Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 35

Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 35
Stóðhesturinn Hrafn 802 Fjárrækt hefur ávallt verið Frið- riki hugleikin og hefur hann stundað fjárbúskap alla sína búskapatíð. Hrossarækt og tamningar hafa verið stór þáttur í lífi hans. Hann minnist með stolti Hrafns 802, eins magnað- asta stóðhests sem Íslendingar hafa átt og hann var svo lánsamur að fá að temja og þjálfa ásamt fjölda afkvæma hans. Hrossarækt Friðriks á rætur að rekja til sama stóðhests en hróður Glæsisbæjarhrossanna hefur farið víða. Þá má ekki gleyma Glanna, glæsilegum töltara sem var í eigu Friðriks, en þeir félagarnir unnu marga sæta sigrana er þeir voru ung- ir að árum og eru þær minningar Friðriki afar kærar. Friðrik hefur auk bústarfanna gegnt ýmsum störf utan heimilis og má þar nefna löggæslu, sláturhús- störf, fisklöndun og umsjón með fóð- urverksmiðju fyrir minkabændur. Hann var formaður Hrossaræktar- sambands Skagafjarðar til nokkurra ára og einnig tók hann virkan þátt í skáklífi Skagfirðinga en í dag teflir hann þó aðallega við sjálfan sig. Friðrik hefur farið óteljandi hesta- ferðir um fjöll og dali landsins en fáir þekkja betur ótroðnar slóðir Skaga- fjarðar enda er oft til hans leitað til að leiða hópa hestamanna á leið um fjörðinn. Auk hrossaræktar og fjárbúskap- ar hafa þau hjónin í Glæsibæ rekið bændagistingu undanfarin ár. Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, f. 19.12. 1947, bóndi. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir, f. 22.6. 1919, d. 30.11. 2008, bóndi og húsfreyja á Fjósum í Svartárdal, og Björn Jóhann Jóhannesson, f. 17.11. 1905, d. 27.4. 1970, bóndi á Fjósum. Börn Friðriks og Ragnheiðar Erlu eru Þorbjörg Friðriksdóttir, f. 17.4. 1965, ferðamálafræðingur, búsett í Mosfellsbæ og eru börn hennar Frið- rik Marvin Björnsson, f. 1990, Ragn- heiður Erla Björnsdóttir, f. 1993, Steinbjörn Björnsson, f. 1997, og Ern- ir Snær Björnsson, f. 1998; Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 25.3. 1967, þroska- þjálfi í Kópavogi en maður hennar er Gylfi Sigurður Geirsson bifvélavirki og eru synir þeirra Breki Gylfason, f. 1997, og Runólfur Gylfason, f. 1999; Stefán Friðriksson, f. 2.6. 1973, dýra- læknir í Skagafirði og er kona hans Hólmfríður Sveinsdóttir næringar- fræðingur og eru börn þeirra Friðrik Þór Stefánsson, f. 1995, Herjólfur Hrafn Stefánsson, f. 2001, og Heið- rún Erla Stefánsdóttir , f. 2007; Rí- key Friðriksdóttir, f. 28.11. 1982, margmiðlunarhönnuður í Danmörku en maður hennar er Þórir Björn Lúðvíksson smiður og eru dætur þeirra Valdís Ósk Grétarsdóttir, f. 2001, og Röskva Líf Þórisdóttir, f. 2011. Systkini Friðriks eru Gyða Sigrún Stefánsdóttir, búsett í Reykjavík; Sigurður Hallsteinn Stefánsson, bú- settur í Skagafirði; Guðríður María Stefánsdóttir, búsett í Skagafirði; Alda Engilráð Stefánsdóttir, búsett í Reykjavík, og Jónína Stefánsdóttir, búsett í Skagafirði. Foreldrar Friðriks voru Stefán Friðriksson, f. 2.2. 1902, d. 20.6. 1980, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 28.10. 1915, d. 25.2. 2012, bændur í Glæsibæ í Skagafirði. Úr frændgarði Friðriks Stefánssonar Friðrik Stefánsson Ingibjörg Helgadóttir húsfr. á Hugljótsstöðum Hans Pétur Jónsson b. á Hugljótsstöðum Halla Engilráð Pétursdóttir búsett á Reynistað Jón Eiríksson fjárm. á Reynistað í Skagafirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. í Glæsibæ í Skagafirði Kristbjörg Björnsdóttir húsfr. í Hringveri Eiríkur Jónsson b. í Hringveri Sigþrúður Sigurðardóttir húsfr. í Lundi, af Deildartunguætt Pétur Brandsson b. í Lundi í Borgarfirði Guðríður Pétursdóttir húsfr. í Valadal Friðrik Stefánsson b. í Valadal Stefán Friðriksson b. í Glæsibæ í Skagafirði Margrét Skúladóttir húsfr. á Skíðastöðum Stefán Stefánsson b. á Skíðastöðum Fjallkóngurinn Friðrik í leitum. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Árni Þórarinsson fæddist íGötu í Hrunamannahreppi20.1. 