Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 17

Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Hvað ætlar þú að fá? Stöllurnar Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir og Hildur Emilía Kristinsdóttir völdu sér eitthvað til að gæða sér á í sjálfsalanum í þróttahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði. Eggert Heimssýn – hreyf- ing sjálfstæðissinna í Evrópumálum – var stofnuð 27. júní 2002. Hreyfingin er þver- pólitísk samtök þeirra sem vilja að Íslend- ingar haldi áfram að vera sjálfstæð þjóð ut- an Evrópusambands- ins. Í ávarpi sem samtökin sendu frá sér í kjöl- far stofnfundarins segir: „Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu.“ Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn allan sem augastein og er tákn fyrir að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og frið- samlegum samskiptum, viðskiptum og sam- vinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á af- markaðan hluta hans. Heimssýn eru fjöldasamtök sem reiða sig al- farið á félagsgjöld og frjáls framlög til starf- semi sinnar. Sjálfstæðið er sívirk auðlind Heimssýn hefur allt frá stofnun staðið í fylk- ingarbrjósti þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hart hefur verið sótt að fullveldinu, bæði af pólitískum og hags- munatengdum öflum sem virðast oft reiðubúin til að gefa frá sér frumburðarréttinn, fullveldið, í þágu tímabundins pólitísks eða persónulegs ávinnings. Þegar litið er nú til hins ótrygga ástands í Evrópu, svo sem fjöldaatvinnuleysis, einkum hjá ungu fólki í suður- og austurhluta Evrópu- sambandsins, getum við með stolti horft til þess að hér á Íslandi hafa langflestir atvinnu við sitt hæfi þótt við að sjálfsögðu munum ávallt takast á um forgangsröðun og skiptingu þjóðartekna. Lýðræðið er í okkar höndum og á grundvelli sjálfstæðis öxlum við ábyrgð í öllum samn- ingum og samskiptum við aðrar þjóðir, ríki og ríkjasambönd. Vildum við nú vera í sporum Grikkja sem reyna að hrista af sér ok, tilskipanir og yfirgang hins miðstýrða evrópska Brüsselvalds? Ráðum sjálf okkar fiskveiðilögsögu Við höfum svo sem fengið að kenna á klóm þessa nýja heimsveldis. Með samstöðu þjóð- arinnar unnum við landhelgisstríðið og náðum fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Síð- ustu ár höfum við hins vegar fengið yfir okkur hótanir Evrópusambandsins um viðskipta- þvinganir og löndunarbann, þegar við veiddum fisk eins og makríl innan okkar eigin landhelgi. Allt frá árinu 2010 höfum við veitt makríl inn- an okkar eigin lögsögu fyrir milli 20 og 30 millj- arða króna á ári í útflutningsverðmæti. Aðeins í krafti þess að við ráðum okkar eigin fiskveiði- lögsögu og erum ekki gengin í Evrópusam- bandið getum við sótt þessi verðmæti. Svo ein- falt er það. Tekjur þjóðarbúsins af þessum veiðum námu 22 milljörðum króna á síðasta ári. Stjórnmálamenn eða forystumenn í atvinnu- lífi þjóðarinnar mega ekki tala um fullveldið af léttúð. En því miður virðast sumir þar á bæ vera reiðubúnir til að framselja rétt okkar yfir fiskveiðiauðlindinni í tilraunum sínum til að koma landinu inn í Evrópusambandið. Það yrð- um við að gera ef halda ætti áfram með þá um- sókn sem send var inn árið 2009 og er nú í bið- stöðu vegna krafna ESB. Kröfur ESB liggja fyrir Umsókn um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu var illu heilli send inn í júlí 2009. Var það gert án atbeina þjóðarinnar en stutt með yfirlýsingum nokkurra þingmanna sem sögðust andvígir aðild en vildu prófa hvað væri í boði. Skilyrði og kröfur ESB eru nú skýrar, hvort sem þær liggja fyrir í formlegum opnunarskil- yrðum eða því að einstaka kaflar hafa einfald- lega ekki verið opnaðir. Hægt er að benda á samningskaflann um sjávarútveg þar sem ESB neitaði að opna á viðræður vegna skilyrða Al- þingis og sleit þar með í raun viðræðunum. Af hálfu Evrópusambandsins er lögð áhersla á það að það sé umsóknarríkið sem er að ganga í ESB en ekki öfugt. Ekki er um neinar varanlegar undanþágur að ræða frá grunnsáttmálum Evrópusam- bandsins. Þeir sem voru í vafa hafa fengið sín svör. Áskorun um afturköllun umsóknarinnar Framkvæmdastjórn Heimssýnar samþykkti nýlega eftirfarandi ákall til ríkisstjórnar og Al- þingis: „Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum, ítrekar nauðsyn þess að umsókn Ís- lands um aðild að ESB verði dregin til baka. Umsóknin var samþykkt og send ESB á for- sendum sem reynslan hefur sýnt að standast ekki. Samningur um aðild að ESB snýst um skilyrði og tímasetningu fyrir innleiðingu um- sóknarríkis á reglum ESB. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar eins og fram kemur hjá ESB. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB. Sú stefna er studd sam- þykktum æðstu stofnana ríkisstjórnarflokk- anna. Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslend- inga að þeir haldi fullveldi sínu og forræði í eig- in málum. Það er því rökrétt framhald að stjórnin leggi til við Alþingi að umsóknin verði dregin til baka og að Alþingi samþykki þá tillögu.“ Á þetta mun enn reyna á næstu dögum. Heimssýn hvetur til þess að landsmenn allir standi saman eins og í landhelgisstríðinu fyrir um 35 árum og verji fullveldi og sjálfstæði Ís- lands og afturkalli umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Eftir Jón Bjarna- son, Jóhönnu Mar- íu Sigmundsdóttur og Halldóru Hjaltadóttur » „Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálf- stæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem vel- ferð þegnanna er tryggð Jón Bjarnason Jón er fv. ráðherra og form. Heimssýnar, Jóhanna er þingmaður og varaformaður Heimssýnar, Halldóra er nemi í stjórnmálafræði við HÍ og ritari Heimssýnar. Ísland og umheimurinn Jóhanna María Sigmundsdóttir Halldóra Hjaltadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.