Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 30

Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Úr fjarlægð ómar hinsta kveðja mín til þín. Ella frænka, í mínum huga varst þú alltaf mjög sérstök, hugsaðir öðruvísi en fjöldinn og fórst þínar eigin leiðir. Með því að kynnast þér lærði ég margt. Í gegnum þig kynntist ég föðurfólkinu mínu sem var ekki sjálfgefið fyrir mig. Ég kynntist því jákvæða góða og skemmtilega en ekki eingöngu því neikvæða eins og ég hafði áður kynnst. Við vorum í sama fagi. Við elskuðum báðar starfið okkar, að vinna með fólki og vera í samskiptum við það. Hjálpa og að- stoða fólk í erfiðleikum og veik- indum. Það var þér að þakka meðal annars að ég fann minn farveg í lífinu þegar ég var ung kona. Þú hjálpaðir mér að fá vinnu á þínum vinnustað sem þá var. Það Elínbjörg Hulda Eggertsdóttir ✝ ElínbjörgHulda Eggerts- dóttir fæddist 9. mars 1930. Hún lést 28. desember 2014. Útför Elínbjargar var gerð 14. janúar 2015. var í þeirri vinnu sem ég uppgötvaði hvað ég vildi læra og starfa við í framtíð- inni. Ég er þakklát fyr- ir að hafa átt þig að, frænka mín, og get- að verið í samskipt- um við þig. Þú varst heimilis- vinur okkar um tíma svo komu aðrir tímar sem við sáumst lítið. Við áttum mjög gott með að tala saman, átt- um mörg sameiginleg áhugamál, húmor og upplifun lík. Ég allar okkar stundir saman geymi í hjarta mér. Af heilu hjarta allt ég þakka þér. Minning þín býr mér ætíð hjá. Hvíl í friði, frænka. Ég sendi nákomnum ættingjum þínum samúðarkveðjur. Aðalheiður S. Kjartansdóttir. Ella frænka, sú sem var í klan- inu með Óla Egils, afa Óla og ömmu Erlu er nú farin eins og þau öll. Við munum eftir þegar blái Benzinn rann í hlað á hásumar- dögum og við sátum á pallinum, með vatnið og fjallakransinn fyrir augunum. Hún sagðist hafa verið á tónleik- um sem svo oft áður. Hún átti það til að segja nákvæmlega bara þetta orð á innsoginu … „tónleika“. Lík- lega vegna þess að þetta var kannski mikilvægasta orðið í henn- ar huga. Hún elskaði tónlist og var frábær hlustandi og gaf sig ekki fyrr en bústjórinn Magnús var sestur við píanóið og söng með, helst eitthvað frumsamið. Hún hlýddi á íhugul og skaut alltaf góð- um kommentum að. Ef henni líkaði sérstaklega mikið sagði hún það hreint út með titrandi röddinni og stundum mátti sjá hvernig henni vöknaði um augu, oft af litlu tilefni. Ella frænka var viðkvæm manneskja. Ella spilaði stundum sjálf á rammfalskt píanóið á Skyggni, en fékk það þó til að hljóma vel. Hún átti það til að rokka og þá lék vinstri höndin Jerry Lee Lewis en sú hægri flaug eins og fiðrildi upp og niður allan tónskalann á ógn- arhraða í stíl boogie woogie. Þarna náðum við öll saman og Ella frænka lék á als oddi. Þegar talið barst að liðnum dögum var eins og hún félli í trans. Það var einhver ljómi yfir gömlu dögunum, sagði hún. „Það var meiri kurteisi og fólkið var fallega klætt.“ Hún sagði okkur hve fögur hún var forðum en nú væri hún gömul krumpudós. Hún var hisp- urslaus og festist aldrei í viðjum hégómans. Hún minnti oft á bróður sinn, afa Óla, þegar hann skautaði eins og enginn annar yfir vandamálin á sinn einstaka hátt. Það var alltaf lausn, alltaf von. En það átti helst við ef skyldir áttu hlut að máli. Hvað einkenndi svo Ellu frænku? Allt hennar yfirbragð minnti í senn á hefðarkonu og svolítið lif- aða rokkstjörnu. Hún var ein- hvers konar blanda af þessu. Hún var óvenjudugleg að stunda tón- leika í borginni. Þekkti til fjölda listamanna og var virk í menning- arlífinu. Okkur finnst ástæða til að minnast