Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
✝ Jónas Þor-steinsson,
skipstjóri og við-
gerðar- og leið-
réttingarmaður
áttavita, fæddist á
Hjalteyri, Arn-
arneshreppi við
Eyjafjörð 27. jan-
úar 1924. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 8. janúar
2015.
Foreldrar hans voru hjónin
Þorsteinn Stefánsson skipstjóri,
f. 7. mars 1896 á Hauganesi,
Árskógshr., Eyjaf., d. 3. sept-
ember 1973, og Laufey Valdi-
marsdóttir húsmóðir, f. 29. nóv-
ember 1898 á Steinnesi,
Arnarneshr., Eyjaf., d. 19. maí
1961.
Bróðir Jónasar var Sig-
urbjörn Þorsteinsson, f. 27.
mars 1926, d. 29. ágúst 1988.
Hinn 8. október 1950 kvænt-
fiskimannaprófi 1946.
Jónas stundaði sjómennsku
frá 1941 og fram til 1964. Fyrst
sem háseti á fiskibátum og svo
sem stýrimaður eða skipstjóri á
togurum og síldarbátum, að-
allega frá Akureyri. Frá 1964
starfaði hann sem skrifstofu-
maður á Akureyri og fór jafn-
framt að starfa við leiðsögu
skipa í Eyjafirði. Árið 1968 fór
hann að vinna í hlutastarfi við
viðgerðir og leiðréttingar á
áttavitum en frá 1982 í aðal-
starfi. Hann starfaði við það til
2001 að hann settist í helgan
stein. Jónas var virkur félagi í
Oddfellow-reglunni. Hann starf-
aði jafnframt ötullega að mál-
efnum sjómanna. Var í stjórn
Skipstjórafélags Norðlendinga
og formaður þess í fjögur ár.
Jónas var í stjórn Lífeyrissjóðs
sjómanna og einnig var hann
forseti FFSÍ um skeið. Þá var
hann lengi í Hafnarstjórn Akur-
eyrar.
Útför Jónasar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 20. jan-
úar 2015, kl. 13.30.
ist Jónas Mattheu
Kristjánsdóttur hús-
móður, f. 19. nóv-
ember 1920. For-
eldrar hennar voru
Kristján Jónsson,
bakarameistari á
Akureyri, og kona
hans, Elísa Efemía
Ragúelsdóttir, hús-
móðir. Synir Jón-
asar og Mattheu
eru: 1) Þorsteinn, f.
6. ágúst 1952. 2) Kristján Elís, f.
27. maí 1955, eiginkona hans er
Ólöf Matthíasdóttir og eiga þau
tvö börn, Mattheu og Elmar. 3)
Haraldur, f. 21. júní 1958, eigin-
kona hans er Valgerður Birna
Lýðsdóttir og eiga þau einn son,
Lýð Óskar.
Jónas gekk í Barnaskóla
Akureyrar og varð síðan gagn-
fræðingur frá Menntaskólanum
á Akureyri 1941. Árið 1945 fór
hann í Stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk hinu meira
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
Ennþá, á óskastund,
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
(Davíð Stefánsson)
Afi okkar, Jónas Þorsteinsson,
hélt mikið upp á ljóðið Sigling inn
Eyjarfjörð enda hafði hann sjálf-
ur siglt ófáar ferðirnar inn fjörð-
inn í gegnum árin. Afi var alltaf
tilbúinn til að aðstoða okkur
systkinin eftir bestu getu og oftar
en ekki var hann búinn að bjóða
fram aðstoð sína að fyrra bragði.
Þegar við vorum börn var afi
duglegur að taka okkur með sér í
hin ýmsu verkefni, og að okkur
fannst, miklar ævintýraferðir.
Við fórum með honum meðal ann-
ars í veiðiferðir, vinnuferðir um
borð í skemmtiferðaskip, og ófáa
bíltúrana. Eins vorum við ávallt
velkomin á verkstæðið hans en
þar leyndist gullkista, full af hlut-
um sem fyrir litlar hendur voru
mjög spennandi og ekki hægt að
nálgast hvar sem var.
