Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 3
REYKJALUNDUR
6. ÁRG. ÚTGEFANDI SAMBAND ÍSLENZKRA BERKLASJÚKLINGA 1952
Ritnefnd: Maríus Helgason, Júlíus Baldvinsson, Ölafur Jóhannesson, Jóhannes Arason, Kjartan Guðnason.
Gunnar Ármannsson, Guðmundur Löve. — Ábyrgðarmaður: Guðmundur Löve.
INCÓLFSPRENT
Avnrp.
Góðir íslendingar.
Samband islenzkra berltlasjúklinga hefur síðastliðin átta úr unnið að byggmgu Reykja-
lundar, og verkinu miðað vel fram að almanna dómi.
Þjóðin öll, almenningur sem stjórnaruöld, hafa stutt starfsemi sambandsins af ríkri öðlings-
lund og jafnan haft hinn gleggsta skilning á málefnum pess. Fyrir þessa mikilsverðu aðstoð
slendur sambandið i stórri þakkarskuld og vill kapþkosta að verða hennar verðugt framvegis.
Margir hafa þá skoðun að verkefni S. í. B. S. sé senn lokið. Sumir halda jafnvel að eigi
vanti mikið á að Reykjalundur sé fullbyggður og berklaveikin brátt yfirstigin. Þvi miður er svo
eigi. Hœfilegt húsrúm fyrir iðju vistmanna er ekki fyrir hendi og berklaveikin ósigruð, þótl
likur bendi til að hún sé bráðlega úr sögunni sem hœttulegur þjóðarsjúkdómur hér á landi.
Margt er þvi ógert að Reykjalundi og enn vantar mikið á, að hann fullneegi þeim kröfum. setn
til hans eru gerðar. Bygging fyrsta vinnuskálans er þó vel á veg kotnin, en þrír samskonar
skálar óbyggðir. Einnig er enn eftir að reisa gróðurhús, koma upþ tnyndarlegu kúabúi og
fegra umhverfi staðarins, svo dreþið sé á nokkur liöfuðverkefni, setn óleyst eru og sem sam-
bandið hefur einsett sér að fratnkvœma, án mikilla tafa og i náinni framtið.
Fulltrúar á siðasta þingi S. í. B. S., sem haldið var að Kristnesi siðastliðið sumar, voru
ullir á einu máli að halda beri áfram byggingaframkvœmdum að Reykjalundi, af sama
kapþi og áður og með samstilltum kröftum ryðja úr vegi öllum Itindrunum, setn á veg
þeirra kunna að leggjast, hvort setn þœr stafa af fjárskorti eða blendinni trú á sigur-
mátt fagurra hugsjóna. Fulltrúar þingsins að Kristnesi játuðu allir sem einn þá trú, að
sá er fcerist tnikið i fang, af verkefnutn til þjóðarheilla, geti vœnst ahnennrar samúðar
og mikillar hjálpar. Þeir trúðu þvi einnig að sá sem i hverjum manni sér trúan samherja,
að fratnkvcetnd góðra tnála, verði sjaldan vonsvikinn. Þannig var hugur og trú fulltrúanna,
er þeir samþykktu að ráðast i dýrar framkvœmdir við litil efni. En trúin var grundvölluð á
reynslu og langri og góðti satnvinnu við duglega, hugrakka þjóð, gcedda tnikilli öðlingslund
og satnúð með farlarna samborgurum.
Samband íslenzkra berklasjúklinga vill biðja islenzku þjóðina að líta ekki á starf
þess sem nauðsynlega hjálp við takmarkaðan flokk bérklasjúklinga eingöngu og stuðning
við heilbrigðisyfirvöld landsins i baráltunni gegn þeitn sjúkdómi. Sambandið biður þjóð-
ina að 'lita á starfið á viðari grundvelli, sjá það sem uþphaf að nýrri slefnu i félagsmálutn,
er hefur það markrnið að búa svo i haginn að allir öryrkjar geti séð sjálfum sér farborða,
breyta styrkþegum i slialtgreiðendur og fylla með starfsgleði liið ömurlega tóm i huga hins
iðjulausa öryrkja.
S. í. B. S. biður þjóðina að leggja þessari gcefulegu stefnu lið og láta satnbandið njóta
hennar á tneðan það eill hefur framkvcemd hennar tneð höndutn. Láta það njóta stuðningsins,
þar til aðrir yœnlegri iaka forystuna i þyi þjóðþrifamáli, ef svo vill verkast.
Maríus Helgason. Þórður Benediktsson. Björn Guðmundsson. Oddur Ólafsson.
Asberg Jóhannesson. Brvnjólfur Einarsson. Gunnar Ármannsson.