Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Miklu færri konur enkarlar eru viðmæl-endur í fréttumbreskra ljósvakamiðla og færri konur starfa á þarlendum sjónvarps- og útvarpsstöðvum. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í nýrri skýrslu um stöðu kvenna á fjölmiðlum í Bretlandi sem fjöl- miðlanefnd bresku lávarðadeild- arinnar lét vinna. Félag kvenna í at- vinnurekstri, FKA, vinnur að nokkurra ára verkefni sem miðar að því að auka ásýnd kvenna í fjöl- miðlum og formaður félagsins segir það vera goðsögn að konur séu ekki jafnviljugar og karlar að koma fram í fjölmiðlum. „Þrátt fyrir að konur séu um helmingur landsmanna hallar tals- vert á þær, bæði sem fréttamenn og sem sérfræðinga sem leitað er til í fréttum og fréttatengdu ljósvaka- efni,“ segir í skýrslu lávarðadeild- arinnar. Þessu til stuðnings eru tíndar til ýmsar staðreyndir. Á móti hverri konu sem er í framlínunni í vinsælum fréttatíma eða frétta- tengdum þætti í Bretlandi eru þrír karlar og þegar leitað er til sér- fræðinga í fréttum eru 26% þeirra konur. Karlar eru 72-86% viðmæl- enda í nokkrum vinsælum frétta- þáttum og 82% sjónvarpsfrétta- manna eldri en 50 ára eru karlar. Konur meira menntaðar Í skýrslunni kemur fram að kynjahlutföll starfsfólks á breskum ljósvakamiðlum séu nánast jöfn. Það segi þó ekki alla söguna, því karlar séu miklu oftar í framlínunni og í stjórnunarstöðum á fréttastof- um. Einnig kemur fram að konur séu í meirihluta þeirra sem ljúki námi í blaða- og fréttamennsku frá breskum háskólum, en þær skili sér ekki á fjölmiðlana. „Meðal fjölmiðla- fólks eru fleiri konur með menntun, margar með lægri laun en ómennt- aðir karlar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Háskóla Íslands hafa 39 konur og 14 karlar útskrifast þaðan und- anfarin fimm ár með MA-próf í blaða- og fréttamennsku. Valgerður Anna Jóhannsdóttir aðjúnkt og verkefnisstjóri námsins segir að ekki hafi verið tekið saman hversu margir karlar eða konur úr þessum hópi starfi við fjölmiðla. „Staðan er líklega svipuð hér á landi og annars staðar; fleiri konur sækja í námið en þær eru færri í hópi þeirra sem eru starfandi,“ segir Valgerður. „Ég hef á tilfinningunni að það sé ýmislegt að breytast í þessum efnum,“ segir Valgerður og á þar bæði við kynja- hlutföll starfsmanna og viðmælenda fjölmiðla. Konur vilja í fjölmiðla Í bresku skýrslunni er nokkr- um hugsanlegum skýringum velt upp varðandi kvennafæð í hópi við- mælenda. M.a. að karlar séu vilj- ugari til að koma fram í ljós- vakamiðlum og að konur séu líklegri til að efast um að þekking þeirra á umfjöllunarefninu sé nægileg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- maður FKA, segir að þetta hafi kannski átt við hér á landi áður fyrr, en sú sé ekki raunin lengur. „Þetta er ekki reynsla þess fjölmiðlafólks sem ég hef rætt við,“ segir Þórdís Lóa. „Konur hafa áhuga á að koma fram í fjölmiðlum og ef fjölmiðlar vilja end- urspegla samfélagið og vera með fjöl- breyttan viðmæl- endahóp, þarf hugs- anlega í einhverjum tilvikum að breyta aðferðunum.“ Staða kvenna á fjöl- miðlum áhyggjuefni Ljósvakamiðlar Breska lávarðadeildin lét skoða stöðu kvenna á ljós- vakamiðlum. Talsvert hallar þar á konur, samkvæmt úttektinni. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þó að ráða-menn íKreml segist halda ró sinni er ljóst að efnahagur Rússlands er á hraðri niðurleið. Gengi rúbl- unnar virðist enn vera að veikj- ast, verðbólga hefur magnast og olíuverðið, sem skiptir lík- lega mestu máli, helst lágt. Með þessu áframhaldi má búast við um 3-5% samdrætti á þessu ári. Hugsanlega líta Kremlverjar að einhverju leyti til áranna 2008- 2009, þegar hagkerfi Rússlands dróst saman um 7,5%, en náði sér samt aftur á strik tiltölu- lega fljótt. Munurinn á aðstæðum þá og nú er þó gríðarlegur, þar sem seðlabanki Rússlands hefur ekki sömu getu og þá til þess að auka fjármagn í umferð, eink- um vegna þeirra hafta sem sett hafa verið á landið vegna Úkra- ínudeilunnar. Traust á stjórn- völdum er sömuleiðis í lágmarki á alþjóðamörkuðum og innviðir rússnesks efnahagslífs fúnir vegna frændhygli og spillingar. Handan landamæranna ligg- ur síðan Úkraína enn í sárum eftir umrót síðasta árs. Þar, líkt og hjá Rússum, má búast við samdrætti og skuldastaðan er slæm. Stríðsástandið í austur- hluta landsins sogar til sín fjár- magn og sú aðstoð sem Evrópu- sambandið og Bandaríkjamenn hafa lofað að veita landinu mun vart duga fyrir útgjöldum rík- isins á þessu ári. Svo gæti því vel farið að landið lenti í greiðslufalli. En þó að efna- hagur ríkjanna beggja sé í kalda- koli virðist sem enn sé til nægur eldi- viður til þess að kynda ófriðarbálið í Austur- Úkraínu. Um helgina voru harðir bardagar um Donetsk- borg, eitt lykilvígi uppreisnar- manna, og heyrðust óstaðfestar ásakanir um að Rússar hefðu enn og aftur lagt þeim til herlið til stuðnings gegn sókn stjórn- arhersins. Vopnahléið, sem raunar stóð aldrei undir nafni, er því á bak og burt, hugsan- lega með afleitum afleiðingum fyrir bæði Rússland og Úkra- ínu. Á sama tíma heyrðust þær fregnir, að innan Evrópusam- bandsins væru menn tilbúnir til þess að reyna að taka Rússa aftur í sátt þó að ekkert hefði breyst. Raunar kvað svo rammt að þeim orðrómi, að embættis- menn sambandsins lögðu sig í líma á mánudaginn að afneita honum. Engu að síður er ljóst að fyr- ir marga forvígismenn sam- bandsins hefur reynst erfitt að sýna staðfestu gagnvart Rúss- um vegna þess hversu háð Evr- ópuríkin eru orkugjöfum að austan. Þar, líkt og vestanhafs, er tilhneigingin sú að draga lín- ur í sandinn með hörðum orð- um, en standa svo ekki við þau. Með því hefur verið dregið úr trúverðugleika utanríkisstefnu þessara ríkja og er það síður en svo til að stuðla að stöðugleika í austanverðri Evrópu. Efnahagur Rúss- lands og Úkraínu er í sárum} Enn er barist Almennar þing-kosningar verða haldnar í Bretlandi í vor og er kosningabaráttan nú þegar hafin. Mið- að við þau stefnu- mál sem þegar hafa verið kynnt er ljóst að leita þarf aftur til ní- unda áratugarins til þess að finna áþekkan mun á stefnu- málum tveggja stærstu flokk- anna. Íhaldsmenn boða enn frek- ara aðhald í ríkisfjármálum, svo mikið, að þeir hyggjast greiða niður allar skuldir Bretlands á þremur árum, en þær nema nú um 100 milljörðum sterlings- punda. Ofan á það hefur David Cameron forsætisráðherra haft á orði að tækifæri sé á að tryggja öllum sem vilji vinna atvinnu, og þykir sumum þar vel í lagt í kosningaloforðum. Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, hefur hins vegar sagt að hinn boðaði niðurskurður Íhaldsmanna muni koma sér verst fyrir þá verst stöddu. Flokkur hans hefur einnig boðað niðurskurðar- áform, en svo smá í sniðum, að skatta- hækkun væri yfir- vofandi. Miliband hefur þegar lofað því að hækka skatta myndarlega á „feitu kettina“ svonefndu, hálauna- menn og fólk sem á dýrar fast- eignir. Eru Íhaldsmenn þegar komnir af stað með gömul slag- orð úr fyrri kosningum um Verkamannaflokkinn sem kunni ekkert annað en að leggja á nýja skatta. En þó að valið sé skýrt eru væntanleg úrslit það engan veg- inn og vægi stóru flokkanna hef- ur minnkað mjög í breskum stjórnmálum. Fleiri horfa til svo- kallaðra jaðarflokka, sem gætu vel ráðið úrslitum í þetta sinn. Bæði Græningjaflokkurinn og Breski sjálfstæðisflokkurinn UKIP hafa sótt í sig veðrið að undanförnu. Þó að það sé ekki endilega best fyrir Bretland er áfram- haldandi samsteypustjórn því ekki ólíkleg niðurstaða eins og horfir nú. Bretar fá skýra kosti í