hennar, því þegar litið er yfir farinn veg átti hún stóran þátt í að skapa skemmtilega stemn- ingu ásamt Óla Egils, afa Óla og ömmu Erlu á okkar heimili. Hún var órjúfanlegur hluti þess tíma og hún bjó sér lítinn minn- isvarða í hjarta okkar sem hana þekktum. Á köldu vetrarkvöldi ritum við þessi orð í minningu hennar. „Ella frænka“ Þú varst dagur og nótt og hjarta þitt brann fyrir vegferð sem mælist í árum. Nú skreytir þinn veg það sem túlkun þín fann, fegurð í tónum og tárum. … söknum þín, frændfólkið á Skyggni. Þín, Þóra, Jafet Máni, Hrafnhildur Ylfa, Arna Ösp og Magnús. Pabbi var fæddur 28.5. 1934 á Eski- firði, sonur Níelsar Emils Wey- wadts Björnssonar og Laufeyjar Jónatansdóttur, og var yngstur 4 barna sem þau eignuðust, en hin voru Ingvar Emilss., f. 1926, haf- rannsóknarfræðingur í Mexíkó, Bryndís Emilsd., f. 1928, og lést 2002, Hulda Emilsd., f. 1930, bú- sett í Seattle, USA. Þegar hann var 6 ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og ólst hann að mestu upp á Seljavegi, og faðir hans reri þar til fiskjar, meðfram starfi sínu, að setja sýslumenn í embætti. Pabbi fór í Verslunar- skólann, en fannst hann þó alltaf Björn Jónatan Emilsson ✝ Björn JónatanEmilsson fædd- ist á Eskifirði 28. maí 1934. Hann lést á Landspítalanum 13. nóvember 2014. Útför Björns var gerð frá Langholts- kirkju 10. desem- ber 2014. skorta náttúrufræði- kunnáttu og vildi að börn hans næmu meira í slíku. Hann hóf vinnu á lager herstöðvarinn- ar á Heiðarfjalli, Langanesi, og þar kynntist hann mömmu, Þórunni Jónsdóttur, f. 13.10. 1934, að Hrollaugs- stöðum, norðan fjallsins. Þau fóru til Darmstadt, Þýskalandi, því pabbi hóf nám í byggingatæknifræði, og greiddu fyrir dvölina með vinnutekjum og frímerkjasölu. 3 börn fæddust á námstímabilinu, Emil, 1957, Birg- ir Örn, 1959 og Katrín, 1961, og 2 seinna, Björn Þór, 1965, og Einar, 1966, og ólumst við upp við sjóinn, að Þinghólsbraut 53 og síðar að Kársnesbraut 59. Pabbi stofnaði teiknistofu að Laugavegi 96 og Byggingatækni sf með félögum sínum, um 1965, og byggðu þeir þá 8 hæða fjölbýlishús fyrir vestan Holtagarða, með gömlu trémóta- uppsláttaraðferðinni, en buðu svo lægst í fjölbýlishús sem Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar áætlaði að byggja í Breiðholti, því þeir vildu nota meiri fjölda- framleiðslubyggingaaðferðir en áður þekktust hérlendis; stofnuðu þá fyrirtækið Breiðholt hf; fluttu inn þýsk stálmót og rafmagns- krana, sem fóru eftir teinum með- fram byggingunum og keyptu notaða steypuverksmiðju því dýrt var að aka með vatnsblandaða steypu frá neðri svæðum borgar- innar. Vegna lágs byggingakostn- aðar var menningarmiðstöðin Gerðuberg gefin borginni, af Framkvæmdanefndinni. Kranarnir og stálmótin voru síðast notuð í Mosfellsbæ, fyrir hrunið, 2008. 1973 hætti pabbi hjá Breiðholti hf, og hóf, ásamt með öðrum sem höfðu umboð fyrir Butler stálgrindarhús, að byggja Coca-Cola verksmiðjur í Nígeríu og hann hannaði ćross ventilatioń starfsmannahús, en sökum mútu- greiðslna frá öðrum fyrirtækjum fengu þeir ekki mikil verkefni þar, og hann vann á Teiknistofunni að Laugavegi 96 og sjálfstætt, það sem eftir var ævinnar, m.a. við skipulagningu sumarhúsabyggð- ar að Kolsstöðum, Borgarfirði. Býlið Fífustaði í Arnarfirði keypti hann 1973, þar sem við systkinin fimm unnum á sumrin við búskap og fiskveiðar í 10 ár. Hann varð bráðkvaddur á Landspítalnum. Eilífur Emil Björnsson. „Þú ert búinn að eignast lítinn bróður,“ sagði Emilía föðursystir okkar við mig á vordögum árið 1934. Við áttum heima á Eskifirði en