Fjölskyldan skipti afa miklu
máli og lagði hann mikla áherslu
á að fylgjast sem best með okkur
öllum sama hvar í heiminum við
værum. Hann var duglegur að
mæta á samkomur með fjöl-
skyldu og vinum en í mannfögn-
uðum var afi í „essinu sínu“. Afi
hafði mikinn áhuga á fólki og var
þeim kosti gæddur að geta talað
við alla, sama hvort þau samtöl
áttu sér stað í heita pottinum í
sundlauginni, á förnum vegi eða í
faðmi fjölskyldunnar.
Það verður skrítið að heyra
ekki hláturinn í afa Jónasi aftur
en með honum höfum við fengið
um og yfir þrjátíu góð ár, þar sem
afi var við góða heilsu allt fram að
andláti. Því ber að fagna og
þakka fyrir.
Áfram – og alltaf heim,
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði, sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
(Davíð Stefánsson)
Þín
Matthea og Elmar,
Kristjánsbörn.
Reffilegur og flottur maður.
Þannig var hann afi minn. Hávax-
inn og spengilegur og mikill
herramaður með ömmu sér við
hlið.
Takk fyrir allar góðu bernsku-
minningarnar; kaffiboðin í
skemmtiferðaskipunum, ísferð-
irnar í Vín, heimsóknirnar á verk-
stæðið þitt þar sem ég fékk að
pikka á reiknivélina þína og það
var hljóð í henni, pappír og allt og
morgunverðarstundirnar við eld-
húsborðið þar sem ég fékk brauð
með mysuosti. Elsku afi, umfram
allt er ég þó þakklát fyrir vænt-
umþykjuna og góðmennskuna.
En ég er ekki ein um að sakna
þín. Kidda fannst svo gaman að
ræða við þig um sjóinn og skipin
og Reynir veltir fyrir sér hvort
hann muni nokkurn tímann finna
músina, sem þú gafst alltaf
súkkulaði, og leyndist bak við
hillusamstæðuna.
Lífið tekur stundum óvænta
stefnu og við stöndum frammi
fyrir ákvörðun sem mun móta allt
okkar líf. Mikið sem ég elska þig
og ömmu fyrir að standa mér við
hlið og leiða mína hönd í gegnum
lífið. Fyrir það verð ég ævinlega
þakklát.
Megir þú finna frið og amma
styrk í sorg sinni og hlýja um-
vefja ykkur bæði.
Þín
Dagný.
Jónas Þorsteinsson
✝ Jórunn Jón-asdóttir fædd-
ist í Holti í Garði
12. mars 1942. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 12. janúar
2015. Foreldrar
hennar voru Björg
Árnadóttir, f. 24.
október 1916, d. 21.
september 2014, og
Jónas Guðmunds-
son, f. 3. apríl 1919, d. 25. des-
ember 1998. Bjuggu þau lengst
af á Skólavegi 36 í Keflavík.
Bræður Jórunnar eru tveir:
1) Árni, f. 9. mars 1947, maki
Birna K. Margeirsdóttir, f. 20.
maí 1947. Þau eiga fjögur börn.
2) Guðmundur, f. 29. ágúst
1951, maki Ína Dórothea Jóns-
dóttir, f. 30. september 1952.
Þau eignuðust tvær dætur.
Hinn 26. desember 1967 gift-
ist Jórunn eiginmanni sínum
Antoni Sölva Jónssyni húsa-
smíðameistara frá Hofsósi í
Skagafirði, f. 27. apríl 1942, d.
13. október 2006. Foreldrar
hans voru Jón Kjartansson, f. 9.
desember 1907, d. 31. janúar
Jórunn og Anton hófu bú-
skap á Blikabraut 11 í Keflavík
og byggðu síðar heimili sitt á
Heiðarbrún 11 en eftir andlát
eiginmanns síns flutti Jórunn
að Víkurbraut 15.
Jórunn gekk í barnaskólann
í Garði, fór síðan að Núpi í
Dýrafirði þar sem hún lauk
gagnfræðaprófi árið 1958.
Þaðan fór hún í Húsmæðra-
skólann á Varmalandi. Jórunn
vann aðallega við verslunar-
og skrifstofustörf. Hún hóf
störf á Bæjarskrifstofunum í
Keflavík árið 1963 og vann þar
næstu 10 árin. Því næst tók
hún að sér bókhald sem hún
vann heima í 17 ár. Þá hóf hún
störf hjá Vátryggingafélagi Ís-
lands og lauk þar starfsævi
sinni.
