Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Ísland er það Evrópuland sem færð-
ist mest upp lista ráðagjafarfyr-
irtækisins Bloom Consulting sem
sýnir „túristavísitölu“ einstakra
landa. Ísland er
þó enn neðarlega
á lista, í 33. sæti
af 41 Evrópu-
landi. Halldór
Arinbjarnarson,
upplýsingastjóri
hjá Ferðamála-
stofu, segir að Ís-
land sé eitt fárra
Evrópuríkja þar
sem enn er svig-
rúm til vaxtar í ferðaþjónustu.
Bloom gefur Íslandi einkunnina
BBB sem er sú 4. hæsta af tíu ein-
kunnum sem hægt er að fá og
stendur fyrir Very good. Nokkrir
þættir eru lagðir til grundvallar
einkunninni: tekjur af ferðamönn-
um, hversu mikið er leitað á netinu
að upplýsingum sem tengjast ferða-
lögum í viðkomandi landi, starfsemi
ferðamálayfirvalda í hverju landi
og hvernig landið er kynnt á netinu
og samfélagsmiðlum
Sex Evrópulönd fá hærri einkunn
í ár en í fyrra og er Ísland eitt
þeirra. Í skýrslunni segir að hækk-
andi gengi Íslands megi m.a. skýra
með betri markaðssetningu á net-
inu.
„Ísland er ekkert stórveldi í
ferðabransanum en miðað við
fjölda ferðamanna og fjölda lands-
manna, þá held ég að það séu fá
lönd sem eru með sama hlutfall,“
segir Halldór Arinbjarnarson, upp-
lýsingastjóri hjá Ferðamálstofu.
„En þó að umfang ferðaþjónustu sé
mikið í augum okkar Íslendinga er
það lítið á alþjóðavísu.“
Svigrúm til vaxtar
Halldór segir fá lönd í Evrópu
hafa vaxið jafn mikið að þessu leyti
og Ísland, hér sé svigrúm til vaxtar,
öfugt við mörg gamalgrónari ferða-
mannalönd. „Það eru helst Austur-
Evrópuríki sem hafa verið að sýna
svipaðan vöxt,“ segir Halldór og
vitnar í skýrslu Ferðamálaráðs
Evrópu, ETC fyrir síðasta ár þar
sem fram kemur að mesta fjölgun
erlendra ferðamanna í aðild-
arríkjum ETC hafi verið á Íslandi.
„Næst komu Lettland og Serbía, en
voru þó ekki nema hálfdrættingar.“
annalilja@mbl.is
Ísland fær ein-
kunnina BBB
eða Very Good
Ísland er hástökkvari ársins á al-
þjóðlegum lista yfir ferðaþjónustu
Morgunblaðið/RAX
Ferðamenn á Íslandi Þeim hefur
fjölgað mikið undanfarin ár.
Halldór
Arinbjarnarson
„Á meðan það er engin byggða-
festa á aflaheimildum, þá er
ekki hægt að tryggja fullkomið
atvinnuöryggi,“ segir Finnbogi
Sveinbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
„Þarna er ekki verið að
tryggja eitt né neitt í raun og
veru. Kvótinn, sem allt snýst
um, hann er ennþá bundinn fyr-
irtækjunum og hann getur farið
hvenær sem fyrirtækin fara á
brott. Maður verður þó bara að
reyna að vera bjartsýnn á það
að þessir aðilar sem eru að
koma þarna inn ætli sér að vera
þarna eitthvað áfram,“ segir
hann.
Segir ekkert tryggt
án byggðafestu á
aflaheimildum
Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hefur
selt fasteignir sínar á Þingeyri,
ásamt tækjum og búnað til fisk-
vinnslu. Kaupandinn er Íslenskt
sjávarfang sem stefnir að því að
fjölga störfum við fiskvinnslu á Þing-
eyri frá því sem nú er og vinna og
frysta þar allt að 4.000 tonn af fiski á
ári.