hún frænka okkar og hennar fólk á Reyðarfirði, og þangað var ég sendur þegar svona stóð á hjá fjöl- skyldu okkar. Þessi nýi bróðir dafnaði vel og var með afbrigðum hraustur. Móðir okkar, Laufey, kallað hann Ghandi, því að hann var hold- grannur mjög og að þessu leyti líkur frelsishetju Indlands, sem á þessum árum barðist fyrir að koma landi sínu undan oki Breska heimsveldisins. Árin liðu við Grjótána á Eski- firði, en aðalleikvöllur okkar krakkanna var bryggjurnar, nokkuð sem olli foreldrum okkar talsverðum áhyggjum og ekki að ástæðulausu, því að einn góðan sumardag var komið heim með Björn Jónatan holdvotan og slæptan. Hann hafði verið að leika bílstjóra og bakkað niður um gat á Framkaupstaðarbryggjunni. Þar höfðu sjómenn verið að gera að fiski en gleymt að loka slorgatinu. Enginn fullorðinn var nálægur þessa stundina en leikfélagarnir æptu á hjálp, „hann Bjössi datt niðrum gatið,“ og eftir nokkurn tíma kom maður að og honum tókst að draga Bjössa upp um gatið. Þá segir drengur „ég var heppinn að missa ekki stýrið mitt“. Þessi verðmæta eign var hjól af gömlum barna- vagni. Guð var lofaður fyrir að þetta leikfang hefði ekki dregið þennan holdgranna snáða niður í djúpið. Heimskreppan stóð sem hæst á þessum árum. Spánverjar og aðrir kaþólskir höfðu ekki efni á að kaupa saltfiskinn fyrir lönguföst- una. Saltfiskur var ein aðalfram- leiðsla fiskiþorpanna á Íslandi og við höfðum þess vegna ekki ráð á að kaupa suðræn aldin og annan innfluttan varning. Fátæktin varð geysileg og sem aldrei fyrr herjaði berklaveikin, einkum á unga fólk- ið, og lömunarveiki, en allt þetta heyrir nú sögunni til og unga fólk- ið í dag tekur alla velferðina sem gefna. Aldrei hafa orðið aðrar eins tækniframfarir í mannkynssög- unni og á þessum 80 árum frá fæð- ingu Björns Jónatans. Hernámsárið, 1940, fluttum við til Reykjavíkur. Þar var ömurlegt um að litast, opnir hitaveituskurð- ir og hermenn víðs vegar. Faðir okkar flutti séttuna sína að austan og hún var geymd í Selvörinni. Við veiddum rauðsprettu, þaraþyrsk- ling og rauðmaga í víkinni milli Seltjarnarness og Akureyjar- grandans. Björn fór í Miðbæjarskólann; Verslunarskólann og að lokum til Darmstadt í Þýskalandi, þar sem hann lærði húsahönnun og bygg- ingatækni. „Skriðmótatæknin“, sem hann innleiddi hérlendis, gerði veggina rennislétta; hann og Hrafnkell Thorlasíus arkitekt að- stoðuðu breska arkitektastofu við að hanna verslunarmiðstöðina Kringluna; þeir endurskipulögðu Vestmannaeyjabæ eftir gosið og hann hannaði fjölda ein- og fjöl- býlishúsa. Hann var listaskrifari og -teiknari og neitaði að nota teikniforrit eins og CAAD. Með Fóstbræðrum fór hann í söngferðir víða um lönd, löngu eft- ir að jafnaldrar hans voru horfnir úr kórnum og voru búnir að missa söngröddina. Við hér í Mexíkó sendum af- komendum hans, sem og öðrum nánum ættingjum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ingvar Emilsson. Meira: mbl.is/minningar ✝ Axel Sigurðs-son Óskarsson fæddist 20. febr- úar 1933 í Nes- kaupstað. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Nes- kaupstaðar 29. nóvember 2014. Foreldrar voru Óskar Sigfinnsson, vélstjóri, f. 17. jan- úar 1911 í Vest- mannaeyjum og Guðný Þ. Þórðardóttir, f. 5. desember í Vöðlavík, S-Múlasýslu. Maki Þóra Þórðardóttir, f. 23. ágúst 1934. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Þór Ax- elsson, f. 25. maí 1954, maki Herdís Kjartansdóttir, f. 15. september 1957, börn þeirra eru a) Brynja Þóra Guðmunds- dóttir, f. 1980, maki Mats Fast- mark, f. 22. júní 1966, börn þeirra eru i) Davíð Guð- arson, f. 8. janúar 1988, maki Sandra Björk Ævarsdóttir, f. 23. apríl 1988, ónefnd dóttir þeirra, f. 20. nóvember 2014, og c) Guðmundur Örn Bárð- arson, f. 23. desember 1997. 