Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 26

Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 ✝ Andri FannarGuðmundsson, varaformaður stjórnar fjárfest- inga- og þjónustu hjá Credit Suisse- bankanum í Zürich, fæddist í Reykjavík 11. maí 1981. Hann lést á Triemli- sjúkrahúsinu í Zü- rich 6. janúar 2015 eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Foreldrar hans eru Birna Guð- björg Hauksdóttir, f. 1963, gift Þresti Eiríkssyni, f. 1966, og Guð- mundur Flosason, f. 1961, kvænt- ur Busadee Phoonsawat, f. 1970. Stjúpfaðir Andra frá sex ára aldri er Friðrik Már Jónsson, f. 1955, í sambúð með Höllu Óladóttur, f. 1965. Systkini Andra sammæðra eru Rannveig Snorradóttir, f. 1984, Stefán Haukur Friðriksson, f. 1990, Margrét Marsibil Frið- riksdóttir, f. 2000, og Eiríkur Hrafn Þrastarson, f. 2005. Systk- ini hans samfeðra eru Margrét Helga Guðmundsdóttir, f. 1984, Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, f. 1984, Ólafur Guðmundsson, f. 1996 og Flosi Gunnar Guðmunds- son, f. 2003. Uppeldissystir hans frá Namibíu til Íslands. Þau keyrðu í gegnum alla Afríku frá syðsta odda Suður-Afríku norður austurströnd Afríku þvert í gegn- um Keníu, Úganda, Kongó og norður vesturströndina til Mar- okkó. Ferðalagið tók átta mánuði og telst sem eitt skólaár í skóla- göngu Andra, enda bjó hann að þeirri reynslu og varð tíðrætt um hana alla tíð. Eftir heimkomuna hóf hann nám í 10. bekk í Hóla- brekkuskóla og lauk þaðan grunnskólaprófi vorið 1996. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2001. Eftir það lá leið hans í sálfræðinám við Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2005. Hann lauk MBA-námi frá IESE Bus- iness School University of Nav- arra 2010. Andri hóf starfsferil sinn sem kerrustrákur hjá Hagkaupum og Högum 1998 þar sem hann vann sig fljótlega upp í stjórnunar- og ráðgjafastöðu meðfram fullu námi í FB og HÍ. Hann var einnig aðstoðarkennari við HÍ og HR með náminu. Hann starfaði hjá Glitni frá 2006-2008 og var í starfsþjálfun hjá Johnson og Johnson í Stokkhólmi sumarið 2009. Árið 2010 flutti hann til Zü- rich til að hefja störf hjá Credit Suisse-bankanum og starfaði þar til dánardags. Útför hans fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 20. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 11. frá sex ára aldri er Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir, f. 1977. Stjúpsystkin hans eru Ásgrímur Már Friðriksson, f. 1982, Helgi Narin Guðmundsson, f. 1991, og Ólafur Guðmundsson, f. 1996. Eiginkona Andra er Sara Sturludótt- ir, f. 1983, og eiga þau tvær dæt- ur, Birnu Sif, f. 12. nóvember 2008, og Kristrúnu Elmu, f. 26. mars 2012. Þau hófu sambúð í Reykjavík árið 2006 og giftu sig 2010. Þau bjuggu í Barcelona frá 2008-2010 og í Zürich frá 2010. Foreldrar Söru eru Sturla Páll Sturluson, f. 1959, og Ragnheiður Halldórsdóttir, f. 1960. Andri bjó fyrstu æviárin á Ísa- firði en flutti sex ára gamall til Siglufjarðar og hóf sína skóla- göngu í Grunnskóla Siglufjarðar. Níu ára gamall flutti hann með móður sinni og stjúpföður til Namibíu þar sem hann bjó í rúm- lega í fimm ár og þar gekk hann í English Highschool í Swakop- mund. Fjölskyldan lauk Afr- íkudvöl sinni með því að keyra Ég vil með örfáum orðum kveðja son minn, Andra Fannar. Þessi janúar er búinn að vera erf- iður fyrir alla aðstandendur, sér- staklega þá er næst honum standa. Við vorum öll vongóð um að vel myndi fara, aðstæður góðar, gott starfsfólk og svo margir mögu- leikar í stöðunni. Krabbamein er lúmskur og illskeyttur sjúkdómur sem lagði Andra að velli eftir mjög stutta en erfiða baráttu. Andri Fannar var elstur, hann notaði orðið frumburður oft í sam- skiptum okkar, sérstaklega ef hann vantaði eitthvað en svona mest í gríni. Hann átti mörg systkini, sjö stykki hálf