Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
✝ Þór Guð-mundsson
fæddist 1. maí
1936. Hann lést á
Landspítala há-
skólasjúkrahúsi 28.
febrúar 2015.
Hann lauk lands-
prófi frá Núpi í
Dýrafirði, stundaði
síðan nám við
Menntaskólann á
Akureyri og lauk
þaðan stúdentsprófi og síðan
prófi í viðskiptafræði við HÍ. Að
því loknu starfaði hann um skeið
í Framkvæmdabankanum undir
stjórn Benjamíns H. Eiríkssonar
og síðan um árabil í Landsbank-
anum, síðast sem
aðstoðarbanka-
stjóri með umsjón
með útibúum.
Starfi sínu við
bankann lauk hann
sem útibússtjóri á
Ísafirði. Þá var
hann í nokkur ár
forstöðumaður að-
stoðar Íslands við
þróunarlöndin. Eft-
ir að hann sagði því
starfi lausu hóf hann kennslu og
aflaði sér í því skyni kennslu-
réttinda við HÍ og kenndi við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Útför hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Fændi okkar, Þór Guðmunds-
son, er fallinn frá.
Aldís móðir okkar bræðra og
Hólmfríður (Fríða), mamma Þórs,
voru systur. Þór var elstur barna
Fríðu frænku og Guðmundar
Magnússonar. Þór var eldri en við
bræðurnir, fæddur 1936, en mikill
og góður vinskapur var milli fjöl-
skyldna þeirra systranna, jóla- og
afmælisveislur og matarboð fram
og aftur. Þar bundumst við
bræðraböndum við Þór og systk-
ini hans.
Við litum upp til þessa frænda
okkar, sem löngum var kallaður
Brúnó, sjálfsagt vegna þess að
hann var fallega brúneygður.
Hann var fljótt stálpaður og bráð-
þroska, miðað við aldur, var
íþróttamaður góður, frár á fæti og
kröftugur. Vel byggður líkamlega
og fullfær til allra þeirra verka
sem lögð voru á unglinga og unga
menn á hans uppvaxtarárum. Þór
var sendur í skóla að Núpi í Dýra-
firði, þar sem séra Eiríkur Eiríks-
son var skólameistari. Eiríkur var
skyldur okkur frændunum, í
gegnum Bergsættina. Þór tók síð-
an stúdentspróf frá Menntaskól-
anum á Akureyri. Á sumrin
gegndi hann meðal annars vega-
vinnu og sveitastörfum í Vestur-
Landeyjum, á Álfhólum og í Lind-
artúni, þangað sem hann og við
bræðurnar eigum ættir okkar að
rekja.
Hann útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá Háskóla Ís-
lands og gegndi lengst af störfum
fyrir Landsbanka Íslands (aðstoð-
arbankastjóri) og Framkvæmda-
bankann bæði í Reykjavík og á
Ísafirði, þar sem hann var útibús-
stjóri bankans. Einnig um tíma í
bankanum á Selfossi. Á seinni ár-
um starfaði hann sem kennari í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Þór kvæntist aldrei, en átti
dreng, Kjartan, sem lést af slys-
förum, fyrir aldur fram.
Þór frændi okkar og vinur var
kurteis maður en staðfastur í
skoðunum. Og lá ekki á þeim.
Fylgdist vel með þjóðmálum og
það var fróðleikur og unun að
hlusta á rökstuddar og afdráttar-
lausar skoðanir hans á hinum
ýmsum ágreinings- eða deilumál-
um stjórnmálanna, einkum þeim
sem lutu að stjórn fjármála. Þar
var hann á heimavelli.
Þór var mikið náttúrubarn,
ferðaðist mikið hér heima og er-
lendis og stundaði hestamennsku
af miklum áhuga. Rak meðal ann-
ars hestabú í Eyjafjallasveitinni
og keypti sér íbúðarhús efst í
Breiðholtinu í Reykjavík, undir
hestana og sjálfan sig. Óli fór með
honum í 33 daga hestareið um-
hverfis Íslands og er honum
ævarandi þakklátur fyrir það æv-
intýri.
