Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Þeir í Samfylkingunni virðasteiga einhverjar óuppgerðar sakir við Jón Sigurðsson. Þá er ekki átt við þann sem lengi hefur verið innsti koppur í búrinu á þeim bæ, heldur Jón, sóma Íslands, sverð þess og skjöld.    Jóhanna Sigurð-ardóttir til- kynnti óvænt á Austurvelli, á fæð- ingardegi Jóns, færslu fæðingar- staðar hans á milli fjarða. Skýring var ekki gefin, en hún talin tengjast nýjum reglum um útreikn- ing húsaleigubóta.    Nú leggur DagurB. Eggertsson til að 17. júní þessa árs verði hald- inn hátíðlegur 19. júní. Dagur und- irstrikar að sá dagur sé ekki valinn af því að hann, þ.e. Dagur með stórum staf, eigi sjálfur afmæli hinn 19. júní en ekki 17. júní, eins og Jón. Það sé hrein tilviljun. Skýr- ingin á því að færa verði til 204. af- mælisdag Jóns Sigurðssonar virðist vera tilfallandi pópúlismi sem þarf að nudda sér utan í með þessum ný- stárlega hætti.    Samfylkingin hefur bitið það í sigað Ísland sé glatað verði ekki drýgstum hluta fullveldis þess fórn- að fyrir aðild að ESB. Getur verið að pirringurinn út í Jón Sigurðsson sé vegna eftirfarandi orða hans:    Sérhverri þjóð vegnar vel semhefur lag á að sjá kosti lands síns“. Getur það verið?    En má þá ekki til sátta biðja þauDag og Jóhönnu að syngja Jóni Sigurðssyni afmælissöng hinn 18. júní nk. í hlutlausum firði, að eigin vali, austan lands eða vestan? Dagur B. Eggertsson Fæðingarstaður þá fæðingarDagur nú STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 21.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 1 léttskýjað Akureyri -2 léttskýjað Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 5 skýjað Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -5 skýjað Lúxemborg 1 skýjað Brussel 1 heiðskírt Dublin 5 skýjað Glasgow 0 þoka London 2 skýjað París 2 alskýjað Amsterdam 1 heiðskírt Hamborg -2 þoka Berlín 1 skýjað Vín 3 alskýjað Moskva -12 þoka Algarve 12 skýjað Madríd 6 léttskýjað Barcelona 8 léttskýjað Mallorca 8 skúrir Róm 11 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -16 skýjað Montreal -16 léttskýjað New York -1 skýjað Chicago 1 alskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:38 16:42 ÍSAFJÖRÐUR 11:05 16:24 SIGLUFJÖRÐUR 10:49 16:06 DJÚPIVOGUR 10:13 16:06 Yfirborð Láxár í Aðaldal hefur hækkað nokkuð vegna klakastíflna neðan Laxárvirkjunar. Áhrifa þess gætir einna helst þegar vatn flæðir vestur um Aðaldalshraun og vestur að Garðsnúp. Að sögn Harðar Jónassonar, vegfaranda sem átti leið hjá bæjunum Tjörn og Garði, sem liggja við ána, er yfirborðið einungis um 35 sentimetrum frá veg- brún á þjóðvegi 85 sem liggur þar um. Eitt ræsi hleypir vatni undir veginn og telur Hörður að brýnt sé að setja annað ræsi þar undir til þess að koma í veg fyrir tjón á veginum. „Núna eru góð veður og engin úrkoma en það getur allt flætt ef stórhríð verður,“ segir Hörður. Hann segir að fordæmi séu fyrir því að vatn fari yfir veginn við slíkar aðstæður. „Ef vegurinn lokast er aðeins ein leið milli Akureyrar og Húsa- víkur, þ.e. um Reykjadal og Fljótsheiði,“ segir Hörður og bendir á að sú leið sé gjarnan ófær að vetri til. Að auki sé hætt við því að drjúgt flóð gæti valdið stórtjóni á veginum sjálfum. vidar@mbl.is Yfirborðið nærri vegbrún vegna klakastíflna Ljösmynd/Hörður Jónasson Laxá í Aðaldal Yfirborð árinnar hefur hækkað nokkuð vegna klakastíflna. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti samhljóða sameiginlega bók- un þar sem Strætó Bs. er hvatt til þess að endurskoða starfsmanna- stefnu sína í ljósi uppsagna starfs- manna. „Í ljósi frétta af upp- sögnum starfs- manna Strætó Bs. við yfirfærslu akstursþjónustu fatlaðs fólks áréttar bæjar- stjórn Hafnar- fjarðar mikilvægi þess að hæfileik- ar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður. Sérstaklega er brýnt að sveitarfélög og fyrirtæki í eigu þeirra fari fram með góðu fordæmi í atvinnumálum fatlaðs fólks og setji sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, með- al annars með því að tryggja fram- boð starfa sem henta fólki með skerta starfsgetu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til stjórnar Strætó Bs. að hún taki til endurskoðunar starfsmanna- stefnu fyrirtækisins og láti fara fram heildstæða endurskoðun á starfsemi þess, þjónustu og fyrirkomulagi starfsmannamála, með það að mark- miði að tryggja að ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks séu uppfyllt,“ segir þar. Þjónustan verði ekki dýrari Fram kom tillaga á fundi bæjar- stjórnar í gær þess efnis að gjöld fatlaðs fólks sem nýtir sér aksturs- þjónustu Strætó verði ekki í neinum tilvikum dýrari en þjónusta hefð- bundinna strætisvagna. „Notendum akstursþjónustunnar gefist þar af leiðandi kostur á að kaupa tímabils- kort og ferðast út á þau eins oft og þeir þurfa og kæra sig um, líkt og gildir um aðra notendur almenn- ingssamgangna á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir í tillögunni. Afgreiðslu hennar var frestað og hún send til umfjöllunar í fjölskylduráði. Skora á strætó að endurskoða stefnu  Samhljóða bókun bæjarstjórnar Hafnarfjörður Bókunin var sam- þykkt samhljóða. Ragna Bjarnadóttir andaðist á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni hinn 20. janúar 2015. Ragna var eiginkona Ólafs G. Einarssonar, fyrrverandi ráðherra og forseta alþingis. Ragna fæddist á Patreksfirði 21. nóv- ember 1931. For- eldrar hennar voru hjónin Bjarni Bjarna- son söðlasmiður, fæddur á Skerðings- stöðum í Dalasýslu, og Guðfinna Guðna- dóttir, fædd í Skálmholtshrauni í Árnessýslu. Ragna átti fjögur al- systkini og tvö hálfsystkini og var yngst í þeim hópi. Ragna stundaði nám við barna- skólann á Patreksfirði, síðan var hún tvo vetur við nám í Lauga- skóla í Reykjadal og svo einn vet- ur við Húsmæðraskólann á Ísa- firði. Hún vann á Raforkumálaskrif- stofunni fyrstu hjúskaparárin, síðan var hún einkaritari dr. Benjamíns Eiríkssonar, banka- stjóra Framkvæmdabankans, um nokkurra ára skeið. Eftir það starfaði hún á skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði nokkur ár. Hún lauk svo sín- um starfsferli utan heimilis sem starfs- maður á Bókasafni Garðabæjar. Ragna og Ólafur gengu í hjónaband hinn 24. desember 1955 í Akureyrar- kirkju. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau hjón í Reykjavík. Árið 1963 fluttu þau á Stekkjar- flöt 14 í Garðabæ, þá Garða- hreppi, en þar var Ólafur sveit- arstjóri 1960-1972, síðan oddviti og forseti bæjarstjórnar til 1978. Þar átti Ragna sitt lögheimili alla tíð frá 1963. Hún dvaldi á Sóltúni frá 17. maí 2005 og til dánardags, eða tæp 10 ár, en hafði áður dvalið um hálfs árs skeið á Grensásdeild eftir að hún fékk heilablæðingu 2004. Ragna skilur eftir sig eigin- mann, dóttur og þrjú barnabörn. Andlát Ragna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.