Morgunblaðið - 16.02.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.02.2015, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Flest fyr-irtæki hafaeinhvern tímann verið sprotafyrirtæki. Nýjungar og endurnýjun eru nauðsynlegar eigi stöðnun ekki að grípa um sig. Hægt er að halda hagvexti gangandi með ráðum á borð við að auka neyslu, en eigi hann að vera til frambúðar þarf ný- sköpun. Fjármagn til nýsköp- unar hefur hins vegar verið af skornum skammti undanfarin ár og hafa sprotafyrirtæki átt erfitt uppdráttar, sérstaklega á upphafsstigum. Fjárfestingar í sprotafyrir- tækjum eru sér á parti. Áhættufjárfestir veitir ekki lán, heldur eignast hlut í fyr- irtækinu. Þeim fylgir líka meiri áhætta en hefðbundnum fjárfestingum. Ástæðan er ein- föld. Mun fleiri sprotafyr- irtæki fara á hausinn en kom- ast á legg. Hins vegar getur umbun fjárfestis, sem leggur fé í sprotafyrirtæki, orðið þeim mun meiri gangi allt eftir. Fyrirtækið CCP er dæmi um það. Árið 2013 hafði virði í fé- laginu 34-faldast á þrettán ár- um. Nú virðist vera gerbreyting í vændum með þremur nýjum frumkvöðla- og sprotasjóðum sem kynntir hafa verið til sög- unnar. Í Morgunblaðinu var á föstudag greint frá því að gengið hefði verið frá fjár- mögnun sjóðanna Eyris Sprota slhf. upp á 2,5 milljarða króna, Frumtaks II upp á fimm milljarða króna og Brunns vaxtarsjóðs slhf. upp á fjórða milljarða króna. Sam- anlagt eru þetta 11,5 millj- arðar króna, sem sjóðirnir hafa í hyggju að fjárfesta fyrir á næstu þremur til fimm árum. Stefán Þór Helgason, verk- efnastjóri hjá frumkvöðlasetr- inu Klak Innovit, fagnar þessu í viðtali við Morgunblaðið. Fjármagn hafi verið af skorn- um skammti fyrir sprotafyr- irtæki og bónleiðir langar. „Nú sjáum við fram á að hlutirnir komist í eðlilegra horf og sam- keppni verði hjá fjárfestum um að ná bestu frumkvöðlunum til sín en ekki eins og verið hefur að sprotarnir berjist um fjár- magnið,“ segir hann. Frumkvöðlar eiga fleiri kosti en nýju sprotasjóðina og má þar nefna Startup Reykjavík, sem tekur nú á móti umsókn- um og mun velja 10 fyrirtæki. Hinir nýju sjóðir eru ánægjuleg tíðindi því að sprotafyrirtæki eru mikilvæg fyrir efnahaginn og gróska í nýsköpun gefur fyrirheit um þróttmikið og heilbrigt efna- hagslíf og vöxt með innistæðu. Nýir sjóðir gætu orðið lyftistöng fyrir frumkvöðla} Betri tíð fyrir sprota Hið skelfilegaborgarastríð í Sýrlandi hefur fallið nokkuð í skuggann af þeirri miklu ógn sem skapaðist þegar Ríki íslams reis upp úr öskustónni. Ástandið þar er enn hörmu- legt, þó að fregnir af mannfalli endurspegli frekar baráttu vestrænna ríkja gegn Ríki ísl- ams en þau dauðsföll sem enn eiga sér stað í bardögum í Sýr- landi. Í miðjum ófriðnum hefur Bashar al Assad, einræðis- herra Sýrlands, séð sér leik á borði, og er nú farinn að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl á ný, þar á meðal breska ríkis- útvarpinu BBC. Í viðtölunum hefur Assad reynt að sýnast landsföðurlegur og afneitað þeim glæpum sem stjórnarher hans hefur sannarlega gerst sekur um í borgarastríðinu. Umfram allt hefur Assad reynt að koma þeirri ímynd á framfæri að vilji heims- byggðin stöðugleika í Sýrlandi sé nauðsynlegt að hann sjálfur haldi þar um stjórnartaum- ana. Og málflutningur Assads hefur náð eyrum einhverra, því að hinn sérstaki fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Sýr- landi, Staffan de Mistura, lét þau orð falla fyrir helgi að engin lausn myndi fást á vandamálum Sýrlands nema Assad væri „hluti af lausninni“, eins og hann orðaði það. En getur það staðist? Það segir nefnilega sína sögu um heilindi Assads, að á meðan flugher Bandaríkjanna hefur ráðist gegn Ríki íslams í norðri með stuðningi Kúrda hefur stjórnarherinn einbeitt sér í suðurhéruðum Sýrlands, þar sem hófsamari