Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 NÝJAR VÖRUR ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050 STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND WWW.SKOR.IS Ecco Damara Stærðir: 36-42 Verð kr. 16.995 Nýyrði eru stundum glettnisleg. Ég heyrði af einu slíku núna eftiráramótin: sjálfhverfa (selfie í munni margra hér). SigurðurKonráðsson prófessor mun vera höfundurinn; orðið beinirhugsuninni ósjálfrátt að þeim sem sjálfhverfir eru. Þá er að nefna skatthol sem Gyrðir Elíasson hefur notað yfir skattaskjól víkinganna. Orðið minnir á svarthol sem segja má að geti komið í kjölfar stórra skatthols-mála. Gyrðir víkkaði einnig út merkingu orðsins líkþrá (= von um „lík“ á sveitasíma (feisbók)). Nýyrðið ömurð notar Sigurður Pálsson í Táningabók, m.a. um for- sjárhyggju löggjafarsamkundunnar sem bannaði okkur að drekka bjór um áratugaskeið. Þetta orð, ömurð, er þeirrar náttúru að manni finnst það hafa verið til um aldir. Í Táningabók talar Sig- urður m.a. um eðli ljóðlistar og það að vera listamaður, ljóðskáld. Hann segir: „Í prósa leynist þráður, í póesíu er mynd. Gjarnan að við- bættum hljómi“ (bls. 125). Menntaskólaneminn (Sig- urður Pálsson) fór á Hótel Borg: „Settist inn um kaffileytið, háværir al- þingisforkólfar og verslunarmenn höfðu hertekið öll gluggaborðin, létu kersknisskeyti fljúga hver um annan þveran og hlógu barkadjúpum hlátri, uppfullir af íslensku hreppstjóraglammi, létu ferskeytlur dynja hver á öðr- um“ (bls. 231). Allt í einu rak unga skáldið augun í „jógúrthvíta“ fótleggi þessara miklu manna; þeir voru allir í of stuttum buxum. Íslenskan er ekki alltaf rökleg, sbr. t.d. setningarnar „ég er einn af þeim sem hef aldrei…“ og: „ég er einn af þeim sem hafa aldrei…“. Sú síðari er málfræðilega hárrétt; þá fyrri hafa mætustu menn samt bæði sagt og skrif- að lengur en elstu menn muna. Eftir síðasta pistil minn (7. febr. sl.) var ég leiðréttur af góðum lesendum vegna orðasambandsins „forða misskilningi“. Ég skal alveg taka undir það að þetta er ekki rökrétt, og ég man eftir aðfinnslum við það hér í gamla daga. En svona var samt talað og skrifað. Helgi Hálfdanarson birti um þetta bráðskemmtilega grein í Morgunblaðinu 17. júlí 1974 (endurprentuð í Skynsamleg orð og skætingur 1985, bls. 58-60). Helgi sagði: „Raunar er svo komið fyrir linnulausan áróður að varla þorir nokkur maður framar að taka sér í munn orðasambandið forða slysi, annaðhvort af misskilinni mál- vöndun eða af ótta við að verða kjöldreginn fyrir dáraskap. Heldur er klastrað saman að koma í veg fyrir slys eða einhverju ámóta hrúgaldi.“ Það er víst ekki rökrétt heldur að segja að fjórir séu helmingi meira en tveir, af því að einhver rökhyggjumaður komst að raun um að þrír væru helmingi meira en tveir. Við áttum semsagt allt í einu að fara að segja: tvö- falt meira. Í framhaldi af þessari rökumræðu: Megum við þá ekki lengur segja: það er von á ofsaveðri; eða: á dauða mínum átti ég von? Auk þess legg ég til að Beysi-Kalli verði settur á hóld; hann er orðinn svo tens, karlinn. Beysi-Kalli Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Félagar úr hinum svonefnda InDefence-hópihafa látið til sín heyra á ný og í ljósi fyrri af-reka þeirra í Icesave-málinu hljóta menn aðleggja við hlustir. Í grein sem nokkrir þeirra, dr. Agnar Helgason mannfræðingur, dr. Torfi Þórhalls- son verkfræðingur, Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og MBA, og Ragnar F. Ólafsson félagssálfræðingur, skrifa á vefritið kjarninn.is segja þeir: „Með afnámi gjaldeyrishafta stendur þjóðin frammi fyrir þeirri hættu að sitja eftir með risavaxnar og órétt- mætar skuldir, sem rekja má til bankahrunsins.