Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Bandaríski kammerkórinn Denison
Chamber Singers kemur fram á
þrennum tónleikum hérlendis á
næstunni. Fyrstu tónleikar þeirra
eru í Kaldalóni í Hörpu mánudag-
inn 16. mars kl. 20. Sérstakur gest-
ur kórsins á þeim tónleikum er
kammerkórinn Hljómeyki sem
syngur undir stjórn Mörtu G. Hall-
dórsdóttur. Næst mun Denison
Chamber Singers koma fram í Skál-
holtsdómkirkju, ásamt Vox Populi
undir stjórn Hilmars Arnar Agn-
arssonar, miðvikudaginn 18. mars
kl. 20, og að lokum í Sögusetrinu á
Hvolsvelli fimmtudaginn 19. mars
kl. 20.30.
Kórinn Denison Chamber Sin-
gers var stofnaður árið 1961 og
hefur komið fram í 24 fylkjum
Bandaríkjanna og farið tólf sinnum
í tónleikaferðalög utan heimalands-
ins, m.a. um mörg lönd Evrópu og
Suður-Ameríku. Á tónleikum sínum
hér á landi flytja þau trúarlega tón-
list, þjóðlög og hefðbundna tónlist
heimalands síns. Stjórnandi kórsins
er Wei Cheng. Ókeypis aðgangur er
að öllum tónleikum kórsins.
Bandarískur kammerkór í heimsókn
Kammerkór Denison Chamber Singers
syngur á þrennum tónleikum hérlendis.
Menningarvika Grindavíkur hefst
í dag, laugardag, og stendur til
sunnudagsins 22. mars nk. en
þetta er 7. árið í röð sem vikan er
haldin. Við setningu Menning-
arvikunnar í Grindavíkurkirkju í
dag kl. 17 tekur Harpa Pálsdóttir
danskennari við Mennning-
arverðlaunum Grindavíkurbæjar
2015.
„Tónleikar, myndlistarsýn-
ingar, skemmtidagskrár, nám-
skeið og fjölbreyttir viðburðir eru
í aðalhlutverki þar sem framlag
heimafólks er í öndvegi en til
Grindavíkur koma margir góðir
gestir til að sýna og skemmta,
m.a. frá vinabænum Piteå. Menn-
ingarvikan verður með fjölþjóð-
legum blæ og kemur fjölmenning-
arráð Grindavíkur að
skipulagningu nokkurra viðburða
í fyrsta sinn,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu, en þar kemur fram að aldr-
ei hafi fleiri viðburðir verið á
dagskrá en í ár.
Af viðburðum má nefna að
sunnudaginn 22. mars kl. 20 verð-
ur spjalltónleikaröðin Af fingrum
fram í sal tónlistarskólans í
Grindavík. Þar tekur gestgjafinn,
Jón Ólafsson, á móti Gunnari
Þórðarsyni tónskáldi. Dagskrá
vikunnar má nálgast í heild sinni
á vefnum grindavik.is/v/15928.
Menningarvika Grindavíkur hefst í dag
Morgunblaðið/Golli
Tónskáldið Gunnar Þórðarson verður
gestur í Af fingrum fram í Grindavík.
Næstu tvo sunnudaga er Útvarps-
leikhúsið helgað Steinari Sigur-
jónssyni rithöfundi. Sunnudaginn
15. mars kl. 13 verður fluttur heim-
ildaþáttur um rithöfundinn eins og
hann birtist í minningu samferða-
manna sinna. Viðmælendur í þætt-
inum eru Einar Kárason, Magnús
Pálsson, María Kristjánsdóttir,
Ólafur Gunnarsson, Rúnar Guð-
brandsson, Vernharður Linnet og
Vilborg Dagbjartsdóttir. Auk þess
heyrist brot úr viðtali Friðriks
Rafnssonar við Steinar Sigur-
jónsson frá árinu 1989, úr þættinum
Mynd af orðkera.