Á seinni árum iðkaði Þór
frændi golf og hafði gaman af.
Nærvera hans og framkoma var
jafnan hæglát og kurteis. Hlátur
hans var smitandi. Heiðarlegur og
grandvar maður hefur nú kvatt. Á
síðustu árum hefur hann tekist á
við veikindi og sú barátta var hon-
um lítt að skapi og þung, þessum
lífsglaða frænda okkar og vini.
Við þökkum honum fyrir sam-
fylgdina og vottum hans nánustu
samúð okkar.
Ellert, Björgvin og
Ólafur Schram.
Þór frændi minn var maður
fríður sýnum. Dökkur yfirlitum,
eins og hann væri af suðrænni
breiddargráðu. Hann hafði þetta
seiðandi latínuútlit sem hann fékk
í arf frá forfeðrum okkar. En vita-
skuld var Þór ekki bara fagur sýn-
um. Hann var góður maður. Ég
veit, að flestir eru sagðir góðir,
þegar þeir eru dauðir – en Þór var
góður maður. Af hverju segi ég
það? Menn sem sýna börnum ást-
úð og athygli eru góðir menn.
Fullorðið fólk sem í hraða tímans
gefur sér tíma til að staldra við hjá
okkur litlu krökkunum og gefa
okkur gaum. Það er gott fólk.
Og Þór var þannig. Ég man eft-
ir honum fyrst þegar ég var átta
ára á Hagamel þar sem móður-
systir mín, Margrét Schram, hélt
okkur kvöldverðarboð. Þór var á
þessum tíma tíður gestur í kvöld-
verði hjá mömmu eða Margréti.
Og ég man að ég kunni einstak-
lega vel við þennan mann frá
fyrstu kynnum. Hann sýndi mér
og okkur krökkunum sérstaka at-
hygli og var svo hlýr að hlýjan
sigldi beint í hjartastað. Og svo
var ég svo heppinn að hann flutt-
ist til Ísafjarðar þar sem ég ólst
upp. Hann var bankastjóri Lands-
bankans hvorki meira né minna.
Hann drottnaði yfir einni falleg-
ustu byggingu Ísafjarðar í þann
tíð og ég var stoltur af honum og
að hann væri frændi minn. Og
konurnar kepptust um hann.
Þór var fríður eins og áður
sagði. Konur bara gláptu í for-
undran á manninn. Hann var son-
ur systur ömmu minnar sem af
engri tilviljun hét Fríða. Systir Al-
dísar ömmu minnar Schram. Ég
spurði mömmu mína eitt sinn við
morgunverðarborðið við Pólgötu
10 á Ísafirði: af hverju er Þór
frændi kallaður piparsveinn?
Mamma svaraði: af því hann býr
einn, án konu. Þetta fannst mér
heillandi. Svona hafði ég aldrei
heyrt um og gældi lengi við þá
hugmynd að verða eins og hann:
piparsveinn.
Þór elskaði hesta. Hann bauð
mér oft á bak fyrir vestan og síðar
sunnan. Mér leið vel í návist hans.
Hann var svo góður við mig og
hrósaði mér, sló mér gullhamra
sem ég var ekki alinn upp við. Í
návist hans fannst mér ég vera
jafnvel til jafns við hann sjálfan.
Einu sinni bar svo við að ég
kom heim úr barnaskóla Ísafjarð-
ar að vori og mamma og Þór sem
átti þá Range Rover voru á leið á
hestbak. Þau voru að keyra úr
hlaði þegar ég öskraði: er mér
ekki boðið? Mér sárnaði að ekki
var mér sinnt – roðnaði af reiði
þegar ég sá Range Roverinn
bruna á brott. Svo ég greip til
minna ráða. Ég átti reiðhjól og ég
hentist af stað, elti Roverinn alla
leið út í Hnífsdal frá Ísafirði. Ég
fullyrði að enginn hafi farið þá leið
á reiðhjóli fyrr né síðar.