“ Þeir fullyrða að þjóðin skuldi nálægt því eins árs þjóð- arframleiðslu eða um 1.500 milljarða króna, „sem má að mestu leyti rekja til afleiðinga af starfsemi gömlu bank- anna“, eins og þeir segja. Síðan segja þeir InDefence-félagar: „Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2012 kemur fram, að íslenzka bankahrunið var þriðja dýrasta í heim- inum hvað varðar útgjöld ríkisins, sem námu 740 millj- örðum króna. Samkvæmt AGS jukust skuldir ríkissjóðs um rúmlega 70% af landsframleiðslu vegna aðgerða til að takast á við bankahrunið eða um 1.200 milljarða króna. Ofan á þetta bætist svo árlegur vaxtakostnaður upp á tugi milljarða um ókomin ár. Svo er ótalinn sá kostnaður sem lenti á almenningi og fyrirtækjum, þegar kaupmáttur hrundi og rekstrarskil- yrði þrengdust verulega í kjölfar hrunsins. Á móti öllum þessum kostnaði hefur ríkið fengið um 300 milljarða eignarhlut í nýju bönkunum, en það dugar ekki einu sinni fyrir 400 milljarða króna vaxtakostnaði, sem ríkið hefur þegar greitt vegna skuldanna frá 2008!“ Þeir benda síðan á að beggja vegna Atlantshafs hafi það sjónarmið orðið ofan á undanfarin ár að kostnaður vegna falls fjármálafyrirtækja eigi ekki að lenda á skatt- greiðendum og segja: „Í þrotabúum föllnu bankanna liggja um 2.200 millj- arðar króna. Ætlum við virkilega að sitja eftir með óbætt tjón upp á næstum heila þjóðarframleiðslu til þess eins að hleypa áhættufjárfestum úr landi með slíkar fjár- hæðir, sem eru að stórum hluta til ávinningur af end- urreisn landsins sem við kostuðum með miklum fórnum af hálfu samfélagsins og himinháum lántökum?“ Þessi skrif grundvallast á þeirri hugsun, að fjármála- fyrirtæki greiði bætur fyrir tjón, sem þau hafi valdið samfélögum sem þau starfa í, með starfsháttum sínum. Á undanförnum nokkrum árum hafa alþjóðlegir stór- bankar með höfuðstöðvar beggja vegna Atlantshafs samið við yfirvöld í viðkomandi löndum um slíkar fjár- bætur, ýmist til einstaklinga, fyrirtækja eða samfélaga. Þar koma við sögu nokkur þekktustu fjármálafyrirtæki heims, sem hafa talið það betri kost fyrir sig að semja um greiðslu himinhárra bóta en verjast opinberum ákærum. Sú hugmyndafræði, sem þeir InDefence-félagar byggja skrif sín á, er því viðurkennd í okkar heimshluta, ekki bara af stjórnmálamönnum eða álitsgjöfum heldur af fjármálafyrirtækjunum sjálfum. Raunar á það ekki bara við um okkar heimshluta. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, benti á það í nýlegum sjónvarpsþætti, að í fjármála- kreppu, sem gekk yfir nokkur Asíulönd á tíunda áratug síðustu aldar, hefði Malasía lagt útgönguskatt á fjár- magn sem leitaði úr landi. Um þá aðgerð Malasíu hefur m.a. verið fjallað í Markaðspunktum Arionbanka. Um hugmyndir af þessu tagi hefur ekki mikið verið rætt á opinberum vettvangi fyrr en nú með skrifum þeirra InDefence-félaga en þó hafa stöku sinnum birtzt áþekkar ábendingar, sennilega einna fyrst frá Kára Stef- ánssyni svo og fréttir um að ríkisstjórnin hafi í hyggju að leggja útgönguskatt á fjármagn sem leitar úr landi í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Engar staðfestar tölur hafa komið fram í þessu sambandi en 30-40% hafa verið nefnd. Í tilvitnaðri grein á Kjarnanum er talað um 60%. Hins vegar hefur því verið haldið fram í fréttum DV, að af hálfu hinna erlendu kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna sé haldið uppi skipulegri starfsemi til að gæta hagsmuna þeirra og þá væntanlega til þess að hafa áhrif á almenningsálitið á Íslandi. Þar er ekkert nýtt að þeir sem eiga mikilla hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum ráði hagsmunaverði til starfa fyrir sig. Í Bandaríkjunum sérstaklega og í vaxandi