Morgunblaðið - 16.02.2015, Side 10

Morgunblaðið - 16.02.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 VERKFÆRI MEISTARANS Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899Netfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is Malín Brand malin@mbl.is Ísland hefur verið vinsælláfangastaður á meðal stór-stjarna og eru stjörnurnar úrþáttunum RuPaul’s Drag Race á leið hingað í apríl. Af þeim fimmtíu borgum sem þær halda sýn- ingar í eru átta í Evrópu og þar á meðal er Reykjavík. RR Ltd. heldur utan um drag- sýninguna sem haldin verður í Gamla bíói 17. apríl og ferða- og viðburða- skrifstofan Pink Iceland heldur utan um hópinn og sýnir dragdrottning- unum fegurð lands og þjóðar. Hannes Páll Pálsson, einn eigenda Pink Ice- land, fagnar því að tekist hafi að fá drottningarnar til litlu eyjarinnar í norðri. „Við erum öll miklir aðdá- endur þáttarins RuPaul’s Drag Race og finnst æðislegt að fá hingað sex dragdrottningar sem hafa allar orðið gríðarlega frægar í kjölfar þess að hafa verið í þáttunum. Sumar þeirra hafa unnið og hinar lent ofarlega,“ segir Hannes. Miklar kanónur á ferð Listamennirnir eru hver um sig með mörg hundruð fylgjendur á sam- félagsmiðlum á borð við Twitter, In- stagram og Facebook, enda risastór nöfn sem eiga sér fjölda aðdáenda. „Þetta er nánast konungborið fólk og mikill heiður að fá að sýna þeim land- ið,“ segir Hannes. Einungis ein sýn- ing verður í Reykjavík en hvers vegna ætli Gamla bíó hafi orðið fyrir valinu? „Það er hæfileg stærð fyrir show, gott svið og nýbúið að gera húsið upp þannig að það er glæsilegt og hæfir drottningum. Staðsetningin Dragið er mikilvægt tjáningarform Sex stórstjörnur úr heimi dragsins koma hingað til lands í apríl og halda sýningu í Reykjavík. RuPaul’s Drag Race: Battle Of The Seasons nefnist sýningin sem verður sett upp í um fimmtíu borgum víðsvegar um Bandaríkin og Evrópu. Drag- drottningarnar sex eiga það sammerkt að hafa slegið í gegn í raunveruleikaþátt- unum RuPaul’s Drag Race þar sem dragstjarna Bandaríkjanna er valin. Kvíði er eðlileg mannleg til-finning sem knýr okkur tilað vera á varðbergi, tilbúin að bregðast við yfirvofandi hættu. Hjá mörgum verður þó kvíða- viðbragðið of virkt, þ.e. hættu- ástandið er ofmetið og manneskjan finnur oftar fyrir kvíða en tilefni eða aðstæður eru til. Kvíðaraskanir eru margskonar og eru þær helstu al- menn kvíðaröskun, ofsakvíði, af- mörkuð fælni, félagsfælni/kvíði, heilsukvíði, áráttu- og þráhyggju- röskun og áfallastreituröskun. Kvíðaraskanir eru mun algengari en flestir halda. Um þriðjungur fólks fær kvíðaröskun einhvern tímann á lífsleiðinni og algengt er að þjást af fleiri en einni kvíðaröskun. Einkenni kvíða eru margvísleg og þó að flestir upplifi mörg einkennin þá er það mjög persónulegt hvaða einkenni fólk upplifir. Helstu ein- kenni kvíða eru eftirfarandi:  Ör/þungur/hraður hjartsláttur  Verkir eða þrýstingur í brjósti  Skjálfti  Svimi  Dofatilfinning eða nálardofa- tilfinning í hlutum líkamans  Andþyngsli/köfnunartilfinning  Grunn og ör öndun  Ótti við að missa sjálfstjórn  Vöðvaspenna  Höfuðverkur  Einbeitingarerfiðleikar  Munnþurrkur  Skjálfandi rödd/spennt raddbönd  Skapsveiflur  Sviti  Þreyta  Minnkuð kynhvöt  Meltingartruflanir / ógleði  Kuldaköst eða hitaköst  Óraunveruleikatilfinning (þröngt sjónsvið)  Sjóntruflanir / þokukennd sjón  Ótti við að deyja  Tíðari þvag og hægðalosun  Óskýr hugsun  Roði / fölvi  Svefntruflanir  Miklar áhyggjur / hörmungar- hugsanir Eins og sjá má af listanum er birt- ingarmynd kvíðans ekki bara marg- þætt heldur virkilega óþægileg og einkennin geta haft veruleg haml- andi áhrif á líf einstaklingsins. Sá sem glímir við kvíða upplifir sig oft á valdi kvíðans, þ.e. eins og hann hafi ekki stjórn í eigin lífi heldur miðast meira og minna allt daglegt líf við það að komast hjá kvíða. Það er mjög skiljanlegt þar sem kvíði er mjög óþægilegt ástand og engum líður vel þar, en aftur á móti er það einmitt það versta sem maður getur gert, þ.e. að forðast allt sem getur valdið kvíða. Kvíði er nefnilega ekki hættulegur og getur ekki valdið neinum sjúkdómum (ekki heldur geðsjúkdómum). Kvíðaröskun þarf ekki (og á ekki) að vera ástand sem fólk sættir sig við að vera með og miðar líf sitt út frá (með miklum takmörkunum). Það er hægt að fá hjálp og losna úr fjötrunum. Þegar fjötrarnir losna tekur við frelsi til að taka við stjórntaumunum í eigin lífi. Þeir sem glíma við kvíðaröskun af einhverju tagi eða mikið af ofan- greindum einkennum, eiga ekki að bíða með að leita sér hjálpar hjá viðurkenndum fagaðilum eins og læknum eða sálfræðingum og fá aft- ur valdið í sínu lífi. Losið fjötrana og lifið frjáls. • Heilsustöðin sálfræði- og ráð- gjafaþjónusta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Getty Images/moodboard RF Kvíði Getur valdið mikilli vanlíðan. Í fjötrum kvíðans Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur Í liðinni viku settist þetta vinalega vélmenni sem gengur undir nafn- inu hitchBOT, við vegkant í München í Þýskalandi og sýndi sitt vél- ræna bros. Tilefnið var að vélmennið síbrosandi lagði þá upp í tíu daga gönguferð um Þýskaland. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem broskallinn leggur upp í langferð, því áður hefur hann farið í 6.000 kílómetra langa gönguferð um Kanada, en það var í fyrrasumar. Hitch- BOT er kúnstugt vélmenni sem eflaust á eftir að gleðja þá sem á vegi þess verða. Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót Vélmennið er farið aftur á flakk og nú þvælist það um Þýskaland Vélmennið hitchBOT Sérlega vinalegt og litríkt og skartar forláta stígvélum til göngu.Brosa Alltaf kátt. Sönn dragdrottning Sharon Needles er mjög spennt að koma til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.