Ég gleymi því aldrei hversu
Þór varð hissa þegar ég kom í
svitabaði á hjólinu að hestastóði
hans í Hnífsdal og æpti: af hverju
tókstu mig ekki með? Hann tók
mér ljúfmannlega og setti mig á
sinn glæstasta fák. Svo riðum við
út öll saman um dali og firði. Í
heimreiðinni missti ég stjórn og
gæðingurinn tók á stökk í átt að
hesthúsum. Ég flaug af baki en
lenti standandi. Þór sagði: Glúm-
ur, þú ert Gunnar á Hlíðarenda
endurfæddur. Þannig var hann.
Mér leið eins og hetju í návist
hans.
Ég hefði viljað sjá hann oftar í
lífinu. Hitti hann síðast á Lauga-
veginum þegar ég var orðinn full-
orðinn á leið til bankastjóra að
biðja um lán 1997. Ég var uppá-
klæddur. Hann sló mér aftur gull-
hamra og gaf mér neistann til að
heilla bankastjórann – og fá lánið.
Síðan hef ég ekki séð Þór. En hef
oft hugsað til hans. Ég sakna
hans. Megi minning þessa glæsi-
mennis, frænda míns, ávallt lifa.
Glúmur Baldvinsson.
Ég vil minnast Þórs Guð-
mundssonar við lát hans, gamals
vinar og félaga, þótt samskipti
okkar hafi verið afar lítil um langt
skeið. Ég er ekki vel kunnugur
ætt hans, en veit þó, að við vorum
aðeins skyldir. Það fyrsta sem ég
man eftir Þór var á táningsárum
okkar beggja í Reykjavík. Þá var
hann kallaður Brúnó vegna fal-
legra, stingandi brúnna augna,
sem einkenndu hann. Hafði orð á
sér sem kvennagull. Einhleypur
var hann samt og bjó alltaf einn;
eignaðist son, sem fórst af slysför-
um ungur. Kunningsskap ræktuð-
um við Þór ekki á unglingsárum
en vissum hvor af öðrum. Vin-
skapur okkar hófst 1968 um sam-
eiginlegt áhugamál, hesta. Lengi
ferðuðumst við saman á hestbaki
lengri og skemmri ferðir. Þór
hafði á leigu jörðina Efri-Rot und-
ir Eyjafjöllum og hafði þar hesta
sína. Byggði sér líka hús og hest-
hús í Breiðholti. Þór þakka ég
minn lengsta og eftirminnilegasta
reiðtúr. Aðdragandinn var að við
vorum tveir ásamt hrossum okkar
á Hjörleifshöfða í blíðskaparveðri
í júlí 1985. Sátum þar, leyfðum
hrossum að taka niður meðan við
nutum útsýnis. Segir þá Þór
skyndilega: „Eigum við ekki að
fara einu sinni í almennilegan út-
reiðartúr?“ Ekki að orðlengja
það, hann stingur upp á, að við ríð-
um umhverfis landið. Bjóðum vini
okkar, Sigurbergi í Steinum, með
í förina og síðan við, hver um sig,
einum svo að við verðum sex.
Bundum við þetta fastmælum
þarna uppi á Höfðanum. Svo fór
að við urðum aðeins þrír, við Þór
og Ólafur Schram. Þetta var
ógleymanlegt ferðalag. Fyrst rið-
um við Ólafur úr Reykjavík að
Rotum. Þar hvíldum við hrossin
nokkra daga. Lögðum svo af stað
austur og norður um land með
sextán hross, þar af tvö undir
trússi. Dagleiðir hafði Þór skipu-
lagt af nákvæmni og riðum við yf-
irleitt 40 km á dag. Riðum þó í ein-
um áfanga frá Haukagili í
Vatnsdal suður í Húsafell og vor-
um um 14 tíma í hnakknum þann
dag. Veðrið lék við okkur, nema
tvo dagparta í upphafi og undir
lok ferðarinnar af þeim liðlega
þrem vikum sem ferðin tók. Ólaf-
ur skildi við okkur á Þingvöllum
til að fara í reiðtúr með félögum
sínum af Álftanesi, Þór lauk sinni
ferð í Rotum, en ég í Garðakoti
skammt vestan Dyrhólaeyjar.
