Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 43
hefur upp á að bjóða. Það var auðfundið
að engin tæring var farin að herja á góð-
semina eða hjálpfýsina og ekki var glaðlynd-
ið af baki dottið, hann sýndi mönnum hér
að alvaran gæti líka verið „ekki alltof hátíð-
leg“. í frítímum sínum undi hann við Bridge,
skák og Croquet og mikill dæmalaus sports-
maður (í enskum skilningi) var hann í leik
eins og í lífinu sjálfu.
Og lánið hafði ekki alveg stungið hann
af því að á Vífilsstöðum hitti hann þriðju
og síðustu konu sína, Kristínu Björnsdóttur,
og þarf ekki að lýsa hér hve ágæt hún reynd-
ist honum í alla staði unz yfir lauk.
En nú fór gamli sportsmaðurinn að etja
kapp í síðasta sinn. Lengi mátti ekki á milli
sjá, en brosið varð þreytulegra og þreytu-
legra. Sá sterkari vann. Vinur okkar tapaði
— með sóma.
T.
Richard Kristmundsson, læknir.
Þann 9. september s. 1. ár andaðist Richard
Kristmundsson læknir í Kristneshæli eftir
langvarandi vanheilsu vegna berklaveiki.
Richard var fæddur 22. ágúst árið 1900 í
Dalasýslu, lauk stúdentsprófi árið 1921 og
læknaprófi 1927. Eftir prófið var hann við
framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Er hann
kom frá Danmörku, settist hann að á Akra-
nesi, stundaði þar almennar lækningar í tvö
ár, unz hann veiktist af berklaveiki.
Hann var sjúklingur á Vífilsstöðum árin
1933—1935, en aðstoðarlæknir þar og í Krist-
neshæli upp frá því, nema eitt ár sem hann
veitti forstöðu Reykjahæli í Ölfusi.
Richard heitinn vann mikið og gott starf
fyrir S. í. B. S., við undirbúning og rekstur
Vinnuskálanna í Kristneshæli. Hann hafði
mikinn áhuga og skilning' á starfsemi S. I.
B. S. og var einn aðalhvatamaður þess, að
þing sambandsins var haldið að Kristnesi í
sumar, þótt honum entist ekki aldur til að
sitja þingið.
Richard var kvæntur Elísabetu Jónsdótt.ur
frá Akranesi og átti með henni tvö mann-
vænleg börn.
Rf.ykjalunduh
Ricliarrl Kristmundsson.
Berklavörnum landsins, læknastétt og sam- •
tökum berklasjúklinga er mikil eftirsjá í
Richard heitnum. Hæfni hans og brennandi
starfsáhugi olli því, að hans sæti var ætíð vel
skipað.
O. Ó.
Ávarp sam bandsstjórnar.
Óskar J. Þorldksson: Borgin, sem ckki fœr
dulizt.
Jónas Þorbergsson: Stofnun Kristneshælis.
Vilhjálmur frá Skáholti: Herbergið mitt
— Ijóð.
Halldór Stefánsson: 1 sálarháska, smásaga.
Stein Vik: Frá störfum T. II. O.
Jón Thorarensen: Stúlkan á Hafnaheiði.
S. þing S. I. B. S.
Oddur Ólafsson: Frá íslandi til Ítalíu.
Sveinn Bergsveinsson: Kvöld í ágúst., — Ijóð.
Þ. B. - Á. E.: 5. fundur D. N. T. C.
FLaddir erl. f ulltrúanna á þingi D. N. T. C.
Brostnir lilekkir.
Til dægrastyttingar: Myndagála.
Halldór Pétursson, listmálari teiknaði
myndir i blaðið.
41