Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 44

Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Matarinnkaup og út að borða 2. Björgvin í áfengismeðferð 3. Konan er þungt haldin 4. Björgvin: Ekki fjárdráttur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rússnesk rómantík er yfirskrift efnisskrár fyrstu hádegistónleika ársins hjá Íslensku óperunni sem haldnir verða í Norðurljósum í Hörpu í dag kl. 12.15 og er aðgangur að þeim ókeypis. Á tónleikunum verða aríur úr óperum eftir Tsjækovskí og Rimsky- Korsakov í forgrunni. Flytjendur eru messósópransöngkonan Nathalía Druzin Halldórsdóttir, tenórsöngv- arinn Egill Árni Pálsson og píanóleik- arinn Antonía Hevesi. Nathalía og Eg- ill hafa hlotið verðlaun og viður- kenningar fyrir söng sinn og komið víða fram, bæði hér á landi og erlend- is. Rússnesk rómantík á hádegistónleikum  Uppsprettan stendur fyrir upp- lestri á nýjum íslenskum verkum í Tjarnarbíói næstu þriðjudagskvöld í samstarfi við Árna Kristjánsson leik- stjóra. Lesin verða verk í fullri lengd sem eru afrakstur leikritunarnám- skeiðs sem Árni stóð fyrir í Tjarn- arbíói sl. haust. Fyrsti upplesturinn verður í kvöld kl. 20.30 í kaffihúsi Tjarnarbíós, á kvikmyndahandriti sem kallast Útgöngubann og fjallar um fjölskyldu sem lokar sig af vegna þess að faraldur herjar á landið. Höf- undur þess er Sóley Ómarsdóttir og leikarar María Pálsdóttir sem sést hér á mynd, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Sveinn Óskar Ásbjörns- son, Lana Íris Dungal, Bergdís Júlía Jó- hannsdóttir, Ár- sæll Níelsson, Arnoddur Magn- ússon Danks og Ástþór Ágústs- son. Sviðsettir leiklestrar á nýjum verkum Á miðvikudag Hæg breytileg átt og víða bjartviðri en skýjað og dálítil él á Austurlandi. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag Suðaustanátt 8-15 m/s og dálítil slydda eða snjókoma. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 5-10 m/s. Dálítil slydduél á Suðurlandi en annars skýjað með köflum. Frystir smám saman um landið. VEÐUR Guðlaugur Arnarsson, þjálf- ari Fram, segir að íslenska landsliðið eigi mun meira inni en það hafi sýnt til þessa á HM í Katar. Hann kallar eft- ir því að strákarnir okkar sýni meira hugrekki á hand- boltavellinum. „Þeir þurfa fyrst og fremst að finna sjálfstraustið inni í brjóst- kassanum, þenja hann út og spila eins og þeir geta,“ segir Guðlaugur, einn fimm álits- gjafa Morgunblaðsins. »2-3 Kallar eftir meira hugrekki liðsins Íslendingar mæta Nikola Karabatic og félögum í franska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Íslensk og frönsk landslið hafa oft háð eftirminnilegar rimmur. Bara á þessari öld hafa liðin leitt saman hesta sína eigi sjaldnar en níu sinn- um á stórmótum. Margir leikjanna eru eftirminnilegir og úrslit verið á ýmsa vegu þótt oftar en ekki hafi Frakkar haft betur. »4 Margir eftirminnilegir leikir við Frakka Ísland og Kanada gerðu 1:1-jafntefli í síðari vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Flórída í Bandaríkjunum í gær- kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta var fyrsta mark Hólmberts fyrir A-landsliðið en hann var að spila sinn annan lands- leik. »2 Hólmbert tryggði Íslandi jafntefli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á árum áður skrapp fólk á höfuð- borgarsvæðinu gjarnan í Hvera- gerði um helgar til þess að kaupa blóm, seytt rúgbrauð og grænmeti. 