Ákvæði tryggir störf
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá fyrirtækjunum tveimur þar sem
jafnframt segir að markmiðið með
kaupsamningnum sé að viðhalda og
efla atvinnulíf á Þingeyri og að kaup-
verðið taki mið af því. Kaupverðið
hækkar um 50 milljónir króna standi
Íslenskt sjávarfang ekki við þau
ákvæði samningsins að halda uppi
fullri atvinnustarfsemi á staðnum í
fimm ár og vera með að minnsta
kosti 20 stöðugildi.
Haft er eftir Pétri Hafsteini Páls-
syni, framkvæmdastjóra Vísis, að
þessi ákvæði samningsins séu afar
mikilvæg því þau tryggi að starfsfólk
Vísis á Þingeyri geti haldið áfram
störfum við fiskvinnslu á staðnum
eftir að Vísir flytur starfsemi sína til
Grindavíkur um næstu mánaðamót.
Samið við smábátaeigendur
Þá er haft eftir Rúnari Björgvins-
syni, framkvæmdastjóra Íslensks
sjávarfangs, að fyrirtækið stefni að
því að fjölga starfsfólki við fisk-
vinnsluna á Þingeyri úr 20 í 30. Búið
sé að tryggja fyrirtækinu nægilegan
afla með samningum við eigendur
smábáta á svæðinu, dragnótabátsins
Egils frá Þingeyri og þriggja togara.
Stefnt að fjölgun starfa
Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang hefur keypt fasteignir og tæki Vísis á Þingeyri
Segja markmiðið með viðskiptunum að viðhalda og efla atvinnulíf á staðnum
Ákvæði um fimm ár
» Stefnt er að því að vinna og
frysta allt að 4.000 tonn af
fiski á ári.
» Kaupverðið hækkar um 50
milljónir króna verði ekki stað-
ið við ákvæði samningsins að
halda uppi fullri atvinnu-
starfsemi á staðnum í fimm ár.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sameiginlegar kjarakröfur iðnaðar-
manna voru lagðar fram í gær á fundi
með Samtökum atvinnulífsins. Þar er
gerð krafa um endurskoðun núverandi
launakerfa. Byrjunarlaun iðnaðar-
manns með sveinspróf hækki um
nærri 100 þúsund krónur og verði kr.
381.326 á mánuði og almenn hækkun
verði 20%. Samkvæmt útreikningum
iðnaðarmanna verða heildarkostnað-
aráhrifin 23,2%. Lægstu kauptaxtar
muni hækka meira eða um allt að 37%,
en kostnaðaráhrifin af þeirri breytingu
séu rúm 3% þar sem kauptaxtar færist
nær raunlaunum á markaði, en tiltölu-
lega fáir fái laun samkvæmt samnings-
bundnum töxtum.
Verði samið til lengri tíma en eins
árs er gerð krafa um að laun verði
verðtryggð. Í kröfugerðinni segir að
verðbólga hafi verið lág, en afnám
gjaldeyrishafta valdi óvissu. „Ef og
þegar þær hugmyndir koma til fram-
kvæmda mun íslenska krónan veikj-
ast verulega til skamms tíma og jafn-
vel til lengri tíma litið. Verði samið til
lengri tíma en eins árs við þessar að-
stæður er óhjákvæmilegt annað en að
verðtryggja laun til að tryggja þann
kaupmáttarauka sem samið verður
um,“ segir í kröfum iðnaðarmanna.
Hafa dregist aftur úr
Hilmar Harðarson, formaður Sam-
iðnar, segir að hópar iðnaðarmanna
hafi dregist aftur úr á síðustu árum.
Þannig hafi launavísitala taxta iðnað-
armanna hækkað um 64,1% frá árinu
2006, en launavístalan hafi á sama tíma
hækkað um 74,9%. Í lægstu töxtum
innan raða iðnaðarmanna sé gert ráð
fyrir 1601 króna greiðslu fyrir hverja
klukkustund, en meðallaunin séu í
raun 2400 krónur á tímann. Flestir
hópar iðnaðarmanna njóti svokallaðra
markaðslauna, þó svo að dæmi séu um
annað sums staðar á landsbyggðinni.