og svo fjögur á ská. Hann var stór stóri bróðir og þau yngri voru stolt af honum og báru virðingu fyrir honum. Hann átti pláss í hjörtum allra ættingja minna, kannski vegna þess að hann var fyrsta barnabarnið, en frekar vegna þess að hann var skemmtilegur, fallegur og pass- lega óþekkur. Andri Fannar Guðmundsson var gæfumaður bæði í leik og starfi. Hann var vel menntaður, tók nám sitt alvarlega og uppskar ríkulega. Hann valdi að fara til Sviss og vinna þar í banka. Hann var ánægður og farsæll í starfi sínu þar og reglulegar stöðu- hækkanir eru staðreynd og leiðin var bara upp. Andri ruddi veginn fyrir hin börnin, þau höfðu viðmið í námi og gengu mín börn í fótspor hans. Ég persónulega, systur og ættingjar höfum alltaf verið stolt af honum, fyrst skóli, síðan vinna og fjöl- skylda hans. Hann var gæfumað- ur, hann var mjög heppinn með lífsförunaut, Sara kom inn í líf hans og þau voru fallegt par. Þau eiga saman tvær yndislegar stelp- ur. Okkar missir er mikill, Andri Fannar var góður drengur, elsk- aður, dáður og mikill pabbi dætra sinna. Það er mörgum að þakka fyrir þeirra aðstoð á þessum erf- iðu tímum, takk. Elsku Sara, þú ert búin ganga í gegnum mjög erfitt ferli, þú hjálp- aðir mér og mínum mikið með já- kvæðni, heiðarleika og trú á bata, Guð gefi þér styrk á þessum erf- iðu tímum. Elsku Andri minn, það er svo sárt að kveðja þig. Minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð, ég mun taka afahlutverkið al- varlega. Hvíldu í friði, elsku Andri minn. Pabbi. Bróðir minn kær, Andri. Aldrei hélt ég að kæmi að því að ég þyrfti að lifa án hans. Jafnvel þegar hann greindist með krabbamein og þegar hann lá á spítalanum og búið var að segja við hann að það væri ekki langt eftir. Alltaf hélt ég í vonina um að þetta myndi hverfa og hann kæmi aftur heim til sín tilbúinn að skálda sín grínlög um mig eins og hann var vanur að gera. Ennþá núna, þegar ég skrifa þessa grein, átta ég mig ekki á því að hann sé farinn. Ég mun líkleg- ast vera í þessu hugarfari þangað til ég sé hann næst, í kistulagning- unni, og þá mun sannleikurinn hellast yfir mig. Þá mun ég gráta, sakna og syrgja. En núna finnst mér bara eins og ég sé að skrifa minningar mín- ar um Andra fyrir hann til að lesa. Minningar eins og þegar hann fór með mig á fyrsta fótboltaleikinn minn. Þegar hann var með mér í Afríku. Þegar hann rústaði mig í Fifa og seinna þegar ég byrjaði að rústa hann sem neyddi hann til að grípa hvert tækifæri sem hann fékk til að svindla og láta mína menn skora sjálfsmörk. Hann var með mér í gegnum súrt og sætt. Hann hringdi í mig til að heyra hvernig mér gekk í prófum og óskaði mér til ham- ingju. Hann huggaði mig þegar for- eldrar mínir skildu. Hjálpaði mér að finna hugrekkið til að tala við stelpur. Ég hló alltaf einna hæst þegar ég var með Andra þó að hann gæti líka gert mig brjálaðan, aðallega þegar við vorum að spila fótboltaleiki. Minningar mínar um Andra eru þær bestu sem ég á og ég óska þess að ég gæti heyrt hann syngja eitt lokalag. Ég elska þig, Andri. Þinn bróðir, Stefán. Elsku Andri bróðir minn. Aldr- ei bjóst ég við að þurfa að sitja hér og skrifa minningargrein til þín, ekki einu sinni eftir að þú greind- ist með krabbamein. Ég hélt alltaf í vonina, á tímabili afneitun, en já- kvæðni mín og bjartsýni studdi þig mikið síðustu þrjá mánuði, það veit ég enda þurftir þú að heyra mig tala við þig á hverjum degi. Ég hreinlega tók það ekki í mál að ég myndi hugsanlega missa þig. Andri minn, þú hefur alla tíð verið besti bróðir. Með aðeins þrjú ár á milli okkar höfum við alltaf verið einstaklega náin. Þú ert stóri bróðir minn, við lékum saman frá því við vorum börn. Allt í einu vor- um við orðin fullorðin og við feng- um að njóta þess saman að fylgj- ast með hvort öðru blómstra í fjölskyldulífi og starfi. Ég