Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 9
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
Góð samskipti milli þín og
barna þinna er besta leiðin til að
vernda þau fyrir kynferðislegu
ofbeldi!
ÚTSALA!
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
Allt að 50% afsláttur!
Ég styrki þig,
ég hjálpa þér,
ég styð þig með
sigrandi
hendi minni. Útsala
Enn meiri
afsláttur
Nýtt kortatímabil
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Selena undirfataverslun
Útsala
30-50%
afsláttur af völdum vörum
Nýtt kortatímabil
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Útsölustaðir:
Debenhams – Smáralind
Jói Útherji - Reykjavík
Rakarastofan – Faxafeni
Joe’s – Akureyri
Siglósport – Siglufirði
Hafnarbúðin – Ísafirði
Bjarg – Akranesi
Blómsturvellir – Hellissandi
Bóndadagstilboð
15% afsláttur af
CR7 skyrtum
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
KLASSÍSK
GÆÐA-MERKJAVARA
á 40-50%
afslætti
laxdal.is
Hörð gagnrýni kom fram í gær eftir
að ljóst varð að Gústaf Níelsson var
kosinn sem varamaður í mannrétt-
indaráð Reykjavíkur fyrir Framsókn
og flugvallarvini.
Nokkrir fram-
sóknarmenn stigu
í kjölfarið fram og
lýstu vanþóknun
sinni á skipaninni
en skoðanir Gúst-
afs hafa verið um-
deildar. Meðal
annars ritaði hann
grein árið 2005
þar sem hann
fann áformum ríkisstjórnarinnar um
að leyfa samkynhneigðum að ganga í
hjónaband allt til foráttu. „Er það
ekki hámark sjálfselskunnar að
leggja ást á sitt eigið kyn,“ ritaði
Gústaf í aðsendri grein sem birtist í
Morgunblaðinu 1. desember 2005. Í
samtali við mbl.is í gær sagðist hann
standa við það sem fram kemur í
greininni.
Meðal þeirra sem lýstu vanþóknun
sinni á skipaninni var Eygló Harðar-
dóttir velferðarráðherra. „Skipan
Gústafs Níelssonar sem varamanns í
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar
fyrir Framsókn og flugvallarvini er
að mínu mati óásættanleg,“ skrifaði
Eygló á facebooksíðu sína. Gunnar
Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
tók í sama streng á facebooksíðu
sinni. „[Ég] tel það ekki samrýmast
gildum flokksins að skipa mann sem
talar fyrir mismunun eftir trú og kyn-
ferði.“ Þá skrifaði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra á fa-
cebooksíðu sinni að hann hefði rætt
mistök í nefndarskipan á fundi með
borgarfulltrúum Framsóknarflokks-
ins og flugvallarvina.
Rétt fyrir hádegi í gær birtu Fram-
sókn og flugvallarvinir svo frétta-
tilkynningu þar sem tilkynnt var að
ákveðið hefði verið að draga skipan
Gústafs til baka.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörns-
dóttir sagði svo í samtali við mbl.is að
meðlimir flokksins í borgarstjórn
hefðu ekki þekkt afstöðu Gústafs fyr-
ir skipanina.
Hræddu líftóruna úr leiðtogum
Gústaf sagði í framhaldinu í sam-
tali við mbl.is að hann teldi að líftóran
hefði verið hrædd úr leiðtogum
flokksins. „Það er ekkert við því að
segja annað en að líftóran hefur verið
hrædd úr þeim, blessuðum. Það er
auðvitað erfitt að standast svona
áhlaup. Fjölmiðlafárið í kringum það
þegar varamaður er skipaður í nefnd
eða ráð, að fjölmiðlar landsins skuli
fara á límingunum, er alveg ótrúlegt.
Ég sé að oddvitinn hefur verið tekinn
í hraðnámskeið í pólitískum rétttrún-
aði í Framsóknarflokknum. Við því er
ekkert að gera,“ segir Gústaf um
þessa ákvörðun flokksins.
Síðdegis kom svo fram að Fram-
sókn og flugvallarvinir geta ekki
dregið kjör Gústafs til baka upp á sitt
eindæmi. Bíða þarf þar til borg-
arstjórn kemur saman 3. febrúar nk.
Hörð viðbrögð við kjöri
Gústafs í mannréttindaráð
Skipanin sögð mistök og hún dregin til baka
Gústaf Níelsson
mbl.is
alltaf - allstaðar