Morgunblaðið - 20.01.2015, Síða 29

Morgunblaðið - 20.01.2015, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 gæti hún átt það til að gefa manni það. Svona var hún. Slíkar útgáfur af fögrum heimi áttum við víða saman. Hún þeysti mikið um víðan völl, ekki síst um eyjuna bláu. Það þótti ekkert tiltökumál að hitta hana af tilviljun á hraðferð ein- hvers staðar á landinu með golf- settið í skottinu. Oft áttum við með henni yndisstundir í grænum bala, um sólsetursskeið við lygnan sjó (t.d. Skagafjörð) eða í logn- drífu úti í skógi. Þá ræddum við marga gátuna um mannsins um- komuleysi og þörf hans fyrir kær- leika og frið. Minningar frá slíkum samverustundum skjótast nú inn í tóm harmsins í hjartanu. Og ekki skal ég þvertaka fyrir það að í ein- beittum orðræðum þessara góðu samvista hafi henni tekist að sann- færa mig um að Guð sé kona. Nú kveðjum við þig með þakklæti og söknuði, Elín mín, að okkar hætti, og vonum að ykkur stöllunum, Guði og þér, eigi eftir að líða vel saman á svipaðan hátt og okkur öllum leið þegar þín naut við héðra. Ólafur Mixa og Kristín. Frábær vinur og samstarfs- kona er fallin frá. Við minnumst Elínar G. Ólafsdóttur með virð- ingu og þakklæti fyrir náinn vin- skap um árabil. Vinátta er dýr- mæt í lífinu en það er ekki alltaf sem trúnaðarsamband myndast milli vina og samstarfsaðila. Vin- átta okkar þriggja og sá algeri trúnaður sem myndaðist okkar í milli var mikils virði. Árum saman hittumst við reglulega heima hver hjá annarri, borðum saman fisk og gáfum okkur lausan tauminn í um- ræðum um menntamál, stjórnmál og það sem efst var á baugi í sam- félaginu – og oft var mikið hlegið. Við fórum á flug um skólamálin, mögulegar leiðir til framfara og úrlausna í menntun barna og ung- menna. Við þrjár áttum einnig ánægju- legt samstarf á sviði skólamál- anna. Sem dæmi vorum við saman í hópi sem mótaði stefnu mennta- málaráðuneytisins um jafna stöðu kynja í skólum, í framhaldi þar af sömdum við námsefni fyrir kenn- ara og skólastjórnendur, „Upp úr hjólförunum“, stóðum fyrir nám- skeiðum og ráðstefnum um jafn- réttisfræðslu og sóttum saman ráðstefnur erlendis. Um árabil unnu Elín og Sigríður að efni fyrir yngri barnakennara og héldu nær tug námskeiða um allt land sem þær nefndu „Barnið í brenni- depli“. Þær unnu einnig saman að efni fyrir foreldra um skólabyrjun og gáfu út ritið „Að byrja í grunn- skóla“ árum saman ásamt Guð- bjarti Hannessyni. Elín og Gerður voru nánir samstarfsmenn um tíma á Fræðslumiðstöð Reykja- víkur eftir að Elín lét af störfum sem kennari og skólastjórnandi. Þar skipulagði hún m.a. samstarf- ið við skólastjóra. Starfsferill Elínar einkenndist af því hve hugmyndarík og virk hún var alla tíð við að stuðla að framförum í skólamálum. Hún var frumkvöðull að breytingum á kennsluháttum og var mjög ötul við að miðla reynslu sinni og hug- myndum til annarra kennara. Listrænir hæfileikar og hug- myndaauðgin naut sín vel í dag- legu starfi. Elín var bókelsk og víðlesin. Hún skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit um menntamál og önn- ur samfélagsmál og var meðhöf- undur skýrslna um nýjungar í skólastarfi, breytingar á kennslu- háttum o.fl. Árið 2004 gaf Elín út bók um þróun skólastarfs og reynslu sína sem kennari, „Nem- andinn í nærmynd. Skapandi nám í fjölbeyttu