stjórnar- andstöðuhópar hafa búið sér til vígi. Nái Assad að ráða nið- urlögum þeirra getur hann bent á Ríki íslams og stillt sjálfum sér upp sem illskárri kostinum af tveimur. Og hugsanlega er eitthvað til í þeirri staðhæfingu Ass- ads. En það yrði þó óneitan- lega frekar dapurleg niður- staða, fari það svo að maður sem beitti efnavopnum gegn eigin þjóð muni fara sem sig- urvegari frá einu ömurlegasta borgarastríði samtímans. Einræðisherra Sýrlands reynir að bæta ímyndina} Er framtíð fyrir Assad? E ina kostulegustu mannlífslýsingu helgarinnar á maður að nafni Örn Karlsson en Orri Páll Orm- arsson blaðamaður spjallaði við hann í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins um helgina um lífsins viðhorf og störf. Í viðtalinu sagðist hann eiga 10 börn með ellefu konum (hann gat rökstutt þetta), hann notar faxtæki og símboða í stað tölvu og tölvu- pósts, elskar og kjassar mannlífið í öllum sín- um fjölbreytileika. Athyglisverðastur fannst mér lesturinn þar sem hann sagðist bara alls ekkert sáttur við þá stefnu sem líf hans hefði tekið en hann sagði að það væru alltaf til leiðir til að vinna að því að sætta sig við það. Ég efast um að þeir sem hafa hitt Örn eða lesið um hann um helgina hafi gleymt honum eða þurfi upprifjunar við en öðrum til upplýs- ingar þá starfar Örn við hreinsun, meðal ann- ars borgarinnar, þrífur veggjakrot og fegrar umhverfið eftir þörfum, og kallar sig Örn götusópara í minningu vin- ar síns. Örn starfaði við ýmislegt annað áður en hann fór út í að ferðast um með græjur um alla borg til að þrífa upp sóðaskap, meðal annars í veitingarekstri og rak um tíma Óðal við Austurstræti. Hann fékk nóg af þeim geira, seldi eigur sínar og ferðaðist um heiminn í fimm ár uns peningurinn kláraðist og hann varð að fá sér fasta vinnu á ný. Í fyrstu, þegar Örn var að hefja störf sín í götuþrif- unum, skammaðist hann sín fyrir starfið og var með brynju og ekki viðbúinn því að hitta fyrir fólk sem spurði hann hvað hann væri að gera í vinnugalla, útötuðum málningu, úti á götu. Hann hitti þar á meðal róna sem hafði drukkið á barnum hjá honum og sá rak upp stór augu og spurði hvað í ósköpunum hann væri að gera þar. „Nú voru góð ráð dýr, ég varð að finna leið til að halda virðingu minni andspænis rón- anum. Og Guð er til, ég fann þá leið. Heyrðu, vinur minn, hvíslaði ég að honum. Ég er í sam- félagsþjónustu. Róninn ljómaði allur og ég sá að virðing hans fyrir mér hafði aukist,“ sagði Örn í viðtalinu en nokkru síðar rakst hann aft- ur á hinn sama mann sem var enn uppveðraðri yfir því að Örn væri ennþá að sópa; mikið hlyti hann að hafa fengið þungan dóm! Ég veit ekki hvað það var en eitthvað var þetta viðtal frelsandi og hreinsandi, eins og orlof eftir ælupest. Í síðustu viku var maður nefnilega minntur almennilega á svo ófyrirleitin og óskammfeilin viðhorf nokkurra einstaklinga sem hafa ekki breyst þrátt fyrir að mörg ár hafi þeir fengið til að líta yfir farinn veg og svik sín. Manni hefur verið illt inn- anbrjósts að vera minntur á þessa kauða og þeirra við- horf. Ekki að viðhorf og menn af þessu tagi sé ekki þarna enn að finna en það er sjaldgæfara að þeir telji sig með fullu geta talist skjólstæðinga mannréttindadómstóls. Örn, með sinni blátt áfram sjálfsskoðun, hreinskilni og manngæsku var vorboði út úr þessum hremmingum. