Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Frá því í desember hefur verið heim-
ilt að selja matvæli sem merkt eru
með „best fyrir“-merkingunni. Var
slíkum vörum áður fargað þegar
þessari dagsetningu var náð.
Þetta varð heimilt með reglu-
gerðarbreytingu
hjá atvinnuvega-
og nýsköpunar-
ráðuneytinu.
Fjallað var um
matarsóun í
Morgunblaðinu í
gær og gagnrýndi
Steinþór Skúla-
son, forstjóri SS,
af því tilefni það
viðhorf að ekki
megi gefa út-
runnin matvæli, þótt vel séu hæf til
neyslu.
„Hér er hent miklu af pakkavöru
og þurrvöru á sama tíma og margir
nánast svelta. Ég tel fráleitt – eins
og gert var að grýlu í tilteknum fjöl-
miðlum fyrir nokkrum árum – að
ekki mega gefa vöru eins og morg-
unkorn, kex og aðrar pakkavörur,
þótt hún sé útrunnin. Þessi vara get-
ur verið í fullkomnu lagi,“ sagði
Steinþór m.a. í Morgunblaðinu í gær.
Merking matvara hefur breyst
Jónína Þ. Stefánsdóttir, fagsviðs-
stjóri í merkingum matvæla hjá
Matvælastofnun, situr í samstarfs-
hópi um matarsóun. Hópurinn var
stofnaður í september og stefnir að
því að birta niðurstöður og tillögur á
degi umhverfisins 25. apríl nk.
Jónína segir að áður hafi þurft að
merkja vörur með fimm daga
geymsluþol eða minna með „síðasta
neysludegi“. Aðrar vörur voru
merktar með „best fyrir“-merking-
unni. Um vörur í báðum flokkum
gilti að þær mátti ekki selja eftir að
dagsetningu var náð. Það hefur nú
breyst.
„Nú skal merkja vörur með síð-
asta notkunardegi ef hætta er á að í
þeim vaxi sjúkdómsvaldandi örverur
þannig að þær eru ekki öruggar til
neyslu eftir dagsetningu síðasta
notkunardags. Það má ekki selja
þær eftir að komið er fram yfir dag-
setningu.
Hins vegar má selja vörur sem eru
með „best fyrir“-merkingu – og það
á augljóslega við um allar þurrvörur
og vörur sem geymast lengi – eftir að
komið er fram yfir dagsetningu, að
því tilskildu að þær séu neysluhæfar.
Þetta getur alveg teygt sig niður í
kælivörur og átt við um t.d. osta,
mjólk og kjöt sem á eftir að elda.“
Vitundarvakning um sóunina
Jónína kveðst aðspurð ekki hafa
tölfræði á takteinum um það hversu
mikið vandamál matarsóun sé á Ís-
landi. Hún telur þó að vitundarvakn-
ing sé að verða varðandi matarsóun.
„Það er ákveðinn hópur sem hefur
mikinn áhuga á þessu. Eflaust er líka
annar hópur sem hefur engar
áhyggjur af þessu,“ segir Jónína.
Suma útrunna
matvöru er
heimilt að gefa
Nýjar reglur tóku gildi í desember
Hópur um matarsóun að störfum
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að börn
sem fengju inngöngu í leikskóla Reykjavíkurborgar yrðu
að vera bólusett nema læknisfræðilegar ástæður höml-
uðu því, var felld á fundi borgarstjórnar í gær með níu
atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samþykkt var hins vegar
að farið yrði í áhættumat vegna smitsjúkdóma.
Forvarnargildi og fordæmisgefandi
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér
tilkynningu þar sem harmað er að því hafi verið hafnað
að skóla- og frístundasviði yrði falið „að skoða hvernig
best er hægt að útfæra aðgerðir til að tryggja að inn-
göngu í leikskóla Reykjavíkur fái eingöngu þau börn sem
bólusett hafa verið við smitsjúkdómum, nema læknis-
fræðilegar ástæður hamli. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks harma jafnframt að meirihlutinn hafi ekki komið
til móts við sjónarmið tillögunnar að neinu leyti með því
að leggja ekki til að sviðinu verði falið að skoða hvaða að-
gerðir væru tækar í því augnamiði“.
Þá segir einnig í tilkynningunni að „borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins styðja þá tillögu sem verður þá von-
andi jákvætt skref og innlegg í áframhaldandi umræðu
innan borgarkerfisins. Áréttað skal þó að tillaga sjálf-
stæðismanna snerist ekki um að mæta aðgerðum vegna
hættuástands, heldur er henni fyrst og fremst ætlað að
hafa forvarnargildi ásamt því að vera hvetjandi og for-
dæmisgefandi aðgerð til að minnka áhættu á alvarlegum
smitsjúkdómum til framtíðar“.
