Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Teppi á stigaganginn - nú er tækifærið !
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðarlausu
Eitt verð niðurkomið
kr. 6.390 m2
Evrópustofa er áróðursskrif-stofa Evrópusambandsins hér
á landi, sett á fót til að hjálpa fyrri
ríkisstjórn að sannfæra Íslendinga
um nauðsyn aðildar. Eins og rætt
hefur verið um umsóknina hér á
landi, að hún sé ekki lengur raun-
veruleg, þá kemur sjálfsagt ein-
hverjum á óvart að áróðursskrif-
stofa Evrópusambandsins skuli enn
vera starfandi.
Nýjasta útspiliðer að auglýsa
upp „námskeið“
sem fer fram eitt
kvöld þar sem tveir
fyrrverandi forystu-
menn Samfylking-
arinnar fjalla um
Evrópusambandið.
Magnús ÁrniMagnússon,
fyrrverandi þing-
maður Samfylking-
arinnar, og Eiríkur
Bergmann Einars-
son, fyrrverandi
varaþingmaður flokksins, munu
þar – án efa af sama hlutleysi og
jafnan – ræða við þá sem setjast á
þetta „ókeypis“ „námskeið“.
Sú staðreynd að Evrópusam-bandið heldur áfram uppi
áróðri hér á landi, í samvinnu við
Samfylkinguna og aðra ámóta, ætti
að vera umhugsunarefni fyrir þá
sem telja ástæðulaust að draga að-
ildarumsóknina til baka.
ESB og Samfylkingin vita að ámeðan umsóknin er fyrir
hendi er við réttar aðstæður hægt
að koma Íslandi fyrirvaralítið inn í
sambandið.
Þess vegna er áróðrinum haldiðgangandi og meðal annars
þess vegna leggur Samfylkingin
allt undir að halda lífi í umsókninni.
Magnús Árni
Magnússon
Áróðursskrifstofa
ESB er enn að
STAKSTEINAR
Eiríkur Berg-
mann Einarsson
Veður víða um heim 15.2., kl. 18.00
Reykjavík 0 snjókoma
Bolungarvík -4 snjókoma
Akureyri 4 skýjað
Nuuk -17 léttskýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló -2 snjóél
Kaupmannahöfn 2 alskýjað
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki -5 heiðskírt
Lúxemborg 5 heiðskírt
Brussel 8 heiðskírt
Dublin 7 skýjað
Glasgow 8 léttskýjað
London 8 léttskýjað
París 7 alskýjað
Amsterdam 2 þoka
Hamborg 3 heiðskírt
Berlín 7 heiðskírt
Vín 7 léttskýjað
Moskva -6 snjókoma
Algarve 15 skýjað
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 8 léttskýjað
Winnipeg -18 snjókoma
Montreal -17 skafrenningur
New York -8 alskýjað
Chicago -12 snjókoma
Orlando 20 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:21 18:04
ÍSAFJÖRÐUR 9:35 17:59
SIGLUFJÖRÐUR 9:19 17:42
DJÚPIVOGUR 8:53 17:31
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Læknir á Heilsugæslunni í Efstaleiti
er bjartsýnn á að vel gangi að manna
tvær sérnámsstöður í heimilislækn-
ingum sem auglýstar voru á stöðinni
á dögunum.
Læknaskortur hefur háð starf-
semi stöðvarinnar undanfarnar vik-
ur og ekki hefur verið hægt að halda
uppi fullri þjónustu. Gert er ráð fyrir
að væntanlegir sérnámslæknar komi
að einhverju leyti í stað þeirra lækna
sem vantar.
Læknar stöðvarinnar eru m.a. í
veikindaleyfi og fæðingarorlofi fram
á vor og sagði yfirlæknir stöðv-
arinnar í samtali við Morgunblaðið
fyrir um mánuði að engan lækni
væri að fá. Margrét Ólafía Tóm-
adóttir, heimilislæknir á Heilsu-
gæslunni í Efstaleiti, segir auglýs-
inguna um sérnámsstöðurnar ekki
ætlaða til að bæta beint úr þessu
ástandi.
„Enda eru þetta námsstöður og
þeir sem fara í þær þurfa góðan
stuðning sérfræðinga. En þeir
ganga í flest almenn störf,“ segir
Margrét.
Hún segir að yfirleitt séu tveir
sérnámslæknar á stöðinni, þeir sem
nú séu þar ljúki fljótlega sínu námi
og því sé nú auglýst. „Það hefur oft-
ast nær gengið mjög vel að fá sér-
námslækna,“ segir Margrét.
Áhugi á heimilislækningum
Sérnám í heimilislækningum er
fjögurra og hálfs árs langt, þar af
eru tvö og hálft á heilsugæslustöð.
Margrét segir að nú séu 35 læknar í
sérnámi í heimilislækningum hér á
landi, það sé mikil aukning frá því
fyrir 4-5 árum þegar þeir voru 12.
Um þriðjungur sérnámslæknanna
sé úti á landi, hinir dreifist um höf-
uðborgarsvæðið.
„Það hefur orðið gríðarleg
breyting á aðsókn í námið á örfáum
árum, sem er mikið gleðiefni. Ég
vona að ástæðan sé sú að hug-
myndafræði heimilislækninga og
starf heimilislæknisins sé að heilla
meira; að okkur hafi tekist að koma
þeim skilaboðum áleiðis. Kannski
spilar inn í að það hefur verið ákveð-
in óánægja með spítalana sem
vinnustaði,“ segir hún.
Bjartsýn á að sérnámslæknar fáist
Læknaskortur hefur háð nokkuð
starfsemi Heilsugæslunnar í Efstaleiti
Morgunblaðið/Eggert
Efstaleiti Heilsugæslustöðin hefur þurft að glíma við mikinn læknaskort.