Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 9

Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 9
Þessar undirtektir valdamanna í málinu og dapurlegu horfur um úrlausnir, ef ekk- ert sérstakt yrði að gert, eggjuðu Norðlend- inga til átaka meira en nokkuð annað. Þess vegna reis áhugaalda þeirra svo hátt. Ur- tölur allar voru kveðnar niður og kröfur Norðlendinga, studdar framtaki og fórnfýsi þeirra sjálfra, urðu svo sterkar að þær voru ráðnar til framgangs. Enda varð þess þá skammt að bíða, að ýmsir ágætismenn í valdastöðum landsins veittu málinu stuðn- ing. Má þar sérstaklega nefna Guðmund Björnson landlækni, sem gerðist hinn öt- ulasti stuðningsmaður og áhugamaður í mál- inu. Var meðal annars stofnuð félagsdeild í Reykjavík með landlækni í broddi fylking- ar. Framkvæmdir. Vorið 1925 komu þeir norður, landlækn- irinn og húsameistari ríkisins, og var, að und- angenginni mikilli athugun, fyrirhuguðu heilsuhæli vahnn staður í Kristnesi. Fjár- söfnun var haldið ósleitilega áfram, og við árslok 1925 höfðu safnazt að nýju, greiddu fé og tryggum loforðum, um 110 þús. kr., og var þá sjóðurinn orðinn á þriðja hundrað þúsund kr. Akureyrarkaupstaður lagði fram 10 þús., Eyjafjarðarsýsla, Siglufjarðarkaup- staður, Skagafjarðarsýsla og Suður-Þingeyj- arsýsla 5 þús. kr. hver, Norður-Þingeyjar- sýsla 2500 kr. Stærstu einstakir gefendur voru: Ragnar Ólafsson með 10 þús. kr., Grundarbúið 10 þús. kr., Jakob Karlsson 5 þús., Jósef á Stórhóli og kona hans gáfu jörðina Hallgilsstaði, 5 þús. kr., Ingvar Guð- jónsson, Einar Stefánsson skipherra og kona hans og Magnús Aðalsteinsson frá Grund 1000 kr. hver o. s. frv. Eftir að ákveðið hafði verið með teikn- ingum stærð og fyrirkomulag hælisins, tjáðu þeir húsameistari ríkisins og landlæknir fé- lagsstjórninni, að gera mætti ráð fyrir, að kostnaður allur yrði ekki undir hálfri miljón króna, og varð því að gera áætlun um 250 þús. kr. framlag með almennum samskot- um, með jafnri upphæð frá ríkinu, samkvæmt áðursögðu. Á þingi var Jónas Jónsson, alþingismað- ur, ötulastur fylgismaður málsins, og Björn Líndal, þingmaður Akureyrar, fylgdi málinu fram. Málið átti nokkuð örðugt uppdráttar í þinginu. Mátti telja, að íhaldsflokkurinn, sem þá kallaði sig því nafni, stæði flokkslega á móti framgangi málsins, því aðeins þrír þingmenn úr þeim flokki, auk Björns Lín- dals, fylgdu málinu. Fjárveitingu var skipt niður á fleiri ár, en málið hlaut að lokum farsællegan endi. Haustið 1925 hófust framkvæmdir við framgröft á hælisgrunninum, og var hann að verulegu leyti unninn með ókeypis vinnu- framlögum, er metin voru sem framlag í sjóðinn. Stjórnaði framkvæmdarnefnd sjálf fyrstu vinnubrögðum. Steingrímur Jónsson, bæjarfógeti, lagði hornstein Kristneshælis 25. júní 1926 að við- stöddu fjölmenni. Byggingu hælisins var lok- ið haustið 1927, og var það vígt af heilbrigð- ismálaráðherra, Jónasi Jónssyni, 1. nóv. það ár. Niðurlag. Enda þótt hér hafi verið farið fljótt yfir sögu, leyfi ég mér að vona, að þetta stutta yfirlit um tildrög og sögu heilsuhælisstofn- unar á Norðurlandi megi þykja gagnleg heimild í sögu Kristneshælis, er hún kann síðar að verða skráð á fyllri hátt. HNEIKSLUNARKRUNK heiðarlegs manns. Á Borginni sat ég að sumbli i lmöld — ég sit þar að jafnaði einn —, en állt i kringum mig eintómur skríll — af því ég þekkti ekki neinn. Manni getur þá gramizt allt, já, gramizt við sjálfan sig, að sitja innan um eintóman skril, — sem ekki kannast við mig. SVB. Reykjalundur 7

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.