Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú stendur frammi fyrir erfiðri
ákvörðun og skalt ekki óttast að gera ein-
hverjar breytingar. Sýndu lipurð en stattu þó
fast á þínu þegar við á.
20. apríl - 20. maí
Naut Gerðu sjálfum þér eitthvað til góða í
dag því það er fyrir öllu að þú sért glaður
með sjálfan þig. Sumir halda dagbók yfir
drauma sína og þú ættir að velta þeim mögu-
leika fyrir þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Velgengni veltur á því að rétt
manneskja sé skipuð í sérhvert hlutverk í lífi
þínu. Hið sama gildir um listsköpun af öllu
tagi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Auðlegð og kraftur annarra kemur
þér að góðum notum í dag. Komdu þér í
samband við viðkomandi og myndaðu vina-
lega stemningu svo viðkomandi sé til í að
hjálpa þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er enginn tími til að svara spurn-
ingunni um eggið og hænuna. Reyndu að láta
þetta ekki slá þig út af laginu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vanalega ertu fullur af eldmóði. Hlust-
aðu á innsæi þitt en gleymdu því ekki að
gjafmildi á einnig að snúa að sjálfum þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft ekkert að setja upp hundshaus
þótt ekki séu allir sammála því sem þú segir.
Vertu því fljótur að hugsa og haltu svo áfram
að sinna þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vinnur af þolinmæði að
markmiðum sem munu nást í framtíðinni.
Viðbrögðin sem þú færð eru tilfinningaríkari
en endranær. Fólk laðast að þér af persónu-
legum ástæðum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samræður við ættingja og systk-
ini verða hugsanlega stirðar í dag. Gullið
tækifæri gæti beðið þín sem þú mátt ekki
láta renna þér úr greipum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einmitt þegar allt rúllar í vinnunni
kemur eitthvað upp á sem stöðvar flæðið.
Talaðu um tilfinningar þínar og tjáðu þær.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að blanda þínum eigin
skoðunum í frásögn af gangi mála. Stundum
tekst fólki að gera hluti af því það veit hrein-
lega ekki að þeir eru „ógerlegir“.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Bilun í tölvunni eða annars konar
tæknivandamál geta sett strik í reikninginn
hjá þér í dag. Eignir þínar, andlegar eða ver-
aldlegar, gætu borið ríkulegan ávöxt.
Síðasta vísnagáta var sem oftareftir Guðmund Arnfinnsson:
Fyrirheiti frestun á.
Á fési hverju má hann sjá.
Jafnan stunda á miði má.
Mengun valda þykir sá.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Hér varð dráttur einhver á.
Andlitsdráttum flíka.
Fiskidráttur fínn úr sjá.
Finnst hér dráttur líka?
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Að baki hvílir blíðust nátt,
um blund að rjúfa náði sátt.
Í vísnagátum veit ég fátt,
en Vísnahornið gefur drátt.
Árni Blöndal leysir gátuna
þannig:
Alltaf gleður muna minn
Moggagátu þátturinn
svarið óðar set ég inn
sem mun vera drátturinn.
Helgi R. Einarsson svarar:
Frestur og á fési er,
fiskveiðanna háttur,
veldur mengun víða hér.
Væntanlega dráttur.
Og bætir síðan við, að sumir hafi
saurugari hugsunarhátt en aðrir:
Heilög eru holdsins vé,
sem hjarta- veldur -slætti.
Guðmundur þó glúrinn sé
gleymdi einum drætti.
Guðmundur Arnfinnsson svarar
sjálfum sér þannig:
Dráttur er frestun á fyrirheiti.
Á fési hverju drátt má sjá.
Við fiskidorg ég drætti beiti.
Dráttur reyks mun skaða ljá.
Og lætur að venju limru fylgja:
Við margt eiga menn að stríða.
Það mun vera algengt víða,
að dregið sé
í dilka fé,
en fjárdrátt má fráleitt líða.
