Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 13

Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 13
að svala sér á kúgaranum, klipu þeir hvor annan steinþegjandi. Svo tók nóttin við þeim. Það fór eins með hnossið í búðinni og krásirnar í borðstofunni, þar var ekkert tækifæri. Þessi rólegi kaupmaður virtist hafa auga á hverjum sínum feita fingri, þeir hefðu orðið að brjótast inn í sína eigin búð, ef þeir hefðu átt að ná nokkru. Og sendiferðirnar, hið eina, er líktist frelsi í þessari þrældóms- ævi, voru undir eftirliti með aðstoð klukku og síma. Þeir voru þó aldrei skammaðir, fengu ekkert tækifæri til að brúka kjaft eða ljúga. Staðreyndirnar voru látnar vitna gegn þeim, svo að þeir voru varnarlausir. — Það var augljóst, að þeir mundu verða hér að aumingjum. Fyrst í stað reyndu þeir að svíkjast um að koma heim á tilsettum tíma, þegar þeim var leyft að fara út á kvöldin, en frúin sýndi þeim fram á, með hógværð sinni, að þá yrði hún að afturkalla leyfið, ef slíkt end- urtæki sig. Og, ef satt skal segja, þá var allur gljái farinn af því að vera úti, í fötum, sem ekkert mátti sjá á. Og gamlir félagar hættu að viðurkenna þá og hæddu þá, en þeir þorðu ekki að gefa þeim á kjaftinn fyr- ir það og róluðu einmana um fjölfarnar göt- ur í þungu skapi. Það var lítill unaður í þessu lífi og þrátt fyrir hinn góða mat og hið hreina líferni, fitnuðu þeir ekki. Það var ofurlítill sólargeisli í tilveru þeirra, er þeim hugkvæmdist, hvernig þeir gætu stolið súkkulaði, án þess að upp kæmist. Tommi afgreiddi í búðinni þann dag, Grímsi var í sendiferðum. Eftir hvíslandi ráðstefnu um kvöldið var tillaga Grímsa samþykkt. Tommi kom súkkulaðinu fyrir í böggh með öðrum vörum, sem senda átti. Þaðan gat Grímsi náð því á leiðinni. Um kvöldið skyldi vera veizla. Allt fór sem skyldi. Grímsi faldi súkku- laðið undir sæng sinni. En, djöfull, maður. Það var engu líkara en þessi hjón hefðu yfir- náttúrlega heyrn og sjón. Um kvöldið, þeg- ar þeir fóru að hátta, stóð kristalsskál á borð- inu með súkkulaði í. Grímsi stökk að rúmi sínu. Það var ekki um að villast, það var þýfið, sem borið hafði verið svona fagurlega á borð fyrir þá. Þeir gátu ekki smakkað á því, bjuggu um það og komu því á sinn stað morguninn eftir. Hin gráa molla seig yfir þá á ný. Aldrei flugust þeir á af ótta við reglur hússins, Þeir hættu næstum að talast við, og gagnkvæm haturskennd náði tökum á þeim, eins og þeir kenndu hvor öðrum um þessi rauna- legu örlög. Srnátt og smátt samlöguðust þeir hinum nýju heimilissiðum, eða öllu heldur beygðu sig undir þá. Þeir gengu á sunnudögum prúð- búnir til kirkju með kaupmannshjónunum með þungbúnum helgisvip í kolsvartri van- máttarkvöl. Sambandi þeirra við fyrri kunn- ingja var gersamlega slitið. Það reiddi sig enginn á þá pilta til stórræða, sem urðu að vera komnir inn klukkan tíu og burstuðu í sér tennurnar. Innan múra heimihsins beið þeirra alls- konar afþreying í tómstundum: Utvarp og bækur, sem hvort tveggja verkaði á þá eins og svefnskammtar. Þá fengu þeir að leika skáktafl, sem þeim fannst frámunalega bjána- legt, einkum Tomma. Þú hefur gaman af að leika þér að djöf- ulsins trédúkkunum, særði hann Grímsa, er svaraði ekki ,en hataði þegjandi. Utivera þeirra var þeim kvöl, að undan- lvE’S KJALUNDUR 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.