Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 6

Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 6
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verði ættarnöfn gefin frjáls yrði það hörð atlaga að föður- og móður- nafnakerfi Íslendinga. Þetta æva- forna germanska nafnakerfi hefur eingöngu varð- veist hér á landi og það er mik- ilvægur menn- ingararfur og ábyrgðarhluti að vega að því. Þetta kemur fram í umsögn mannanafna- nefndar um frumvarp um breytingar á lög- um um mannanöfn, en í frumvarp- inu er lagt til að kvaðir um ættar- nöfn verði felldar brott. Engin bein lagafyrirmæli kveða á um að þessi menningararfur verði varðveittur, að sögn nefndarmanns í manna- nafnanefnd. Áðurnefnt frumvarp var lagt fram af Óttarri Proppé þingmanni Bjartrar framtíðar og 13 öðrum þingmönnum og er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Engar skuldbindingar Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagðar eru til breytingar á lögunum, sem reyndar hafa tekið talsverðum breytingum undanfarna áratugi. Árið 1991 voru sett ný lög um mannanöfn sem leystu af hólmi lög frá 1925, en í millitíðinni höfðu verið lögð fram tvö breytingarfrumvörp sem ekki náðu fram að ganga. Núgildandi lög um mannanöfn eru frá árinu 1996 og samkvæmt þeim er óheimilt að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi. Í umsögn um þau lög segir m.a. að menningar- legir hagsmunir samfélagsins af því að varðveita íslenska kenninafnasið- inn séu ótvíræðir. „Ættarnöfn hafa þann höfuðókost að þau stefna þess- um sið í voða. [...] Auk þess að vera forn, sérstakur og þjóðlegur hefur íslenski kenninafnasiðurinn þann mikla kost að kenninöfn kvenna víkja ekki fyrir kenninöfnum karla. [...] Það væri óbætanlegur skaði ef Íslendingar glötuðu þeim merkilega arfi sem kenninafnasiður þeirra er. Þeir hafa þá skyldu við sjálfa sig, afkomendur sína og umheiminn að reyna eftir fremsta megni að varð- veita þennan arf.“ Þá segir í um- sögn að reynsla annarra þjóða bendi til þess að þar sem ættarnöfn fái að þrífast við hlið föðurnafna fari ættarnöfnin ávallt með sigur af hólmi. Helgi Áss Grétarsson, lögfræð- ingur og nefndarmaður í manna- nafnanefnd segir að engin bein lagafyrirmæli kveði á um að þessi menningararfur verði varðveittur. Eigi að síður byggist gildandi lög um mannanöfn á þeim grunngildum að vernda eigi íslenska tungu, þar með talið nafnakerfið. „Á hinn bóginn hefur Ísland ekki undirgengist neinar alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða til þess að vernda eigi nafnakerfið. Af þessu leiðir að það er háð mati löggjafans og hvað samfélagið vill á hverjum tíma, með hvaða hætti haga eigi lögum um mannanöfn,“ segir Helgi. Morgunblaðið/RAX Nöfn Hvað mega börnin heita? Í frumvarpi er lagt til að allar kvaðir um ættarnöfn verði felldar brott. Engin lög um að varðveita nafnakerfið Helgi Áss Grétarsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Það er ekkert nýtt að skiptar skoðanir séu um ættarnöfn. Fyrsta frum- varpið um mannanöfn var lagt fram á Alþingi árið 1911 af Bjarna Jóns- syni frá Vogi. Umræður um frumvarpið voru býsna fjörugar og þar sagði Bjarni m.a. þetta um ættarnöfn. „Allt er þetta ekkert annað en apakatt- arháttur, sem óþjóðræknir Íslendingar hafa tekið upp eftir útlendingum nú á síðari tímum.“ Fyrstu lög um mannanöfn voru síðan sett 1914 og þar var m.a. ákvæði um að vernda ættarnöfn með því að taka upp gjald fyrir þá sem vildu taka upp ný ættarnöfn. Lögunum var breytt 1925 í þá veru að ný ætt- arnöfn voru bönnuð og leiddi það til þess að einungis þeir gátu borið ættarnöfn sem fram að því höfðu borið þau og niðjar þeirra. Árið 1955 var lagt fram frumvarp um breytingar á mannanafnalögun- um frá árinu 1925. Þar segir m.a. að heimilt verði að taka upp ætt- arnöfn en óheimilt sé að taka upp ættarnafn sem annar maður hafi áð- ur öðlast rétt til að bera. Konur megi taka upp ættarnafn eiginmanna sinna og halda því áfram eftir skilnað, „nema hún eigi aðallega sök á skilnaðinum,“ samkvæmt því sem segir í frumvarpinu, sem var ekki samþykkt. Deilt um ættarnöfn frá 1911 APAKATTARHÁTTUR ÓÞJÓÐRÆKINNA ÍSLENDINGA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla á