Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 24

Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Skemmtileg endalok í hrað- sveitakeppni hjá Oddfellow Spilaárið hófst á hraðsveita- keppni hjá Oddfellow. Bærileg þátt- taka, 8 sveitir mættu til leiks og var dregið í sveitir og þeim gefin nöfn. Fjórir fræknir tóku snemma for- ystu og úrslit virtust ráðin fyrir lokaumferðina. En það var gaman að síðustu umferð. Sveit Svans náði að leggja Frækna fjarka naumlega að velli. Síðan koma risaskor hjá Þrum- unni, þó ekki úr heiðskíru lofti, 120 stig tóku þeir og náðu næstum Fjórum fræknum. Það munaði að- eins einu stigi er upp var staðið. Skemmtilegur endir. Fjórir fræknir 500 Þruman 499 Svanur 474 Gosinn 466 4 Ásar 424 OF4 421 Gissur hvíti 421 Tindastóll 395 Í sveit Fjórir fræknir spiluðu Jó- hannes Sverrisson, Óskar Karlsson, Páll Hjaltason og Hjalti Pálsson. Næst verður haldið áfram með Oddfellow-skálina, þann 2. febrúar verður fjórða umferð spiluð. Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson Reykjavíkurmeistarar Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson sigruðu í Reykjavíkur- mótinu í tvímenningi en mótið var spilað 17. janúar sl. Kjartan og Stefán höfðu forystu allan síðari hluta mótsins og voru í raun aldrei í hættu með að missa forystuna. Lokastaðan varðþessi: Kjartan Ásmundss. - Stefán Jóhannss. 511 Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 484 Örvar Óskarss. og Ómar Freyr Ómarss. 476 Sveinn R. Eiríkss. - Júlíus Sigurjónss. 475 Gabríel Gíslason - Gísli Steingrímss. 474 Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson. Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 15. janúar. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 331 Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 312 Pétur Antonss. - Guðlaugur Nielsen 305 Viðar Valdimarss. - Óskar Ólason 304 A/V: Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 314 Ormarr Snæbjss. - Sturla Snæbjörnss. 299 Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 291 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 288 Mánudaginn 19. janúar verður spilað við Hafnfirðinga í Gullsmára. Spilað verður á 20 borðum. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sveit GSE hefur góða forystu þegar 8 umferðir af 9 eru búnar í aðalsveitakeppni félagsins. Þeir eru með rúman leik í forystu og getur enginn náð þeim úr þessu. Baráttan um næstu sæti er hörð en efstu 5 sveitir eru: GSE 119,48 Sigurjón Harðarson 98,73 Miðvikudagsklúbburinn 91,14 Halldór Svanbergsson 89,16 Hrund Einarsdóttir 82,23 Mánudaginn 19. janúar verður spiluð 9. og síðasta umferð í að- alsveitakeppninni. Þar á eftir verður spilaður 16 spila tvímenningur um keppnisgjald í tvímenningi Bridshátíðar 2015. Fjórtán borð hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 12. janúar var spil- aður tvímenningur á 14 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Jón Þ. Karlss. – Björgvin Kjartanss. 412 Bjarni Þórarinss. – Oddur Halldórss. 357 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 350 Örn Isebarn – Hallgrímur Jónss. 344 A/V: Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 364 Magnús Jónsson – Óli Gíslason 348 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 348 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 345 Yfir 50 spilarar í Gullsmáranum Spilað var á 13 borðum (52 kepp- endur) í Gullsmára mánudaginn 12. janúar. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 297 Pétur Antonsso.– Guðlaugur Nielsen 296 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 293 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórss. 292 A/V Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 386 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 284 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 283 Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafss. 275 Mánudaginn 19. janúar verður spilað við Hafnfirðinga. Spilað verð- ur á 20 borðum. Jæja, svo þú ert af vondu fólki – var gjarnan sagt við mann á unglingsárunum. Það var þá tilvísun til ævisögu séra Árna Þórarinssonar frá Stóra-Hrauni. Ég hafði nú bara gaman af þessu eins og aðrir Hnappdælir. Sannleikurinn var sá að séra Árni var almennt vel látinn af sóknarbörnum sínum og við- urkenndur fyrir manngæði. Ævisaga séra Árna, rituð af Þór- bergi Þórðarsyni, er ein merkasta ævisaga sem skrifuð hefur verið á Íslandi. Sagnaflóðið er slíkt að með ólíkindum er að verið hafi í minni eins manns. Sama er hvar bókin er opnuð. Strax er komið að frásögn og hægt að halda bara áfram. Ekki er vafi á að séra Árni var einn mesti sagnamaður sem Ísland hefur alið. Þjóðin gleypti ævisöguna í sig, svona almennt skulum við segja. Nú- orðið er furðu sjaldan á hana minnst. Þórbergs er fremur minnst fyrir önnur verk en þessa merku ævi- söguritun. Séra Árni Þórarinsson var flug- gáfaður maður. Hann var líka at- kvæðamikill utan kirkju sem innan, staðfastur