hef alla tíð verið svo stolt af þér, þú ert fyrirmynd mín í lífinu. Hvert sem ég fer, hverjum sem ég kynnist, fer ég að tala um Andra bróður minn. Bróður minn sem hefur gert allt rétt, sem hefur staðið sig í öllu, sem hefur komið sér áfram í námi og starfi með prýði. Bróður minn sem eignaðist yndislega konu og tvær litlar prinsessur. Eða eins og við köllum þær: Prinsessurnar þínar þrjár. Bróður minn sem elskar litlu syst- ur sína svo mikið og minnir hana stöðugt á það. Þegar þú fórst með mig – syst- ur þína sem var ung einstæð móð- ir – og Hauk Hildimar til Mal- lorca. Bara við þrjú. Við þrjú áttum ógleymanlegan tíma á Spáni saman, þú leyfðir mér að hvíla mig og baða mig í sólinni, á meðan sást þú um litla frænda. Þetta ert þú í hnotskurn, svo góð- hjartaður og vildir alltaf passa upp á litlu systur. Hvað sem ég tek mér fyrir hendur, hringi ég í þig og segi þér hvað ég er að bralla. Þú hlustar og nýtir hvert einasta tækifæri til að minna mig á hvað þú ert stoltur af mér. Svo ótrúlega stoltur af litlu systur. Alltaf stoð mín og stytta, alltaf sá sem keyrðir mig áfram, alltaf sá sem minntir mig á að stóri bróðir væri stoltur. Ég mun þakka fyrir það alla tíð að hafa fengið ógleymanlegar tvær vikur með þér um jólin og áramótin síðustu í Zürich. Þú varst svo hress og kátur, að horfa á myndir saman, við hlógum mik- ið. Þessi tími verður aldrei tekinn frá mér, ekki heldur síðustu þrír mánuðir sem ég fékk að búa mikið hjá ykkur í Zürich, sitja hjá þér öll kvöld að spjalla. Andri, ég reyni að finna styrk til að halda áfram, þú hefðir viljað það. Ég reyni að finna styrk í minningum okkar, og prinsessun- um þínum. Þú verður að vera hjá mér, mig vantar þig áfram í lífi mínu. Þú munt vera í mínu hjarta alla tíð. Besti, stóri, bróðir minn. Elsku, besti, stóri bróðir minn. Ég lofa að passa upp á fallegu prins- essurnar þínar þrjár. Ég elska þig. Þín, Rannveig. Við erum stundum minnt á það hvað tilveran getur verið harkaleg og ósanngjörn, og síðustu dagar hafa rækilega gert það. Andri bróðir okkar var alltaf stóri bróð- ir, þó að samgangurinn hafi ekki alltaf verið eins mikill og við hefð- um öll óskað. Það var skrítið og skemmtilegt fyrir litlar stelpur að eiga stóran bróður sem bjó í Afr- íku og sendi stundum ótrúlegar myndir og skrítið dót. Þegar leið á unglings- og fullorðinsár hittumst við oftar, sambandið varð sterkara og stundirnar góðar, sem því mið- ur minnkuðu þegar við skiptumst á að flytja utan til náms og starfa. Við komum því reyndar aldrei í verk að heimsækja ykkur fjöl- skylduna til Sviss, við héldum allt- af að tíminn væri nægur, en stundirnar á Íslandi eru orðnar ómetanlegur fjársjóður minninga. Þú tókst hlutverk þitt sem stóri bróðir alvarlega þegar tækifæri gafst, varst duglegur að leggja okkur tvíbbunum lífsreglurnar, bæði varðandi nám og störf og varst okkur einstök og góð fyrir- mynd. Það var alltaf gaman að tala við þig, hvort sem við vorum ósammála í pólitík eða vangavelt- ur um lífið og tilveruna. Og mikið var gaman að hitta ykkur Söru og stelpurnar í fríum á Íslandi. Þú varst svo stoltur af öllum stelpun- um þínum og góður pabbi. Tilfinn- ingarnar eru svo margar og skrítnar, þakklæti fyrir að eiga þig sem stóra bróður og hafa hald- ið góðu sambandi við þig, en á sama tíma eftirsjá eftir þeim góðu stundum sem hefðu getað orðið í framtíðinni. Elsku Sara, Birna Sif, Kristrún Elma og fjölskyldur, hugur okkar og styrkur er hjá ykkur. Ó, slá þú hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. (Steinn Steinarr) Elsku Andri, takk fyrir allt og takk fyrir að vera stóri bróðir okk- ar. Þín verður saknað. Þínar syst- ur, Margrét Helga og Fjóla Dröfn. Elsku Andri. