur eru sam- mála um að til að koma til móts við kröfur um minni útblástur og meira umferðaröryggi sé fljótvirkasta leið- in að losa út gamla bíla, sem menga mikið. „Þróun á bílum hefur verið mjög hröð á undanförnum fimm ár- um og við sjáum mengun minnka hratt, bílana verða sparneytnari og öryggið meira,“ segir Özur en hann telur vörugjaldið og sérstaklega hæstu flokka þess draga úr endur- nýjun bíla á Íslandi. Gjaldið hækkað á bílaleigur Vörugjöld á bílaleigubíla voru hækkuð um áramót en Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akur- eyrar, segir hækkunina kosta fyrir- tækið tugi miljóna. „Þetta er enn ein breytingin sem gerð er á kerfinu með litlum sem engum fyrirvara. Það er orðinn fastur liður að gerðar séu breytingar rétt fyrir jól þegar verið er að ljúka fjárlagafrumvarp- inu,“ segir Steingrímur. Bílaleigur falla þó undir undanþáguflokk og greiða því lægra vörugjald. Undan- þágurnar eru þó háðar ákveðinu þaki sem lækkað var um áramótin úr 1.000.000 kr. niður í 750.000 kr. „Undanþágan á bílaleigum kemur til vegna þeirra aðstæðna sem eru hér á landi en til að við getum boðið ferða- mönnum upp á samkeppnishæft verð er farin sú leið að fella bílaleigu- bíla undir undanþáguflokkinn. Ferðaþjónustan er að keppa við önn- ur lönd um ferðamenn og þá skiptir verð máli. Bílaleigur eru líka ein besta leiðin til að dreifa ferðamönn- um um landið og skipta því gífurlega miklu máli fyrir ferðaþjónustuna í heild.“ Steingrímur tekur undir þá gagn- rýni að hæstu flokkar vörugjaldsins séu of háir og bendir á að þarna sé um stórfjölskyldu- og landsbyggðar- skatt að ræða. „Fjórhjóladrifnir bílar og stærri bílar eins og jeppar falla í hærri vörugjaldaflokka en eru nauðsylegir bílar fyrir marga á landsbyggðinni sem ferðast erfiða vegkafla til að sækja þjónustu og jafnvel bara til að komast til vinnu. Þá er ljóst að stærri fjölskyldur þurfa að festa kaup á stærri bílum til að þjóna sínum þörfum. Þetta er skattur á það fólk.“ Kallað eftir stöðugleika og sátt Tímabundnar og sértækar að- gerðir eru ekki vænlegar til árang- urs til lengri tíma að mati bæði Steingríms og Özurar. Þeir vilja báð- ir sátt um kerfið og stöðugleika. „Bílamarkaðurinn hefur verið mjög sveiflukenndur á undanförnum árum og við höfum reglulega séð toppa í sölu og síðan lægðir. Það er heppi- legra fyrir alla að endurnýjun bíla sé jafnari. Bílaumboð þurfa að panta bíla með löngum fyrirvara og gera bindandi samninga við sína birgja um verð og magn. Þá þurfa bílaleig- ur að auglýsa sitt verð með nokkrum fyrirvara og því eru allar breytingar sem gerðar eru á skömmum tíma óheppilegar.“ Endurnýjun ökutækja hægari vegna vörugjalda  Íslenski bílaflotinn eldri en í samanburðarlöndum  Hæstu gjöldin alltof há Vörugjald á bíla Gjaldbil Skráð losun CO2 Aðalflokkur Undanþáguflokkur 0-80 81-100 101-120 121-140 141-160 161-180 181-200 201-225 226-250 yfir 250 0% 10% 15% 20% 25% 35% 45% 55% 60% 65% 0% 0% 0% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% A B C D E F G H I J Heimild: tollur.is Vörugjöld ökutækja » Vörugjaldið er breytilegt eftir skráðri losun koltvísýrings við- komandi ökutækis frá 0-65%. » Sérstakar reglur gilda um bílaleigubíla, leigubíla, bíla til kennslu og fólksflutningabíla. » Þak á undanþágu bílaleigu- bíla hækkaði um áramót og gjaldið því hækkað á bílaleigur. Það mun taka nokkur ár að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi að fullu, að mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor’s (S&P), en áhrif þeirrar aðgerðar á stöðugleika í efnahagsmálum mun hafa úrslita- áhrif um þróun lánshæfis Íslands. Fyrirtækið staðfesti BBB-mínus lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á föstu- daginn með jákvæðum horfum. Í skýrslu S&P, þar sem einkunnin er rökstudd, eru rakin þau skref sem stigin hafa verið hér á landi við und- irbúning afléttingar hafta, meðal annars með lengingu skuldabréfs Landsbankans gagnvart LBI og skipun ráðgjafahóps um afnám fjár- magnshafta. Segist S&P enn þeirrar skoðunar að það muni taka nokkur ár að afnema höft á fjármagnsflutn- inga að fullu. Krónueignir útlend- inga innan hafta nemi um 39% af vergri landsframleiðslu, auk þess sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætli að þörf lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila fyrir áhættudreif- ingu í erlendum eignum nemi 20% til 45% af landsframleiðslu. Því sé ljóst að væntanlegt útflæði fjármagns sé samanlagt langt umfram gjaldeyris- varaforða Seðlabankans, sem nemi um 24% af landsframleiðslu. S&P áætlar að viðskiptaafgangur á síðasta ári nemi 4,6% af landsfram- leiðslu en vaxandi innlend eftirspurn og fjáfestingar muni keyra við- skiptajöfnuð niður í halla strax á árinu 2017, nema vexti í ferðaþjón- ustu takist að vega þar á móti. Eins og fyrr segir metur S&P horfur lánshæfismatsins jákvæðar, sem felur í sér að fyrirtækið telur meira en þriðjungslíkur á því að BBB-mínus einkunn Íslands verði hækkuð innan tveggja ára. Morgunblaðið/Ásdís Lánshæfi Standard & Poor’s gerir ráð fyrir viðskiptahalla árið 2017. Mun taka nokkur ár að afnema höft  S&P segir áhrif á stöðugleika munu ráða lánshæfismati

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.