Sunnudaginn 22. mars kl. 13
verður síðan fluttur fléttuþátturinn
„Raddir úr djúpinu“ um verk og
hugarheim
Steinars. Um
dagskrárgerð
sáu Bjartur Guð-
mundsson, Hann-
es Óli Ágústsson,
Lilja Nótt Þór-
arinsdóttir, Stef-
án Benedikt Vil-
helmsson, Vigdís
Másdóttir, Wal-
ter Geir Gríms-
son og Þorbjörg Helga Þorgils-
dóttir, en þau voru öll nemendur
Listaháskóla Íslands þegar þau
unnu að þættinum árið 2008 þegar
80 voru liðin frá fæðingu Steinars
sem lést 1992. Umsjón með verk-
efninu hafði Jón Hallur Stefánsson.
Útvarpsleikhúsið helgað Steinari
Steinar
Sigurjónsson
Áhorfendur fá að gægjast á bak við luktar dyr fólks sem bý í sömu götu í
úthverfi nokkru og virðist allir vera tiltölulega eðlilegir við fyrstu sýn. Ann-
að kemur þó á daginn.
IMDB 7,1/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00
Smárabíó 17.45, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20
Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00
The Little Death 12
Líf Ellu breytist skyndilega þegar faðir hennar fellur frá og hún lendir undir
náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar.
Metacritic 64/100
IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00
Sambíóin Álfabakka 12.30, 13.30, 14.00,
15.00, 16.00, 17.30, 18.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.10, 17.30,
20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 12.30, 14.00, 15.00,
17.30, 20.00
Sambíóin Akureyri 12.30, 15.00, 17.30, 20.00
Sambíóin Keflavík 15.00, 17.30, 20.00
Cinderella Svindlarinn Nicky neyðist til að leyfa ungri og
óreyndri stúlku, Jess, að taka þátt í nýjasta
ráðabrugginu þótt honum sé það
þvert um geð.
Metacritic 56/100
IMDB 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30,
17.40, 20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 22.30
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Focus 16
Inherent Vice 16
Árið 1970 í Los Angeles
rannsakar einkaspæjarinn
Larry „Doc“ Sportello hvarf
fyrrverandi kærustu sinnar.
Metacritic 81/100
IMDB 7,0/10
Sambíóin Egilshöll 19.00,
22.00
Sambíóin Kringlunni 21.00
Sambíóin Akureyri 22.30
Chappie 16
Í nálægri framtíð fer vél-
væddur lögregluher með eft-
irlit með glæpamönnum en
fólk fær nóg af vélmennalögg-
um og fer að mótmæla.
Metacritic 38/100
IMDB 8,0/10
Laugarásbíó 22.35
Smárabíó 20.00, 22.40
Háskólabíó 22.20
Borgarbíó Akureyri 22.00
The DUFF
Skólastelpa gerir uppreisn
gegn goggunarröðinni í skól-
anum. Bönnuð innan tíu ára.
Metacritic 56/100
IMDB 7,2/10
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.20
Smárabíó 13.00, 15.30, 17.45,
20.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Kingsman: The Secret
Service 16
Metacritic 59/100
IMDB 8,3/10
Laugarásbíó 22.10
Smárabíó 14.00, 17.00, 20.00,
22.45
Borgarbíó Akureyri 17.40
Before I Go to Sleep 16
Christine Lucas vaknar á
hverjum morgni algjörlega
minnislaus um það sem gerst
hefur í lífi hennar fram að því.