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn. Hugsunin um að ég fái ekki að fara aftur og heimsækja þig í Sviss er óbærileg. Tilhugsunin um að ég fái aldrei að gera pítsu með þér á meðan við, og draumastelpurnar þínar, syngjum let it go fullum hálsi, að ég aldrei fæ að hlusta á þig syngja lög um allt og ekkert er hræðileg. En þú ert samt farinn, þó að ég geti ekki hugsað mér lífið án þín. Ég man best eftir því að þú varst alltaf að kalla þig Justin Bie- ber. Þú spurðir hvort stelpurnar í bekknum mínum væru ekki öf- undsjúkar vegna þess að Justin Bieber væri bróðir minn. Svo fórstu að syngja „Baby“ fullum hálsi. Ég brosi í hvert sinn sem ég hugsa um þetta. Þú varst ein skemmtilegasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma hitt. Þú náðir alltaf að gera það besta úr öllu. Þú fékkst alla fjölskylduna til að hlæja, bara með því að syngja stutt lag eða segja lítinn brandara. Ég fékk bara að þekkja þig í fjórtán ár, en þú gerð- ir þessi ár betri. Þú munt alltaf eiga pláss í hjarta mínu og ég mun elska þig stanslaust, eins lengi og ég lifi. Þín Margrét. Elsku Andri. Minningarnar og tárin streyma á meðan ég sit hér og rifja upp allt sem við áttum saman. Ég var svo ánægð með að eignast lítinn frænda sem ég gat passað og dúllast með. Þú með fal- legu krullurnar þínar og skemmti- legar uppákomur. Eftir því sem árin liðu jókst vinskapurinn, við unnum á sama vinnustað og þú varst mikið á mínu heimili á ung- lingsárunum. Ég á svo margar minningar um samræður okkar, við höfðum bæði rosalega gaman af því að rökræða hlutina og velta mörgu fyrir okkur. Ég á líka svo margar góðar minningar um húm- orinn þinn. Það sem við gátum hlegið. Þú varst alltaf svo dugleg- ur, klár og yndislegur drengur, góður við alla og vildir öllum vel. Þú varst búinn að koma þér vel fyrir í lífinu, með stelpunum þín- um; Söru, Birnu Sif og Kristrúnu Elmu sem þú varst svo stoltur af. Þú áttir marga að, stóra fjölskyldu sem stóð við bakið á ykkur í veik- indunum. Það er sárt að sætta sig við að þú ert ekki lengur meðal Andri Fannar Guðmundsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SÓLDÍS ARADÓTTIR, læknaritari Kjarrási 8, Garðabæ andaðist á Líknardeild Landspítalans laugar- daginn 17. janúar. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes L. Harðarson, Ari Viðar Jóhannesson, Sigurún Edda Sigurjónsdóttir, Hörður Smári Jóhannesson, Björk Gunnarsdóttir, Hekla Aradóttir, Arna Hlín Aradóttir, Birkir Orri Arason, Hilmir Berg Harðarson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURRÓS AÐALHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Suðurvör 1, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, fimmtudaginn 22. janúar kl.14.00. Jón Bergþór Hjaltason, Júlíana Jónsdóttir, Jóhann Júlíus Sigvaldason, Hjalti Jónsson, Sæfríður Björnsdóttir, Kristmundur Óli Jónsson, Ásdís Ester Kristinsdóttir, Guðlaug Soffía Jónsdóttir, Dagný Una Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRLEIF JÓNÍNA TRYGGVADÓTTIR, Gnoðarvogi 34, Reykjavík, lést þriðjudaginn 13 janúar. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 15. . Guðlaugur Tr. Óskarsson, Þorbjörg Árnadóttir, Baldvin Páll Óskarsson, Sigurlín Rósa Óskarsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Óskar Jósef Óskarsson, Inga Fjóla Baldursdóttir, Anna Elín Óskarsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Ingólfur Ástmarsson, Randi E. Logadóttir, barnabörn og langömmubörn. Móðir okkar, GUÐBJÖRG GUÐBJARTSDÓTTIR frá Hjarðarfelli, sem lést að Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. . Sigrún, Guðný, Þorbjörg og Áslaug Helgadætur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Dúna, Básbryggu 5, Reykjavík, lést 17. janúar sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. . Gunnar Oddsson, Sif Gunnarsdóttir, William A. Burhans jr., Oddur Gunnarsson, Guðný Kristín Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.