Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 29
við hlið í Brekkubænum og við mæðginin skottuðumst yfir á tásunum til þín í kósýheit, kex og ís. Þið Máni Freyr í feluleik, hann á öðru aldursári, þú hálf- níræð að troðast inn í fataskáp og þið hlóguð bæði svo innilega. Og þegar þú varst orðin þreytt, þá spurðirðu bara hvort við ætl- uðum ekkert að fara heim og hlóst á þinn einstaka hátt. Já, þú varst alveg einstök, það er bara þannig. Ég gæti haldið áfram svo lengi, elsku fallega ljúfa amma mín með mjúku hendurnar og hlýja faðminn. Það er komið að kveðjustund og hún er bæði ljúf og sár. Mér finnst ég lukkunnar pamfíll að hafa fengið að njóta samvista við þig og afa eins mikið og lengi og raun varð. Minningar og myndir ylja og karamellukakan verður bökuð þér til heiðurs um ókomna tíð. Elsku hjartans amma mín, ég kveð þig með fimmföldum fing- urkossi og sé þig hlæja með kankvíslegt blik í augum. Ég veit þú knúsar þá sem mér þyk- ir vænst um. Þangað til næst, þín ömmu- og afastelpa, Katrín Brynja. Hún amma mín var afbragðs sómakona. Það sagði líka afi Sæmundur þegar hann henti í vísu handa mér, þá fimm ára og lét fylgja með aftan á postulíns- bolla sem þau máluðu handa mér. Litla dótturdóttir mín, draumur minna vona, vertu eins og hún amma þín afbragðs sómakona. Þau voru reyndar bæði af- bragðs sómafólk og mér fannst alltaf endalaust gaman að koma til þeirra og fá að vera hjá þeim í Miðtúni. Þau voru alltaf að skapa eitthvað, afi að mála kist- ur út í skúr, amma að prjóna peysur á prjónavélina eða þá þau bæði að mála postulín inn í postulínsherbergi, þar sem allt angaði af olíum og spritti. Amma mín var húmoristi og náttúrubarn, listamaður í eðli sínu sem varðveitti barnslega gleðina fram undir það síðasta. Heimili hennar og afa var ein- stakt og ævintýri líkast, með málverk upp um alla veggi og steina og skeljar á víð og dreif. Þar þótti mér alltaf gott að vera og þar var mikið brallað og hlegið. Síðustu 17 árin var hún búin að vera án afa Sæmundar en umvafin fjölskyldu sinni sem elskaði hana og dáði. Ég er búin að kvíða því lengi að þurfa að skrifa þessi orð og kveðja hana. Við vorum samt búin að ræða um þann dag að hún værir farin og ég bað hana að láta mig vita hvernig þetta væri allt saman þarna hinum megin. Hún tók þeirri bón minni ljúflega með blik í auga og sagðist skyldi gera það. Hún amma Sigríður var ekki mikil að vexti en skilur samt eftir sig stórt skarð í okkar hópi. Ég get auðvitað ekki ann- að en samglaðst henni fyrir að fá loksins að fara eftir langa og góða ævi en mikið er erfitt að horfa á eftir henni fara. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín nafna, Sigríður Þóra. Kæra mágkona. Það er svo ótal margs að minnast af langri ævi. Mér er efst í huga mikið þakklæti fyrir allt það sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Þú varst börnum okkar Eiríks ástrík frænka og ánægjustund- irnar voru margar. Þú reyndist mér líka góð vinkona og það var gott að eiga þig að. Úr hjarta mínu hverfur treginn er ég hugsa um hlátur þinn. Bros þitt veitti birtu á veginn betri um stund varð heimurinn. Farðu í friði, góði vinur. Þér fylgir hugsun góð og hlý. Þar til heimsins þungi dynur þokar okkur heim á ný. (Magnús Einarsson) Kæra Sigga, ég þakka þér fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar. Sendi öllum ástvin- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórdís Sigurðardóttir (Dísa). Frost er úti, fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt. Því