Tillaga um bólusetningu felld
Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks harma ákvörðunina
Morgunblaðið/Ómar
Borgarstjórn Tillagan um bólusetningu barna í leik-
skólum var felld með níu atkvæðum gegn fjórum.
„Það eru mörg skip á svæðinu en það hefur verið
mjög lítil veiði í dag,“ segir Grétar Rögnvarsson, skip-
stjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, sem var á loðnu-
veiðum í Breiðafirði í gær.
„Það var smáveiði hérna í ljósaskiptunum í morgun
en svo hefur það farið minnkandi. Annars hefur ver-
tíðin verið góð þrátt fyrir ótíðina og vestangangan
reddaði þessu. Það kom mjög mikið af loðnu að norð-
an og hérna vestur fyrir. Þá hefur náðst í mikið af
hrognum, sem er alltaf gott,“ segir Grétar.
Fjölmörg skip voru dreifð um Breiðafjörðinn í gær við loðnuveiðar og -leit
Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson
Vestangangan bjargaði málunum
Gert við nótina Skipverjar á Birtingi NK notuðu tímann meðan landað var í Neskaupstað í gær til að gera við
loðnunótina. Á myndinni eru þeir Hjörvar Moritz og Kristinn Hjartarson að skipta um og splæsa nýtt pokaband.
Lögregla í San Bernardino í Kaliforn-
íu leitar nú að 41 árs gömlum Íslend-
ingi, Alfreð Erni Clausen, vegna um-
fangsmikils fjársvikamáls. Hann,
ásamt tveimur öðrum, er talinn hafa
svikið meira en 44 milljónir dollara,
rúma sex milljarða króna, út úr hópi
fólks með loforðum um að breyta lán-
um þess samkvæmt frétt CBS-sjón-
varpsstöðvarinnar.
Alfreð Örn er sagður hafa staðið
fyrir svikamyllu ásamt tveimur öðr-
um mönnum í kringum lögfræðistofu.
Héldu þeir því fram að þeir gætu
breytt skilmálum lána fólks. Lánin
fóru hins vegar til ólöglærðra manna
sem breyttu reikningum fólksins og
tóku við mánaðargreiðslum og fyrir-
framgreiðslum frá því. Hinir tveir
mennirnir voru handteknir 5. mars.
Mennirnir þrír eru meðal annars
ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað og
peningaþvætti.
Saksóknari San Bernardino hvatti
fólk í dag á twittersíðu sinni til þess
að veita upplýsingar um ferðir Al-
freðs, bæði á ensku og íslensku. Svo
virðist sem ýmsir hafi brugðist við
hér á landi en embættið setti inn
færslu í kvöld þar sem öllum á Íslandi
sem hafi sent upplýsingar um hann
eru færðar þakkir.
„Þetta er mjög flókið og skrítið mál
en við gerðum ekkert rangt,“ sagði
Alfreð Örn Clausen m.a. í fréttum
Ríkisútvarpsins í gærkvöldi og þar
kom fram að hann hefði verið hér á
landi síðan á síðasta ári.
Leitað vegna stór-
felldra fjársvika
Ásgerður
Jóna Flosa-
dóttir, for-
maður
Fjölskyldu-
hjálpar Ís-
lands, segir
grátlegt
hversu miklu
er hent af
matvælum.
„Verslanir eru farnar að
selja vörur sem eru að renna
út með miklum afslætti. Þær
gætu líka komið þeim til okkar
og við sett þær í frysti og svo
úthlutað þeim í stað þess að
þeim sé fargað. Fólk fær að
velja sér pakkavörur sjálft. Við
úthlutum ferskum vörum en
svo getur fólk fengið hinar vör-
urnar ef það vill,“ segir Ás-
gerður Jóna.
Yrði sett
beint í frysti
FJÖLSKYLDUHJÁLPIN
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Jónína Þ.
Stefánsdóttir
Norðurál Grundartanga ehf. og
Félag iðn- og tæknigreina,
Verkalýðsfélag Akraness, Stétt-
arfélag Vesturlands, VR og RSÍ
undirrituðu í gærkvöldi kjara-
samning sem gildir til 31. desem-
ber 2019.
Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness,
segir þetta tímamótasamning.
„Hér er verið að feta nýja leið
sem hefur ekki verið farin áður,
allavega ekki gagnvart verka-
fólki og iðnaðarmönnum. Það er
fólgið í því að launahækkanir
starfsmanna verða vísitölutengd-
ar. Það liggur alveg fyrir að
launavísitalan hefur ætíð mælst
umtalsvert hærri en almennar
prósentuhækkanir í kjarasamn-
ingum,“ segir Vilhjálmur og
kveðst bjartsýnn á að samning-
urinn verði samþykktur.
Laun verða tengd
við launavísitölu