Reykjalundur - 01.06.1952, Page 16

Reykjalundur - 01.06.1952, Page 16
STEIN VIK: fvá störfum T. H. O. Samband norskra berklasjúklinga T. H. O., hagar baráttunni við berklaveikina í aðal- atriðum eins og gert er á íslandi. Við höfum þegar unnið mikið starf, en þó mest að Krókeide við Bergen. Þar höf- um við komið upp vinnuskóla fyrir berkla- sjúklinga og fer þar fram bóklegt og verk- legt iðnnám. Þá hefur sambandið einnig unnið mikið að því, að fá bæjar- og sveitarfélög til að tryggja fjárhagsafkomu hinna berklaveiku. Höfum við talið heppilegt að fá sveitarfélögin til að hefja slíka tryggingarstarfsemi, án þess að lagasetning kæmi til, og reyna að fá ríkið til að taka þær að sér síðar, ásamt þeim trygg- ingum, er það nú hefur með höndum. Þetta hefur ekki gengið eins vel og við höfðum vonað, því að sveitarfélög, sem fá hjálp úr skattskiptasjóðnum, fá ekki leyfi til að taka að sér slíkar tryggingar, en þau eru flest í Norður-Noregi, þar sem mest er um berkla- veiki og þörfin fyrir aðstoð mest. Hafa 120 sveitar- og bæjarfélög tekið upp þessar trygg- ingar og öll stuðzt við tillögur okkar. Vinnuskólinn að Krókeide tók til starfa árið 1946 og hafa 250 berklasjúklingar notið þar kennslu þau sex ár, er síðan eru liðin. Stjórn skólans fylgist vel með atvinnuhorf- um almennt og hagar kennslunni í samræmi við það. Nemendurnir eru því yfirleitt ör- uggir um vinnu, þegar þeir hverfa frá skól- anum til heimila sinna. í skólanum eru nú kenndar námsgreinar, sem ætla má að reyn- ist heppilegar í nokkur ár, án verulegra breytinga: Léttari vélsmíði, húsgagnasmíði ög viðgerðir á nýjustu tækjum bátaflotans. Hvert námskeið stendur yfir í tíu mánuði og eru tólf nemendur við nám hverju sinni. Námið er bóklegt og verklegt og að náms- tímanum loknum er nemandinn búinn að fá vinnuþjálfun, er gerir honum fært að hefja 14 starf á ný úti í lífinu. Kennslan fer öll fram í samráði við lækni og er vinnutíminn smá- aukinn og alltaf séð um, að nemandinn njóti nægilegrar hvíldar, í lok námskeiðsins er unninn fullur vinnutími. I Noregi eru flestar iðngreinar lokaðar ófaglærðum mönnum eins og á íslandi, en iðnaðarmenn hafa víðast hvar fallizt á að draga frá þeim, er stundað hafa 10 mánaða nám við vinnuskóla, allt að 18 mánuði venju- legs námstíma. Vélsmíðadeildin hefur verið starfrækt síð- astliðin tvö ár og aðsókn verið mikil, enda fá nemendurnir undirbúningsmenntun í flest- um greinum vélfræðinnar. Húsgagnasmíði hefur verið kennd frá stofnun skólans Kennslan í þeirri grein hefur breytzt mik- ið, í stað þess að kenna öllum á sama hátt, er nú reynt að finna hvaða smíði nemandan- um héntar bezt og hann hefur mestan áhuga fyrir og lögð áherzla á að kenna honum í samræmi við það. í skólanum var áður kennd útvarpsvirkjun en lögð niður og í stað- inn hafin kennsla í tækjaviðgerðum fyrir skipaflotann. Verkstæði skólans eru mjög vel búin tækj- um af fullkomnustu gerð. Árangurinn, sem náðst hefur, vekur mikla athygli þeirra, er áhuga hafa fyrir þeim málum. Reykjalundur hefur verið okkur fyrir- mynd og svo mun um fleiri lönd. Okkar stofnun hefur þó þróazt nokkuð á annan veg. Við vonum að norska ríkið taki að sér rekstur skólans, þótt hætt sé við að áhrifa okkar gæti þar ekki mikið eftir það. Samband berklasjúklinga í Noregi á mörg óleyst verkefni, en skólinn er okkur kostn- aðarsamur og hindrar, að við getum hafizt handa um að vinna að öðrum málum berkla- sjúklinganna, er bíða úrlausnar. Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.