vor en það þarf ekki að tryggja skýra niðurstöðu} Kosningabaráttan hafin H ver man ekki eftir vorinu 2010? Út spurðist að Jón Gnarr, af öllum mönnum, væri að hóa saman mannskap til að bjóða fram í borgarstjórnarkosning- unum þá um sumarið. Flestir hlógu og hristu hausinn en þegar niðurstöður úr skoðana- könnunum tóku að berast tóku tvær grímur að renna á borgarbúa. Besti flokkurinn virtist njóta fáheyrðs meirihlutafylgis og svo fór sem fór – trúðurinn hafði sigur og settist á stól borgarstjóra. Yfir því býsnuðust ýmsir menn og konur, og amast enn við. Jón Gnarr er í þeirra bókum fól, fábjáni og fordæða. Umhugsunarefni er engu að síður að árin á undan hafði borgar- pólitíkin í Reykjavík verið illa skrifaður farsi með endalausum meirihlutaskiptum og minnkandi virðingu borgarbúa. Gilti einu hversu mjög andstæðingarnir ömuðust við honum. Gnarr tolldi heilt kjörtímabil sem borgarstjóri, nokkuð sem enginn for- vera hans í embætti hafði afrekað um allnokkurt skeið. Ýmsir kvörtuðu sáran og börmuðu sér undan meintu reynsluleysi Jóns og sögðu til að mynda að meira myndi þurfa til að takast á við hin margvíslegu verkefni í borg- inni en „bleik jakkaföt og tattú“. Sá bleikkæddi plumaði sig nú bara sæmilega samt og ekki virtist reynsluleysið þjaka hann neitt sérstaklega. Það var alltént hægt að bera meiri virðingu fyrir honum en síendurteknum hall- arbyltingum í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fátt komst í verk því enginn meirihluti tolldi lengur en sem nam fáeinum mánuðum. Vesalings högg- myndasmiðnum, sem hefur gerð brjóst- mynda af borgarstjórum Reykjavíkur með höndum, er vorkunn því miðað við hans hefð- bundna tempó mun honum fráleitt endast ævin til að vinna upp það sem hann skuldar eftir meirihlutasirkusinn frá síðasta áratug. Það kemur því kannski ekki svo mjög á óvart að ný greining ráðgjafar- og rannsókn- arfyrirtæksins Verdicta, og Kjarninn sagði frá, gaf til kynna að færi Jón Gnarr gegn sitj- andi forseta, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, myndi hann hafa sigur. Hér er ekki um eigin- lega skoðanakönnun að ræða, og þessu ber því að taka með nokkrum fyrirvara. Það hljóta engu að síður að teljast allnokkur tíð- indi því ÓRG hefur verið ósnertanlegur á valdastóli síðan hann settist þar fyrst, seint á öldinni sem leið. Enginn sem hefur sótt að honum hefur haft erindi sem erfiði. Nú ber það hins vegar til að Jón Gnarr virðist eiga stuðning vísan í sjálft forsetaembættið. Hvernig má það vera úr því hann er slíkt þjóðarböl sem sumir vilja vera láta? Getur verið að auðmýkt Jóns og einlægni í embætti, barátta hans og málflutningur fyrir friði og umburðarlyndi og sú nýbreytni sem falist hefur í nálgun hans allri á stjórnmál eigi ennþá upp á pallborðið hjá kjósendum, ekki bara borgarbúum heldur lands- mönnum? Gæti svo farið? Jón Gnarr, af öllum mönnum? jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Jón Gnarr, af öllum mönnum! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FKA vinnur nú að fjölmiðla- verkefni sem standa á til árs- ins 2017. Einn hluti þess eru fjölmiðlakannanir. Í þeirri fyrstu var skoðað kynjahlutfall viðmælenda í fréttum ljós- vakamiðla á tæplega fjögurra ára tímabili 2009-2013 og reyndust konur vera 30% við- mælenda. Von er á tölum fyrir árið 2014 innan tíðar. „Okkur brá satt best að segja þegar við fengum útkomuna árið 2013,“ segir Þórdís Lóa. „Þar sem jafnrétti mælist mest hér á landi, héldum við að staðan væri betri, en hlutur kvenna hafði aukist úr 25% árið 2005. Það gerðist ekki mikið á tæpum tíu ár- um. Stundum fær maður á tilfinn- inguna að dyrnar hafi verið opnaðar aðeins, en ekki upp á gátt.“ Ekki opið upp á gátt FKA SKOÐAR FJÖLMIÐLA Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.