Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Gústaf fannst líklega á öskuhaug 2. „Ég hef kveikt í mönnum“ 3. Undirbúningur flugfreyjunnar 4. „Hið afbrigðilega og ófrjóa“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýning á verkum Guðjóns Bjarna- sonar, arkitekts og listamanns, verð- ur opnuð í Lalit Kala-listaakademí- unni í Nýju-Delí á laugardaginn, 24. janúar. Verður það fyrsta sýning ís- lensks listamanns í safninu sem er eitt virtasta nútímalistasafn Ind- lands. Sýningin nýtur stuðnings Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, sendiráðs Íslands í Nýju- Delí, indversk-íslenska viðskiptaráðs- ins og Lone Star Art Alliance í Texas. Sýningin verður umfangsmikil og verkin unnin í ýmsa miðla, verk sem Guðjón vann á þúsund dögum, eins og segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Richard Vine, einn af ritstjórum tímaritsins Art in America. Morgunblaðið/Ómar Sýnir fyrstu Íslend- inga í Lalit Kala  Listrænir stjórnendur danshópsins Shalala, Erna Ómarsdóttir og Valdi- mar Jóhannsson, flytja sýninguna Wonderings on Boarderline Musicals í listasafninu Centre Pompidou í París 25. janúar næstkomandi. Sýningin er samstarfsverkefni þriggja hátíða: Hors Pistes-hátíðarinnar í París, Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík og Air d’Islande, íslenskrar menningarhátíðar í París. Erna, Valdi- mar og Pierre-Alain, samstarfsmaður þeirra, hafa vinnuaðstöðu í Le Point Ephémère í París og vinna að verkinu í vikutíma áður en sýningin fer fram. Sýningin er hluti af dagskrá Air d’Is- lande sem fer fram dagana 23. janúar til 8. febrúar í París. Ís- lenskar stuttmyndir verða einnig á dag- skrá hátíðarinnar og verða sýndar 5. febr- úar á Cinematheque Francaise, einni elstu kvikmynda- stofnun í heimi. Sýna í Pompidou Á föstudag Suðvestan og vestan 8-15 og él, en hægari og þurrt og bjart norðan- og austanlands. Frost 0 til 9 stig. Á laugardag Hæg vestlæg eða breytileg átt og él á stöku stað, en gengur í suðaustan hvassviðri með snjókomu og síðar slyddu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða él, en hægari og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. VEÐUR Maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson stefnir að því að ná lágmarkinu fyrir heims- meistaramótið í Peking þegar hann keppir í Hamborgar- maraþoninu í lok apríl. Hann segir að möguleikarnir á að ná því séu ágætir þar sem margir bestu evrópsku hlaupararnir séu skráðir til leiks og hann fái því vænt- anlega meiri samkeppni frá svipuðum hlaupurum en oft áður. »4 Kári stefnir á lág- mark í Hamborg Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs- fyrirliði í handknattleik, varar við því að einblína bara á Filip Jicha, einn besta handboltamann heims, þegar Ísland og Tékkland mætast á heims- meistaramótinu í Katar í kvöld. Ís- lenska liðinu nægir stig til að komast í sextán liða úrslit keppninnar en stigalausir Tékkar verða að vinna leikinn til að eiga möguleika á að fara áfram. »1 Tékkneska liðið er ekki bara Filip Jicha Eggert Gunnþór Jónsson skrifaði í gær undir samning við danska félagið Vestsjælland og þar með leika nú fimmtán íslenskir knattspyrnumenn í úrvalsdeildinni í Danmörku, ásamt því að Íslendingur þjálfar eitt liðanna. Níu af tólf liðum í deildinni eru með íslenskan leikmann, einn eða fleiri, í sínum röðum, og fjórir hafa bæst við núna í vetrarfríinu. »1 Fimmtán Íslendingar í dönsku úrvalsdeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Trommuleikarinn Sigurður Karlsson, sem sló í gegn með mörgum af bestu hljómsveitum landsins á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, hefur tekið fram kjuðana á ný eftir að hafa hvílt húðirnar í um aldarfjórðung. Hann leikur með sveitinni Hátveiro bestu lög Peters Gabriels og Genesis á tónleikum í Háskólabíói 28. febrúar. „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir trommarinn. „Að sumu leyti skemmtilegra en áður því ég spila bara tónlist sem ég hef yndi af og er mjög krefjandi og reynir þar af leið- andi á hæfileikana.“ Eins og hjá mörgum öðrum hófst ferillinn hjá Sigurði í bílskúr. „Ég byrjaði í Garðabænum fyrir um 45 ár- um, var með bílskúrsböndum, og eftir að mér var boðið í Ævintýri í kring- um 1970 varð ekki aftur snúið,“ segir tónlistarmaðurinn. Vakti athygli í London Á meðal annarra banda Sigurðar má nefna Svanfríði, Celcíus, Bruna- liðið, Íslenska kjötsúpu, Friðryk og Stórsveit Gunnars Þórðarsonar að ógleymdri sveitinni Change, sem gerði garðinn frægan í Bretlandi um miðjan áttunda áratuginn. „Þá vorum við langt komnir með að verða þekkt nafn í London,“ rifjar hann upp. „Við vorum eiginlega brautryðjendur, þegar við komum okkur á framfæri erlendis, fluttum til London og bjugg- um þar í tvö ár, fengum samning og komum fram í bresku sjónvarpi, en það vantaði herslumuninn. Ég held að það hafi verið mjög erfitt að vera Íslendingur þá og við vorum litnir hornauga.“ Sigurður er fótaaðgerðafræðingur eins og eiginkonan, Guðrún Svava Svavarsdóttir, og reka þau fótaað- gerðastofuna Fótatak á Laugavegi 163. Þau fluttu til Danmerkur 1999 og opnuðu þar fótaaðgerðastofu. „Hún gekk mjög vel en síðan fluttum við aftur hingað í kreppuna, konan 2006 og ég 2008.“ Sigurður segir að það hafi verið mjög erfitt að byrja aftur í tónlistinni. „Það tók tíma að tengja saman hönd og haus, en þetta er allt orðið eðli- legra,“ segir hann. „Núna förum við að spýta í lófana, æfa mikið fyrir tón- leikana. Þetta er skorpuvinna.“ Sigurður kom fram með Svanfríði á tónleikum í Austurbæ 2012 og svo með Genesis-hópnum í Salnum í Kópavogi fyrir um ári. „Eftir að við tókum Austurbæ með stormi hefur þetta undið upp á sig,“ segir Sigurður og bætir við að fyrir utan tónleikana í Háskólabíói sé ekkert ákveðið með framhaldið á tónlistarsviðinu. „Ég tek bara eitt verkefni fyrir í einu,“ segir hann. Sigurður trommar á ný  Undirbýr með öðrum tónleika í Háskólabíói Morgunblaðið/Eggert Traustur Sigurður Karlsson, fótaaðgerðafræðingur og trommari með meiru, á fótaaðgerðastofunni í gær. Trommarinn Sigurður Karlsson í bandinu Svanfríði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.