Morgunblaðið - 20.01.2015, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fólk finnur sig knúið til þess að ganga
í augun á þér. Bráðum gæti komið upp sú
staða að betra væri að leita til sérfræðings en
reyna að laga hlutina sjálf/ur.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú heldur að peningar eigi eftir að
leysa vandamál þitt skaltu hugsa þig um tvisv-
ar. Þú ert haldin/n verkkvíða þessa dagana.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Framundan er erfiður vinnudagur.
Gakktu í verk dagsins með eins mikilli bjart-
sýni og þér frekast er unnt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert hugsi þessa dagana og finnst
eitthvað vanta í líf þitt. Fólk er upptekið af
samböndum sínum og það lærir ýmislegt um
sjálft sig í leiðinni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt eiga líflegar og skemmtilegar
samræður við aðra í dag. Hafðu kærleikann
og fordómaleysið með í för. Einhver þér ná-
kominn lendir í vandræðum, en þau ganga yf-
ir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Deginum skaltu eyða í hópi góðra vina
og njóta þess að slappa af. Varastu að gera of
mikið úr hlutunum eða ganga of langt í vand-
lætingu þinni. Þér hættir til að dæma fólk of
hart.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú finnur til minnimáttarkenndar gagn-
vart vini þínum í dag. Gættu þess svo að mikl-
ast ekki af hjálpseminni. Allir ættu að gera
góðverk sem oftast.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur átt í innri baráttu því
það er ljóst að þú verður að gefa ýmislegt frá
þér. Kannski leggur þú of mikla áherslu á að
þóknast öðrum, getur það verið svarið við
vanlíðan þinni?
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað sem vinur þinn lætur út
úr sér nær algerum tökum á þér. Þú ert sein-
þreytt/ur til vandræða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Menn láta eitt og annað flakka í
einkasamtölum sem á ekkert erindi við aðra.
Reyndu að standast freistingar sem á vegi
þínum verða.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Skapandi hugmyndir sem þú hefur
hugleitt um lengri tíma virðast nú loksins
framkvæmanlegar. Fólk er glaðara þegar það
kemur frá þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er upplagt að eyða smátíma í það
að sýna sig og sjá aðra. Settu mál þitt fram af
skynsemi og sanngirni og þá munu aðrir veita
því athygli og taka afstöðu.
Sturla Friðriksson skrifar mérskemmtilegt bréf, þar sem
hann rifjar upp síðustu vísuna í síð-
ustu rímunni um Odd sterka eftir
Örn Arnarson (Magnús Stefáns-
son), þar sem sömu stafir eru í inn-
rími en orðið hefur mismunandi
merkingu. – „Ekki veit ég til þess,
að þessi bragarháttur heiti nokk-
uð,“ skrifar Sturla. „ Mætti ég kalla
hann einhendu? Til er einhenda
sem er nafn á veiðistöng, þar sem
hent er með einni hendi. Og til er
einhentur maður. Hér er þessi
þekkta vísa.
Kveð ég hátt, uns dagur dvín,
dýran hátt við baugalín.
Venus hátt í vestri skín.
Við skulum hátta, elskan mín.
Þessar hugleiðingar gefa tilefni
til að rifja upp þingvísu, sem ég orti
og má kallast sjálfslýsing, þá forseti
Alþingis:
Leiðist þref um lög og rétt,
læst hann gefa öllum rétt;
sagður refur, sem er rétt,
sendir bréf í Hæstarétt.
Í Bragfræði séra Helga Sigurðs-
sonar er lausavísa, sem hann skil-
greinir þannig: „samhenda, hring-
hendusamorð, rímsamorð,
þýðingaólík“:
Hann í minni hafði lög,
hempu minni drap í lög,
í hafnar mynni hreppti’ ólög,
hlóð á minni kampinn lög.
Hallmundur Kristinsson yrkir á
Boðnarmiði, og minnir okkur á að
tungan getur verið hrekkjótt:
Skipulag og regla kemur skapinu í lag.
Í skjóli tímans umfeðmingur grær,
vegna þess í rauninni að dagurinn í dag
dagurinn á morgun var í gær.
Þá eru heilabrot Aðalsteins
Svans Sigfússonar áhugaverð:
Hvar sem loks ég lendi
mun létta okinu.
Skyldi enda endi
á endalokinu?
Þó að lífið sé stutt hefur mann-
skepnan mikið að gera,
og mæðist í ýmsu sem hugurinn
leitandi girnist,
gróðinn er lítill en þung er sú
byrði að bera,
að bæta á sig gulli sem eyðist að
lokum og fyrnist.
