Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Kíktu á verðið! Útsöluverð 3.497 Verð áður 6.995 Stærðir 36-41 Útsöluverð 3.997 Verð áður 7.995 Stærðir 36-41 Útsöluverð 3.497 Verð áður 6.995 Stærðir 40-45 Útsöluverð 2.998 Verð áður 8.995 Stærðir 36-41 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hafdís Sigurðardóttir, landsliðs- kona í frjálsíþróttum úr Ungmenna- félagi Akureyrar, var í gær kjörin íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem hún verður fyrir valinu en í fyrra varð hún fyrsti frjálsíþróttamaðurinn til þess.    Viktor Samúelsson úr Kraftlyft- ingafélagi Akureyrar varð annar og Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar í þriðja sæti.    Kjörinu var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Íþróttaráðs Akureyrarbæjar í menningarhúsinu Hofi í gær. Alls tilnefndu sautján aðildarfélög íþróttamann ársins úr sínum röðum.    Þetta er níunda árið í röð sem kona verður fyrir valinu í kjöri íþróttamanns ársins á Akureyri. Hinar eru Dagný Linda Kristjáns- dóttir skíðamaður (2002, 2006, 2007), Rut Sigurðardóttir tae-kwon-do (2004), Rakel Hönnudóttir knatt- spyrnumaður (2008), Bryndís Rut Hansen sundmaður (2009, 2010, 2011) og Arna Sif Ásgrímsdóttir knattspyrnumaður (2012).    Hafdís setti Íslandsmet í lang- stökki, bæði innan- og utanhúss, á árinu og hefur gert atlögu að Ís- landsmetinu í 100 m hlaupi. Besti árangur hennar í langstökki á árinu var 6,72 metrar, vel yfir ólympíu- lágmarki. Hafdís varð stigahæst landsliðsmanna þegar Ísland komst upp úr 3. deild Evrópukeppninnar, þar sem hún keppti í fimm greinum.    Þetta er í 36. sinn sem íþrótta- maður Akureyrar er heiðraður. Alls hafa 20 hlotið nafnbótina síðan 1979, júdókappinn Vernharð Þorleifsson oftast allra, sjö sinnum.    Haraldur Sigurðsson var í gær gerður að heiðursfélaga Íþrótta- bandalags Akureyrar. Svo skemmti- lega vildi til að Haraldur varð níræð- ur í gær.    Haraldur á að baki áratuga starf í þágu íþróttahreyfingarinnar, meðal annars sem formaður KA og í stjórnum fleiri félaga og sambanda. Hann er heiðursfélagi í mörgum fé- lögum og samböndum og hefur hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyr- ir starf sitt að íþrótta-, menningar- og félagsmálum. Haraldur á einnig að baki mikið starf við sagnaritun í þágu íþróttahreyfingarinnar.    Þar með fjölgaði heiðursfélögum ÍBA um 100% – aðeins Hermann Sigtryggsson, sem einnig var í for- ystusveit íþróttafólks í bænum í ára- tugi og m.a. formaður KA, íþrótta- fullfrúi bæjarins og stjórnarmaður í ÍSÍ, bar þann heiðurstitil áður.    Við sama tækifæri veitti íþrótta- ráð Akureyrarbæjar þremur ein- staklingum heiðursviðurkenningu; það eru Björg Finnbogadóttir, Nói Björnsson og Sigfús Ólafur Helga- son.    Þá fengu forsvarsmenn íþrótta- félaga á Akureyri afhenta styrki og viðurkenningar vegna Íslandsmeist- ara og landsliðsfólks í fyrra. Alls urðu 200 einstaklingar úr akur- eyrskum íþróttafélögum Íslands- meistarar á árinu og 118 tóku þátt í landsliðsverkefnum.    Segja má að fundur í bæjar- stjórn á þriðjudaginn hafi verið sögulegur: fundinn sátu þrír fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins, sem er reyndar hefðbundið, en nú voru það þau Gunnar, Njáll og Bergþóra! Bergþórshvoll kom hvergi við sögu, en Gunnar Gíslason, Njáll Trausti Friðbergsson, varamaðurinn Berg- þóra Þórhallsdóttir og aðrir bæj- arfulltrúar höfðu gaman af …    Njáll Trausti lagði til á fund- inum, í umræðu um samskipti Akur- eyrarbæjar og ríkisins, að sú hug- mynd yrði skoðuð að ríkisvaldið færi með skipulagsvaldið á öllum fjórum alþjóðaflugvöllunum á Íslandi.    „Í dag fer ríkið með skipulags- valdið á Keflavíkurflugvelli og það er ekkert nema eðlilegt að það sama gangi yfir hina þrjá flugvellina: Akureyrar-, Egilsstaða- og Reykja- víkurflugvöll,“ segir Njáll Trausti. „Öryggishagsmunir þjóðarinnar eru með þeim hætti að við þurfum á öll- um þessum flugvöllum að halda og óeðlilegt að einstök sveitarfélög geti gengið gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar,“ sagði Njáll Trausti.    Fyrstu tónleikar ársins á Græna hattinum verða annað kvöld þegar hljómsveitirnar Röskun og Church- house Creepers koma fram. Báðar eru frá Akureyri.    Kvennakórinn Embla heldur Vínartónleika í Hofi á sunnudag kl. 17. Kórinn skipa konur af Eyjafjarð- arsvæðinu. Roar Kvam stjórnar og gestasöngvari er Óskar Pétursson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Best Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr UFA, varð efst í kjörinu. Viktor Samúelsson kraftlyftingamaður varð annar og er í miðjunni. Til vinstri er Arnar Ingi, bróðir Einars Kristins skíðamanns sem varð þriðji. Kona kjörin best níunda árið í röð Morgunblaðið/Skapti Heiðursmaður Haraldur Sigurðsson, íþróttafrömuður í bænum til áratuga, var gerður að heiðursfélaga ÍBA á nítugasta afmælisdegi sínum í gær.  Hafdís er íþróttamaður Akureyrar  Haraldur orðinn heiðursfélagi ÍBA Eins og undanfarin ár var mestum uppsjávarafla landað á Neskaup- stað í fyrra, eða 179.827 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum, 106.154 tonnum, og í þriðja sæti er Vopnafjörður með 86.474 tonn. Landanir á upp- sjávarafla hafa undanfarin ár færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42% af öllum uppsjáv- arafla landað á Austurlandi en hlutfallið hefur síðan vaxið nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það 61% sem er svipað hlutfall og árið á undan. Minni uppsjávarafli Heildarafli uppsjávartegunda sem landað var í íslenskum höfnum á síðasta ári nam 723 þúsund tonn- um sem er umtalsverður samdrátt- ur miðað við árið 2013 en þá komu 924 þúsund tonn á land. Ástæður þessa eru væntanlega m.a. minni afli á loðnu og norsk-íslenskri síld. Fram kemur á vef Fiskistofu að í Neskaupstað var landað um 25% uppsjávaraflans í fyrra. Þar var landað 61.736 tonnum af kolmunna (34,3%), 43.477 tonnum af síld (24%), 36.54 tonnum af loðnu (20%) og 38.542 tonnum af makríl eða 18,8% af öllum makríl sem landað var í íslenskum höfnum í fyrra. Í Reykjavíkurhöfn var landað 32.404 tonnum af makríl, sem væntanlega hafa að mestu verið frystar afurðir. Í Vestmannaeyjum komu 32.185 tonn af makríl á land. aij@mbl.is Uppsjávarfiskur til Austfjarða  Mestu landað í Neskaupstað í fyrra Börkur NK Skip Síldarvinnslunnar. Tíu hæstu hafnir í uppsjávarafla Neskaupstaður Vestmannaeyjar Vopnafjörður Eskifjörður Reykjavík Fáskrúðsfjörður Hornafjörður Þórshöfn Hafnarfjörður Seyðisfjörður 179.809 106.154 86.474 53.834 42.767 40.559 39.945 33.048 32.156 23.625 1 2 3 4 10 9 5 6 11 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 2013 2014 Höfn Landaður afli (tonn) Heimild: Fiskistofa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.