Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 37

Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 ✝ Knútur Jóns-son fæddist í Kálfholtshjáleigu í Ásahreppi í Rang- árvallasýslu 20. júlí 1929. Hann lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal 4. mars 2015. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson frá Hár- laugsstöðum, f. 12. janúar 1897, d. 3. október 1970, og Rósa Run- ólfsdóttir frá Snjallsteinshöfða, f. 8. febrúar 1908, d. 12. júlí 1987. Systkini Knúts eru: Guð- rún, f. 22. maí 1928, d. 16. mars 2014, Sigurður, f. 23. júlí 1931, Sigrún, f. 18. janúar 1933, Jón Vídalín, f. 27. júní 1934, Her- borg, f. 4. maí 1936, d. 7. desem- ber 2005, Helgi, f. 31. ágúst 1937, d. 12. janúar 1997, Inga, f. 3. ágúst 1939, Lóa, f. 29. maí 1941, Kristín, f. 26. júní 1943, Ásta, f. 24. mars 1945, María, f. 20. október 1947, d. 5. júlí 1949, Maja, f. 21. júní 1950, Ólafur Arnar, f. 12. desember 1951, og Kristín Herríður, f. 21. október 1953, d. 11. desember 1957. Knútur ólst upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sín- um á Herríðarhóli. Hann naut hefðbundinnar barnafræðslu í farskóla, m.a. á Hárlaugsstöð- um og í Kálfholti eins og tíðk- aðist á hans uppvaxtarárum. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, til að byrja með einkum hjá frændum sínum á Hárlaugs- stöðum. Hann hélt áfram menntagöngu sinni, fór eitt ár í íþróttakennaraskólann á Reykj- um í Hrútafirði og síðan í Hér- aðsskólann á Laugarvatni, þar sem hann útskrif- aðist sem stúdent 1955. Þremur árum síðar hélt Knútur utan til náms í Aac- hen í Þýskalandi. Las hann fyrst verkfræði en síðar bygging- artæknifræði og lauk námi sem byggingartækni- fræðingur. Á náms- árunum kom hann ávallt til Ís- lands á sumrin og vann fyrir náminu, einkum á þungavinnu- vélum við vegagerð. Þótti hann harðduglegur og ósérhlífinn við þau störf. Að námi loknu starf- aði Knútur árum saman við byggingar- og framkvæmdaeft- irlit m.a. hjá Vegagerðinni og Rafmagnsveitum ríkisins. Þá fékkst hann við gerð bygging- arteikninga, útreikninga á burðarþoli og önnur verkefni á sínu fagsviði. Síðar fékkst hann einnig við kennslustörf, þar sem nýttist vel færni hans í raunvís- indum, einkum stærðfræði og eðlisfræði. Knútur var grúskari og var stöðugt í þekkingarleit á öllum sviðum, allt frá lækn- isfræði til stjörnufræði og mannkynssögunnar. Hann var tungumálamaður, áhugamaður um framandi menningu og hafði yfirgripsmikla þekkingu á sögulegum atburðum. Hann ferðaðist talsvert síðustu ára- tugina og hafði mikla ánægju af því að sjá ólíka menningar- heima. Útför Knúts fer fram frá Kálfholtskirkju í Ásahreppi í Rangárvallasýslu á morgun, 15. mars 2015, og hefst athöfnin klukkan 11. Er nú kvaddur frændi minn, Jón Knútur Jónsson, ávallt kall- aður Knútur. Orðin að dauðinn sé líkn frá kvölum eiga hér vel við. Síðustu vikurnar hafði krabba- mein sem Knútur greindist með fyrir rúmlega þremur árum ágerst mjög og þótt fáir vilji leggja í hið óljósa ferðalag var það eigi umflúið. Á áttugasta og sjötta aldursári kvaddi Knútur á dval- arheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal þar sem hann hafði notið einstakrar umhyggju starfsfólks síðustu vikurnar. Knútur var al- inn upp í stórum systkinahópi á Herríðarhóli, og var snemma ljóst að hugur hans lægi ekki við bú- skapinn. Hann lauk stúdentsprófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni og hélt síðan til náms í Þýskalandi árum saman. Ávallt kom hann til Íslands á sumrin og vann fyrir dvöl sinni ytra. Knútur var bráðgreindur og víðlesinn, hafsjór fróðleiks um stjórnmál og sögu, mikill áhugamaður um ferðalög og framandi menningu. Hann fylgdist ávallt vel með stjórnmálum, dægurþrasi og mannlífinu á Íslandi. Hann undi hag sínum nokkuð vel í Kópavogi þar sem hann bjó einn allt þar til hann lagðist inn á Landspítalann í desember síðastliðnum. Í veikind- um sínum á krabbameinsdeild Landspítalans ræddum við um af- sögn innanríkisráðherra, sá Knút- ur á því grátbroslega hlið eins og öðru. Áttatíu og fimm ár eru lang- ur tími, það var af auðmýkt sem Knútur nálgaðist endalokin og leitaði hugur hans undir það síð- asta aftur á heimaslóðirnar í Holt- unum. Taldi hann þó mesta óþarfa að standa í því að flytja sig þangað til greftrunar eftir sína daga, en jú, honum þætti vænt um að hvíla hjá skyldmennum sínum. Það er gott að geta orðið við hinstu ósk aldraðs frænda sem þrátt fyrir allt var hvíldinni feginn. Að hætti sannra ferðalanga segi ég: „Góða ferð, frændi!