Jórunn starfaði með kvenna-
klúbbi Karlakórs Keflavíkur
frá árinu 1972 og gekk til liðs
við Oddfellow-regluna árið
1995. Hún var stofnfélagi að
Oddfellow-stúkunni Steinunni í
Keflavík sem stofnuð var á
árinu 1997 og gegndi þar ýms-
um trúnaðarstörfum í gegnum
árin.
Útför Jórunnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 20. jan-
úar 2015, og hefst athöfnin kl.
13.
1981, og Anna Sig-
ríður Bogadóttir,
f. 9. október 1912,
d. 12. apríl 1972.
Bjuggu þau á
Hofsósi. Systur
hans eru: 1. Sig-
ríður Kjördís, f.
10. apríl 1936, d. 3.
september 1983,
maki Jónmundur
Gíslason. Eign-
uðust þau fimm
börn. 2. Kristrún Guðrún, f. 10.
mars 1948, maki Magnús B.
Magnússon. Eiga þau þrjú
börn.
Börn Jórunnar og Antons
eru: 1. Jóna Björg, f. 21. febrúar
1963, maki Ellert Þórarinn
Ólafsson, f. 7. júlí 1963, sonur
þeirra er Anton, f. 30. júlí 1987.
Unnusta hans er Ásdís Björk
Guðmundsdóttir, f. 2. mars
1988, og sonur þeirra er Guð-
mundur Karl, f. 17. mars 2014.
2. Óskírð dóttir, f. 4. mars 1972,
sem lést samdægurs. 3. Guðrún
Anna Antonsdóttir, f. 31. desem-
ber 1973. 4. Bogi Jón, f. 18. nóv-
ember 1976, unnusta Natalja
Krasnova, f. 7. desember 1985.
Elsku, yndislega mamma
mín. Nú kveð ég þig með mikl-
um söknuði.
Tengsl okkar hafa alltaf ver-
ið mjög sterk og núna síðustu
ár höfum við búið undir sama
þaki, hist á hverjum degi, borð-
að saman, fengið okkur rauðvín
og átt mjög notalegar og
skemmtilegar stundir.
Síðan pabbi lést árið 2006
hefur varla liðið sá dagur að við
höfum ekki hist eða talað sam-
an í síma, ekki nema önnur
okkar hafi verið stödd erlendis.
En svona er lífið. Við höfum
ekki ástvini okkar hjá okkur í
þann tíma sem maður óskar
sér.
En minningarnar eru enda-
lausar og verða mér dýrmæt
perla í framtíðinni. Þú varst
yndisleg mamma, góð amma og
ljúf tengdamamma. Þín verður
sárt saknað. Við hittumst
seinna elsku mamma mín. Þín
Jóna Björg.
Elsku mamma okkar. Hvern-
ig kveður maður mömmu sína?
Manneskjuna sem hefur verið
stoð manns og stytta og ávallt
verið til staðar hvenær sem á
þurfti að halda.
Minningarnar hrannast upp
og erfitt er að koma þeim niður
á blað. Þær verða vandlega
geymdar í hjörtum okkar og
eigum við systkinin án efa eftir
að ylja okkur yfir þeim reglu-
lega.
Ógleymanlegar eru stundirn-
ar sem við eyddum saman á
skútunni hér og þar í Miðjarð-
arhafinu, í sumarbústaðnum
fyrir norðan, í Kaupmannahöfn
þar sem þú heimsóttir okkur
systkinin ósjaldan og í Keflavík
á Heiðarbrúninni þar sem okk-
ar ljúfustu minningar eiga
heima.
Við systkinin vorum að rifja
það upp að þú skammaðir okk-
ur aldrei og það voru engar
fastar reglur, en við vissum þó
alltaf hvar mörkin lágu. Þú
sýndir okkur ástúð og hlýju og
vildir okkur það besta.
Hafðir alltaf trú á okkur og
studdir okkur í öllu því sem við
tókum okkur fyrir hendur. En
þú hafðir samt áhyggjur þegar
ég (Guðrún Anna) fór sem au-
pair til Þýskalands og átti að
fara að sjá um matseld fyrir
fimm manna fjölskyldu.
Þá sást þú eftir að hafa ekki
sent dótturina í húsmæðra-
skóla. Heimili þitt og pabba
stóð alltaf opið fyrir vinum og
ættingjum og oft var margt um
manninn og mikil gleði.
