Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 35
Þar starfaði Ragna í kaffiverk-
smiðju. Þau fluttu síðan til Jótlands
1983 þar sem Ragna vann á tann-
læknastofu og var síðan dagmóðir
með fimm börn í vistun. Þau fluttu
heim í árslok 1986 og Ragna vann
við bókhald og verslunarstörf, starf-
aði hjá PWC, Fóðurverksmiðjunni
Laxá en er nú skrifstofustjóri hjá
Stórholti-Toyota á Akureyri. Hún
hefur sótt ýmis starfstengd nám-
skeið, nú síðast fjarnám frá Bifröst.
Ragna var virk í foreldrastarfi hjá
KA og Skíðafélagi Akureyrar á ár-
um áður.
Áhugamál Rögnu snúast um
hreyfingu og útivist, hollan mat og
prjónaskap en fyrst og síðan um fjöl-
skylduna og barnabörnin: „Ég hef
gengið á Esjuna, Súlur, Kaldbak,
Þingmannaleið, Bíldsársskarð,
Hvannadalshnjúk, Tindana 7 sem
eru í Glerárdalshringnum og á fleiri
skemmtilega staði. Ég fór með 10
vinkonum í göngu um Berninafjöllin
auk þess sem við höfum bæði gengið
og hjólað saman hér heima.
Ég hef lengi notað reiðhjólið sem
fararskjóta til og frá vinnu og til
ferðalaga, innanlands og utan. Má
þar nefna frábæra ferð um Mósel-
dalinn ásamt eiginmanni, systur
minni og mági. Við hjólum oft til
Dalvíkur og víðar um Eyjafjörðinn.
Ég hef gaman af gönguskíðum en
vil þá gjarnan hefja og enda ferðina
á skíðunum heima við hús. Við hjón-
in eigum svo húsbíl og höfum farið
margar ferðir á honum um landið en
þá eru hjólin höfð með í för.
Við höfum haft barnabörnin hjá
okkur eina viku á ári, nánast frá
fæðingu þeirra, og þá án foreldr-
anna. Þetta eru sannkallaðar sælu-
vikur en þá er farið í sund og í menn-
ingar- og gönguferðir sem oft eru
endalaus uppspretta ævintýra og
fræðslu.
Fjölskylda
Ragna giftist 26.12. 1973 Jóhanni
Gunnari Jóhannssyni, f. 9.1. 1954,
bifvélavirkja, tæknifræðingi og
plastbátasmið. Foreldrar hans: Guð-
rún Halldórsdóttir Aspar, f. 2.1.
1922, d. 25.7. 2014, húsfreyja, og Jó-
hann Júlíus Kristinsson f: 30.7. 1921,
d. 21.11. 2004, framkvæmdastjóri.
Börn Rögnu og Jóhanns Gunnars
eru Ragna Kristín, f. 27.5. 1975, við-
skiptafræðingur hjá ATP í Dan-
mörku en maður hennar er Hlynur
Tómasson, MBA, vinnur hjá Otacon
og eru börn hennar Baldur Kári, f.
2000, Gunnar Tómas f. 2002, og
Kristín Eva, f. 2009; og Egill, f. 9.6.
1982, iðnaðarverkfræðingur hjá HS
orku á Íslandi, búsettur á höfuð-
borgarsvæðinu og eru tvíburadætur
hans Njála Rún og Agla Rut, 2006.
Systkini Rögnu eru Oddur Árna-
son, f. 11.4. 1941, prentari á Akur-
eyri; Sigfríð Erla Ragnarsdóttir, f.
28.7.1943, húsfreyja á Egilsstöðum;
Jón Þorsteins Ragnarsson, f. 16.6.
1946, verkamaður á Akureyri; Úlfar
Ragnarsson, f. 27.12. 1949, húsa-
smiður á Akureyri; Anna Ragnars-
dóttir, f. 28.3.1952, skógarbóndi í
Skagafirði; Sigríður Ragnarsdóttir,
f. 16.3. 1958, stuðningsfulltrúi á Ak-
ureyri, og Guðbjörg Inga Ragnars-
dóttir, f. 18.8. 1959, skrifstofumaður
á Dalvík.
Foreldrar Rögnu voru Guðrún
Oddsdóttir, f. 27.3. 1918, d. 28.3.