mæli í Evrópu er gerð krafa um að hagsmunaverðir skrái sig hjá opinberum aðila og upp- lýsi fyrir hvern eða hverja þeir vinni. Hér á þessum vett- vangi hefur nokkrum sinnum verið vakin athygli á því, að eðlilegt væri að setja löggjöf um slíka starfsemi hér. Sú ábending hefur hins vegar ekki vakið áhuga nokkurs þingmanns á Alþingi. Líklegt má telja að framundan séu miklar umræður um þær hugmyndir og ábendingar, sem fram koma í grein þeirra InDefence-manna á Kjarnanum. Vafalaust eiga eftir að verða skiptar skoðanir um þessi sjónarmið. Ætla verður, miðað við það sem fram hefur komið, að stjórnarflokkarnir séu í megindráttum sammála þessum sjónarmiðum, þótt líklegt megi telja að ágreiningur geti orðið um prósentur. En áhugavert verður að fylgjast með því hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir bregðast við og ekki endi- lega víst að það verði á einn og sama veg. Það vekur at- hygli hvað lítið heyrist frá Samfylkingunni um málið. Kannski skýrist það á landsfundi flokksins, sem er fram- undan. Um hitt verður ekki deilt að hér er um gífurlegt hags- munamál þjóðarinnar að ræða. En um leið eftirtektar- vert að drifkrafturinn í þessum umræðum kemur ekki frá stjórnmálaflokkunum. InDefence-félagar láta til sín heyra – um útgönguskatt Alþjóðlegir bankar semja um bætur frekar en að verjast ákærum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Nýlega kom út í Bandaríkjunumgreinasafn um bankahrunið ís- lenska, sem Gísli Pálsson og E. Paul Durrenberger ritstýrðu. Í formála víkja þeir að frægu hugtaki Hönnu Arendt, hversdagslegri mannvonsku (banality of evil), sem hún notaði í tilefni réttarhalda yfir Adolf Eich- mann í Jórsölum. Síðan segja þeir: „Þó voru Eichmann og hans líkar ekki aðeins að hlýða fyrirmælum. Þeir trúðu í einlægni á þann málstað og það kerfi, sem þeir þjónuðu. Ný- frjálshyggjan er jafnhversdagsleg. Við teljum, að hugmyndafræði ný- frjálshyggjunnar, með rætur sínar í Bandaríkjunum og hámarki í kröf- unni um hröð umskipti, hnitmiðaða og samfellda áróðursvél og fram- gang Chicago-skólans í hagfræði og kynningu nýfrjálshyggjunnar sem heilsteypts hugmyndakerfis, sé söguleg hliðstæða. Hún virðist eðli- leg, enginn virðist ábyrgur, og allir eru aðeins að hlýða fyrirmælum.“ Þeir Gísli segja líka: „Nýfrjáls- hyggja sækir réttlætingu í „vís- indalega“ hagfræði. Samt sem áður hefur hún haft í för með sér ólýs- anlegt ofbeldi og eymd um allan heim. Frá sjónarmiði fórnarlamb- anna séð er þetta vissulega sam- bærilegt við árásir víkinga. Fram- kvæmd þessarar hugmyndafræði og almenn viðurkenning hennar, hvort heldur í smáu eða stóru, er skýrt dæmi um hversdagslega mann- vonsku.“ Þessari samlíkingu hefur verið gefið sérstakt nafn, „Reductio ad Hitlerum“, Hitlers-aðleiðslan. Er varað við henni í rökfræði. Til dæmis getur verið, að frjálshyggjumaður trúi af sömu ástríðu á málstað sinn og nasisti. En með því er ekkert sagt um, hvort frjálshyggja sé skyld nas- isma. Raunar er frjálshyggja eins langt frá nasisma og hægt er að vera, því að kjarni hennar er við- skipti frekar en valdboð. „Tilhneig- ing þín til að skjóta á náungann minnkar, ef þú sérð í honum vænt- anlegan viðskiptavin,“ sagði frjáls- hyggjumaður á nítjándu öld. Frjáls- hyggja hefur hvergi verið fram- kvæmd hrein og tær, en samkvæmt alþjóðlegum mælingum eru þau lönd, sem helst nálgast frjálshyggju- hugmyndir um hagstjórn, Sviss, Ástralía, Nýja-Sjáland, Bretland og Kanada. Hverjum dettur öðrum í hug en Gísla Pálssyni og E. Paul Durrenberger að bera þau saman við Hitlers-Þýskaland? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Reductio ad Hitlerum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.