Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 segir Williams að búið hafi Æsir. „En sagan segir að þeir hafi verið skyldir ættbálki sem nefndist As- suwans og margir fræðimenn eru á því að sá ættbálkur hafi tilheyrt heimsveldi Hittíta og bjuggu í norð- austur Anatólíu, og sá ættbálkur komi frá Asíu. Það kemur heim og saman við að Æsir hafi síðar verið nefndir eftir þeim ættbálki.“ Hittít- ar ríktu frá um 1800 f. Kr til 1175 f.Kr. eða í rúm 500 ár. Williams leið- ir í bók sinni líkur að því að eftir fall heimsveldis Hittíta hafi forfeður Germana orðið eftir í Anatólíu í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrk- land. Til að gera æði langa sögu stutta segir Williams að þremur rit- urum, sem uppi voru á 1700 ára tímabili, hver á sínum stað í veröld- inni, allt frá Íslandi til Litlu-Asíu, beri saman um forföður Germana. Ógerningur er að gera öllum stríð- unum og valdabaráttunni í verald- arsögunni sem Williams stiklar á í bók sinni skil hér. Því verður skaut- að yfir nokkrar aldir og staðnæmst rétt við árið 100 f. Kr. Hinn fríði og göfuglyndi Óðinn Skömmu eftir að Æsir tapa stríði gegn Diophantes fæðist Óðinn. Það er í kringum árið 100 f.Kr. „Óðinn fæðist þar sem nú er Rússland, þar sem Æsir höfðu sest að, við ána Don en dó í Svíþjóð í kringum árið 45 f. Kr. Óðinn varð leiðtogi Ása. „Óðinn, rétt eins og aðrir sem tilheyrðu ætt- flokkum við Svartahaf voru banda- menn Míþradatesar sjötta sem fór fyrir pompíska heimsveldinu. Mí- þradates hataði Rómaveldi og hafði þá þegar háð tvö stríð við Rómverja. Hvorugt veldið vann það fyrra en seinna stríðið unnu menn Mí- þradatesar. Þriðja stríðinu er lýst í Heimskringlu og það var stærsta herferð sem farin var í sögu Róma- veldis og stærsta innrásin sem gerð hafði verið,“ segir Williams. Hann lýsir því hvernig lið Mí- þradatesar hafi komið sér fyrir, árið 78 f. Kr, í dal í fjalllendi Armeníu og beðið færis til að koma Rómverjum í opna skjöldu. „Þá kemur til sög- unnar ungur prins sem býr á því svæði sem Snorri segir að Æsir hafi búið á. Þessi ungi prins er einkar fríður sýnum, hávaxinn og krafta- legur. Hann er að auki göfugur og að viti manna prýðisgóður stríðs- maður. Hann er vel liðinn og meira að segja vita Rómverjar hver þessi ungi prins er því svo góður stríðs- maður er hann að um það er talað í sjálfu Rómaveldi,“ segir Williams sem þarna lýsir engum öðrum en Óðni og samkvæmt þessu tímatali ætti hann að hafa verið um 28 ára gamall þegar hér er komið sögu. „Hann gengur til Míþradatesar og segist vera með áætlun. Hún felst í því að Óðinn láti sem hann sé í liði andstæðinganna en láti umsvifalaust til skarar skríða og vegi Lucillus, hershöfðingja Rómverja. Hann fer yfir á svæði andstæðinganna en for- ingja þeirra líkar svo vel við hann að Óðinn er gerður að höfuðsmanni og fær að vita öll leyndarmál andstæð- inganna, sjálfra Rómverjanna.“ Flótti Óðins norður á bóginn Þar sem Óðinn leikur tveimur skjöldum verður hann að gera upp við sig með hverjum hann ætli að standa. Hann ákveður eitt kvöldið að láta til skarar skríða og vega þann mann sem til stóð að vega, Lu- cillus hershöfðingja. „Lucillusi er bjargað á síðustu stundu af hirð- haldsstjóra herdeildarinnar. Hann kemur að Óðni við svefntjald Lucil- lusar og hindrar för prinsins unga. Hann rekur hann á brott. Óðinn verður dauðskelkaður og telur næsta víst að þeir viti að hann leiki tveimur skjöldum. Hann stekkur á bak hesti sínum og ríður á brott til Míþradatesar, án þess að hafa lokið ætlunarverki sínu.“ Williams útskýrir að á þessum tímapunkti hafi Rómverjar vitað vel hvernig Óðinn leit út og hvar hann bjó. „Míþradates tapaði stríðinu. Óð- inn áttaði sig á því að nú væru Róm- verjar á eftir honum sjálfum og myndu án efa reyna að drepa hann við fyrsta tækifæri. Þess vegna flúði hann alla leið til þess staðar sem í dag er Norður-Þýskaland.“ Williams segir að Óðinn hafi flúið ásamt rúmlega helmingi ættbálksins þannig að eftir urðu um 100.000 manns. „Það má því gera ráð fyrir að Óðinn hafi tekið með sér að minnsta kosti 100.000 manns. Auð- vitað þorði enginn að abbast upp á þessa stóru fylkingu sem kom í friði og tók við stjórn landsins. Þetta staðfestir fornleifafræðin.“ Williams lýsir því að fornminjar frá miðri fyrstu öld f. Kr. sýni hvernig byggð var í N-Þýskalandi sem sennilega hafi verið yfirgefin. „Þar má sjá gripahús, sem ekki þekktust hjá þeim sem þar bjuggu áður auk þess sem langt hús, byggt að víkingasið, hefur verið grafið upp. Þar virðist Óðinn og hans fólk hafa talið sig njóta fyllsta öryggis, fjarri Rómverjum. Hann er flúinn frá suð- urhluta Rússlands til nyrsta hluta Þýskalands.