Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 14

Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 14
teknu því, er þeir fengu leyfi til að synda, þá gátu þeir óhræddir reynt á raddböndin, og í krafti þess að vera lausir úr hinum rif- hættu fötum, flugust þeir á við alla, sem þeir náðu til og fyrirlitu allar aðfinnslur þar að lútandi. Kaupmaðurinn reyndi að vekja áhuga þeirra á kaupsýslu og metnað. Eitt sinn sagði hann við konu sína yfir borðum: Grímsi ætlar að verða mesti reiknings- haus, honum skeikar varla nú orðið. Það er gott, svaraði frúin ánægð, en Tommi minn hefur þá einhverja aðra kosti, hann er lipur við viðskiptamennina, fljótur í sendi- ferðum og sterkur. Þannig var þeim alltaf úthlutað jafnt. En þeir fóru hjá sér við hólið og fannst það niðurlæging ein að vera hrósað fyrir slíka hæfileika. Um kvöldið: Þú smjaðrar fyrir þessu hyski, sagði Tommi, búðarloka — oj .... En Grímsi gengdi honum ekki, og Tommi beit í sig illskuna og vildi ekki láta hann storka sér með þögninni, hann gat þagað sjálfur, var ekki upp á það kominn, að tala við þetta ræksni. Þöglin óx, hatrið magnaðist, það var eins og þeir væru hlekkjaðir saman og kenndu hvor öðrum um skerðingu frjálsræðisins. Frúin kallaði þá alltaf bræður. Hún virt- ist álíta, að þeir væru ákaflega samrýmdir. Það varð þeim að enn meira úlfúðarefni, en það fékk enga útrás, til þess lá siðmenning heimilisins of þungt á þeim, þeir bara þögou og fyrirlitu hvor annan. Eina nótt vaknaði kaupmaðurinn við það, að einhver var frammi í stofunni. Hann fór á fætur til að grennslast um það. Það var björt sumarnótt. Á miðju gólfinu stóð Grímsi á náttklæð- unum, náfölur, starandi galopnum augum. Hvað gengur að þér? spurði kaupmaður- inn vingjarnlega, en hálf órólegur. Drengurinn svaraði ekki, en starði á hann titrandi. Hvað gengur að þér? spurði kaupmaður- inn aftur hvatskeytlega. Hann — hann, stamaði drengurinn og saup hveljur — hann Tommi er orðinn vitlaus — hann situr um að drepa mig. Ég — ég verð að halda mér vakandi á nóttunni — annars ræðst hann á mig og drepur mig. Hvað ertu að segja? Hvaða bull er þetta? Það er alveg satt, hann er vitlaus og ætlar að drepa mig. Drengurinn hristist allur. Kaupmaðurinn var í vandræðum. Hann þorði varla að skipa stráknum í rúmið, út- lit hans var-svo viðsjárvert, kannski var hann orðinn geðveikur eins og móðirin. Hann var að hugsa um að láta hann sofa í stofunni til morguns og athuga síðan, hvað hægt væri að gera. En í því vindur Tommi sér inn úr dyr- um stofunnar. Sama útlitið var á honum og hatrið brann úr augum hans. Þú, þú, hvæsti hann að Grímsa og glennti sundur fingurna. Síðan sneri hann sér að kaupmanninum og reyndi að tala stillilega: Hann — hann er orðinn brjálaður og ætlar að drepa mig í svefni, ég — ég þori ekki að sofa fyrir honum. Kaupmanninum var nóg boðið. Voru báð- ir strákarnir búnir að missa vitið? Hafði hann það eitt fyrir mannúð sína, að sitja uppi með tvo brjálaða strákhvolpa? 12 Revkjai.undur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.