nú er frosið allt? En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér, að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Höf. ók.) Elsku langamma. Nú ert þú farin til Guðs og þar er allt hvítt, allt í kring og allir eru hvítir. Það var gaman að heim- sækja þig, fá kex og leika í snið- uga rúminu þínu. Þínir lang- ömmustrákar, Nói Baldur og Hrafnar Þór. Elsku langamma. Það var svo gott og gaman að koma til þín í Brekkubæ og fá kex og ís og fara í feluleik með þér. Það var gaman að sjá alla fuglana sem þú gafst að borða. Takk fyrir að kenna mömmu minni að baka karamellukök- una, og vonandi getur hún gert hana bráðum alveg eins og þú gerðir hana. Þinn langömmustrákur, Máni Freyr. Hún Sigríður Þórðardóttir, Sigga frænka, á sér sérstakan stað í hjörtum okkar krakkanna sem ólumst upp við Álfhólsveg- inn í Kópavogi. Hún Sigga var stóra systir pabba, henni fannst hún alla tíð bera nokkra ábyrgð á þeim strák og við börnin hans nutum svo sannarlega góðs af því. Reyndar var það svo að „Sigga frænka“ var nánast sam- heiti við „Sigga og Sæmi“, enda var Sæmundur maður hennar okkur líka einstaklega góður. Þau hjón reyndust foreldrum okkar afskaplega vel. Pabbi og mamma byrjuðu sína sambúð í kjallaranum í Miðtúni 24 og í æsku okkar var mikill samgang- ur á milli fjölskyldnanna. Við minnumst samfagnaða á jólum, áramótum, páskum og afmæl- um, allt er þetta sveipað mikl- um ævintýraljóma. Í hugann koma einstaklega flott pipar- kökuhús, listilega handmálað jólapostulín, mávastell og Mack- intosh. Við munum líka ótal ferðir í sumarbústaðinn við Sil- ungatjörn, ferðalög austur á land og fjölskylduferðir vestur í Dali. Sigga og Sæmi voru ein- staklega iðin við að bjóða okkur einu eða fleirum með í þessar ferðir og í minningunni voru þetta allt sólskinsdagar. Fallegu mynstruðu peysurnar sem Sigga frænka prjónaði í prjóna- vélinni voru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Öll eigum við líka fallega málaða postulínsmuni unna af þeim hjónum og er handbragðið einstakt. Tilfinn- ingalegt gildi þessara gripa fer vaxandi eftir því sem árin líða. Sigga frænka var okkur ein- staklega hlý og áhugasöm um okkar hagi. Við eigum henni mikið að þakka. Við vottum frændsystkinum okkar þeim Rúnu, Kollu, Auju og Sigurði Rúnari ásamt fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Sæmundur, Guðrún Sigríð- ur, Þórður Herbert, Stef- anía, og Hrafnhildur Eiríks- börn. Við leiðarlok hvarflar hugur- inn til upphafsins. Ég kynntist Sigríði barnung, um það leyti sem við Kolbrún, dóttir hennar, gátum ferðast óstuddar milli heimila okkar í Miðtúninu og urðum vinkonur upp frá því. Mig langar að minnast Siggu frá þeim tíma. Sigga var falleg kona, dökk á brún og brá, smá- vaxin og létt á fæti. Mér finnst hún hafi verið sístarfandi, skap- andi eitthvað fallegt. Hún rækt- aði líka garðinn sinn, þar uxu meðal annars gulrætur, sem hún saxaði niður, stráði sykri á, og gaf okkur Kollu svo ofan á rúgbrauðssneið. Ég get enn þann dag í dag framkallað þetta dásamlega bragð! Í garðinum voru líka sól- ber og rifsber og löngu síðar, á mínu fyrsta búskaparári, fékk ég að njóta þessara berja til að búa til sultu. Sigga prjónaði mér lopapeysu, þegar ég ung- lingur var einn vetur í London – hún yljaði mér lengi. Það er erf- itt að minnast Siggu án Sæ- mundar, en þau voru afar sam- hent. Þó að húsið þeirra væri ekki stórt í fermetrum var það sneisafullt af fallegum munum; margt, og ef til vill flest, sem þau höfðu