trúmaður, góður hermað- ur Guðs. Hann var ákafur bar- áttumaður fyrir lítilmagnann og leið alls ekki slæma meðferð og ráðstaf- anir á sveitarómögum og mun- aðarlitlum börnum. Þá var séra Árni mjög bænheitur og eru í sögu hans góðir vitnisburðir um árangursríkar fyrirbænir. Talaði hann gjarnan um ríki ljóssins. Séra Árni var ávarpshlýr. Hvar- vetna í sögu hans kemur fyrir ávarp- ið elskan mín. Ekki var það síst þeg- ar hann talaði við börn. Fallegan vitnisburð hef ég lesið þessu öllu til staðfestingar: Árið 1909 gerðist það að bóndi í prestakalli sr. Árna tók líf sitt. Það var á aðventu. Eftir sat ekkjan með stóran barnahóp. Ekki réði hún við þessar ástæður og sumum barnanna var komið fyrir á öðrum heimilum. Flest þessara barna urðu síðar þjóð- þekkt fólk. Einn sonurinn skrif- aði ævisögu sína. Hann lýsti veru sinni á nýja heimilinu þannig að all- ir hefðu verið honum góðir. Þó var í honum óyndi því hann saknaði fjöl- skyldu sinnar. Leiddist honum oft sáran. Eitt var þó að hans sögn ljósið í myrkrinu. Það var þegar prest- urinn kom í heimsókn. Lýsti sögumaðurinn því nokkurn veginn svona: „Mér fannst ég sjá sjálfan Frels- arann vera að koma til mín. Svo kærleiksríkur og góður var hann við mig.“ Þetta hef ég reynt að orða svona: Séra Árni hrekkur í kút þegar Gráni stekkur frýsandi úr götunni mögnuð reika myrkraöflin um Snæfellsnesið hann ríður samt upp að Svarfhóli til að vitja föðurlausa drengsins frá Laxárbakka elskan mín segir presturinn og leggur lófa á koll með öllum þeim kærleik sem Kristur boðar í ríki ljóssins. Séra Árni – sá eini sanni Eftir Helga Kristjánsson » Sagnaflóðið er slíkt að með ólík- indum er að verið hafi í minni eins manns. Helgi Kristjánsson Höfundur býr í Ólafsvík. Mörgum mun hafa létt er læknadeilunni lauk en margt bendir til þess að kjaradeila lækna hafi opnað leið fyrir önnur stéttar- félög að hefja aðför að sjúkum. Biðlistar sjúkra í að- gerð eftir læknaverk- fallið ná langleiðina út þetta ár. Næst á dag- skrá eru samningar verkafólks og meðan sú samningalota stendur yfir munu sjúkraliðar og hjúkrunarfræð- ingar koma inn í hópinn með vorinu og öll þessi félög hafa möguleika á að hefta starfsemi sjúkrahúsanna og þar með lengja biðlistana verulega. Fái kjaradeilur að þróast með þess- um hætti verður heilbrigðisþjón- ustan aðeins virk fyrir yfirstéttir þjóðfélagsins. Til viðbótar þessu hafa heilsu- gæslulæknar komist að þeirri nið- urstöðu að þeir geti fengið vinnu hjá stærri og ríkari þjóðum, hafi því ekki áhuga á að vinna fyrir svona auralaust smáríki. Aukin menntun virðist þróast á kostnað mennsk- unnar. Þjóðin veitti læknum afgerandi stuðning í kjaradeilunni því henni fannst þeir eiga það skilið að fá veru- lega launahækkun og samþykktu um leið ómannlega aðför að sjúkum. Þetta sýnir að þjóðin elti verkfalls- forustuna eins og rollur forustusauð. Læknar fengu verulega launa- hækkun en ekki gefið upp hversu há launin verða. Þjóðinni virðist ekkert koma það við, hún á bara að borga. Nú er komið að kjarabótum lág- launastétta sem eiga stóran þátt í verðmætasköpun þjóðfélagsins og fá alltaf það lítið af þjóðarkökunni að ekki nægir fyrir fæði og húsnæði, þurfa því að vera þurfalingar á sam- félagsþjónustunni. Eðlilegra væri að verkafólk hefði fram- færslulaun og greiddi full gjöld til samfélags- þjónustunnar, en eru nú verðmætaskapandi og framfærsluþiggj- andi. Engri annarri stétt er boðið upp á svona niðurlægjandi þjóðfélagsstöðu. Mér finnst að eftir núverandi upp- færslu launa lækna ætti það að vera krafa verkalýðsfélaga að öll laun sem eru undir framfærslu verði færð upp í framfærslulaun, án mótvægis verðhækkana. Atvinnurekendur greiða góð framfærslulaun fyrir hvern starfsmann frá starfsmanna- leigum, þótt starfsmaðurinn vinni varla fyrir mat, svo það er nokkuð ljóst að fyrirtækin geta borgað góð laun. Þegar ég byrjaði á vinnumarkaði 1939 var verið að vinna í því að út- rýma þrælahaldi í heiminum. Nú eru íslenskir atvinnurekendur farnir að leigja þræla og láta þá lifa við þræla- haldsaðstæður. Mér finnst íslensk stjórnsýsla vera á hraðri leið í átt að lágmenningu fortíðar. Læknadeilunni lokið Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson » Fái kjaradeilur að þróast með þessum hætti verður heilbrigð- isþjónustan aðeins virk fyrir yfirstéttir þjóð- félagsins. Höfundur er eldri borgari. Um 20.000 Íslendingar hafa flutt til annarra landa á Norðurlönd- unum á árabilinu 2008- 2014. Þetta eru háar töl- ur. Einhverjir munu ef- laust flytja til baka eftir einhver ár en aldrei allur þessi fjöldi, grasið er að mörgu leyti grænna úti. Fyrir utan hærri laun og styttri vinnuviku má til dæmis nefna að í Noregi fá foreldrar allt að fimm- tíu og níu vikur í fæðing- arorlof. Aron. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Háar tölur Grænna? Skyldi grasið vera grænna þarna hinum meg- in gæti þessi verið að hugsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.