Metacritic 41/100
IMDB 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
22.10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Fifty Shades of Grey 16
Mbl. bbnnn
Metacritic 53/100
IMDB 4,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Smárabíó 22.20
Into the Woods Metacritic 69/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.20
The Theory of
Everything 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 72/100
IMDB 7,8/10
Sambíóin Kringlunni
20.00, 22.40
Veiðimennirnir 16
Morgunblaðið bbbnn
IMDB 7,2/10
Laugarásbíó 22.10
Birdman 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDB 8,3/10
Háskólabíó 22.20
The Grump Metacritic 72/100
IMDB 7,5/10
Háskólabíó 17.30, 20.00
Still Alice Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 72/100
IMDB 7,5/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00
Svampur Sveinsson:
Svampur á þurru
landi IMDB 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.30, 15.30, 17.30
Sambíóin Akureyri 12.50,
15.00
Sambíóin Keflavík 18.00
Paddington Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 76/100
IMDB 7,6/10
Laugarásbíó 13.50, 15.50
Sambíóin Keflavík 16.00
Smárabíó 13.00, 15.30,
17.45
Háskólabíó 15.00
Borgarbíó Akureyri 15.40
Annie Metacritic 33/100
IMDB 5,0/10
Smárabíó 13.00, 16.00
Háskólabíó 15.00, 17.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Hot Tub Time
Machine 2 12
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Sambíóin Egilshöll 16.40
Ömurleg brúðkaup Morgunblaðið bbbnn
Háskólabíó 15.00, 17.50,
20.00
Vatnafrúin (Rossini) Sambíóin Kringlunni16.55
Big Hero 6 Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40
Jupiter Ascending 12
Metacritic 47/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.40
Hrúturinn Hreinn IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 13.50
Sambíóin Keflavík 14.00
Smárabíó 13.00, 15.30
Háskólabíó 15.00
Borgarbíó Akureyri 15.40
Stations of the
Cross
Bíó Paradís 18.00
Beloved Sisters
Bíó Paradís 20.00
Jack
Bíó Paradís 22.30
Hefndarsögur
Bíó Paradís 20.10, 22.00
Ferðin til Ítalíu
Morgunblaðið bbmnn
Bíó Paradís 22.45
What We Do in the
Shadows
Bíó Paradís 16.00
Trend Beacons
Bíó Paradís 16.00
Flugnagarðurinn
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 20.00
Óli Prik Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 18.00
Íslenska krónan –
allt um minnstu
mynt í heimi
Bíó Paradís 18.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna Úrskurður dómara í Los Angeles ívikunni, um að brotið hafi verið á
höfundarrétti hins látna dægur-
tónlistarmanns Marvin Gaye, hefur
vakið athygli og umtal í fjölmiðlum
víða um lönd og meðal listamanna.
Dómarinn sagði Robin Thicke og
Pharrell Williams, flytjanda og laga-
höfund/upptökustjóra popp-
smellsins „Blurred Line“, hafa notað
hluta úr lagi Gaye frá 1977, „Got to
Give It Up“, án þess að geta þess
með tilhlýðilegum hætti. Dæmdi
hann börnum Gaye 7,3 milljónir dala
í bætur, rúmlega 800 milljónir
króna. Thicke og Williams hafa
hagnast um 17 milljónir dala á smell-
inum.
Þeir sem tengjast dægurtónlist
dagsins í dag undrast margir úr-
skurðinn; upphæðin vekur athygli
en ekki síður afstaðan til lagasmíða
og upptöku á tónlist í dag. Sam-
kvæmt tónlistarblaðamanni The
New York Times var kviðdómur að-
eins látinn bera lögin saman á nótum
en ekki með því að hlusta á flutning-
inn. Segir hann hipphopp- og dæg-
urlög í dag verða til í hljóðverum,
þar sem upptökustjóri vinnur með
hljómborð, trommuheila, hljóðsmala
og tölvu. Lagahöfundar leggja síðan
til laglínur þar ofan á og hugmyndir
um efni og innihald, og stundum
einnig textana. Það sé því nær aldrei
um skrifaða tónlist að ræða, til að
leiðbeina flytjendum, það sé liðin tíð.
Blaðamaðurinn sem um ræðir tel-
ur, sem dæmi, að það séu veik rök í
þessu tilfelli að dæma eftir skrif-
uðum nótum og mögulega ábyrgð-
arlaus. Úrskurðurinn sé „sigur fyrir
úrelt lög og einnig úrelt aðferð við að
hugsa um tónlist“. efi@mbl.is
AFP
Flytjendurnir Pharrell Williams
og Robin Thicke þurfa að borga.
Umdeildur dómur um
rétt lagahöfunda