Síðustu ár barðist þú hetju-
lega við krabbameinið með já-
kvæðnina, gleðina og auðmýkt-
ina að vopni.
Það var ekkert sem stoppaði
þig og þú gerðir það sem þú
ætlaðir þér. Sem dæmi fórstu
ein til Boga í Noregi í október
og varst búin að bóka ferð til
Kanaríeyja í mars. Löngun þín
til að hafa lífið skemmtilegt
hvarf ekki þrátt fyrir veikindin.
Nú þegar þú ert farin,
mamma, ætlum við að halda
áfram með þitt lífsviðhorf að
leiðarljósi.
Við munum halda áfram að
njóta lífsins eins og þú og pabbi
gerðuð, ferðast og njóta þess
að vera til. Takk fyrir allt,
elsku mamma. Þín
Guðrún Anna og Bogi Jón.
Elsku amma, ég er búinn að
hugsa mikið um það síðustu
daga hvernig maður kveður
manneskju sem manni þykir
endalaust vænt um.
Ömmu sem hefur fylgt mér
alla ævi og gert allt fyrir mann.
Það er erfitt að koma því í orð
en fyrst og fremst er ég þakk-
látur fyrir allar stundirnar og
minningarnar sem við eigum
saman.
Við amma höfum allt frá
upphafi eytt miklum tíma sam-
an. Allt frá því að ég var hjá
ömmu og afa í pössun, heim-
sókn eða við fjölskyldan vorum
öll saman í fríi.
Ég hjólaði oft til ömmu og
afa þegar ég var yngri og hef
alla tíð sótt mikið í þau. Amma
hefur alltaf hvatt mig áfram í
því sem ég hef tekið mér fyrir
hendur, hvort sem það var eitt-
hvað sem hún vissi mikið eða
lítið um, alltaf sýndi hún því
áhuga.
Ég gerði hana að langömmu
fyrir tæpu ári og náðu þau
Guðmundur Karl vel saman og
var hann mjög hrifinn af
ömmu-lang og hún af honum.
Amma var harðjaxl. Hún
kveinkaði sér aldrei sama hvað
bjátaði á, hún hélt alltaf ótrauð
áfram og alltaf var stutt í húm-
orinn.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Það væri hægt að skrifa heila
bók um minningarnar og stund-
irnar sem við áttum saman en
ég geymi þær hjá mér og þú
hjá þér. Þinn
Anton.
Til okkar kæru systur, mág-
konu og frænku.
Þín hinsta för nú hafin er
nú horfinn ert þú burt frá mér.
Þó tárin falli’ á föla kinn
ég finn þig aftur vinur minn.
Þó sorgin heim mig sækir nú
þá samt ég bíð í von og trú.
Ó, vilt þú Guð mér vera hjá
og vota mína þerra brá.
Þá látinn sért, þú lifir nú
á landi hans er gaf þér trú.
Þar munu vinir mæta þér
á meðan bíður eftir mér.
Á kveðjustund við komum nú
og krjúpum öll í þökk og trú.
Við biðjum hann, sem alheim sér,
um eilífð vaka yfir þér.
Þó ein ég gangi enn um stund
þá á ég von um endurfund.
Þín mynd er skýr, þó myrk sé nótt
Þín minning lifir sofðu rótt.
(Elínborg B. Vagnsdóttir)
Guðmundur, Ína Dóra
og Margrét.
Vinur þér með visku kann
að veita tryggð og festu,
gæska þín skal gleðja hann
og gjafir þínar bestu.
Í vindi er þinn vinur skjól
og von á slæmum degi,
í kulda er hann einsog sól
með yl á þínum vegi.
Vinur kann að sýna sátt,
hann sorgir læknað getur.
Þú veist að þegar vin þú átt
þá virkar lífið betur.
(Kristján Hreinsson)
Það er sorgardagur í mínum
huga, yndislega Jórunn mín er
farin frá okkur.
Þessi frábæra kona giftist
bróður mínum og var það mikil
gæfa fyrir mig því í henni eign-
aðist ég eina af mínum bestu
vinkonum.
En við huggum okkur við að
nú er hún komin til Tona síns.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin henni allar skemmtilegu
samverustundirnar, hlýju og
umhyggjusemi í okkar garð og
barna okkar.
Kristrún (Rúna)
og Magnús (Maggi).
