Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Norrænu tónlistarverðlaunin eða The Nordic Music Prize voru veitt í fimmta sinn á norsku tónlistarhá- tíðinni by:Larm fyrr í mánuðinum. Sú er hreppti hnossið er finnsk og ber hið máttuga nafn Mirel Wag- ner. Tónlistin er nokkurs konar dauðablús, berstrípaðar kassa- gítarstemmur sem líða um myrkr- ið, innblásnar af fornum, óraf- mögnuðum blús frá Ameríku. Já, og platan hennar heitir When the Cellar Children See the Light of Day, svona rétt til að hnykkja á stemningunni. Það var Jónsi okkar sem tók við verðlaununum fyrstur manna árið 2011, þá fyrir sólóplötu sína Go (2010). Svíar urðu svo hlut- skarpastir næstu þrjú ár á eftir. Verðlaununum svipar til Mercury- verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald frem- ur en markaðsvænleika og er ætlað að vekja athygli á skandinavískri tónlist á alþjóðavettvangi um leið og dægurtónlistarmenn á svæðinu eru hvattir til dáða. Tilnefning- arnar ár hvert segja þá talsvert um þá popprænu strauma sem leika um Norðurlöndin en tólf plötur voru um hituna í ár eins og hin fyrri. Þrjár komu frá Svíþjóð í þetta sinnið, þrjár frá Danmörku og tvær frá hinum löndunum (Ís- land, Noregur og Finnland). Hlut- föllin hafa verið mismunandi í gegnum tíðina að þessu leytinu til. Styrkur Að vanda, og það hefur verið styrkur þessara verðlauna, voru plöturnar jafn ólíkar og þær voru margar. Danir buðu t.a.m. upp á framsækið rafpopp frá MØ, Iceage snöruðu fram nútímasíðpönki og Selvhenter leika sér með afskap- lega tilraunakennda óhljóðalist á Motion of Large Bodies (sem var í sérstöku uppáhaldi hjá pistlahöf- undi). Tvær þær síðastnefndu fengu sérstök heiðursverðlaun hjá alþjóðlegu dómnefndinni sem valdi sigurvegarann þetta árið. Fulltrú- Norræni tónninn Myrk Mirel Wagner, handhafi Norrænu tónlistarverðlaunanna, er eitursvöl. ar Svíþjóðar voru Neneh Cherry (afbyggt, djassað tilraunapopp), Lorentz (samtímahipp-hopp í anda Drakes) og Lykke Li (ísilagt nor- rænt sírenupopp). Norræna sír- enupoppið, eins og ég er greinilega að kalla það, átti líka sinn fulltrúa í hinni norsku Emilie Nicolas (plata hennar, Like I’m a Warrior, er stórgóð) og hitt framlagið frá Nor- egi var metnaðarfull plata plötu- snúðsins Todds Terje, It’s Album Time. Finnar áttu þá einnig full- trúa úr hipphoppinu í Gracias og síðast en ekki síst átti Ísland tvo ólíka en afar frambærilega full- trúa. Prinspóló með hina glæstu og alíslensku Sorrí og svo Pink Street Boys með Trash from the Boys, en þeir eru leiðarljósið í nýju hráu rokkbylgjunni sem kraumar undir íslenska tónlistarlandslaginu nú um stundir. Blómlegt Allt tal um sameiginlega þætti norrænnar popptónlistar er vand- kvæðum bundið. Það er eðlilega vilji til að stilla fram einhverju sameiginlegu (það er hentugt markaðslega) og svo ganga marg- ir, einkum þeir sem eru ekki frá Norðurlöndunum, með óræða, rómantíska hugmynd um einhvern norrænan tón í kollinum. Þegar draumsýnum er vikið burt sést hins vegar (og heyrist) að margir og ólíkir hlutir eru í gangi. Ekki bara á milli landa heldur einnig innan landa. Þannig að þessi norræni tónn er ansi fjöltóna ef svo mætti segja. Engu að síður er hægt að til- taka vissa norræna strauma, sír- enupoppið sem ég tala um hefur t.d. verið giska áberandi und- anfarin ár, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. En umfram allt er norrænt samtímapopp fjölskrúðugt, tekið er mið af því helsta í Ameríku og Bretlandi eins og gengur en svo dettur heimaræktað krydd óhjá- kvæmilega út í þá súpu. Til að blómleg tónlistarmenning fái þrif- ist á þessum svæðum á þessum fjöl- menningarlegu tæknitímum er nauðsynlegt að halda henni að væntanlegum hlustendum og margt gott starfið er unnið að því leytinu til. Ég nefni NOMEX, tón- listarútflutningsskrifstofur land- anna, hluti eins og Nordic Playlist og svo þessi blessuðu verðlaun, sem leitast við að stimpla það inn að margt popplegt þrekvirkið er unnið hér á norðurslóðum ár hvert. » Þegar draumsýn-um er vikið burt sést hins vegar (og heyrist) að margir og ólíkir hlut- ir eru í gangi  Hin finnska Mirel Wagner hampaði Norrænu tónlistarverðlaununum  Hvaða mynd gefa verðlaunin af skandinavískri popptónlist í dag? James Bond, njósnari hennar há- tignar númer 007, er vanur að fara hvert sem hann vill. Það vita aðdá- endur hans. En þingið í Wales, Se- nedd, er ekki á því. Ósk framleið- enda væntanlegrar kvikmyndar um nýjustu ævintýri njósnarans, sem mun kallast Spectre, um að fá að kvikmynda í þinghúsinu var hafnað. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í Wales og fullyrt að þar missi heimamenn af gullnu tækifæri til að auglýsa nýlegt þinghúsið og starf- semi þingsins. Samkvæmt The Gu- ardian þykir mörgum starfsemin í þinghúsinu fremur óspennandi og þarna hafi verið tækifæri til að gæða það lífi. Þá séu fordæmi fyrir því að kvikmyndað sé í húsinu þar sem þar voru teknar upp senur í þættina Sherlock og Dr. Who. Talsmaður þingsins svarar gagn- rýnendum og segir þingsalinn ekki vera kvikmyndaver. Boðið var að kvikmynda annars staðar í bygging- unni en því var hafnað. Velskir hafna Bond AFP Á tökustað Leikarinn Daniel Craig í hlutverki James Bond við tökur á Spectre í Rómarborg fyrir skömmu. Það verður 24. myndin um Bond. ÍSLENSKUR TEXTI 2 VIKUR Á TOPPNUM! Besta leikkona í aðalhlutverki NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 2 OG 5 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLAI www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus ÓDÝRT kl: 2 og 5 800 kr barnaverð fyrir alla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.