umhverfi“. Þar lýsir hún m.a. námsumhverfi og kennslu sinni í Langholtsskóla á síðari hluta síðustu aldar sem enn í dag þætti framúrstefnuleg. Alla tíð barðist Elín fyrir aukn- um réttindum kvenna og mögu- leikum þeirra til áhrifa í samfélag- inu. Hún var formaður jafnréttisnefndar BSRB og einn af stofnendum Samtaka kvenna á vinnumarkaði og Kvennalistans. Hæfileikar Elínar nutu sín vel í stjórnmálastörfum og samtökum kennara, en þess munu aðrir minnast. Elín átti miklu barnaláni að fagna. Hugur okkar er nú hjá börnunum sem hún hélt svo vel ut- an um allt til síðasta dags. Aðdá- unarvert var að fylgjast með því hve vel þau önnuðust móður sína í veikindunum. Elínar er sárt sakn- að. Eftir situr dýrmæt minning um mikilhæfa konu. Gerður G. Óskarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Það gustaði af Elínu G. Ólafs- dóttur – eiginlega í bókstaflegri merkingu. Hún fór hratt yfir, vildi enga lognmollu og lét um sig muna hvar sem hún fór. Ég kynntist henni fyrst þegar við vor- um að stofna Kvennaframboðið en hún kom fljótlega til liðs við þann hóp sem ákvað að bjóða fram til borgarstjórnar vorið 1982. Okkur fannst við hafa himin höndum tek- ið því að Elín var glæsileg kona sem hafði ekki aðeins rekið stórt heimili heldur samtímis stundað kennslustörf og verið virk í rétt- indabaráttu kennara. Það skemmdi ekki fyrir að hún hafði starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í málefnum barna og unglinga og hennar þátttaka var m.a. sönnun þess að hugmyndafræði Kvenna- framboðsins lyti ekki hefðbundn- um hægri-vinstri-skilgreiningum. Það sem kom okkur kannski mest á óvart var hversu róttæk hún var. Sérhyggja var eitur í hennar bein- um og hún vildi að fólk talaði skýrt. Það gerði hún ætíð sjálf. Við Elín áttum talsvert sam- starf að borgarmálum um árabil. Hún var varaborgarfulltrúi Kvennalistans 1986-1988 en tók þá við af mér sem borgarfulltrúi á miðju kjörtímabili í samræmi við útskiptareglu Kvennalistans. Ég held ég geti fullyrt að hún hafi líka átt sæti á öllum framboðslistum Kvennalistans til Alþingis og hún tók alla tíð virkan þátt í starfi sam- takanna. Elín var ekki bara mjög pólitísk og einörð heldur var hún líka skemmtileg og lífsglöð og góður félagi. Ég hafði ekki fyrr tekið við starfi borgarstjóra vorið 1994 en Elín heimsótti mig á skrif- stofu mína í Ráðhúsinu til að kanna hvort ekki væri allt í lagi. Eins og aðrar Kvennalistakonur var ég því vönust að vinna öll mín verk sjálf án ritara eða mikillar aðstoðar. Elín sá að ég ætlaði að halda áfram uppteknum hætti og benti mér móðurlega á að það gæti orðið tímafrekt og ég ætti að nýta mér þá aðstoð sem mér stæði til boða í Ráðhúsinu. Ég þyrfti t.d. ekki sjálf að hringja öll mín símtöl. Í annarri heimsókn komst hún að því að ég var með áform um að gifta mig þetta sumar en hafði lítið gert í að undirbúa sjálfa mig og hafði enn ekki keypt viðeigandi föt. Það var eins og við manninn mælt, Elín fór í búðir, fékk lánuð föt og skó fyrir mig að máta og bar þetta allt upp í Ráðhús. Minnis- stæðast í þessu fatasafni var for- láta blúndusamfella sem henni fannst einboðið að ég ætti að klæðast undir kjólinn. Niðurstað- an varð sú að allt sem ég klæddist þennan dag hafði Elín valið. Ég hafði ekki mikil samskipti við Elínu hin síðari ár en ég veit