Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 22

Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 22
mikla hraða, er var á framleiðslu þess. Sagði hann mér, að fyrsta sendingin færi til Is- lands innan tveggja daga. Þar frétti ég einn- ig, að til þessarar verksmiðju streymdi nú fjöldi af læknum Norðurálfunnar, allir í þeim tilgangi að kynna sér og reyna að fá berklalyfið. Verksmiðjan kom mér fyrir sjón- ir eins og Keflavík á vetrarvertíð. Allir önnum kafnir, fólkið örþreytt. Efnafræð- ingarnir dröttuðust áfram uppgefnir og úr- vinda af svefnleysi. Það var metnaðarmál þessarar verksmiðju, að koma sem mestu af þessu lyfi á markaðinn á sem skemmstum tíma. Það tókst líka sannarlega, því að að- eins mánuði eftir að fregnin um lyfið og samsetningu þess kom frá Ameríku, gat þessi verksmiðja sent það á markað í Sviss, og í lok marz var það komið til Islands. Eftir að læknar Hoffman la Roche höfðu veitt mér alla þá fyrirgreiðslu, er þeir máttu, gefið mér upplýsingar um reynslu svissneskra hæla af lyfinu og og byrgt mig upp með ríflegum tilraunaskömmtum. Þá var takmarki mínu með dvölinni í Sviss náð. Ég hélt því með lest til endastöðvar fararinnar — Milano. Ég hafði að vissu leyti orðið fyrir von- brig'ðum í Sviss. Sviss er eins og allir vita, talið eitt fegursta land Evrópu. Þessa marz- daga voru Basel og Zurich drungalegir bæ- ir. Hryssingslegur næðingur með krapahríð, öklakrap og vatnslækir á götum minntu helzt á þá vetrardaga Reykjavíkur, þegar maður vill helzt halda sig innan dyra. Lestin brunaði suður á bóginn og innan stundar blasti við mér hin dásamlega feg- urð svissnesku Alpanna. Snævi þaktir tind- ar blöstu við.himin, brattar en grónar fjalls- hlíðarnar með býlum, þorpum og smábæj- um hangandi utan í klettasnösum, en í botni dalverpanna smávötn, sem spegluðu á töfr- andi hátt tindana, gróðurinn og bæina. Lest- in fetaði sig áfram hærra og hærra, unz komið var upp að snjólínu og gróður var nærri horfinn. Er minnst varði skauzt hún inn í hin löngu jarðgöng St. Gotthards- skarðsins og er aftur birti vorum við Italíu- megin við Alpana. Við námum staðar í smá- bæ litlu neðar og nú var andrúmsloftið breytt. Enginn kuldahryssingur, hlý vorgol- an lék um okkur yljandi og hressandi. Ut- sýnið og umhverfið allt heillandi, rétt er rökkrið var að skella á. I Milano er það lyfjaverksmiðjan Lepetit, sem framleiðir nýja berklalyfið. Umboðs- menn þess firma hér á landi, Stefán Thor- arensen & Co., höfðu látið mig hafa kynn- ingarbréf til Lepetit og' var því auðvelt að fá þar alla þá fyrirgreiðslu, er þeir gátu veitt. Hafði firmað skrá yfir þúsundir til- fella, er fengið höfðu lyfið í ítölskum hæl- um og var þar mikinn fróðleik að finna um áhrif þess, enda þótt notkunartíminn væri stuttur. Þetta ítalska firma hafði sýnt þá óvenjulegu rausn að gefa stóra tilrauna- skammta, til 50 landa víðsvegar um heim, og voru um þessar mundir að senda lyfið til íslands. Hafði ég mikla ánægju af að sjá hvernig þessar mjög svo þráðu töflur streymdu út úr töfluvélunum, voru sam- stundis settar í umbúðir, merktar „lækna- sýnishorn“, og sendar til fjarlægra landa. ★ Ég hafði mikinn hug á að sjá ítölsk hæli og fóru þeir Lepetit menn með mig í tvo slíka leiðangra. Fyrst fóru þeir með mig á hæli í útjaðri Milano. Það var nýlegt hæli, búið fyrsta flokks tækjum og meðferð öll á sjúkl- ingum var mjög svipuð því, sem við eigum að venjast. Þeir höfðu notað nýja lyfið nokk- urn tíma, voru eins og' flestir aðrir, hrifnir af áhrifum þess á þjáða sjúklinga, en vildu, vegna sinnar stuttu reynslu, sem minnst um það segja. Klukkan 8 um morguninn, daginn sem ég fór frá Milano, var ég vakinn í skyndi. Þá stóð fyrir dyrum ferð til Sondalo-hælisins, sem liggur 300 km. frá Milano. Klukkan 8V2 lögðum við af stað, 3 læknar og bílstjóri í litlum Fiatbíl. Vegalengdin til hælisins var svipuð og til Blönduóss frá Reykjavík, svo átti að hafa góða viðdvöl þar, og leizt mér því ekki gæfulega á þetta ferðalag, þar sem ég átti að fara frá Milano kl. 5É2 síðdegis. Þegar út fyrir Milano kom skyldi ég hvers- kyns var. Litli bíllinn ók með 110 til 140 km. hraða eftir breiðum veginum, g'egn um ótal Revkjai.undur 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.