1995, húsfreyja, og Ragnar Stefáns-
son, f. 1.5. 1923, d. 20.4. 2007, bif-
reiðastjóri hjá Rafveitu Akureyrar.
Úr frændgarði Rögnu Óskar Ragnarsdóttur
Ragna Ósk
Ragnarsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
húsfr. í Tröllatungu
Jón Jónsson
form., söðlasm. og b í
Bolungarvík og í Tröllatungu
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. og b í Hlíð og á Glerá
Oddur Lýðsson
hreppstj. og b. í Hlíð í Strandas. og á Glerá við
Akureyri
Guðrún Oddsdóttir
frá Glerá, húsmóðir Akureyri
Anna Magnúsdóttir
húsfr. í Skriðinsenni
Lýður Jónsson
b., hreppstj. og oddviti í Skriðinsenni í
Strandasýslu
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfr. á Végeirsstöðum
Kristján Sigurðsson
b. og hagleiksmaður á
Végeirsstöðum
Sigríður Friðrika Kristjánsdóttir
húsfr. á Akureyri
Stefán Marinó Steinþórsson
landspóstur og b. á Akureyri
Ragnar Stefánsson
bifreiðastj. á Akureyri
Helga Stefánsdóttir
húsfr. á Hömrum
Steinþór Þorsteinsson
b. á Hömrum við Akureyri
Á toppnum Hér er Ragna með
ferðafélögum á Hvannadalshnjúki.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Ólafur Magnússon, bóndi oghreppstjóri á Sveinsstöðumí Sveinsstaðahreppi í
Húnavatnssýslu, fæddist þar á bæ
fyrir einni öld. Foreldrar hans
voru Magnús Jónsson, hreppstjóri,
og Jónsína Jónsdóttir, frá Hrísa-
koti á Vatnsnesi.
Magnús var sonur Jóns á
Sveinsstöðum Ólafssonar, dbrm.
Jónssonar, af Bólstaðarhlíðarætt.
Allir voru þeir bændur á Sveins-
stöðum. Ólafur, nú bóndi þar, son-
arsonur Ólafs, er sá sjötti í beinan
karllegg frá 1844.
Ólafur átti fimm systkini en
meðal þeirra var Jón Magnússon,
lengi fréttastjóri ríkisútvarpsins.
Eiginkona Ólafs var Hallbera,
dóttir Eiríks Ásmundssonar, sjó-
manns á Helgastöðum á Stokks-
eyri, og Guðbjargar Jónsdóttur.
Börn Ólafs og Hallberu eru
Gyða, húsfreyja í Hafnarfirði;
Magnús, fyrrv. bóndi á Sveins-
stöðum; Ásrún, kennari í Reykja-
vík; Þórdís, skrifstofumaður í
Hafnarfirði; Jónsína, sjúkraliði á
Akranesi, og Eiríkur, bæjarritari í
Borgarnesi.
Ólafur ólst upp á Sveinsstöðum,
lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri
1937 og tók við búi á Sveinsstöðum
1943. Hann sat í hreppsnefnd
1938-58, var hreppstjóri 1942-85,
sat í stjórn Sölufélags Austur-
Húnvetninga 1956-72, var stjórn-
arformaður Kaupfélags Húnvetn-
inga 1972-81, sat í stjórn Veiði-
félags Vatnsdalsár 1943-87, þar af
formaður frá 1978, var formaður
sóknarnefndar Þingeyrasóknar,
umboðsmaður skattstjóra og end-
urskoðandi ýmissa félaga og fé-
lagasamtaka.
Í minningarorðum um Ólaf sagði
sr. Stína Gísladóttir: „Fáum hefur
verið falin ábyrgð í stjórnum og
nefndum á jafn mörgum sviðum og
Ólafi. Rólegt og hógvært viðmót
hans skapaði honum einstakt
traust. Hann bjó yfir bæði ábyrgð-
arkennd og áhuga, svo hann skor-
aðist ekki undan, heldur leit á
hlutverkin sem skyldustörf“.
Ólafur lést 23.8. 1991.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Magnússon
95 ára
Jón Þ. Sigurðsson
90 ára
Ásgeir Björnsson
Jóhanna Elíasdóttir
85 ára
Helga Anna Guðjónsdóttir
Kristján J. Wendel
Ólöf Friðjónsdóttir
80 ára
Guðný Halldóra Jónsdóttir
Hulda Þormar
Nanna Guðmundsdóttir
Reimar Charlesson
Sigríður Lýðsdóttir
Sigrún Þorgeirsdóttir
Snæbjörn Þ.