Nú kveðjum við hinsta sinni
Jórunni, systur, mágkonu og
frænku sem hefur um árabil
barist við erfið veikindi af mik-
illi reisn.
Jórunn hefur alla tíð verið
hluti af okkar lífi og höfum við
deilt saman stundum sem nú
eru okkur dýrmætari en áður.
Hún svo sannarlega litaði til-
veruna á yndislegan hátt, hún
var glaðvær, stutt í glensið, víð-
sýn og heimsborgari. Jórunn
ferðaðist hingað og þangað um
heim allan.
Hún lagði áherslu á að vita
stöðuna á öllum í fjölskyldunni
og studdi vel við þar sem þess
var þörf.
Góðmennska hennar og
hjartahlýja var þess valdandi
að Jórunn átti marga góða og
trausta vini sem líkt og við
kveðja yndislega samferðakonu
sem mun ávallt lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Elsku Jórunn okkar, við
þökkum allar góðu og ljúfu
stundirnar í gegnum tíðina.
Kveðja
Árni Jónasson
og fjölskylda.
Jórunn Jónasdóttir
Kveðja frá
Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Á stuttum tíma hefur knatt-
spyrnuhreyfingin mátt horfa á eft-
ir mörgum góðum félögum. Síðast
Gunnari Guðmannssyni –
„Nunna“, eins og hann var kallað-
ur. Gunnar var einn af litríkustu
knattspyrnumönnum landsins.
Aðeins 17 ára 1948 var hann einn
af þremur nýliðum sem hófu að
leika með sterku og sigursælu liði
KR, sem varð Íslandsmeistari
1948, 1949, 1950 og 1952 – og hann
var fyrirliði meistaraliðs KR 1955.
Nunni var síðan aldursforseti
og fyrirliði gullliðs KR 1959, sem
varð Íslandsmeistari með fullu
húsi stiga þegar fyrst var leikin
tvöföld umferð á Íslandsmóti.
Hann kunni vel við sig í ungu liði
KR, sem varð meistari 1961 og
1963, og Nunni var enn á ferðinni
með nýrri kynslóð 1965, þá 35 ára,
er hann fagnaði sínum níunda
meistaratitli. Hann varð bikar-
meistari með KR fimm ár í röð,
1960-1964.
Nunni lék níu landsleiki á ár-
unum 1951-1964 og skoraði tvö
mörk. Hann lék sinn fyrsta lands-
leik 1951 þegar sögufrægur sigur
vannst á Svíum á Melavellinum,
Gunnar
Guðmannsson
✝ Gunnar Guð-mannsson
fæddist 6. júní
1930. Hann lést 27.
nóvember 2014. Út-
för Gunnars fór
fram 4. desember
2014
4:3, og þá lék hann
fyrsta HM-leik Ís-
lands 1957 – gegn
Frökkum í Nantes.
Gunnar skoraði bæði
mörk sín fyrir lands-
liðið í leik gegn
Bandaríkjunum 1955
– sigurmarkið á 85.
mín., 3:2. Það vakti
þá athygli að Nunni
tók þátt í sóknarað-
gerðum með sex leik-
mönnum ÍA og féll vel inn í leik
hinna sigursælu Skagamanna.
Nunni var alltaf í boltanum eftir
að hann lagði skóna á hilluna.
Hann sá um veitingasölu á Mela-
vellinum og síðar á Laugardals-
vellinum.
Þá sáu hann og Anna konan
hans um getraunir á upphafsárum
Getrauna á Íslandi. Nunni var for-
stöðumaður Laugardalshallarinn-
ar og var ánægður þegar battak-
nattspyrnan var tekin upp í
höllinni á árum áður.
Gunnar var sannkallaður vinur
boltans. Hann naut sín best þegar
hann fékk góðar sendingar út á
kant og gat hafið leiftursóknir til
að hrella andstæðinginn. Aftur á
móti var hann ekki hrifinn af óná-
kvæmum langspyrnum, sem kall-
aði á hlaup, oft án árangurs.
Knattspyrnuhreyfingin þakkar
Nunna hans framlag til að gera
knattspyrnuna skemmtilegri. KSÍ
kveður Gunnar Guðmannsson með
hlýju. Önnu S. Guðmundsdóttur,
eiginkonu hans, og fjölskyldu eru
sendar hugheilar samúðarkveðjur.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ.