Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 18

Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 18
vill í einstaka húsi í Keflavík, og sízt svo mikið, að fylla mætti með þeim körfu, þótt lítil væri. Þess má geta, að ég sá blómin svo vel, að ég þóttist geta greint daggar- dropana, sem glitruðu á þeim. Langar mig í lífshöll. Á fyrra hluta 19. aldar var í Hafnahreppi maður, sem Hafliði hét Guðmundsson. Var hann barnakennari um tíma og kenndi hann föður mínum, ásamt fleiri börnum á hans reki, bæði lestur, skrift og reikning; aðrar námsgreinir voru þá ekki kenndar. Hafliði var ókvæntur og búlaus, á meðan hann dvaldist í Höfnum, en hafðist við sem lausamaður í Kirkjuvogi. Eina nótt í júlímánuði vaknar Hafliði og gengur út. Var þetta laust eftir sólarupp- komu. Logn var og blíðviðri. Þá er Hafliði kemur vestur fyrir húshornið, sér hann, að Virkishóllinn opnast og út úr honum kem- ur mikill mannfjöldi. Sá hann brátt, að þetta var líkfylgd, og gengu tveir prestar á undan þeim, sem kistuna báru, en báðir voru prést- arnir í fullum skrúða. Jafnframt heyrði Haf- liði söng mikinn, og gat vel greint, að sung- inn var sálmurinn: Langar mig í lífshöll, leiðist mér heims ról o. s. frv. Horfði Hafliði undrandi á líkfylgd þessa, unz hún kom að Hjallhólnum. Þá opnaðist sá hóll einnig fyrir sjónum Hafliða, og hvarf öll líkfylgdin þangað inn. Virkishóllinn er hár hóll, sem stendur í Kirkjuvogstúninu, hér um bil 40 stikur frá Kotvogi, en Hjallhóllinn er á að gizka 200 stikur í norðaustur frá Virkishólnum. Hefur Hafliði því átt að horfa á sýn þessa allt að 10 mínútum. Heyrzt hefur, að Björn Brands- son, fyrrum bóndi í Kirkjuvogi, hafi nokkr- um árum síðar séð nákvæmlega hina sömu sýn og heyrt sunginn sama sálm. Þess má geta í sambandi við sögu þessa, að þá er Hákon heitinn Vilhjálmsson, óðals- bóndi í Kirkjuvogi, bjó þar, ætlaði hann eitt sinn að láta byggja vindmylnu uppi á Virkis- hólnum. Nóttina eftir að byrjað var að róta hólnum um, dreymir Hákon, að til hans kemur maður, stór og tígulegur, og biður hann að hætta mylnusmíðinni. Hákon var samt ekki alveg á því, að láta draumarugl aftra sér frá ákveðnu verki og lét halda áfram daginn eftir að grafa fyrir grunnstæði mylnunnar, eins og ekkert hefði ískorizt. Nóttina eftir kom sami maður til Hákonar aftur, og bað hann hins sama sem fyrr, og var þá sýnu þyngri á brún og alvarlegri en nóttina áður. En Hákon sat við sinn keip og lét hinn þriðja dag fara að hlaða mylnu- stæðið. En þó að Hákon væri enginn veifi- skati og óvanur því, að láta hlut sinn fyrir hinu raunverulega, hvað þá fyrir draumum einum, þá var honum þó nóg boðið þriðju nóttina, er sami maðurinn kom æðandi inn að rúmi hans, með reiddan hnefa, og sagði reiðulega: „Ef þú hættir ekki, Hákon, skal öllum máttarstoðum kippt undan Kirkjuvognum". Þar með var mylnusmíðinni á Virkis- hólnum lokið hjá Hákoni, og sjást þess glögg merki enn í dag, hvar mylnan átti að standa. (Frásögn Ólafs Kclilssonar, hreppstjóra frá Kalmanstjörn). Svikari nokkttr lézl vera forvitri og bauðst til að segja mönnum óorðna hluti. Bóndi nokkur kom til hans og langaði til að vita eitthvað um framtíðina. I>egar spákarlinn var búinn að segja honiint margt mjög ótrúlegt, ætlaði bóndinn að fara. „]>ér eigið eftir að borga!" hrópaði spákarlinn. „Ef þér væruð fonitri, mynduð þér hafa séð, að ég a'tlaði ekki að borga yður þettal" svaraði bóndinn og gekk leiðar sinnar. ★ A stjórnmálafundi var eitt sinu kastað steini að I.loyd George mcðan hann var að tala. Hann beygði sig, tók steininn upp og sagði: „I>etta eru einu rök andstaðinga vorra“. 16 Revkjai.undur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.