1860. Foreldrar hans voru Þórarinn Árnason, jarðyrkju- maður og bóndi í Syðra-Langholti og í Götu, og Ingunn Magnúsdóttir húsfreyja. Foreldrar Þórarins voru Árni Jónsson, bóndi í Fíflholti og á Klas- barða, og k.h., Jórunn Sæmunds- dóttir, systir Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns. Ingunn var dóttir Magnúsar Andréssonar, alþm. og hreppstjóra í Syðra-Langholti, og Katrínar Ei- ríksdóttur af Reykjaætt. Bróðir Ingunnar var Helgi, hreppstjóri í Birtingaholti, afi Ás- mundar Guðmundssonar biskups. Bróðir Þórarins var Guðmundur Árnason – Gvendur dúllari. Eiginkona Árna var Anna María Elísabet Sigurðardóttir, ættuð af Snæfellsnesi og náfrænka Þorleifs gamla í Bjarnarhöfn. Þau Árni eign- uðust ellefu börn og er fjöldi nafn- kunnra Íslendinga frá þeim komin. Árni var sex ára er hann missti föður sinn, fór með móður sinni til Reykjavíkur, lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1884 og emb- ættisprófi í guðfræði frá Prestaskól- anum 1886. Árni var prestur í Miklaholti á Snæfellsnesi á árunum 1886-1934 og prófastur í Snæfellsnesprófasts- dæmi frá 1916. Hann bjó í Miklaholti 1887-97 og 1900-1901, í Skógarnesi syðra 1897-1900, á Rauðamel ytri 1901-1907 og á Stóra-Hrauni sem hann var lengst af kenndur við 1907- 34 er hann flutti til Reykjavíkur. Hann var sýslunefndarmaður Snæ- fellsnessýslu 1923-31. Árni var íhaldssamur, sérvitur, eindreginn andstæðingur nýguð- fræðinnar, vel gefinn, athugull, margfróður, stálminnugur og bjó yf- ir afburða frásagnargáfu. Á síðustu æviárunum greindi hann meistara Þórbergi Þórðarsyni frá því sem á daga sína hefði drifið og úr varð sex binda stórkostleg ævisaga, ein sú frægasta sem skrifuð hefur verið á íslenska tungu, fróðleg og afar skemmtileg. Árni lést 3.2. 1948. Merkir Íslendingar Árni Þórarinsson 95 ára Gerður Benediktsdóttir Magnús Steingrímsson 85 ára Ósk Sophusdóttir Sólveig Óskarsdóttir 80 ára Ágúst Karlsson Erna Lárentsíusdóttir 75 ára Rut Valdimarsdóttir 70 ára Fanney Jóhannesdóttir Kristjana E. Friðþjófsdóttir Ólafur H. Guðmundsson Reynir Már Guðmundsson 60 ára Anna Lilja Harðardóttir Ársæll Másson Björn Herbert Guðbjörnsson Drífa Eysteinsdóttir Gunnar Birgisson Harpa Pálsdóttir Hörður Jónsson Jóhanna Guðbjörg Einarsdóttir Kristján Björn Snorrason Linda Ólafsdóttir Ólafía Guðrún Leifsdóttir Ólafur Björgvin Valgeirsson Þórir Aðalsteinsson 50 ára Áslaug Ágústa Magnúsdóttir Eleanor M. Vagnsson Gísli Baldur Mörköre Þórunn Jónsdóttir 40 ára Alma Björk Hafsteinsdóttir Arnar Már Árnason Bergmann Guðmundsson Einar Ingi Reynisson Málfríður Fanney Egilsdóttir Rafal Mariusz Baranski Roman Smigielski Sylvía Þórarinsdóttir 30 ára Brynjar Örn Árnason Kári Valtýsson Magnús Jón Magnússon Sigrún Inga Guðnadóttir Stephen Patrick Lockhart Til hamingju með daginn 30 ára Auður María ólst upp á Seyðisfirði, er nú búsett í Reykjavík, lauk prófum sem tanntæknir og starfar við aðhlynn- ingu. Maki: Jóhann Már Sig- urbjörnsson, f. 1974, tölvufræðingur. Dætur: Anna Lovísa, f. 2003, og Dagbjört Lilja, f. 2008. Foreldrar: Agnar Ingi Hjálmarsson, f. 1966, og Saga Valsdóttir, f. 1966. Auður María Agnarsdóttir 40 ára Hildur Edda ólst upp í Garðabænum, er þar búsett núna, lauk MS- prófi í talmeinafræði og starfrækir fyrirtækið Lín design með eiginmanni sínum. Maki: Bragi Smith, f. 1972, framkvæmdastjóri. Synir: Helgi, f. 2003, Brynjar, f. 2006, og Birgir, f. 2013. Foreldrar: Kristín Gísla- dóttir, f. 1939, og Jón Jós- efsson, f. 1942, d. 2011. Hildur Edda Jónsdóttir 40 ára Jón Egill ólst upp á Egilsstöðum, býr þar, lauk prófi í bygginga- tæknifræði og starfar hjá Verkís. Maki: Katrín Einarsdóttir, f. 1975, hjúkrunarfræð- ingur og deildarstjóri. Börn: Jóhanna Lilja, f. 2004; Sigríður Fanney, f. 2006; Sveinn, f. 2008; og Hrafnhildur Hlín, f. 2011. Foreldrar: Sveinn Jóns- son, f. 1948, og Jóhanna Illugadóttir, f. 1949. Jón Egill Sveinsson Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.