4) Sigríður Jóhanna Axelsdóttir, f. 8. desember 1964, maki Heimir Pétursson, f. 20. júní 1970, börn þeirra eru a) Jenný Heimisdóttir, f. 28. september 1985, b) Svana Heimisdóttir, f. 4. ágúst 1989, maki Björn Kristjan Danbolt, f. 13. janúar 1988 og c) Hildur Heimisdóttir, 3. desember 1995. Axel tók loftskeytapróf 1954, símritarapróf 1966. Hann var loftskeytamaður á tog- urum 1954-58 (Agli rauða, Goðanesi og Ísólfi). Bæj- argjaldkeri í Neskaupstað um fjögurra ára skeið, loft- skeytamaður á loftskeytastöð- inni í Neskaupstað 1963-1976, lengst af varðstjóri. Stöðv- arstjóri Pósts og síma frá 1976 til starfsloka. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. mundur, f. 2006, ii) Óskar Þór, f. 2008, iii) Símon Kjartan, f. 2011, og iv) Sara Herdís, f. 2012, og b) Axel Kjartan Guðmundsson, f. 10. febrúar 1986. 2) Óskar Axelsson rafeindavirki, f. 17. janúar 1957, maki Berglín Skúladóttir, f. 2. janúar 1960, börn þeirra eru a) Ósk Óskarsdóttir, f. 19. janúar 1982, maki Bjarki Steinn Traustason, f. 4. febrúar 1981, barn þeirra Óskar Breki Bjarkason, f. 2007, og b) Axel Sigurður Óskarsson, f. 28. júlí 1989. 3) Jenný Axelsdóttir, f. 8. júlí 1958, maki Bárður Sig- urgeirsson, f. 13. nóvember 1955, börn þeirra eru a) Þóra Kristín Bárðardóttir, f. 26. ágúst 1986, b) Sigurgeir Bárð- Afi hafði alltaf nóg að sýsla við og við systur fengum oft að vera með, og læra. Hvort sem það var að sortera smápeninga frá öllum heimsins hornum, pressa og þurrka blóm úr fjallinu, göngu- ferðir, smíða kofa, sá kartöflum og hirða garðinn. Afi vissi hvað allir fjalltopparnir heita og kunni margar sögur. Það var ævintýri að fá að fara með. Hann kenndi okk- ur að meta og bera virðingu fyrir náttúrunni. Hann var mjög þolin- móður við okkur. Við fórum með í berjamó þó svo að það var ekki svo mikil hjálp í okkur, við borð- uðum það sem afi týndi. Í seinni tíð höfum við skilið að eftir að við komum heim úr berjamó, þá laumaðist afi aftur upp í fjall til þess að tína ber í grautinn. Það var virðingarvert að fylgj- ast með afa í gegnum tíðina. Hann lét ekkert stoppa sig og hélt hlut- unum gangandi. Hann var fróður og áhugasamur um svo margt. Sögustund með afa í Skusselinu er hlý og góð minning sem við systur deilum saman um afa okkar. Svana Heimisdóttir.f Axel S. Óskarsson ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS LÁRUSSONAR verslunarmanns, Tjarnarási 7a, Stykkishólmi. Kristín Björnsdóttir, Eyþór Benediktsson, Unnur H. Valdimarsdóttir, Ingibjörg H. Benediktsdóttir, Gretar D. Pálsson, Bryndís Benediktsdóttir, Birgir Jónsson, Björn Benediktsson, Árþóra Steinarsdóttir, Lára Benediktsdóttir, Anne Bau, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar kæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRGVINS SIGURÐAR JÓNSSONAR rafvirkja. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dagdeildar, Sjúkrahúss Akureyrar og sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Siglufirði. Halldóra Ragna Pétursdóttir, Halldóra S. Björgvinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Jón Ó. Björgvinsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Sigurður T. Björgvinsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, HELGA JASONARSONAR. Hafsteinn Helgason, Arite Fricke, Kristín Helgadóttir, Magnús Torfason og fjölskyldur. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.