málað, saumað, prjónað, smíðað, jafnvel úr ýsu- beini … og skreytt sjálf – lista- fólk. Margir þessir hlutir eru mér mjög minnisstæðir. En það voru ekki aðeins fagrir hlutir sem prýddu heimili Siggu og Sæ- mundar, heldur einnig and- rúmsloftið – sem erfitt er að festa á blað, en tilfinningin um veruna á heimilinu er ógleym- anleg. Öllu var haldið til haga; líka einhverju skrýtnu, sem litl- ar stelpur létu sér um munn fara, var haldið á lofti svo enn þann dag í dag getum við vin- konurnar hlegið að því hvað við vorum einu sinni skemmtilegar! Við Kolla fengum stundum góð- ar hugmyndir, sem féllu þó ekki allar í góðan jarðveg, væri þeim hrint í framkvæmd, og þá varð Sigga reið. Hver hefði ekki orðið það, þegar dóttir hennar, með dyggri aðstoð vinkonunnar, málaði hvítu sparikápuna sína með rauðri húsamálningu? Ég minnist stórkostlegra af- mælisboða Kollu, þar sem við sátum á litlum handmáluðum stólum og á borðum var pip- arkökuhús, listilega skreytt, ásamt öðru góðgæti. Sigga og Sæmi gáfu mér einn slíkan stól, hann skipar nú heiðurssess í minni stofu. Einu sinni voru öll börnin í afmælinu látin teikna litla mynd á stóran dúk og seinna saumaði Sigga síðan all- ar myndirnar í fallegum litum. Sigga og Sæmundur höfðu mikil áhrif á litla stelpu í Miðtúninu og fyrir það þakka ég af alhug og minnist þessara góðu hjóna með hlýju. Þó að Sigga mín héldi að austfirsku genin hennar kæmu í veg fyrir að hún gæti dáið fékk hún þó ekki flúið sitt skapadæg- ur fremur en aðrir. Nú hefur hún kvatt, enda orðin göng- umóð að loknu löngu og farsælu dagsverki. Blessuð sé minning Sigríðar. Áslaug Benediktsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Hver hefði hald- ið fyrir fimm árum að þetta myndi enda svona, bóndi á besta aldri og full- ur orku alla tíð, sterkbyggður, skynsamur, ábyrgur, vinnusamur, athugull, alveg grjótharður myndi falla fyrir meini sem oft er hægt að lækna í dag eða halda í skefj- um. Ég er sár, sorgmæddur eins og við öll erum en reynum að horfa jákvætt fram á veginn og kalla fram okkar bestu minningar um Þóri. Oft var ég gestur á heimili Þóris og Guðnýjar á Selalæk, tengt smalamennsku, passa krakkana eða bara í heimsókn. Þar er gott að koma og hefur alltaf verið. Allt mögulegt var rætt við eldhúsborðið milli him- ins og jarðar og málin skoðuð frá ýmsum hliðum með hlátri Guðnýjar og eftirhermutöktum frænda. Það kom fyrir í eitt sinn að ég spurði mig að því hvort eitt- hvað gæti hent Þóri, eitthvað alvarlegt. Þá kom ég að vori niður á Selalæk og hitti Þórir Jónsson ✝ Þórir Jónssonfæddist 2. júlí 1957. Hann lést 5. janúar 2015. Útför Þóris fór fram 12. janúar 2015. skemmtilega á því gripabíllinn var á hlaðinu og til stóð að setja nokkur naut í sláturhús. Ég hafði sjálfur unnið í sláturhúsi og vissi að naut- gripirnir eru ekki alltaf eins og hug- ur manns. Við at- ganginn að koma nautunum á bílinn unnu bræðurnir Bjarni og Þór- ir eins og smurð vél samanber allt sem ég horfði uppá í þeirra búskap, þ.e samheldni og góð vinnubrögð. Hins vegar gekk illa að finna þeim stað á bílnum þar sem nautin vildu ekki inn eftir að þau voru komin á lyft- una. Þá stekkur Þórir uppá bíl og snarar sér inn til nautanna og heyrist þá í Bjarna lágum róm: „Þórir bíddu,“ nautin virkuðu hissa en eitt þeirra óð í frænda og náði að klemma hann við grindurnar og komst Þórir við illan leik aftur upp á grindur en nautið náði að stanga hann nokkrum sinnum áður en yfir lauk og þrýsti verulega að baki og fótleggjum. Sá var fljótur upp