Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
vinnur að afgreiðslu deiliskipulags
fyrir Geysissvæðið. Það er grund-
vallað á vinningstillögu í hug-
myndasamkeppni sem kynnt var
fyrir ári. Oddviti sveitarfélagsins
segir að málið sé komið vel á veg.
Framkvæmdasjóður ferða-
mannastaða veitti Bláskógabyggð
styrk til að efna til hugmynda-
samkeppni um skipulag og hönnun
á Geysissvæðinu. Hluti fjármagns-
ins er notaður í þá deiliskipulags-
vinnu sem staðið hefur yfir í vetur.
Málið hefur verið til umfjöllunar
í skipulagsnefnd uppsveita Árnes-
sýslu sem Bláskógabyggð á aðild
að og nú síðast hjá sveitarstjórn.
Vegurinn ekki færður að
sinni
Í vinningstillögunni var gert ráð
fyrir færslu þjóðvegarins suður
fyrir þjónustukjarnann í þeim til-
gangi að bæta tengingu á milli
hverasvæðis og þjónustu. Ekki er
fjallað um þá hugmynd í deili-
skipulagsvinnunni, aðeins hvera-
svæðið sjálft, norðan vegarins.
Helgi Kjartansson, oddviti Blá-
skógabyggðar, segir að tekið verði
á hugmyndinni um færslu þjóðveg-
arins við endurskoðun aðal-
skipulags sveitarfélagsins sem
væntanlega lýkur á næsta ári.
Umræða varð um fyrirliggjandi
drög að deiliskipulagi í sveit-
arstjórn og tekið undir athuga-
semdir skipulagsfulltrúa sem fram
komu í minnisblaði. Helgi segir að
þetta séu minniháttar lagfæringar.
Niðurstaðan var að hvetja
skipulagsráðgjafa til að halda
áfram vinnu við deiliskipulagið og
láta ekki skipulagsmál aðliggjandi
svæða hægja á framvindu verks-
ins.
Skipulag er fyrsta skrefið
Helgi segir að sveitarfélagið ein-
beiti sér að því að ljúka vinnu við
deiliskipulagið. Þegar tillögurnar
verða tilbúnar þurfa þær að fara í
lögbundið umsagnarferli. Vonast
hann til að skipulagið verði stað-
fest síðar á þessu ári.
Hann segir of snemmt að ræða
um framkvæmdir á hverasvæðinu.
Ekkert sé fast í hendi í því efni.
Reiknar hann þó með því að sveit-
arfélagið muni fylgja málinu eftir.
„Það hefur lengi verið rætt hvað
gera þurfi. Nú er farið að sjá fyrir
endann á skipulaginu og það er
fyrsta skrefið.“
Teikning/Landmótun
Hverasvæði Pöllum og stígum var sérstaklega hælt í umsögn dómnefndar
um vinningstillögu Landmótunar. Þeir munu opna aðgang að fleiri hverum.
Skipulag Geysis-
svæðis að fæðast
Ekkert fast í hendi um framkvæmdir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir við-
skiptaráðherra segir að frumvarpið
um breytingar á lögum um endur-
skoðendur, sem fjallað var um í
Morgunblaðinu í gær og var flutt á
síðasta þingi, verði ekki endurflutt.
Sofnaði í nefnd
„Þetta mál var lagt fram á sein-
asta þingi og það má segja að það
hafi sofnað í efnahags- og viðskipta-
nefnd, m.a. vegna neikvæðra um-
sagna um frumvarpið. Ég hef ákveð-
ið að endurflytja málið ekki, enda er
að koma ný Evróputilskipun um
endurskoðendur, þannig að við sáum
fram á að við þyrftum að fara í heild-
arendurskoðun á lögunum,“ sagði
Ragnheiður Elín í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Ragnheiður El-
ín sagði að þetta
mál kæmi af þess-
um sökum ekki
aftur fram á
þessu þingi.
„Við höfum
áform um að end-
urskoða lögin í
heild, vonandi
strax í haust, og
fara yfir þessa
nýju tilskipun um endurskoðendur
frá Evrópusambandinu og aðlaga
endurskoðuð lög um endurskoðend-
ur að henni,“ sagði viðskiptaráð-
herra.
Ýmis álitamál
Varðandi hina nýju tilskipun hafi
verið ýmis atriði og álitamál, sem
upp hafi komið, sem jafnframt komu
fram í ákveðnum umsögnum um
frumvarpið frá í fyrra, sem Alþingi
þyrfti að taka afstöðu til, við heildar-
endurskoðun laganna. „Það verður
því ekkert að frétta af þessu máli á
þessu þingi,“ sagði Ragnheiður Elín.
Ákvörðun eftir helgi
Ráðherra var spurð hvenær hún
tæki ákvörðun um það hvort hún
færi að tillögu endurskoðendaráðs
um að svipta Guðmund Jóelsson, lög-
giltan endurskoðanda til 40 ára,
starfsleyfi, eins og fjallað hefur verið
um í Morgunblaðinu undanfarna
daga. Guðmundur neitar því að al-
þjóðlegir endurskoðunarstuðlar hafi
lagagildi hér á landi þar sem þeir
hafa hvorki verið þýddir á íslensku,
né birtir.
„Þetta mál er í vinnslu hér í ráðu-
neytinu,“ sagði Ragnheiður Elín, „og
ég á von á því að erindið komi inn á
mitt borð strax eftir helgi.“
Lögin endurskoðuð
Viðskiptaráðherra segir að frumvarpið um breytingu á lög-
um um endurskoðendur verði ekki endurflutt á þessu þingi
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
Nintendo New 3DS
• Spilar 3DS og DS tölvuleiki.
• Ný og betri stjórnun.
• Öflugri örgjörvi og nýr netvafri.
• NFC stuðningur við Amiibo karaktera.
• Ný og betri 3D tækni sem eltir augun.
• Betri myndavél og þráðlaus
yfirfærsla á gögnum.
Nintendo New 3DS XL
Nýkomin, ný og öflugri
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
kr. 39.900,- kr. 46.900,-
3.88”
3.33”
4.88”
4.18”
Gott úrval leikja