Ármann Þorgrímsson veltir fyrir
sér „annarlegum tungum“:
Ég tala ekki tungur þær
telst því glópur oft á fundum
íslenskan mér afar kær
þó illa hana kunni stundum.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Af einhendu og
margræðum orðum
Í klípu
ÞEGAR FRÍIÐ ER BÓKAÐ Á „SÍÐUSTU
STUNDU“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OG EF ÞÚ GIFTIST HENNI, HVERNIG
ÆTLAR ÞÚ AÐ FRAMFLEYTA MÉR OG
DÓTTUR MINNI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að setja hjarta sitt
undir.
EINU SINNI FYRIR LANGA
LÖNGU VAR HÚS MEÐ MANNI,
HUNDI OG KETTI
MAÐURINN VAR GRANNUR,
HUNDURINN VAR ÁNÆGÐUR OG
KÖTTURINN VAR FEITUR
SÍÐAN ÁT KÖTTURINN
MORGUNMATINN MINN, OG
HUNDURINN NAGAÐI INNISKÓNA
MÍNA Í MORGUN!
HLJÓMAR
KUNNUGLEGA
RUSLIÐ HEFUR VERIÐ
ÞARNA Í MARGA
KLUKKUTÍMA!!
EF ÞÚ FERÐ EKKI MEÐ
ÞAÐ ÚT BRÁÐUM... ...MUN ÉG FÓTBRJÓTAÞIG OG HENDA ÞÉR
FYRIR FISKANA!!
AF HVERJU EKKI AÐ
SPARA TÍMA OG
HENDA RUSLINU
FYRIR FISKANA?
JÁ!!!
SÆTIN YKKAR
ERU FRÁTEKIN
NEEEEEI!!! ALLIR UM
BORÐ NÚNA!
Víkverji er unnandi íslenskraglæpasagna og hefur mikið dá-
læti á flestum okkar höfundum. Arn-
aldur fer þar fremstur en þó hefur
hann að mati Víkverja verið að færa
sig æ meira frá reyfaraforminu yfir í
hreinræktaðar skáldsögur, skrifaðar
af mikilli ritsnilld. Bíður Víkverji eft-
ir því að bókmenntaelítan fari að
flokka Arnald sem alvörurithöfund
og fari að tilnefna hann til verðlauna í
flokki fagurbókmennta.
x x x
Yrsa heldur sig fast við reyf-araformið og gerir það ágætlega,
Víkverji er einmitt staddur í miðjum
lestri á DNA og byrjunin lofar góðu.
Helst hættir Yrsu til að vera of ná-
kvæm í lýsingum og smáatriðum og
vonandi er hún hætt að notast við
verkfræðingsæfingar í Excel í skrif-
um sínum. Hún þyrfti að hætta þessu
verkfræðingsdjobbi og snúa sér al-
farið að skrifum, nógu mikið selur
hún af bókum.
x x x
Víkverji hefur lokið við að lesa nýj-ustu bók Ragnars Jónassonar,
Náttblindu. Þar fer vaxandi höf-
undur sem á eftir að láta meira að sér
kveða í framtíðinni. Þó voru sögulok-
in að þessu sinni dálítið endasleppt
og saknaði Víkverji að vita meira um
örlög Gunnars bæjarstjóra og Elínar
bæjarritara. Að öðru leyti fínasta
bók þar sem tekið er vel á hinu skelfi-
lega þjóðfélagsmeini sem heimilis-
ofbeldi er. Lögreglumaðurinn Ari
Þór hefur verið fyrirferðarmikill í
skrifum Ragnars og sögusviðið verið
Siglufjörður. Víkverji er afskaplega
ánægður með að Ragnar hefur aldrei
notast við nafnið Fjallabyggð í bók-
um sínum, eftir því sem best verður
munað, og er það vel. Fjallabyggð er
skelfilegt orð.
x x x
Víkverji saknaði þess mikið núnaað sjá ekki bók eftir sinn uppá-
haldshöfund, Árna Þórarinsson. Von-
andi er ein slík í burðarliðnum. Árni
er stórskemmtilegur penni og skrifar
góðar glæpasögur, enda líkt og Arn-
aldur vel uppalinn á Mogganum inn-
an um skrautlegar fígúrur! víkver-
ji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Og hann sagði við þá:
Hvíldardagurinn varð til mannsins
vegna og eigi maðurinn vegna hvíld-
ardagsins. (Markús 2, 27.)