úr eins og hann fór af stað en kappið hvarf ekki, það fór sko ekki neitt. Við höggin mölbrotnaði sím- inn sem hann var með í vas- anum en það var ekki skoðað fyrr en nautin höfðu hlýtt og hann sjálfur kannað ástandið á sér. Þórir þvertók fyrir að hann hefði meitt sig og ótrúlegt að beinbrot hafi ekki hlotist af þessum höggum. Nei, sennilega gæti ekkert slæmt hent hann frænda var það sem ég hugsaði eftir þennan dag. Alla tíð hefur smalamennska heillað mig og þar átti Þórir frændi stóran þátt í að skapa. Óhikað setti hann mann á hest og tók mig með ef ég vildi og hvort sem það var smalað á Selalæk eða Geitasandi með Skúla. Þórir bað Guðnýju að ná í gallann nú í lok desember þeg- ar ég síðast leit til þeirra, þá gekk hann fram af mér en gladdi mig óneitanlega þótt ekkert hafi orðið af því brölti sem við ákváðum í skynsemi að sleppa um sinn. Við horfum nú á eftir Þóri, mætum bónda sem fæddist, ólst upp og tók við búi foreldra sinna á Selalæk og byggði sveit með fjölskyldu, bræðraböndum og af myndarskap. Ekki síður samhliða veikindum sem hófust 2010 og þar til yfir lauk. Hans verður minnst víðar en á Rang- árvöllum og víðar en á Suður- landi, stoltur segi ég: þú varst frændi góður og hvatning í minni bernsku. Elsku Guðný, Þráinn, Sesselía, Birta Sólveig og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðmundur Árnason. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Með örfáum orðum langar mig að þakka Guðmundi, tengdaföður mínum, tryggð og velvild frá okkar fyrstu kynnum en hann kvaddi þennan heim rétt fyrir Þorláksmessudag. Sá dagur er, og verður, mér alltaf ofarlega í huga. Guðmundur Þorleifsson ✝ GuðmundurÞorleifsson fæddist 14. janúar 1920. Hann lést 22. desember 2014. Út- för Guðmundar fór fram 6. janúar 2015. Það var alltaf fastur liður hjá okkur Jóhanni að heimsækja ykkur Jóhönnu á Þorláks- messukvöld, þá fyrst fannst mér jólin vera komin. Guðmundur var í raun mikið jólabarn og naut þess ávallt að sýna okkur jóla- ljósin sem hann hafði sett upp af mikilli smekk- vísi, enda mikill nákvæmnismað- ur og snyrtimenni. Þessum sið hélt ég síðan áfram, eftir að Jó- hann og Jóhanna féllu frá, og fann ég hvað þessi stund var okkur báðum kær. Nú hefur þú kvatt þetta jarð- neska líf og hverfur á braut til ástvina okkar. Takk fyrir það sem þú varst mér. Sendi öllum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Hvíldu í friði. Sigríður Matthíasdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Hrauni í Grindavík, Melgerði 21, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. . Sigurliði Guðmundsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Steinar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG SKÚLADÓTTIR frá Stykkishólmi, sem lést sunnudaginn 18. janúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður í Stykkishólmskirkjugarði. . Guðrún Lovísa Víkingsdóttir, Viðar Vésteinsson, Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal, Halldór Víkingsson, Ingvar Víkingsson, Guðný Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, ÞÓRÓLFUR SVERRISSON, Þóró, verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. . Þóra Jónasdóttir, Sverrir Karlsson, Hrund Sverrisdóttir, Burkni Jóhannesson, Sigurgarður Sverrisson, Tuktar Insorn, Sigrún Daníelsdóttir, Guðbjarni Traustason, Þorbjörg Ingibergsdóttir, Sverrir Traustason, Jónas Kr. Jónsson, Bjarmar Ernir Waage og systkinabörn. Samúðarskreytingar • Útfaraskreytingar | Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.