Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Ólafs Thors, fyrrverandi for-
sætisráðherra og formanns
Sjálfstæðisflokksins, var minnst
á sérstökum minningarfundi í
Valhöll í gær, en á gamlársdag
var hálfrar aldar ártíð hans.
Ólafur var formaður Sjálfstæð-
isflokksins í 27 ár, frá 1934-
1961, lengst allra, og einn af
helstu forystumönnum íslenskra
stjórnmála á síðustu öld.
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, og Davíð
Oddsson, fyrrverandi formaður
flokksins, minntust hins sigur-
sæla leiðtoga, en alls komu um
250 manns saman í Valhöll til að
heiðra minningu hans.
Flaska frá Ólafi með í för
Í ræðu sinni rifjaði Davíð upp
ýmsar sögur af Ólafi Thors og
sló á létta strengi. Þá sagði hann
Ólaf hafa notað gamansemi sína
og galsa til að laða menn til
samstarfs. Loks dró hann upp
Black Label-viskíflösku, sem
hann hafði fengið að gjöf frá
Thor Ó. Thors, syni Ólafs, árið
1991 en hún hafði verið í eigu
hins síðarnefnda áður en hann
lést. Þá las hann upp bréf sem
fylgdi flöskunni, en í því gefur
Thor í skyn að hann hafi stutt
kjör Davíðs til formanns Sjálf-
stæðisflokksins og faðir hans
hefði gert slíkt hið sama ef hann
hefði lifað til að verða vitni að
því.
Hér fyrir neðan má lesa bréfið
í heild, en það er dagsett hinn
10. mars 1991.
Kæri Davíð.
Þeir deildu um það vinirnir,
Pétur Magnússon og Ólafur
Thors, hvor væri sigurstrang-
legri á réttum stundum þeir J.
Walker eða J. Haigh, en þeir
voru sem kunnugt er báðir
skozkra ætta. Var þetta eina
ágreiningsmálið þeirra á milli
allt hvað ég vissi, og gaf sig
hvorugur.
Báðir gengu þeir vel frá sínu,
en þennan fríða ferkant dagaði
þó uppi í skápnum pabba að
leiðarlokum.
Nú eru brár glaðlegri en ella
og ekki síður þeir, sem liðnir
eru. Skal því tappa úr hverri
flösku taka, því þótt sumir
drekki sigurfull og aðrir drekki
sorgum munu þó allir að lokum
ganga heilir Hildar til!
Á förum til útlanda, skál for-
ingi, með kveðju til ykkar hjóna
frá okkur Stefaníu
Thor.
Morgunblaðið/Kristinn
Minning Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, minntust Ólafs Thors í Valhöll í gær.
Davíð hafði með í för viskíflösku sem hann fékk að gjöf frá Thor Ó. Thors, syni Ólafs, en hún hafði verið í eigu hins síðarnefnda áður en hann lést.
Fjölmargir heiðruðu minn-
ingu Ólafs Thors í Valhöll
Hins sigursæla leiðtoga minnst með gamansemi og sögu af viskíflösku
Fjöldi 250 manns komu saman í Valhöll í gær til að heiðra minningu Ólafs
Thors, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Við áttum góðan dag í dag og tók-
um meðal annars sýni af gasi og svif-
ryki beint yfir gosstöðvunum með
hjálp Gæslunnar. Þetta er í fyrsta
skipti sem svona mælingar eru gerð-
ar í Holuhrauni. Niðurstöðurnar
munu hjálpa okkur að skilja hvernig
brennisteinssýra myndast í eldgosa-
mekki,“ sagði Evgenia Ilyinskaya,
íslenskur eldfjallafræðingur sem
starfar hjá bresku jarðfræðistofnun-
inni, seint í gærkvöldi.