að þau reyndust henni erfið vegna veikinda. En þó að líkaminn hafi látið undan síga er ég viss um að andi hennar var óbugaður og hef- ur að lokum farið úr mannheimum með gusti. Þess vegna finnst mér einhvern veginn við hæfi að leggja henni í munn lokaorðin úr Drápu, ljóðabók Gerðar Kristnýjar: Ég spandéra ekki fleiri dögum hér en ég þarf lyfti mér til flugs hverf í kóf Ég kveð þessa stórbrotnu konu með þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar fullar af kvennapólitík og vináttu og votta börnum henn- ar, barnabörnum og fjölskyldu allri samúð mína og Hjörleifs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún fallega Elín er farin frá okkur. Hún var ein af þessum manneskjum sem bæta hvern mann og gleðja hverja stund. Elín var ein af fjölmörgum konum sem tókust á loft og flugu með nýrri kvennahreyfingu sem bauð fram kvennalista, kvennaframboðið 1982. Þar sameinuðust konur úr öllum flokkum sem buðu fram á lista til bæjarstjórnarkosning- anna í Reykjavík og á Akureyri. Rauðsokkahreyfingin hafði rutt braut en nú voru komnir nýir tímar og næsta skref í huga margra kvenna var sérstakt kvennaframboð rétt eins og snemma á öldinni sem leið. Kvennaframboðið fékk tvo borg- arfulltrúa í Reykjavík 1982 og einn bæjarfulltrúa á Akureyri. Samkvæmt útskiptireglu fram- boðsins kom Elín inn í borgar- stjórnina 1988 og var þar í fjögur ár. Lengst störfuðum við saman í félagsmálaráði þar sem við vorum í fimm ár; hún var góður og sann- gjarn samstarfsmaður. Við Elín urðum strax vinkonur og hún varð vinkona okkar allra, hvar í flokki sem við stóðum. Hún var vön að vinna með fólki. Mörg- um bæði sem skólastjórnandi og svo var hún virk í stéttarfélaginu sínu. Hún kunni að finna það besta í hverjum og einum og rækta það. Þetta var góður eiginleiki í borg- arpólitíkinni í höfuðborginni eins og annars staðar. Svo skemmdi ekki fyrir að hún hafði góða kímni- gáfu og svo tók hún alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Hún var góður félagi og skemmtileg. Vinátta sem skapaðist á þessum tímum meðal minnihlutans í borg- arstjórninni stuðlaði m.a. að því að Reykjavíkurlistinn gat orðið að veruleika. Elín var ákafur stuðn- ingsmaður hans. Þegar við Svavar fluttum til Winnipeg 1999 áttum við lítið nærri 100 ára gamalt hús á Eyr- arbakka. Við báðum Elínu að passa húsið fyrir okkur á meðan við vorum að ákveða hvort við ætl- uðum að selja það og það tók hún að sér. Dreif í að mála útidyra- hurðina svo fallega eins og hennar var von og vísa og þar leið henni vel enda ekki annað hægt þarna í Skúmsstaðahverfinu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni Elínu og fengið tækifæri til að starfa með henni að bættum hag borgarbúa og það var alltaf gefandi að vera nálægt henni. Við Svavar sendum fjölskyldu Elínar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðrún Ágústsdóttir. „Stelpur! Þetta gengur ekki lengur, nú þurfum við að gera eitt- hvað, við þurfum að hittast, halda fund, það þarf að koma þessari ríkisstjórn frá,“ sagði Elín og sló í borðið – sjálfri sér lík alla tíð. Þetta var í nóvember síðastliðnum þegar við heimsóttum hana. Elín var baráttukona, skapheit og áköf, fór jafnvel offari á stund- um þegar henni hitnaði í hamsi. Hún hafði lengi tekið þátt í kjara- baráttu kennara, bjó að víðtækri