Snæbjörnsson
75 ára
Dagný A. Vernharðsdóttir
Edda Arnholtz
Jóhann B. Samper
Jón Hallgríms Þórarinsson
Jón Hjaltason
Magnea Magnúsdóttir
María I. Hagalínsdóttir
Unnbjörg E.
Sigurjónsdóttir
70 ára
Auðbjörg Jónsdóttir
Benedikt G. Sigurðsson
Björk Kristófersdóttir
Bryndís Gísladóttir
Edvard Pétur Ólafsson
Guðjóna Benediktsdóttir
Hafdís Knudsen
Hinrik L. Hinriksson
Kristín Garðarsdóttir
60 ára
Arndís Gísladóttir
Björgvin Pálsson
Jakob Skafti Magnússon
Jóhanna S. Óskarsdóttir
Jóhannes Pálmi Hinriksson
Jón Sigurðsson
Kristján Már
Hannibalsson
María K. Hermundsdóttir
Rósa Ólöf Ólafíudóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Valdimar H. Sigþórsson
Þórður Ragnarsson
50 ára
Alda Stefánsdóttir
Ása Björk Stefánsdóttir
Elentínus Sverrisson
Elísabet Anna Grytvik
Guðlaugur Valgarðsson
Hulda Dagmar Lárusdóttir
Jón Lárus Helgason
Kristín Jónsdóttir
Linda Stefánsdóttir
Soffía Waag Árnadóttir
40 ára
Ari Hermann Oddsson
Drífa Þöll Arnardóttir
Elísabet H. Sigurjónsdóttir
Eva Steinunn Sveinsdóttir
Guðmundur Jón Fróðason
Hrund E. Guðmundsdóttir
Margrét Arnardóttir
Margrét Ó. Richardsdóttir
30 ára
Alfreð Brynjar Kristinsson
Benedikt Víðisson
Bjarni Bjarnason
Davíð Örn Jónsson
Gísli Einar Ragnarsson
Gunnar Gíslason
Gunnar Þór Pálsson
Hulda Hrund Jónasdóttir
Inga Lára Björnsdóttir
Karen Sveinsdóttir
Ólafur Páll Johnson
Rebekka Óskarsdóttir
Sigurður Ingi Einarsson
Steingrímur E Jónsson
Til hamingju með daginn
30 ára Tinna ólst upp í
Reykjavík og er að ljúka
um þessar mundir BS-
prófi í bakarastjórnun við
National Bakery School í
London.
Maki: Halldór Þór Helga-
son, f. 1985, starfsmaður
hjá Vodafone.
Foreldrar: Svava Kristín
Þorkelsdóttir, f. 1959,
hjúkrunarfræðingur, og
Halldór Þorgeirsson, f.
1960, kvikmyndagerðar-
maður.
Tinna Björk
Halldórsdóttir
30 ára Snævar ólst upp á
Siglufirði, býr í Reykjavík
og stundar nám í guð-
fræði við HÍ.
Maki: Ása Þórhildur
Þórðardóttir, f. 1985, lög-
fræðingur.
Dóttir: Arnfríður María
Snævarsdóttir, f. 2013.
Foreldrar: Jón Andrés
Hinriksson, f. 1958, úti-
bússtjóri Olís, og J. Brynja
Gísladóttir, f. 1947, hús-
freyja. Þau búa á Siglu-
firði.
Snævar Jón
Andrésson
30 ára Stefanía ólst upp
á Sauðárkróki, býr í Kópa-
vogi, lauk BA-prófi í mark-
aðsfræði frá IED í Barce-
lona, starfar hjá Netgíró
en er í fæðingarorlofi.
Sonur: Ríkharður Björg-
vin Vilhelmsson, f. 2014.
Foreldrar: Margrét Björg
Pétursdóttir, f. 1957, hár-
greiðslumeistari, og
Björgvin Margeir Guð-
mundsson, f. 1954, raf-
virki hjá Rarik. Þau búa á
Sauðárkróki.
Stefanía Fanney
Björgvinsdóttir
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Hágæða flísar frá Ítalíu
60 x 60 cm