“ Með góssið til Norðurlanda Samkvæmt rannsóknum Williams var Óðinn sallarólegur í Þýskalandi allt þar til árið 58 f.Kr. þegar Júlíus Sesar hertók Gallíu í Frakklandi, ekki svo langt frá. „Nú er Óðinn kominn úr öskunni í eldinn og held- ur þangað sem í dag er Danmörk og þar stofnar hann borgina Óðinsvé. Það er mjög áhugavert að í Dan- mörku hafa fornir grafreitir verið rannsakaðir og þar má sjá að frá fyrstu öld f. Kr eru þar grafir sem endurspegla ríkidóm. Gullskreyt- ingar frá svæðinu í kringum Búlg- aríu og Rúmeníu segja sína sögu um hvað Óðinn og hans ættflokkur hef- ur tekið með sér á flóttanum löngu undan Rómverjum.“ Skemmst er frá því að segja að fregnir berast af fjöldaaftökum Ses- ars sem færast nær Danmörku og segist Williams sannfærður um að fregnirnar séu ástæða þess að Óðinn flúði til Svíþjóðar, þar sem hann lést í kringum 45 f.Kr. „Fornleifauppgröftur í Uppsala í Svíþjóð bendir til þess að höfðingjar af ætt Óðins hafi haldið til á svæðinu og stundað þar jarðrækt. Síðar flytj- ast Gotar, eins og þeir voru kallaðir, frá Svíþjóð til staðar við Eystrasalt sem nefnist Pomerainia. Það mun hafa verið um árið 18 e.Kr. og þar eru Gotar undir stjórn Njarðar sem var af ætt Vana.“ Williams segir að fornleifafræðin sýni að þeir sem ekki fylgdu Óðni, þegar leiðir skildi eftir að Óðni mis- tókst að myrða Lucillus, hafi farið til Rússlands, að Don, og haldið sig þar býsna lengi. Árið 193 e.Kr. var svæðið hernumið og Æsir innlimaðir í ætt Alana sem síðar urðu Skírar og undirmenn Húna. „Húnar drepa stóran hluta þeirra en taka hrausta karlmenn úr ættbálknum með sér til að berjast við Austgota. Konur og börn voru því berskjölduð og flúðu upp til Kákasusfjalla þar sem þau mynduðu samfélag,“ segir Williams. Skemmst er frá því að segja að í bókinni The Origin of the Scand- inavians segir frá því hvernig af- komendur Óðins flökkuðu um víðan völl. „Vestgotar flúðu undan Húnum í stað þess að gerast undirmenn þeirra. Þeir gerðu mjög áhugaverða hluti, eins og til dæmis að binda enda á Rómaveldi. Þeir sigruðu rómverskar herdeildir með ein- stökum hætti, eins og lýst er ná- kvæmlega í bókinni. Þeir drápu þriðjung rómverskra hermanna, þriðjungur var særður og þar með lögðu þeir her Rómaveldis að velli,“ segir fræðimaðurinn William B. Williams um endalok Rómaveldis og ferðir og hernaðaríhlutun afkom- enda Óðins. Það væri hreint út sagt lélegt af blaðamanni að ljóstra upp með hvaða kænskubragði Williams segir þá hafa sigrað að lokum því sagan er góð og verðug athygli. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldinu og sjá hvernig fræða- heimurinn bregst við rannsóknum Williams sem birtast í þessari vel framsettu bók, The Origins of the Scandinavians sem nú er komin út hjá bókaútgáfunni Sögum. „Óðinn var hermaður mikill og mjög víðförull og eign- aðist mörg ríki. Hann var svo sigursæll að í hverri orustu fékk hann gagn og svo kom að hans menn trúðu því að hann ætti heimilan sigur í hverri orustu.“ Svo segir í upphafi Ynglinga sögu og það voru meðal annars þessar lýsingar Snorra Sturlusonar sem komu fræðimanninum William B. Williams á sporið. Það er gaman að hlýða á Williams rekja sögu Óðins því á köflum er eins og hann sé að tala um vin sinn, sem er ekki undarlegt þar sem tutt- ugu ára rannsóknarvinna á uppruna norrænna manna hefur oft leitt þá Óðin sam- an. Williams segir vandlega frá ferðum unga prinsins, sjálfs Óðins, sem fæddist um árið 100 f. Kr og bjó við Ma- eotis-vatn. Rómverjar þekktu býsna vel til þessa hugumpr- úða stríðsmanns, enda mun hann hafa verið ákaflega eft- irminnilegur ef lýsingarnar í bók Williams eru sennilegar. Það mun ekki hafa verið hon- um til happs að vera svo eft- irminnilegur því hann þurfti að flýja óskaplega langt til að komast undan hermönnum Rómaveldis sem vildu ná honum vegna atviks nokkurs. Óðinn flúði frá suðurhluta Rússlands til Svíþjóðar og þar, segir bæði í Ynglinga- sögu og bók Williams, dó hann. Williams segir að það hafi verið um 45 f. Kr. Hver var þessi Óðinn? PRÚÐUR OG FRÍÐUR PILTUR ÁREIÐANLEGUR - HAGSTÆTT VERÐ ÖFLUGUR Í TORFÆRUM SPARNEYTINN - HLAÐINN BÚNAÐI GÓÐUR Í ENDURSÖLU EYÐSLA Í BLÖNDUÐUM AKSTRI 5,3 L/100 KM* 3.990ÞÚS. FJÓRHJÓLADRIFINN, DÍSIL HLAÐINN STAÐALBÚNAÐI, VERÐ KR. OPIÐ Í DAG FRÁ 12 - 16 *Miðað við uppgefna eldsneytisnotkun framleiðanda í blönduðum akstri. DACIA DUSTER www.dacia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.