reynslu sem kennari og jafnrétti og kvenfrelsi brunnu á henni. Það var því rökrétt að hún yrði ein af stofnendum Kvennafram- boðsins í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninganna 1982. Varð hún strax virk og áhugasöm og lagði margt til hugmyndafræði og stefnuskrár framboðsins. Vegna fyrri reynslu beitti hún sér sér- staklega í launamálum kvenna og skólamálum. Ári síðar, þegar hug- myndir um að bjóða fram til Al- þingis kviknuðu, studdi Elín ein- dregið stofnun Kvennalista og varð áfram mjög öflug og gefandi í starfi hans. Elín var stórglæsileg, aðsóps- mikil og glaðbeitt, hnykkti til höfðinu og kastaði hárinu aftur áð- ur en hún hóf mál sitt. Það var reisn yfir Elínu og hún bar af öðr- um konum í klæðaburði, hafði fág- aðan og hugmyndaríkan smekk og lét ekki sjá sig öðruvísi en í toppstandi. Elín var fulltrúi Kvennalistans í borgarstjórn Reykjavíkur 1988- 1992. Þar var hún vakin og sofin yfir kvenfrelsi og jafnrétti og sat m.a. í atvinnumálanefnd og félags- málaráði. Elín var góður félagi og tók af einlægni og gleði þátt í hinum fjöl- mörgu landsfundum, vorfundum, krísufundum og skemmtifundum sem fylgdu hinni ógleymanlegu kvennabaráttu Kvennaframboðs og Kvennalista, því ótrúlega æv- intýri sem við skópum og breytti íslenskum stjórnmálum. Eftir mikilvægar umræður dagsins þar sem Elín lagði jafnan margt til málanna og góð niður- staða hafði fengist naut hún sín með okkur stöllum við undirbún- ing kvöldskemmtunar sem var grundvöllur til að treysta órjúfan- lega samstöðu hópsins. Með hlátrasköllum og lögg í glasi, þar sem slegið var á léttu nóturnar, var pjattast, skipst á varalitum, naglalakki og hárgreiðslur prófað- ar. Þannig munum við Elínu vin- konu okkar í alvöru og gleði og þökkum henni samfylgdina. Gengin er merk kona. Við vottum börnum Elínar og fjölskyldunni allri innilega samúð. Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir. Elín G. Ólafsdóttir var sterk kona. Styrkur hennar birtist í þeirri seiglu að sleppa ekki tökum á neinu því baráttumáli sem hún trúði á uns hún taldi að því yrði ekki mjakað lengra um sinn í átt að réttlátri niðurstöðu. Þetta gilti jafnt um málefni er snertu nánasta umhverfi og einka- líf sem og hin er tengdust al- mannahag og samfélagsháttum. Hún var sjálfri sér samkvæm í málafylgju sinni hvar sem var og Hugði ei sannleik hóti betri hafðan eftir Sankti-Pétri heldur en ef svo hending tækist, húsgangurinn á hann rækist. (St.G.St.) En jafnframt bar hún í brjósti nægilegt veruleikaskyn úr upp- vexti sínum og lífsreynslu til þess að skynja það í umræðum um hvert eitt vandamál hvenær kom- ið væri að þeim mörkum að varla yrði með góðu móti lengra komist, þótt hvergi hefði verið viljandi hopað. Þessir eiginleikar gerðu hana að sterkum uppalanda og ættmóð- ur, mikilvirkum kennara og áhrifavaldi í skólamálum og loks að þýðingarmiklum þátttakanda og álitsgjafa í íslensku stjórnmála- lífi og starfi stéttasamtaka á síðari áratugum aldarinnar sem leið. Sú einurð sem birtist í því að láta ekki erfiðleika eða hindranir buga sig reyndist Elínu vel og lengst af mátti hún vel við una glímu sinni; í síðustu rimmunni gaf hún heldur ekkert eftir fyrr en séð varð að þar næðist engin málamiðlun. Elín útskrifaðist 1954 úr Kenn- araskóla Íslands, stofnun sem nú heyrir sögunni