Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 2

Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Keppendur í Iceland Winter Games létu ekki hvassviðri gærdagsins stöðva sig. Keppnin stendur yfir á Akureyri þessa dagana og náði hún hámarki í dag þegar fram fór snjóbrettamót og keppni í skíðafimi (free ski) í Hlíðarfjalli. Keppendur voru bæði innlendir og erlendir og margir á heimsmælikvarða. Einn skipuleggj- enda mótsins sagði kíminn, að keppendur hefðu nánast fokið til Dalvíkur þegar verst viðraði. Keppendur létu veðrið ekki hafa áhrif á sig Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir Iceland Winter Games fara fram þessa dagana á Akureyri Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við stefnum að því að fara af stað með þessa kosningu á mánudaginn,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, en bandalagið vinnur nú hörðum hönd- um að atkvæðagreiðslu um verk- fallsaðgerðir. „Við erum sem sagt að undirbúa aðgerðir og verkföll sem verða á völdum stöðum. Það getur þó allt breyst á síðustu stundu þannig að ég vil ekki vera að lýsa einhverju yf- ir sem síðar myndi ekki standa,“ segir hann. Allt saman stopp Félög sem eiga aðild að Banda- lagi háskólamanna eru 27 talsins og má þar nefna Félag íslenskra hljóm- listarmanna, Félag íslenskra leik- ara, Félag íslenskra náttúrufræð- inga og Sálfræðingafélag Íslands. „Við erum að fara yfir sviðið og hvar sé vænlegast að bera niður til að hafa áhrif á þessar kjaraviðræð- ur og ýta þeim eitthvað áfram, þar er allt saman stopp. Okkur er það alveg ljóst að ef við gerum ekki neitt þá gerist ekki neitt,“ segir Páll. „Verkfallið yrði fljótlega upp úr páskum og ég er ekkert viss um að það yrði alltaf á sama stað á sama tíma,“ segir hann að lokum. Kjósa um verkföll á völdum stöðum  Bandalag háskólamanna efnir til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir næstkomandi mánudag  Möguleg verkföll fjölda aðildarfélaga BHM myndu skella á upp úr páskum á mismunandi stöðum Morgunblaðið/Ómar Aðgerðir Formaður BHM segir verkföllin ekki endilega verða á sama tíma. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Mikið hvassviðri og vatnsveður verð- ur um allt land í dag. Vindhviður geta farið yfir 50 metra á sekúndu en spáð er sunnanátt með meðalvindi frá 20-30 m/s fyrir hádegi. Óveðrið byrjar sunnanlands og suðaustantil og færist síðan fljótt yfir allt landið. Stormurinn ætti að ganga yfir um kl. tvö sunnanlands og síðdegis fyrir norðan. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mun flugumferð liggja niðri innanlands en óvíst er með millilandaflug. Elín Björk Jón- asdóttir, veður- fræðingur, segir að ekki verði stætt úti þegar veðrið er verst og að ekki sé mikið vit í því að fara út. „Það hefur ekki komið jafn slæmt veður í vetur úr þessari átt. Nú fýkur allt hitt, sem ekki hefur fokið í vetur. Allt lauslegt getur farið af stað, tré gætu rifnað upp með rótum og þakplötur fokið,“ segir hún. Þá segir Elín flóðahættu mesta suðaustanlands, undir Vatna- jökli, og á Suðurlandi við Mýrdals- og Eyjafjallajökla. Nokkuð var um útköll björgunar- sveita í óveðri sem gekk yfir í gær. Beðið var um aðstoð vegna foks víðs- vegar á vestanverðu landinu. Í Gróf- inni í Keflavík flæddi upp úr niður- föllum og var slökkviliðið kallað út til að dæla upp leysingavatni sem hafði safnast fyrir á staðnum. Landsnet verður í viðbragðsstöðu vegna óveð- ursins sem gengur yfir landið í dag, þar sem ástand flutningskerfisins er talið veikt víðsvegar um land. Ofsaveður og ekki stætt úti  Flóðahætta á Suð- ur- og Suðausturlandi Óveður Kári sækir landann heim. Framkvæmdastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins fagnar batnandi efna- hagsaðstæðum á Íslandi og þeim ár- angri sem hefur náðst í að takast á við vandamál í kjölfar hrunsins. Þetta kemur fram í umræðu fram- kvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um skýrslu sjóðsins um horfur og stöðu íslensks efnahags- lífs. Með traustum efnahagsaðgerðum sé útlit fyrir hagvöxt til framtíðar, verðstöðugleika og batnandi skulda- stöðu. Að mati stjórnarinnar þarf fyrst og fremst að vinna að áhættu- þáttum er varða lítinn hagvöxt á al- heimsvísu, verðbólguáhrif launa- hækkana og óvissu í kringum afnám gjaldeyrishafta. Þá telur hún að pen- ingastefna Seðlabankans snúi rétti- lega að verðstöðugleika og er Seðla- bankinn hvattur til að vera á verði gagnvart verðhjöðnun og miklum launahækkunum. Einnig styður stjórnin þá stefnu Seðlabankans að byggja upp sterkan gjaldeyrisforða og leggur hún áherslu á að byggt sé upp stuðningsnet við íslenskt fjár- málalíf vegna vandamála sem gætu komið upp á við afnám gjaldeyr- ishafta og lagalegra ágreiningsmála sem tengjast því. Ennfremur er kall- að eftir endanlegri lausn á vanda- málum Íbúðalánasjóðs sem er rek- inn með miklu tapi. isb@mbl.is AGS fagn- ar góðum árangri  Efnahagshorfur Íslands bjartar „Í dag hófst atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun, þ.e.a.s. hvort okk- ar starfsmenn hjá Ríkisútvarpinu séu reiðubúnir í vinnustöðvun seinna í mánuðinum. Það kemur niðurstaða úr atkvæðagreiðsl- unni á þriðjudaginn,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. „Krafa okkar er sú að gerðir verði alveg sjálfstæðir sér- kjarasamningar fyrir okkar fé- lagsmenn sem starfa hjá Rík- isútvarpinu, við höfum verið uppi með kröfu um það ansi oft síðan Rík- isútvarpið var gert að op- inberu hluta- félagi árið 2008. Við erum búin að halda marga fundi með Rík- isútvarpinu og vísuðum deilunni til Ríkissáttasemjara 20. janúar. Sá fundur var árangurslaus,“ segir Kristján Þórður. Fara fram á sérkjarasamninga STARFSMENN RÍ INNAN RÚV MÖGULEGA Í VERKFALL Verkfall Kosn- ingar hófust í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.