1992 var Íþróttafélagið Hamar stofnað í bænum og eftir að körfu- boltadeild félagsins varð að veru- leika sama ár hefur íþróttin verið eitt helsta aðalsmerki Hveragerðis- bæjar. Lárus Ingi Friðfinnsson hefur verið formaður körfuknattleiks- deildar Hamars frá stofnun hennar eða í 22 ár. Þegar hann flutti í bæinn var verið að stofna Íþróttafélagið Hamar og hann tók eftir því að eng- in körfuboltadeild var í félaginu. „Þá spurði ég hvort engir körfubolta- menn væru í bænum og var bent á Gísla Pál Pálsson, vin minn og nú forstjóra Markarinnar hjúkrunar- heimilis í Reykjavík,“ rifjar Lárus upp. „Við stofnuðum deildina og hann var lengi í stjórninni með mér auk þess sem við vorum þjálfarar fyrsta árið. Þó ég segi sjálfur frá þá gekk þjálfunin bara nokkuð vel, þrátt fyrir að kunnáttan væri ekki mikil.“ Fluttu vegna vinnunnar Ástæða þess að hjónin Lárus og Aldís Hafsteinsdóttir, nú bæjar- stjóri í Hveragerðisbæ, fluttu frá Selfossi í Hveragerði var sú að þau unnu bæði í Hveragerði. Hann hjá Kjörís, þar sem hann hefur gengið nánast í öll störf og er nú bílstjóri. „Ég hitti marga í starfinu, er alltaf líka með hugann við körfuboltann og það hefur komið fyrir að ég hafi fengið leikmenn til okkar á leiðinni.“ Hann bætir við að það sé ekki ama- legt fyrir körfuknattleiksdeildina og reyndar bæjarfélagið allt að hafa bakhjarl eins og Kjörís. „Kjörís og VÍS eru helstu samstarfsfyrirtæki okkar og einstaklingar og önnur fyr- irtæki í bænum gera okkur einnig mögulegt að halda úti starfinu.“ Karlalið Hamars vann sig upp í efstu deild 1999 og hefur tvisvar leikið til úrslita í bikarkeppninni, en er nú í baráttu um að komast í efstu deild á ný. Kvennaliðið leikur í efstu deild, varð deildarmeistari 2011 og hefur einu sinni leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er allt- af gaman þegar vel gengur og þetta eru hápunktarnir í starfinu en það er ekki síður ánægjulegt og gefandi að sjá krakkana, sem hafa farið upp yngri flokkana hjá okkur, fara í at- vinnumennsku eða fá skólastyrki í Bandaríkjunum vegna körfubolt- ans.“ Lárus segir það líka mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ að eiga afreks- fólk í íþróttum. „Framganga meist- araflokksliðanna í körfubolta er gríðarlega góð auglýsing fyrir Hveragerðisbæ,“ segir hann. Karfan mikilvæg í Hveragerði  Stofnaði deild- ina og hefur verið formaður alla tíð Morgunblaðið/RAX Alltaf á ferðinni Lárus Ingi Friðfinnsson er bílstjóri hjá Kjörís og formaður körfuknattleiksdeildar Hamars. Lárus Ingi Friðfinnsson var nem- andi í grunnskólanum í Varmahlíð í Skagafirði og kynntist þar körfu- bolta. „Þegar körfur voru settar upp í Miðgarði sá ég fyrst körfu- bolta og spilaði með strákunum í Ungmennafélaginu Fram en ég gat aldrei neitt,“ segir Lárus. Hann segir að aðstaðan hafi ekki verið merkileg, salurinn pínulítill og krossviðarplötur settar á grind og svo hringir festir á þær. „En þetta var gaman og það var aðalatriðið.“ Þegar Lárus var í 9. og 10. bekk spilaði hann með Tindastóli á Sauðárkróki. „Það var vegna þess að ég var frekar í hærri kantinum en síðan ekki söguna meir. Ferill minn í spilamennsku var því ekki merkilegur, en þeim mun skemmti- legri.“ Lárus bætir við að hann búi við mun betri aðstæður nú. „Við erum með bestu aðstæður á land- inu í Hamarshöll, leikirnir eru á hvers manns vörum og halda nafni Hveragerðisbæjar á lofti og við reynum áfram að gera okkar besta,“ segir formaðurinn. Bestu aðstæður í Hamarshöll KYNNTIST KÖRFUBOLTA Í VARMAHLÍÐ Í SKAGAFIRÐI VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.