Hópur vísindamanna og sérfræð-
inga frá Jarðfræðistofnun Bret-
lands, Jarðvísindastofnun Háskólans
og Veðurstofu Íslands fór í gær að
gosstöðvunum í Holuhrauni. Til-
gangur leiðangursins var einkum sá
að mæla gasmengunina. Hópurinn
var rúma tíu klukkutíma frá Mý-
vatnssveit að Dreka við Öskju enda
hefur ekki verið ekið að Holuhrauni
í sex vikur. Ferðin gekk því seint en
að sumarlagi tekur hún þrjá til fjóra
klukkutíma.
Með mikinn öryggisbúnað
„Við viljum setja upp mælana í
sem mestu gasi og svifryki sem er að
spúast út um eldfjallið. Til þess þurf-
um við að fara sem næst gosinu en
um leið fara varlega. Fyrst þurfum
við að finna góðan stað fyrir mæl-
ana, koma þeim fyrir og koma okkur
svo út úr gasskýinu sem fyrst,“ segir
hún. Heyra má að leiðangurinn er
hættulegur fyrir óvana en hópurinn
er með mikinn öryggisbúnað með
sér. „Við erum með gasgrímur og
handmæla sem við getum séð á þeg-
ar gasið er komið yfir hættumörk.
Svo erum við með súrefniskút þann-
ig að ef illa fer er hægt að nota
hann.“
Mælarnir verða að allan sólar-
hringinn og eiga að safna örsmáum
ögnum. „Við erum að skoða þung-
málma með einum mæli og það er
ekki mikið af þeim málmum miðað
við andrúmsloft. Þar þurfum við
mikil sýni og þeir verða í notkun í
einhverja klukkutíma. Sumir mælar
verða í notkun í hálftíma og þá skipt-
um við um síu, endurtökum það í sí
og æ og þá fáum við tímalínu.“
Setja upp mælana í hættulegu gasskýi
Hópur vísindamanna fór að gos-
stöðvunum í Holuhrauni til mælinga
Morgunblaðið/RAX
Gosið Frá Bretlandi komu vísindamenn með tæki og þekkingu en Íslend-
ingar þekkja svæðið og gosið. Reynt verður að ná sem bestum mælingum.
Jökulsá á Fjöllum ryður sig af ís við
Grímsstaði en íshella sem lá yfir
ánni og bökkunum hefur brotnað
upp. Hrannir, jökulskarir og ísruðn-
ingar berast hægt fram og er um að
ræða stærstu krapastíflu í ánni frá
því í desember 2010.
Hennar verður vart nokkra kíló-
metra upp og niður eftir ánni. Þetta
kemur fram á vefsvæði Veðurstofu
Íslands.
Að sögn staðkunnugra hafa slíkar
aðstæður oft komið upp í ánni en þó
sé óvenjumikill ískrapi í ánni nú.
Einna helst megi líkja ískrapanum
við gróft hraun sem seytli áfram.
„Ef ís og krapi hrannast upp í
meira mæli gæti vatn haldið áfram
að flæða yfir veginn. Aukist aftur á
móti rennsli árinnar vegna snjó-
bráðnunar eða rigningar mun flæða
af meiri krafti niður farveginn,“ seg-
ir á vef Veðurstofunnar.
vidar@mbl.is
Ljósmynd/Bragi Benediktsson
Jökulsá á Fjöllum Stór krapastífla
er á nokkurra kílómetra svæði í ánni.
Stærsta
krapastífla
síðan 2010
Eins og hraun
Gert er ráð fyrir
því að hitatölur
geti náð yfir
frostmark í dag
og á morgun um
sunnanvert land-
ið, frá Vestur-
landi að Suð-
austurlandi.
Nokkurs vinds
gæti þó gætt
auk úrkomu. Á
föstudag er búist
við suðvestan- og vestanátt, 8-15
m/s og éljum, hvassast syðst, en
hægara og bjartviðri N- og A-
lands. Frost víða 1 til 6 stig, en
frostlaust úti við S- og V-
ströndina.
Aftur kólnar nokkuð á laugar-
dag en hitinn gæti náð nokkrum
stigum að nýju á sunnudag og veð-
ur orðið hið skaplegasta.
Hiti nálægt
frostmarki
Veður Hitinn gæti
náð yfir frostmark
í dag og á morgun.