Enn áttum við Þór eftir að fara
víða saman, einkum ríðandi en
einnig gangandi. Það síðastnefnda
þó að mestu innan bæjarmarka
Reykjavíkur. Undanfarin ár
strjáluðust samfundir okkar
mjög. Þór hætti að halda hross,
tók að iðka golf og fór iðulega til
Spánar til lengri og skemmri dval-
ar meðan heilsa hans leyfði, en
síðustu árin glímdi hann við
heilsubrest, bæði sykursýki og
síðast alvarlega hjartabilun. Hann
var löngum einrænn og hygg ég
þess hafa gætt meira eftir því sem
árin og heilsubilun hlóðust á hann.
Síðast hittumst við á förnum vegi
á gangi Landspítalans, sem var í
góðu samræmi við hnignandi
heilsu og hækkandi aldur beggja.
Mér fannst þá hann vera fremur
bitur og ósáttur við hlutskipti sitt.
Trúi ég að minn gamli vin hafi far-
ið af heimi saddur lífdaga. Má
vera að þeir hafi beðið hans, Loft-
ur og Mósi, svo þess yrði vart er
hann riði Gjallarbrú.
Hvíli hann í friði.
Vigfús Magnússon.
Þór Guðmundsson
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTRÚN JÓNÍNA
STEINDÓRSDÓTTIR,
Suðurbraut 12,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 9. mars á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
16. mars kl. 15.
.
Þórður Arnar Marteinsson,
Ágústa S. Þórðardóttir, Sigurjón Grétarsson,
Einar Marteinn Þórðarson, Helga Sigurðardóttir,
Viktor Rúnar Þórðarson, Hrafnhildur Ó. Sigurðard.,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 25. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. mars kl. 13.
.
Sigurbjörg Magnúsdóttir, Hákon Ísaksson,
Ólöf Margrét Magnúsdóttir,
Magnús Örn Hákonarson,
Sverrir Þór Hákonarson,
Huld Hákonardóttir,
Móheiður H. Geirlaugsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen,
Smári Jökull Jónsson, Sigrún Sverrisdóttir
og langömmubörn.
Okkar ástkæri bróðir og mágur,
SMÁRI STEFÁNSSON
vörubílstjóri frá Reyðarfirði,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað
mánudaginn 9. mars.
Útför hans fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju
mánudaginn 16. mars kl. 14.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkrahússins í Neskaupstað.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Einar Stefánsson, Birna María Gísladóttir,
Þórir Stefánsson, Kristín Guðjónsdóttir,
Guttormur Örn Stefánsson, Helga Jónsdóttir,
Sigfús Arnar Stefánsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi, langafi
og bróðir,
FRIÐGEIR GUNNARSSON,
hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Drápuhlíð 26 og Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
lést á heimili sínu að Grund 26. febrúar.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær,
föstudaginn 13. mars.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans
er bent á Minningarsjóð Grundar.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til
starfsfólks Grundar fyrir einstaka alúð og umhyggju.
.
Sólveig Helga Stefánsdóttir,
Steinar Jens Friðgeirsson,
Stefán Friðgeirsson,
Hanna Martina Friðgeirsdóttir,
Gunnar Friðgeirsson,
Erla Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON
málarameistari,
sem lést föstudaginn 27. febrúar, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 17. mars kl. 13.
.
Anna Jens's Óskarsdóttir,
Óskar Þórðarson, Sue Þórðarson,
Reynir Þórðarson, Stefanía Kristín Sigurðardóttir,
Margrjet Þórðardóttir, Arnór Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐJÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Jörundarholti 156,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 11. mars.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
19. mars kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á
Hollvinasamtök HVE: Kt. 510214-0560, bankareikn.
0326-22-834.
.
Björn Almar Sigurjónsson,
Kristín Björk Viðarsdóttir, Hrólfur Ingólfsson,
Valgerður Björk,
Tanja Björk,
Aldís Rós,
Auðun Ingi,
Edda Saga.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Útfararþjónusta síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn