Reykjalundur - 01.06.1952, Side 21

Reykjalundur - 01.06.1952, Side 21
ODDUR ÓLAFSSON, yfirlceknir: Frá Islandi til Italíu. Þegar Ameríkumenn í lok febrúar þessa árs birtu blaðafregnir um nýtt undralyf gegn berklaveiki, vöktu þær að vonum mikla bjartsýni og óskipta athygli um heim allan. Þó voru mönnum ofarlega í huga ítrekaðar æsifregnir fyrri tíma um ný berklalyf, sem sjaldnast höfðu staðizt dóm reynslunnar. Af fyrstu fregnum varð þó ljóst, að nokkr- ir af helztu mönnum berklavarnanna í Bandaríkjunum höfðu látið hafa eftir sér svo jákvæð ummæli, að ólíklegt mátti teljast annað, en að hér væri um merka nýjung að ræða. Þar sem berklaveikin er útbreidd um allan heim, en framleiðsla nýrra lyfja venjulega hægfara fyrstu mánuðina, eða árin, var ekki óeðlilegt, að við óttuðumst, að alllangur tími mundi líða unz okkur tækist að fá þessi nýju lyf til notkunar. Skömmu eftir amerísku fregnunum barst fregn um það, að Italir hefðu hafið framleiðslu berklalyfsins og mundu gefa hingað ríflegan skammt til til- rauna. Þegar eftir að fregnin um hið nýja lyf barst hingað, voru gerðar allar hugsanlegar ráðstafanir til að fá það af yfirlækni Vífils- staða, berklayfirlækni og sambandsstjórn S. í. B. S., sem ákvað, að ég, sem um þetta leyti var á förum til Danmerkur, skyldi fara suður til Ítalíu og kynna mér árangur þeirra af notkun lyfsins og reyna að stuðla að af- greiðslu hingað eins fljótt og unnt væri. ★ Til Kaupmannahafnar kom ég með Gull- faxa kvöldið 17. marz, eftir notalega, stutta og viðburðasnauða ferð, eins og flestar flug- ferðir eru. Strax morguninn eftir fékk ég vitneskju um það hjá B. M. (S. í. B. S. Dan- merkur), að framleiðsla nýja berklalyfsins Revkjalundur Oddur Ólafsson. væri hafin í Danmörku. Framleiðslan var þó mjög óveruleg og hafði verið notuð nokkra daga handa örfáum fárveikum sjúklingum á stærsta hæli Kaupmannahafnar. Mér tókst að fá viðtal við forstjóra lyfjaverksmiðjunn- ar morguninn eftir. Var maðurinn mjög elskulegur í viðmóti, skyldi vel áhuga minn fyrir að fá lyfið og spurði margs frá Islandi. Hafði hann dvalið hér alllengi og taldi Is- landsveru sína eitt lærdómsríkasta skeið í sínu lífi. Lofaði hann mér því, að ef för mín til Sviss og Italíu bæri ekki tilætlaðan árang- ur, þá skyldi hann veita mér úrlausn, er ég kæmi að sunnan. Var ég nú vongóður um árangur farar minnar og hélt næsta dag flugleiðis til lyfjaverksmiðja Sviss. Hafði ég fregnað að stór lyfjaverksmiðja í Sviss væri önnum kafin við framleiðslu lyfsins. Hoffmann la Roche lyfjaverksmiðjan er ein af þrem stærstu lyfjaverksmiðjum í Sviss. Þar vinna 1500 manns, og um þetta leyti var unnið í vaktaskiptum, dag og nótt, að framleiðslu nýja berklalyfsins. Læknir sá, er ég náði sambandi við þarna, sýndi mér þetta merka verksmiðjubákn. Sýndi mér hvernig berklalyfið varð til og allan þann 19

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.