Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 10

Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 10
Vilhjálmur Guðmundsson frá Skáholti er löngu landskunnur fyrir ljóð sín. Hann hefur gefið út þrjár Ijóðabækur, Næturljóð, Sól og menn og Vort daglega brauð, sem út hefur komið þrisvar sinnum. Vilhjálmtir er skáld alþýðunnar, tilfinningaríkur og stórhuga. — Bækur lians ltafa fengið góða dóma, og er lesendum Reykjalundar hér gefinn kostur á að kynna sér lítil- lega skáldskap hans. Herber^ið mitt. Allt fer svo hljótt, svo undurhljótt í skuggann, allt, sem að greiðir vegu mína um nætur, aðeins raunalegt hljóð er regnið strýkur gluggann, rétt eins og lítið vöggubarn, sem grætur. Herbergið mitt er hálft undir súð að norðan. A hillu við gluggann birtast menn og konur. Þar stendur hann þögull, en keikréttur með korðann, konungur vor og Danmarks lengsti sonur. Undir súðinni að norðan hangir ljótur listi. Léttfættar rottur tifa á bak við þilið. A borðinu stendur mynd af mér og Kristi, mönnunum, sem enginn hefur skilið. Hér vantar ofn og því er enginn ylur. O, hvað það gerir stundum mikinn baga. Hér hef ég lifað lífi þess, sem skilur lágfætta kind á beit í slæmum haga. Undir súðinni að norðan hangir ljótur listi. Léttfiðruð sængin hylur mína fætur. Herbergið mitt er hluti af mér og Kristi, hjarta, er slær í takt við allt, sem grætur. Herbergið mitt er hljóðlátt eins og kirkja, sem húkir um nóttu, prestslaus upp til dala. Hér mundi hverjum sælt að sitja og yrkja, satirisk ljóð um hænur, sem að gala. Beint fyrir utan litla, lága gluggann ljósmáluð þökin húmblæjurnar dekkja. Herbergið mitt er hafið inn í skuggann af hönd, sem hvorki ég né aðrir þekkja. 8 Rf.vkjai.undur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.