til. Hún og bekkj- arbróðir hennar, Matthías Har- aldsson, felldu hugi saman og urðu lífsförunautar ævi hans á enda. Árgangur þeirra í Kennara- skólanum taldi tæpa þrjá tugi, fólk á aldrinum sautján ára til þrítugs við fyrstu kynni, af öllum lands- hornum og sprottið upp úr hvers konar umhverfi íslenskrar alþýðu. Það leiddi af uppruna og kring- umstæðum hópsins að langtímum saman varð ekki betur séð en að stór hluti af honum teldi sig eiga innan hans sína nánustu, og þau farsælu vinatengsl reyndust í mörgum tilvikum órjúfanleg þótt námi lyki og árin liðu. Húsakynni hjónanna Elínar og Matthíasar voru hvarvetna bæði heimkynni fjölskyldunnar, félagsmiðstöð vina og samstarfsmanna og af- drep og ráðleggingastöð fjölda óheppinna, hrjáðra og vansælla einstaklinga. Þau eignuðust sex börn, unnu samhent að því að efla velferð sinnar stóru fjölskyldu og uppskáru í börnum sínum og barnabörnum ríkuleg laun erfiðis- ins. Elín var ásamt manni sínum einn af leiðtogum okkar bekkjar- systkinanna og hafði forgöngu um fjölþætt viðhald tengsla. Fyrir þetta þökkum við og makar okkar að leiðarlokum og sendum afkom- endum Elínar og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. F.h. bekkjarfélagsins Neista, Hinrik Bjarnason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINBJARNAR INGIMUNDARSONAR. Örn Sveinbjarnarson, Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Sigurður Ingi Sveinbjarnarson, Markús G. Sveinbjarnarson, Selma Filippusdóttir, Ingimundur Sveinbjarnarson, Hrafn Sveinbjarnarson, Anna Dóra Pálsdóttir, Ester Sveinbjarnardóttir, Magnús Sigurðsson, Helga Sif Sveinbjarnardóttir, Haukur Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBJARTUR GUÐMUNDSSON, Húnabraut 34, Blönduósi, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 12. janúar. Útförin fer fram í Blönduóskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi eða Orgelsjóð Blönduóskirkju. Margrét Ásmundsdóttir, Ragney Guðbjartsdóttir, Þórhalla Guðbjartsdóttir, Vilhjálmur Karl Stefánsson, Jónína M. Guðbjartsdóttir, Sigurjón Þór Vignisson, Kristinn Ólafsson, Mareva Nardelli, Margrét A. Vilhjálmsdóttir, Ágúst Þorvaldsson, Guðbjartur S. Vilhjálmsson, Ágústa Rós Ingibjörnsdóttir, Freyja Rán Sigurjónsdóttir, Jónatan Þór Sigurjónsson. ✝ Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, NANNA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á Landspítalanum föstudaginn 16. janúar. Kristján Fr. Guðmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Guðmundur Fr. Kristjánsson, Guðný Björg Kristjánsdóttir, Smári Kristjánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóður, HJÖRDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við sr. Valgeiri Ástráðssyni og starfsfólki Eyrarbakkakirkju. Einnig þökkum við starfsfólki Sóltúns hlýhug og góða umönnun. . Björgvin Konráðsson, Sigurbjörg Árnadóttir, Jónina Konráðsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, Grétar Einarsson, Hinrik Sigurjónsson, Jessica Sigurjónsson, Friðrik Sigurjónsson, Þuríður Gunnarsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, Barmahlíð 49, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu á Egilsstöðum mánudaginn 29. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Gunnarsdóttir, Pétur Elisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.