“ Oddur Þórir Þórarinsson. Eftir stutt en erfið veikindi hef- ur Knútur frændi minn kvatt þennan heim. Það er vissulega margs að minnast. Knútur kom reglulega í heimsókn til foreldra minna á æskuárum mínum. Oft var hann á ferð um áramót og man ég vel eftir að hann hafði meðferðis nokkrar stórar rakett- ur sem bæði vöktu forvitni og ánægju hjá okkur krökkunum. Síðar varð að venju að Knútur kom alltaf og dvaldi hjá okkur yfir jólin. Fyrsta ferð hans austur í sveitir gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. Var hann á ferð í myrkri, á Volkswagen-bifreið og fann með engu móti réttan afleggjara. Þetta var fyrir tíma farsímanna. Knútur dó þá ekki ráðalaus, tók fram svefnpokann og stóran plastpoka sem hann hafði með- ferðis og lagðist til svefns undir berum himni. Hann lét vel af nótt- inni og taldi aðstæður allar hinar bestu. Með árunum varð maður þess betur og betur áskynja hversu Knútur var vel lesinn. Hann var einnig víðförull og minnugur og hafði gaman af því að segja sögur af samferðafólki sínu. Þær féllu jafnan í góðan jarðveg enda hafði hann lag á að sjá grátbroslegar hliðar tilverunnar. Hann fylgdist vel með fréttum allt fram á síðasta dag. Knútur hringdi stundum í mig seinni árin, aðallega til að ræða málefni líðandi stundar. Þau símtöl verða ekki fleiri að sinni. Ég hafði gaman af þessum símtöl- um. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, var vel inni í málum og þótt við værum ekki alltaf sam- mála skildum við alltaf sáttir. Fyrr eða síðar hringdi Knútur aftur. Umræðuefnið var þá annað en í síðasta símtali en alltaf var nóg um að tala. Knútur hafði seinni árin afar gaman af því að fara til útlanda, fór ófáar ferðir með Bændaferðum og drauma- ferðina fór hann fyrir nokkrum árum til Madeira. Á þessum ferð- um lifði hann lengi eftir að heim var komið. Nú hefur Knútur lagt upp í sína síðustu ferð í þessu lífi. Hvíl í friði frændi með þökk fyrir samfylgdina. Eggert Þröstur Þórarinsson. Knútur Jónsson önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Við þökkum öllum þeim sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, MÁS ELÍSSONAR hagfræðings. Sérstakar kveðjur sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns með þakklæti fyrir einstaka alúð og nærgætni við umönnun Más. . Guðríður Pétursdóttir, Pétur Másson, Edwina Aquino Masson, Elís Másson, Marteinn Másson, Margrét Ásgeirsdóttir, Þóra Másdóttir, Magnús Ólason, Gróa Másdóttir, Ægir Jóhannsson, Patrick Sigurður, Arnór Pétur, Jarrett Már, Ásgerður, Þórhildur, Már, Anna Guðný, Marta, Örn og Jóhann. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ VIBORG GUÐMUNDSSON, Sóltúni 2, áður til heimilis að Seljabraut 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns fyrir góða umönnun. . Marinó Viborg Marinósson, Vala Úlfljótsdóttir, Sigurður Rúnar Marinósson, Helena Sveinbjörnsdóttir, Jónas P. Marinósson, Helga Rós Einarsdóttir, María H. Marinósdóttir, Halldór Halldórsson, Arndís Björk Marinósdóttir, Helgi Rafn Marinósson, Katrín Óladóttir og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU DALRÓSAR GÍSLADÓTTUR sjúkraliða, Hólabergi 84, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá starfsfólk taugalækningadeildar 2B fyrir hlýlega umönnun og einstaka velvild. . Lovísa Birgisdóttir, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Guðmundur Jónasson, Pétur Birgisson, María Aðalbjarnardóttir, Gísli Kristján Birgisson, Elín Eva Lúðvíksdóttir, Ágústa Hera Birgisdóttir, Hlynur Freyr Birgisson, Stefanía Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR VIKTORÍU MAGNÚSDÓTTUR, Ytri-Reistará. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalarheimilinu Hlíð. . Lovísa Kristjánsdóttir, Björn Einarsson, Magnús Kristjánsson, Hans Kristjánsson, Ástríður Kristjánsdóttir, Hólmfríður B. Kristjánsdóttir, Eggert Rúnar Birgisson, Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir, Einar Bergur Björnsson, Kristján Breki Björnsson, Sunneva Dögg Ragnarsdóttir, Kristján Birgir Eggertsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður og tengdaföður, ÓLAFS B. ÓLAFSSONAR, fyrrv. framkvæmdastjóra, Akranesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness og starfsfólki Höfða, Akranesi, fyrir elskuríka umönnun. . Alda Jóhannesdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, Þröstur Stefánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EYRÚNAR LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Seljahlíð, áður til heimilis að Stigahlíð 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir hlýju og góða umönnun. . Bragi Helgason, Kristín Þorsteins, Sigurveig Helgadóttir, Ari Stefánsson, Guðrún Helgadóttir, Hilmar Jóhannsson, Steinunn Helgadóttir, Kristinn Jörundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug við andlát ástkærs sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS HREINS PÁLSSONAR frá Þingeyri. . Soffía Stefánsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Ársæll Másson, Páll Jóhann Pálsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Pétur Hafsteinn Pálsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR SIGRÍÐAR KOLBEINSDÓTTUR, Hólabraut, Reykjadal, sem lést 18. febrúar. . Björn J. Guðmundsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Jóhann Karlsson, Ásta Björnsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Arna Jakobína Björnsdóttir, Skúli Rúnar Árnason, G. Kolbeinn Björnsson, Guðlaug J. Ágústsdóttir, Birna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.