Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
HAFNARFJÖRÐUR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
Hellisgerði heitir skrúðgarður
Hafnfirðinga en hann varð til árið
1922 fyrir tilstuðlan Málfunda-
félagsins Magna. Þar leynist Álfa-
garðurinn, lítið fyrirtæki í eigu
hjónanna Ragnhildar Jónsdóttur og
Lárusar Vilhjálmssonar.
„Við erum með aðstöðu í litlu
gömlu húsi í garðinum en við köll-
um þetta upplýsingamiðstöð um
álfa,“ segir Ragnhildur kímin í
samtali við Morgunblaðið. „Þar er-
um við með listmuni og handverk
til sölu, ásamt bókum og borð-
spilum sem við höfum samið um
álfa og huldufólk og gefið út.“
Hinar svokölluðu álfagöngur eru
þó lykilhluti Álfagarðsins að sögn
Ragnhildar og hafa frá upphafi not-
ið mikilla vinsælda.
„Þá leiði ég fólk um Hellisgerði
og segi frá verunum sem hér búa.
Um auðugan garð er að gresja þar
sem hér má finna bæði álfakirkju
og huldufólkshöll. Alls staðar, um
allan heim, þar sem náttúran er
óskemmd, þar eru hulduverur af
einhverju tagi,“ segir Ragnhildur
og bætir við að í garðinum finnist
einnig óvenjulega sjaldgæf flóra.
Má þar finna tegundirnar skóg-
arbeyki, hrossakastaníu og dögl-
ingsvið á meðal annarra trjáa. Þá
þykir álfabyggðin þétt í garðinum.
„Hér er eiginlega hálfgerð álfa-
borg í miðjum bænum. Það er eitt-
hvað við þetta hraun sem bærinn er
byggður á, Búrfellshraunið, sem
laðar að sér þessar verur. Hérna í
gamla bænum er til að mynda mikið
af álfum sem búa í görðum hjá
fólki, eða kannski erum það við sem
búum í garðinum hjá þeim. Þau
voru jú hér á undan.“ sh@mbl.is
Huldufólkshöllin í
Hafnarfjarðarbæ
Morgunblaðið/Golli
Sumar Fjöldi álfa og huldufólks býr í Hellisgerði. Ragnhildur Jónsdóttir
hefur haft af þeim góð kynni og stofnaði hún Álfagarðinn sumarið 2011.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hverdagsleikinn og verkefni hans
geta verið púsluspil. Stundum er í
raun alveg full vinna að láta kapalinn
rekja sig; að koma strákunum í skól-
ann, sinna vinnu, fara í búð og aðra
snúninga og stilla útgjöldin þannig af
að endar nái saman. Og svo verður
fullorðið fólk, við hjónin, líka að finna
eða búa lausar stundir til eð eiga
saman. Það þurfa að vera eyður í
stundatöflunni,“ segir Hrafnhildur
Heiða Jónsdóttir í Hafnarfirði.
Afborganir eru brekka
Hið daglega líf er hér í brenni-
depli. Hjarta samfélagsins slær í út-
hverfunum og þar er framtíðin holdi
klædd, ungt barnafólk sem er að
skapa sér og sínum farsæla framtíð.
Þetta er á þeim bæjum þar sem vekj-
araklukkan glymur klukkan hálfsjö á
morgnana. Þá er ræs og dagurinn
bíður. Þéttskipuð dagskrá er fram-
undan.
Sjálfsagt þekkja allir þennan
takt í daglegu lífi. Og hér er gerð að
minnsta kosti tilraun til að fanga
„hvernig okkar lífi í þessu landi/ er
lifað og í raun og sann varið,“ eins og
Þórarinn Eldjárn orti.
Morgunblaðið/Kristinn
Lestur Heimanám er samvinna og hér eru þau Hrafnhildur Heiða og Kristófer Andri í bókunum að læra að kveða að.
Fullorðna fólkið þarf
eyður í stundatöfluna
Svipmynd úr venjulegu hversdagslífi fjölskyldu á Völlunum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Leiðrétting stjórnvalda á verð-
tryggðum húsnæðislánum hefur
skapað mörgum svigrúm til að geta
til dæmis stækkað við sig húsnæði
eða gert annað sem þarf,“ segir Ei-
ríkur Svanur Sigfússon, lögg. fast-
eignasali á Fast-
eignasölunni Ási
í Hafnarfirði.
„Ungt fólk sem
keypti sína
fyrstu eign
kannski á ár-
unum 2006 til
2008 og er komið
með börn er
stundum í þeirri
stöðu að þurfa að
stækka við sig.
Skuldi það 20 til 25 milljónir króna
er algengt að það fái með leiðrétt-
ingunni lán sín niðurfærð um tvær
milljónir og tæmist annað eins úr
séreignarsjóðum. Með því getur
fólk kannski farið úr tveggja her-
bergja í þriggja til fjögurra her-
bergja eign.“
Bærinn er fullur af húsum,
sagði skáldið, og fólk er sífellt að
færa sig milli staða. „Árið fer vel af
stað og raunar hefur verið ágæt
hreyfing á markaðnum síðastliðin
tvö ár. Eðlilega hefur lítið verið
byggt frá 2008 og því er framboðið
á fjölbýlishúsaeignum orðið tilfinn-
anlega lítið. Það finnum við núna
þegar ungt fólk er að koma inn á
markaðinn með sínum fyrstu kaup-
um. Það skiptir ekki máli hvert
Nýtt svigrúm hefur
skapast á markaði
Miðbæjarlífið er aðdráttarafl bæjarins
Morgunblaðið/Eggert
Fasteignir Gömul hús í hrauninu. Eiríkur Svanur
SigfússonÞegar þú vilt njóta hins besta
– steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555