Hilmar segir að þessi gjá gæti
skapað jarðveg fyrir undirboð og mis-
notkun verði ekki gerðar lagfæringar
með því að færa taxta að greiddum
launum. Með þetta í huga hafi verið
sett fram krafa um leiðréttingu á
taxtalaunum upp á 17,5% og síðan al-
menna taxtahækkun upp á 20%.
Um 18 þúsund manns
Félög iðnaðarmanna sem standa
sameiginlega að kröfugerðinni eru
Rafiðnaðarsamband Íslands, MAT-
VÍS, Félag hársnyrtisveina, Félag
bókagerðarmanna, Félag vélstjóra og
málmiðnaðarmanna og Samiðn, sam-
band iðnfélaga, en í Samiðn eru 12 að-
ildarfélög. Hilmar segir að þessi sam-
bönd og félög hafi ekki áður sett fram
sameiginlega kröfugerð, en innan vé-
banda samflotsins eru um 18 þúsund
manns. Áður hafa félög og sambönd
lagt fram sérkröfur sínar. Næsti
fundur um kröfurnar verður á föstu-
dag eftir viku.
Morgunblaðið/Ómar
Kjaraviðræður Margir hópar iðnaðarmanna standa að baki kröfunum sem
kynntar voru í gær. Myndin er tekin við Garðatorg í Garðabæ.
Vilja verðtryggja laun
Hópar iðnaðarmanna kynntu sameiginlegar kjarakröfur
Byrjunarlaun iðnsveins verði 381 þúsund á mánuði
„Því miður er ekki mikil skynsemi í
þessari kröfugerð og það verður
afskaplega erfitt að vinna út frá
henni,“ sagði Þorsteinn Víglunds-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, um kröfur iðn-
aðarmanna.
„Fyrir það fyrsta sýnist okkur að
þarna sé verið að fara fram á 30-
40% launahækkun á tólf mánaða
tímabili. Það gefur augaleið að
slíkt getur aldrei gengið upp innan
einhvers verðlagsstöðugleika og
setur stöðuna í heildarviðræðum á
vinnumarkaði í mjög einkennilega
stöðu.
Annars vegar er verið að biðja
um sérstaka hækkun á lægstu
launin, en síðan kemur tekjuhópur
eins og iðnaðarmenn, sem er með
meðallaun nokkuð yfir með-
allaunum í þjóðfélaginu, og út frá
einhverju viðmiði sem þeir hafa
fundið sér telja þeir sig þurfa sér-
staka launahækkun umfram aðra.
Það er erfitt að móta heildstæða
línu í kjaraviðræðum út frá slíku.“
Spurður um kröfu um verð-
tryggingu verði samið lengur en til
eins árs segir Þorsteinn: „Það
kæmi aldrei til greina af hálfu SA
að semja um verðtryggingu í kjara-
samningum. Svo ekki sé talað um
að ef þessar kröfur yrðu ofan á þá
færi hér af stað mikil verðbólga og
að ætla sér að verðtryggja slíkan
samning væri sama og að búa til
vítisvél víxlhækkana launa og
verðlags sem kemur ekki til
greina.“
Þarf samstöðu meðal
ólíkra tekjuhópa
Almennt um stöðuna segir Þor-
steinn að Samtök atvinnulífsins
séu reiðubúin að horfa til þess
hvernig hækka megi grunnlaun á
móti lækkun álagsgreiðslna, eins
og vegna yfirvinnu og vaktavinnu
sem séu mjög háar, í norrænu
samhengi, hér á landi.
„Í því sambandi mætti horfa sér-
staklega til lægstu launa líkt og
háværar kröfur eru uppi um, en
forsenda þess er að um það náist
samstaða meðal ólíkra tekjuhópa
því ef einhverjir eiga að hækka
meira en aðrir, verður líka að vera
sátt um það hverjir eiga að hækka
minna,“ segir Þorsteinn.
Ekki mikil skynsemi í kröfunum
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SA
Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
MALLORCA 23.–30. júní
VIVA Can Picafort
FRÁ95.150 kr.
Verð á mann m.v. þrjá fullorðna og eitt barn í íbúð
með einu svefnherbergi.