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexand- ersdóttir Pistill Örn á hærra flugi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjbmbl.is Átakinu „Allir vinna“ varhætt um áramótin enfram að því var hægt aðfá allan virðisaukaskatt endurgreiddan af vinnu við nýbygg- ingar, endurbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði og sumarhúsum. Gilti þetta einnig um húsnæði á veg- um sveitarfélaganna. Núna fást ein- göngu 60% af vsk. endurgreidd, líkt og var áður en átakið hófst í mars- mánuði 2009. Hið sama hefur gerst með end- urgreiðslur af sérfræðiþjónustu verkfræðinga og arkitekta vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu íbúðar- og sumarhúsa. Frá 1. janúar 2010 til síðustu áramóta var allur vsk. endurgreiddur af slíkri vinnu. Að átakinu stóðu stjórnvöld, Samtök iðnaðarins, Samtök versl- unar og þjónustu og VR. Helstu markmiðin voru að örva atvinnu iðn- aðarmanna eftir hrun og draga úr svartri vinnu. Oftar en einu sinni var átakið framlengt, þar til stjórn- völd ákváðu á síðasta ári að gera það ekki, m.a. með þeim rökum að byggingamarkaðurinn væri allur að braggast. Ekki eru hins vegar allir kátir með þá ákvörðun. Bent er á að byggingamarkaðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki enn náð sér á strik eftir hrunið, einkum í byggingu lít- illa íbúða, og nú sé hætt við að svört atvinnustarfsemi aukist á ný. Þann- ig eru gárungar farnir að kalla Þrastaskóg í Grímsnesi Svartaskóg en þar er sem kunnugt er fjöldi sumarhúsa. Hjálpar ekki ungu fólki „Við erum sárir yfir því að þetta var tekið út. Átakið skilaði okkar mönnum auknum umsvifum og viðskiptin voru uppi á borðinu. Kannski er ríkið að spara sér eitt- hvað með þessu en hættan er sú að svört vinna aukist aftur. Hvatinn við að fá reikning minnkar klárlega við þetta,“ segir Jón Bjarni Gunnars- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Jón Bjarni segir áhrifin einnig geta orðið þau að húsnæðisverð hækki. Að vísu hafi komið mótvæg- isaðgerðir um áramótin þegar efra virðisaukaskattþrepið var lækkað úr 25,5% í 24% og vörugjöld afnumin af byggingarvörum. Engu að síður hafi byggingarvísitalan hækkað um 2% í janúarmánuði. „Þetta hefur áhrif á ýmsa verðtryggða samninga sem byggjast á vísitölunni, bæði húsa- leigusamninga og verksamninga í stórum verkefnum. Ég ætla ekkert að draga úr því að byggingamark- aðurinn hefur eitthvað braggast en á móti kemur að það hjálpar til dæmis ekki ungu fólki að byggja eða kaupa sitt fyrsta húsnæði að fá virð- isaukaskattinn ekki til baka,“ segir Jón Bjarni. Hann segir samtökin og þá að- ila sem að átakinu stóðu hafa varið tugum milljóna króna í auglýsingar og kynningarefni. Mestu var eytt í sjónvarpsauglýsingar og nú sé spurning hvort þurfi ekki að berjast áfram gegn svartri vinnu. „Við gerð- um hvað við gátum til að fá stjórn- völd til að halda átakinu áfram en það var ekki hlustað á okkur,“ segir Jón Bjarni og telur líklegt að Sam- tök iðnaðarins muni reyna að telja ráðamönnum hughvarf. Endurgreitt fyrir heimilishjálp? Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, segist hafa viljað sjá átakið áfram en taka mætti upp umræðu um að útvíkka það, m.a. til þjónustu eins og heimilishjálpar. Sú starfsemi sé að mestu leyti utan hagkerfisins. Átaki hætt og allir vinna ekki lengur Morgunblaðið/Rósa Braga Byggingastarfsemi Átakinu Allir vinna var m.a. ætlað að örva atvinnu á byggingamarkaði og draga úr svartri atvinnustarfsemi í þeim geira. „Það má velta því fyrir sér hvort tíma- punkturinn hafi verið rétt- ur að hætta með átakið,“ segir Þorbjörn Guðmunds- son, fram- kvæmdastjóri Samiðnar. „En það verður að segjast eins og er að það er minna um að vera í íbúðabygg- ingum en við gerðum ráð fyrir. Þetta fer hægt af stað, sem er merkilegt í ljósi þess að mikil eftirspurn er eftir almennu íbúðarhúsnæði,“ segir Þorbjörn. Hann telur ljóst að nú sé minni hvati til að gefa vinnuna upp en taka þurfi upp umræðu um hvort beita ætti endur- greiðslum á afmarkaðri sviðum, t.d. við nýbyggingar á smærri íbúðum. Engin ástæða sé til að endurgreiða virðisaukaskatt af íbúð sem kostar milljón á hvern fermetra. Minni hvati til reikninga SAMIÐN UM ÁTAKIÐ Þorbjörn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.