rafmagni með vind- orku jókst um 48% á árinu 2014, mið- að við árið á undan. Framleiðslan myndi duga til að sjá um 1600 heim- ilum fyrir rafmagni til daglegra nota. Kemur þetta fram í samantekt um raforkuframleiðslu á landinu sem birt er á vef Orkustofnunar. Framleiðsla á vindorku inn á flutningskerfið er nýnæmi hér. Landsvirkjun reisti tvær vindrafstöðvar í tilraunaskyni á Hafinu við Búrfell í ársbyrjun 2013. Komust þær í fulla framleiðslu febr- úar. Í júlí lét fyrirtækið BioKraft setja upp tvo vindrafala í Þykkvabæ. Árið 2014 var því fyrsta heila rekstr- arárið á vindmyllum Landsvirkjunar og við bættist orkan úr Þykkvabæ. Tilraunir Landsvirkjunar benda til að aðstæður hér á landi séu mun hag- stæðari til framleiðslu á rafmagni með vindi en gert var ráð fyrir í upp- hafi. Margrét Arnardóttir, verkefn- isstjóri vindorku, segir að nýtnihlut- fall vindmyllanna hafi verið 44% á árinu 2014. Nýtnihlutfall er einn helsti mælikvarði staðsetningar. Til samanburðar má geta þess að nýtni- hlutfallið í heiminum er að meðaltali um 28%. Landsvirkjun hefur lagt fram tvo vindorkugarða til mats í rammaáætl- un, Búrfellslund með allt að 200 MW framleiðslu og helmingi minni garð við Blönduvirkjun. Unnið er að mati á umhverfisáhrifum garðsins við Búr- fell. Þá er BioKraf með áform um stækkun í Þykkvabæ og fleiri eru með hugmyndir á öðrum svæðum. Vindur í segl vindorkunnar  Framleiðsla á rafmagni jókst um 48%  Nýtnihlutfall vindmyllna á Hafinu sér- staklega gott  Áform um uppbyggingu stærri vindorkugarða á næstu árum Orka Vindmyllurnar í Hafinu. Átta ljósastaurar við Reykjanesbraut brotnuðu í rokinu um síðustu helgi. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að þetta hefðu verið óvenjumargir staurar sem gáfu sig um helgina, enda hefði veðurhæðin verið óvenjumikil. Spurður hvort staurarnir hafi ekki verið hannaðir með það fyrir augum, að þeir sveigðust við mikla vindhæð, sagði G. Pétur: „Nei, það var nú ekki svo. Þeir voru hannaðir með það fyrir augum, að þeir brotnuðu, ef ekið væri á þá. Það er plata undir staurunum, sem er boltuð niður í jörðina, og við árekstur brotna þeir.“ Ekki í fyrsta skiptið G. Pétur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem vandræði séu með ljósastaurana við Reykjanesbraut. Fyrr í vetur hafi nokkrir staurar gef- ið sig. Bjarni Stefánsson, deildar- stjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ljósastaurarnir sem brotnuðu hefðu verið elstu staurarnir við Reykjanesbraut. Búið væri að fjar- lægja þá, en ekki að setja nýja í stað- inn. „Þetta er allt í skoðun núna og það er verið að gera úttekt á lýsing- unni við Reykjanesbraut, í hvernig ástandi hún er, kaplar og annað. Í framhaldi þess verður væntanlega tekin ákvörðun um hvernig lýsing- unni verður fyrir komið og hvaða staurar verða valdir í staðinn,“ sagði Bjarni. agnes@mbl.is Átta ljósastaurar gáfu sig í rokinu  Úttekt gerð á lýsingunni við Reykjanesbraut Morgunblaðið/Golli Veðurhæð Margt þurfti undan veð- urhæðinni um helgina að láta. Ferðafélag Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin. Keyrt var á lögreglumann þegar hann hugðist hafa afskipti af bifreið sem grunur lék á að væri stolin. Ökumaðurinn reyndi undankomu og keyrði þá á lögreglumanninn, sem var fluttur á slysadeild. Hann reyndist óbrotinn en skrámaður. Eftirför lögreglu hófst strax eftir bifreið- inni og voru þrír handteknir eftir að hafa forðað sér í fjölbýlishús. Þremenningarnir voru vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir þegar þeir eru í standi til en þeir voru allir meira eða minna undir áhrifum fíkniefna kemur fram í upplýsingum frá lögreglu. Keyrði á lögreglumann og flúði vettvang Hópur fólks af Suðurlandi og frá Skipulagsstofnun er nú í kynnisferð í Skotlandi. Tilgang- urinn er að kanna skipulagsmál vindorkugarða. Sveitarstjórnir og skipulagsfulltrúar hafa fengið fyrirspurnir og umsókn- ir um að reisa vindorkugarða eða einstaka vindmyllur. Þetta er nýtt viðfangsefni hjá þeim og því fór um tíu manna hópur í kynnisferðina. Er hún liður í öflun upplýsinga sem á að nýta við mótun heildstæðrar stefnu. Kanna skipulag vindorkuvera Á FERÐ Í SKOTLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.