Reykjalundur - 01.06.1952, Side 8
tók mér ljúfmannlega, eins og hann var
drengur til, af því að við áttum í þessu máli
sameiginlegar kenndir og sama skilning.
Stofnun Heilsuhælisfélags Norðurlands.
Eins og að framan var rakið, hlaut ráða-
gerðin um stofnun Heilsuhælisfélags á Norð-
urlandi þegar hinar beztu undirtektir allra
dugandi manna og félagssamtaka, og eftir
nokkurn undirbúning var, samkvæmt fund-
arboði borgara í bænum, haldinn stofnfund-
ur Heilsuhælisfélags Norðurlands 22. febrú-
ar 1925 í Samkomuhúsi bæjarins. Steingrím-
ur Jónsson bæjarfógeti setti fundinn og gaf
síðan orðið Jónasi Þorbergssyni, sem hafði
verið falið að reifa málið og leggja það fyr-
ir fundinn. Að erindi hans loknu var gengið
til atkvæða um það, hvort félagið skyldi
stofnað, og var það samþykkt nær einróma.
Var þá gengið með lista um fundarsalinn,
og létu menn skrá sig í félagið. Urðu félags-
menn þegar á fundinum 340. Að því búnu
var Steingrímur bæjarfógeti kosinn fundar-
stjóri með lófataki. Þá var lagt fram og rætt
frumvarp til laga fyrir félagið, og náði það
samþykki með lítilli breytingu. Því næst var
gengið til kosninga, og voru kosin í stjórn
félagsins: Ragnar Olafsson formaður, Böðv-
ar Bjarkan féhirðir og Kristbjörg Jónatans-
dóttir ritari. I framkvæmdanefnd félagsins
voru kjörin: Anna Magnúsdóttir, Hallgrím-
ur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergs-
son, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsson
og Vilhjálmur Þór. Stjórn og framkvæmda-
nefnd hófu starf þegar næsta dag og gáfu
út ýtarlegt ávarp til Norðlendinga (sjá Dag
26. febr. 1925). Deildir í félaginu voru stofn-
aðar víðs vegar og fjársöfnun hafin um land
allt. Formanni félagsins var þegar falið að
setja sig í samband við húsameistara ríkis-
ins og ríkisstjórnina um stuðning við málið
og þess farið á leit, að húsameistari kæmi
norður til undirbúnings málinu. Ennfremur
var ákveðið að senda Alþingi rökstutt er-
indi um málið og fara þess á leit, að ríkið
legði fram fé að hálfu á móti framlögum
almennings.
Milliþinganefndin frá 1919.
Til þess að ljóst megi verða, hversu mikl-
ir örðugleikar risu fram undan við stofnun
Heilsuhælisfélagsins, verður ekki hjá því
komizt að hverfa til baka og rekja að nýju
eldri drög. Eins og' að framan var ritað, var
skipuð milliþinganefnd í berklavarnamálum
árið 1919 eða ári síðar en fyrst var hafizt
handa norðanlands í heilsuhælismálinu á
aðalfundi norðlenzkra kvenna. Höfðu þá
þegar safnazt tugir þúsunda í Heilsuhælis-
sjóðinn. Eigi að síður lauk nefndin störfum
án þess að veita þessari áhugaöldu norðan-
lands og sérstökum þörfum Norðlendinga
verulegan gaum. A það ber að líta, að ný-
lega var skollin yfir mikil fjárhagskreppa,
enda urðu tillögur nefndarinnar um úrlausn-
ir í mikilli ósamsvörun við hinn stórbrotna
tilgang berklavarnalaganna. Tillögur nefnd-
arinnar voru meðal annars þær, að reist yrðu
eða leigð einskonar biðskýli fyrir berkla-
veika menn, sem biðu þess að komast á
Vífilsstaðahæli eða í gröfina. Langmyndar-
legasta biðskýlið af þessu tagi átti að vera
á Akureyri og rúma 12—15 menn, en berkla-
sjúklingar í héraðinu voru árið 1924 sam-
kvæmt áðursögðu, 119. Magnús Pétursson
læknir gat þess þó í ágreiningsorði í nefnd-
arálitinu, að hann teldi ófært að ganga fram
hjá einróma kröfum Norðlendinga, því að
þeir mundu vera því kunnugastir, hvar skór-
inn kreppti. Vildi hann leysa vandræði Norð-
lendinga á þann hátt, að auka við sjúkra-
húsið á Akureyri, svo að þar mætti koma
fyrir deild berklasjúkra manna, er gæti
rúmað 28—30 sjúklinga. Ýmsar aðrar ófull-
nægjandi tillögur — og jafnvel fáránlegar
— voru þá uppi í málinu, eins og til dæmis
sú, að kaupa gróðrarstöðina á Akureyri og
gera íbúðarhúsið þar að sjúkrahúsi fyrir
berklaveika menn. Enn má geta þess til dæm-
is um það, hversu óvænlega virtist horfa,
að Guðm. Björnsson landlæknir, sem var
stórhuga maður og hafði beitt sér fyrir
stofnun Vífilsstaðahælis, taldi um þessar
mundir, að Norðlendingar mundu þurfa að
bíða eftir heilsuhæli sínu um þrjátíu ára
skeið, ef ekkert óvænt kæmi fyrir.
Reykjalundur
6