Bætir síðan við að hér komi gáta
– og ekki ýkja þung:
Hennar um strengi er strokið
Þá stórveðrahrinum er lokið.
Börn hana í fjöru við fundum.
Ferhendu gerir hún stundum.
Svör verða að berast ekki síðar
en á miðvikudagskvöld.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sérhver fylgir
sínum drætti
Í klípu
„HÁLFVITINN ÞINN. ÞAÐ ER
FIMMTUDAGUR. FÖSTUDAGS-FLASSIÐ ER
Á MORGUN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ERTU AÐ PASSA MATARÆÐIÐ OG SJÁ TIL
ÞESS AÐ ÞÚ FÁIR NÆGA HREYFINGU?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ein töfrandi kvöld-
stund.
GRETTIR, ÞETTA ERU
GÖMLU GÓÐU DAGARNIR
ÉG ÆTLA AFTUR
Í HÁTTINN
ÉG ER ÞAR
NÚ ÞEGAR
ÞETTA ER EINS OG AÐ
LÆRA AÐ SITJA HEST
ÞEGAR ÞÚ DETTUR
AF BAKI...
... ÞÁ VERÐURÐU AÐ
FARA STRAX AFTUR
Í HNAKKINN!!
Víkverji á ákaflega erfitt með aðgera tvennt í einu. Sérstaklega
þegar hann keyrir. Að sjálfsögðu þá
á ekki að gera neitt annað en að ein-
beita sér að akstrinum þegar öku-
maður situr undir stýri. Þetta veit
Víkverji mætavel og talar aldrei í
símann þegar hann er undir stýri.
x x x
Sá galli er á gjöf Njarðar að Vík-verji á það nefnilega til að
gleyma sér í eigin frásögn eða ann-
arra þegar hann keyrir bíl. Þannig
hefur Víkverji tvívegist keyrt um-
hugsunarlaust í allt aðra átt en hann
ætlaði sér þegar hann var á valdi
frásagnar. Í fyrra skiptið þá var
hann að segja afkvæminu sínu sögu.
x x x
Áður en hann vissi af þá hafði hannbeygt upp fyrstu frárein sem
hann sá og hélt áfram að keyra á
meðan hann sagði frá skelfilegum
örlögum ónafngreindrar kanínu.
x x x
Eftir þessa uppákomu þá hefurVíkverji haft þann vana að segja
engar sögur í bílnum. Hann ýmist
hækkar í útvarpinu eða skellir góðri
sögu í útvarpið svo allir geti notið
þess að heyra upplestur sem er oftar
en ekki í höndum úrvalsleikara.
x x x
Í hitt skiptið þá hlýddi hann á frá-sögn móður sinnar af matreiðslu-
töktum sínum í eldhúsinu. Móðirin
lýsti því hvernig hún útbjó lamba-
kótelettur í raspi, meðlæti og sósu.
Víkverji er staðráðinn í að ná tökum
á þessu þó hann eigi langt í langt.
Lýsing móður hans var svo nákvæm
að það var engu líkara en hann
horfði yfir öxlina henni við mat-
reiðsluna. Að sjálfsögðu hafði Vík-
verji fengið vatn í munninn og ein-
mitt beygði útaf götunni á
kolröngum stað.
Eftir þetta þá hefur Víkverji sett
þær reglur í bílnum að það er bann-
að að tala við hann meðan á akstri
stendur. Sömu reglur gilda um hann
og strætóbílstjórann. Ræðið ekki við
vagnstjóra meðan á akstri stendur.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þessi lögbók skal ekki víkja úr munni
þínum. Þú skalt hugleiða efni hennar
dag og nótt svo að þú getir gætt þess að
fylgja nákvæmlega því sem þar er
skráð, til þess að ná settu marki og þér
farnist vel. (Jósúabók 1:8)
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
afsláttur
Spil er frábær gjöf
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Nýtt spurningaspil á íslensku.
Við aðstoðum þig við að velja spilin
og pökkum þeim inn í gjafapappír fyrir þig.